Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Stuttar umsagnir
AUSTURBÆJARBÍÓ. MAÐURINN Á ÞAK-
INU
Ef þið hafið ekki nú þegar misst af þessari
sænsku sakamálamynd, þá látið hana ekki
framhjá ykkur fara. Einstaklega raunsæ og
spennandi, tvímælalaust ein af bestu mynd-
um ársins.
Á NÆSTUNNI
Að venju verða kynntar
páskamyndir kvikmynda-
húsanna í síðasta tölublað-
inu sem kemur út fyrir
páska (skírdagsblaðið). Að
venju er ástæða til að
brúnin lyftist á kvikmynda-
unnendum, því á boðstólum
verða margar nýlegar og
eftirtektarverðar myndir.
ERU TILFINNINGARNAR
Á VELDI KLÁMSINS?
Umræðurnar um kvik-
myndahátíðina eru tæpast
þagnaðar enn og því
kannski ekki úr vegi að
bæta nokkrum orðum við
og kynna fólki aðal-
hneykslunarefni hátíðar
innar. japanska meistara-
verkið Veldi tiifinning-
anna. Það er dæmigert
fvrir hræsnina að um
þessa mynd hefur hvað
mest verið rætt og ritað.
þrátt fyrir að fæstir hafi
nokkra hugmynd um efni
hennar utan það. að í
henni er að finna djarfari
senur en gengur og gerist
og mannslimur er sniðinn
af söguhetjunni. Það hefur
víst ekki farið framhjá
neinum. Skriffinnar flestir
af því sauðahúsi. sem
standa í árlöngum ritdeil-
um um ágæti þula morgun-
útvarpsins.
Hvað sem þessum písla-
vottum viðkemur, þá er
bannið á Veldi tilfinning-
anna alvarlegt áfall fyrir
lýðræðið í landinu, réttur
einstaklingsins til að velja
eða hafna einskis metinn. I
ljósi þessa er ekki úr vegi
að kynna fólki efni þessarar
„þjóðhættulegu m.vndar",
og hneykslist svo hver sem
vill.
í augum Vesturlandabúa
getur myndin Veldi tilfinn-
inganna. sem er afdráttar-
laus og opinská í lýsingu
sinni á ástríðufullu k.vn-
ferðissambandi, virsst bæði
leiðinlega endurtekninga-
gjörn og einstaklega klám-
fengin. Því að baki myndar
Nagisa Oshima liggja hvat-
ir alls óskyldar vestrænum
skilningi á ástalífi og
klámi. Oshima er þekktur
sem pólitískur kvikmynda-
gerðarmaður, myndir hans
flestar óhlutlægar og árásir
á þjóðfélagslegt óréttlæti.
Hér endurvekur hann
glaðvært, holdlegt munað-
arlíferni sem sagt er að
hafi blómstrað í Japan á
tíundu öld. Þá sem raun-
verulegur hluti menningar
aðalsins, sem var fólgin í
því að einstaklingarnir við-
urkenndu ástalífið óháðir
bönnum, hræðslu og höft-
um. Þetta hugarfar var
síðast að einhverju leyti
ráðandi í Japan síðustu
árin áður en það opnaðist
fyrir Vesturlandabúum og
menningu þeirra. Það var
stutt og taumlaust tímabil.
Beint uppúr arfsögninni
um sjálfan Genji prins,
hetju hinnar frægu bókar
lafði Murasaki, Sagan af
Genji, verða til persónur
myndar Oshima, þau Sada
og Kichizo. Eftirlifendur
veraldar kynferðislegs
frelsis, sem löngu er liðið
undir lok á fjórða áratug
þessarar aldar, sem er
tímasvið Veldi tilfinning-
anna. Sada og Kichizo
njóta ánægjunnar sem var
öllum möguleg á fyrri og
fegurri öldum Japans. Með
hetjulegri baráttu streitast
þau á móti því að sætta sig
við kúgun menningar
þeirra eig:" 'íma, sem m.a.
hefur leit f sér innrás
Japana í Mansjúríu.
Oshima álítur að kyn-
ferðislífið í hinu gamla
Japan hafi verið hreint og
tært, viðsfjarri sálfræðileg-
um flækjum og ödipúsar-
komplexum, hafið yfir þjóð-
félagslega stéttaskiptingu.
Hann er á öndverðum meiði
við forsendurnar sem eru
þungamiðja Síðastatan^ó í
París, (en Veldi tilfinning-
anna hefur oftlega og rang-
lega verið borin saman við
hana), að við leggjum allt
það sem við höfum verið og
erum í list ástarinnar. I
augum Oshima er jöfnuður
þungamiðja japansks ásta-
lífs.
Sada hefur störf sem
vinnukona á hóruhúsinu
sem Kochizo rekur ásamt
konu sinni; hún kallar hann
húsbónda. Þegar á líður
verður hún ráðandi hlut-
takandinn og grípur þá
gjarnan til orða sem ekki
þóttu áður brúkleg af kven-
manns hálfu og kurteist og
vel uppalið kvenfólk leiddi
hjá sér. Þjóðfélagsleg stétt-
arstaða skiptir elskendur
litlu máli.
Kichizo nálgast Södu í
fyrsta sinn með blómstr-
andi grein af kirsuberjar-
tré, tákn Oshima um að við
séum að verða vitni af
síðasta blóma japanskrar
menningar, þar sem ástríð-
urnar voru sjálfum sér
nægjar, samfarir hvorki
dulúðugar né sóðalegar.
Japanir, segir Oshima, voru
eitt sinn færir um að
elskast án þess að skamm-
ast sín. Gagnstætt hinu
eðlilega Japan liðinna tíma,
þá eru þau Sada og Kichizo
kölluð „öfuguggar" sökum
þess að þau lifa í unaði
ástabrímans og landið er
herveldi. Árið 1936, en þá
átti sér stað hin sögufræga
valdataka herforingjanna
sem tók íbúana endanlega
kyrkingartaki herveldis.
Pessum fasisma fjórða ára-
tugarins lýsir Oshima með
þeirri afneitun ástríðnanna
sem var honum samfara.
Þegar að herdeild kemur
marserandi standa
ósnortnar konur öðrum
megin götunnar og veifa
japanska fánanum á vél-
rænun hátt. Hinum megin,
ónæmur fyrir öllum þjóð-
ernislegum æsingi, fer
Kichizo, sjálfum sér nógur,
fullnægður og sá eini á
meðal alls þessa fólks sem
er fær um að lifa því
andlega, óþvingaða lífi sem
Oshima telur að lýsi best
japanskri menningu eins og
hún getur best orðið.
Með sínum einstaka, jap-
anska fráságnarmáta, hvað
ástalífi viðvíkur, þá hefur
Veldi tilfinninganna
algjöra yfirburði yfir vest-
rænt klám, jafnvel þótt við
verðum vitni að kynmök-
um. Unaður Södu og
Kichizo, gjörsneyddur öll-
um ruddaskap, veitir bæði
manninum og konunni
ánægju. Ólíkt klámi, snúast
ástarsenurnar einkum um
kynferðislega alsælu
konunnar. ánægju sem hún
er virkur hluttakandi í
frekar en fórnarlamb. Karl-
inn finnur enga þörf til
þess að sýna yfirburði
karlmennskunnar með of-
beldi. Erótíkin er ekki
byggð á auðmýkingu eða
yfirbugun kvenmannsins
heldur gagnkvæmum ást-
ríðuhita.
Hugsjón hins japanska
karlmanns er að vera hlut-
laus, meðtakandi ánægj-
unnar; heiður hans stafar
ekki af yfirdrottnun heldur
af því hversu mikla svörun
hann fær hjá konunni og
hversu mikla ánægju hann
er fær um að veita henni.
Sada gleður Kichizo með
eldfjöri sínu og við kom-
umst að því að hún var
eftirsótt gleðikona vegna
þess að hún var ánægð og
naut kynlífsins. Annað eft-
irtektarvert, japanskt lífs-
viðhorf. Með virðingu ákall-
ar Oshima þá Södu sem í
eigin lífi varð þjóðfræg
persóna einmitt fyrir það
að endurskapa það gamla
Japan þegar ekkert það sem
viðkom líkamanum var
álitið viðbjóðslegt og maður
og kona gátu — hvort sem
var — þegið eða gefið
ánægjuna. Gagnstætt
klámmyndagerð þá beinist
myndavélin einkum að and-
litum eða öllum líkama
elskendanna, gefur því
áhorfandanum ekki tæki-
færi til þess að fara með
hlutverk lostafulls gægjara.
Fólk kemur af og til að
þeim Södu og Kichizo en
slík ágengni er afgreidd
með gamni, ekki höfðað til
sjúklegrar forvitni fólks
með saurlífskenndar hug-
myndir. Rétt eins og ástar-
leikirnir eru sýndir í ber-
högg við púrítanskt siðferði
okkar tíma.
Endirinn, þegar Sada
k.vrkir og síðan aflimar
Kichizo, er harkalegur en
án nokkurs undh-strikaðs
ofbeldis eða sadisma.
Samúð Oshima er með
þeirri Södu sem gekk um
Tokyo, „berandi það sem
hún hafði afskorið ... ljóm-
andi af gleði...“ Af og til
í gegnum myndina bregður
henni fyrir í rauðum
kimono, síðasta leiftur lífs-
gleði á svörtum bakgrunn-
inúm. Sada og Kichizo eru
frelsuð, heilög og í dýrl-
ingatölu, frá því Japan sem
skilur þau ekki lengur, óháð
þeirri siðvenju sem fléttar
saman frygðinni og for-
smáninni. í Södu lifir
áfram munaðarlíf hins
forna Japans, likt og í
þeirri raunverulegu Södu
sem helgaði sig áframhald-
andi ánægjuleit eftir að
hafa setið af sér fjögurra
ára fangelsisdóm.
Líkt og þeir japönsku
áhorfendur, sem Oshima
gerði mynd sína fyrir, þá
erum við svo fjarlæg taum-
lausu nautnalífi, að mikill
hluti Veldis tilfinninganna
verður, hjá mörgum a.m.k.,
óbærilegur á að horfa. En
þegar best lætur, þá sýnir
hún löngu liðið, japanskt
menningarskeið, þegar ekk-
ert var til sem hét klám,
ástríðurnar blómguðust,
ónæmar fyrir synd eða
blygðun eða sektartilfinn-
ingu.