Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
17
MOIÍDLUIS®
MEÐ EKTA CALIFORNIU MÖNDLUM
MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM
PtRU S®
RÖNDÓTTUR VANILLAIS MEÐ PERUBRAGÐI
En hverju er um að kenna að
þessi skaðræðis þróun hefur getað
gerst? Ef litið er á árangurinn af
kjarabaráttu launafólks, eins og
honum er lýst hér á undan og
hafður til hliðsjónar árangur
kjaramála á Norðurlöndum, læðist
að manni grunur um, að til forustu
ýmissa samtaka launafólks hafi
valist menn, sem valda ekki þeim
vanda og þeirri siðferðislegu
ábyrgð, sem því fylgir að hafa
fengið í hendur svo hrikalega
öflugt stjórnunartæki, sem hinn
ótakmarkaði verkfallsréttur er,
samfara sjálfvirkri vísitölu.
Þegar ríkisvaldið hafði afhent
samtökum launafólks bæði þessi
tæki gat varla hjá því farið, eins
og félagsþroska okkar er háttað,
að verulegur hluti stjórnunar'
efnahagsmála þjóðarinnar flyttist
út á götu, enda fór svo að i
reyndinni hafa samtök launafólks
síðan ákveðið laun sín, en ríkis-
stjórn haft það eitt hlutverk í
þessum málum að reyna eftir
föngum að laga stjórnkerfið að
þeim ákvörðunum, sem þannig
hafa verið teknar.
Þetta hefur gengið misjafnlega
og hefur verið því erfiðara sem
launastökkið var stærra, en alltaf
hefur það endað á einn veg,
þannig. að þegar verðbólgan
hafði vaxið um svo sem tvöfalda
launahækkunina. stöðvaðist
skriðan. í bili. við þau mörk, að
rauntekjur höfðu aukist um sem
næst það. sem þjóðarframleiðslan
gerði mögulegt og. sem sjálfgert
hefði verið fyrir launafólk að fá,
án allrar baráttu.
Þó endurtekur sagan sig sífellt.
Forkólfarnir standast ekki þá
freistingu að blekkja skjólstæð-
inga sina með mörgum smáum
krónum í stað færri króna og
verðmeiri og hefur einmitt þess
vegna ekki tekist að tryggja
launafólki beztu möguleg kjör í
heilbrigðu efnahagskerfi.
Og skjólstæðingarnir láta
blekkjast, nýlega mátti t.d. heyra
fyrirlesara í útvarpi segja eitthvað
á þá leið, að atvinnurekendur
segðu við hverja samningagerð að
þeir gætu ekki borgað það kaup,
sem um var samið, en svo sýndi sig
alltaf að þetta væri fyrirsláttur.
Þannig virðist það alveg hafa farið
framhjá þessum góða manni, að
þær krónur, sem atvinnurekand-
inn borgaði að loknum samningum
voru allt aðrar krónur heldur en
þær, sem giltu fyrir samninga og
farið var fram á að fá.
Eg hef oft undrast sjálfumgleði
sumra forustumanna launafólks,
þegar þeir hafa verið nýbúnir að
ánafna skjólstæðingum sínum
ógrynni fjár, sem hvergi var til, og
gat orðið þeim einum til ávinnings,
sem höfðu ekki áhuga á öðru en að
eyðileggja efnahagskerfi þjóðar-
innar og ekki þekktu annað
siðgæði en pólitískt.
A Norðurlöndum hefur verð-
bólga Iengst af verið lítil, en hefur
hinsvegar aukist nokkuð að
undanförnu, eins og gerzt hefur
víðast hvar í Evrópu. Þar eru kjör
launafólks miklu betri en hér, 50%
betri og þar yfir. Að nokkru stafar
þetta að sjálfsögðu af betri
Bjöm Steffensen:
Eitthvað
Þar sem nú svo er komið að
krónan okkar er föl fyrir 2 aura
danska og varla líður á löngu þar
til hún verður skráð á 1 eyri,
virðist tímabært að farið verði að
huga að undirbúningi útgáfu
nýrrar íslenzkrar myntar, sem
yrði þá 100 sinnum verðmeiri en
krónan okkar og þannig jöfn
dönsku krónunni að verðgildi.
Að fá nýja, stærri mynt, gæti
haft góð áhrif, með því m.a. að
hjálpa okkur að endurheimta
verðskyn og raunhæfara verð-
mætamat. Afdrifaríkust áhrif
myntskipta gætu þó orðið þau, að
þjóðin endurheimti virðingu fyrir
sjálfri sér og stjórnarháttum
sínum og efnahagskerfi og léti það
ekki henda, að hin nýja mynt yrði
eyðilögð, eins og sú gamla, heldur
yrði eitthvað raunhæft gert til að
halda í horfinu, líkt og nágranna-
þjóðir okkar leggja kapp á að gera.
Ekki veit ég hvort fólk gerir sér
almennt fullkomlega grein fyrir
hve hörmulega krónan okkar hefur
verið leikin síðastliðin 30—40 ár,
eða síðan í stríðsbyrjun, í öllu falli
gerir unga fólkið það áreiðanlega
ekki. í mjög grófum dráttum hefur
þetta gerst: Verðlag á Vesturlönd-
um hefur 20-faldast siðan í
stríðsbyrjun. miðað við kaupmátt
sterlingspunds. en síðan höfum
við aftur 20-faldað þessa erlendu
verðhækkun með heimatilbúnum
aðgerðum. þannig að hér á landi
er verðlag nú að meðaltali 400
sinnum hærra en var árið 1939.
Milljónin í dag jafngildir þannig
2.500 krónum árið 1939 að kaup-
mætti og ef þú, lesandi góður, ferð
út í búð og kaupir ýmsar
nauðsynjar fyrir 1000 krónur, færð
þú sama magn og þú hefðir fengið
fvrir 2 krónur og 50 aura árið 1939.
(Ég miða við árið 1939, árið sem
heimsstyrjöldin hófst, vegna þess,
að síðan hefur allt verið á tjá og
tundri í efnahagsmálum okkar og
allur samanburður innan þess
tíma út í bláinn. Til dæmis er það
óraunhæft, að ekki sé sagt bein
fölsun, að bera saman rauntekjur
innan þessa tíma, sem þó er mjög
oft gert, einkum ef borið er saman
við tímabil þegar nýsamið var um
laun, en verðbólgan, sem af
samningunum leiddi, ekki komin
fram).
Þeim hluta verðbólgunnar. sem
við höfum sjálf valdið og. sem er
megin hluti hennar, eins og áður
segir. hafa samtök launafúlks
allri komið til leiðar. Ég furða
mig oft á bollaleggingum manna
uni það, hverjum sé um að kenna
þessi ósköp, svo augljós virðist
mér gangur þessara mála, en hann
er ætíð þessi, eins og allir raunar
þekkja: Samið er, með eða án
verkfalls, um svo sem 20—40%
launahækkun, sem þá er gjarnan
5—10 sinnum það sem aukning
þjóðarframleiðslu gaf tilefni til.
Litlu siðar byrja að koma auglýs-
ingar um verðhækkun allskonar
innlendrar framleiðslu og þjón-
ustu. Þá kemur gengislækkun til
bjargar útvegi, sem ekki ræður
verðlagi framleiðslu sinnar. Að
síðustu koma svo hækkanir
erlendra vara og landbúnaðarvara
vegna launahækkana og gengis-
breytingar, en um leið og þetta allt
gerist fer vísitalan að spinna og
tvöfaldar alla vitleysuna.
Að halda því fram að þessu sé
öfugt farið, nefnilega, að verð-
hækkanirnar komi fyrst og að
réttmæt afleiðing þess sé að laun
beri að hækka, er furðuleg stað-
hæfing í þjóðfélagi, þar sem allar
helstu nauðsynjar eru verðlagðar
af verðlagsstjóra og þar sem
hvorki hann ,né ríkisvaldið sam-
þ.vkkja neinar verðhækkanir,
nema af knýjandi nauðsyn vegna
undangenginna launahækkana og
þá ætíð seint og um síðir. Verð-
hækkanir' erlendis á innfluttum
vörum eru yfirleitt svo smávægi-
legar hverju sinni, að þær breyta
ekki réttmæti þessarar fullyrðing-
ar, enda verðhækkanir erlendis,
eins og áður segir, samtals aðeins
einn tuttugasti partur verðbólg-
■’wniu!1*?1 i'iWM; ■■■■■» ■ii"1 ■■ ■
forustu launafólks um að kenna.
verður
að gera
landkostum, en að öðru leyti af
betri stjórn efnahagsmála, sem
fyrst og fremst er að þakka
ábyrgri stjórn samtaka launa-
fólks, sem hefur staðið allt öðru-
vísi og skynsamlegar að kjaramál-
um en okkar menn.
Þessi samanburður við Norður-
lönd styður það. sem Jónas
Haralz. bankastjóri. segir í grein
í Morgunblaðinu 16. þ.m.. að ekki
sé ósennilegt að kjör fólks hér á
landi séu fjórðungi lakari en þau
gætu verið ef verðbólga væri lítil.
Það sem ég hefi verið að leitast
við að segja hér að framan er ekki
það. að ég telji að launafólk hafi
verið of aðgangshart í kröfum um
betri kjör. heldur hefi ég verið að
færa rök fyrir nánast alveg því
gagnstæða. nefnilega. að ekki
hafi náðst sá árangur fyrir
launafólk. sem mögulegur var,
það er hærri rauntekjur. ef
skynsamlega hefði verið að mál-
sem með óskynsamlegum vinnu-
brögðum hafi magnað upp verð-
bólgu. sem nú er að verða alveg
óviðráðanleg. og sem hefur smám
saman leitt til þess að kjör
iaunafólks eru stórum lakari en
annars hefði verið.
Spyrja má að lokum hvers vegna
ríki og atvinnurekendur standi að
kjarasamningum, sem ljóst er
þegar við undirritun, að ekki er
hægt að standa við, nema með
stórlega smækkuðum krónum?
Hvers vegna setur ríkisstjórn ekki
kosti, þegar sest er að samninga-
borði, t.d. um hámark kauphækk-
ana í samræmi við það, sem hún
telur að rauntekjur geti hækkað,
og leggur ráðherradóminn að veði,
verði ekki að kostum hennar
gengið? Væri það ekki leiðin til
þess að koma ábyrgð yfir á herðar
forustu launafólks? Og ef í harð-
bakka slær, hvernig væri þá að
láta einu sinni fara fram kosning-
ar um það, hvor eigi að stjórna á
Islandi, ríkisstjórn, eða samtök
launafólks; um ómerkilegri hluti
hafa nú háttvirtir kjósendur verið
spurðir.
í öllu falli, eitthvað verður að
gera.
Björn Steffensen.
um staðið og sem náðst hefur á
Norðurlöndum. og að hér sé
VEGLEG OG FALLEG
FERMINGARGJÖF!
PASSÍUSÁLMAR
Eftir HALLGRÍM PÉTURSSON
HELGI SKÚU KJARTANSSON
sá um útgáfuna og skrifaöi formála. Aftast
í bókinni er sálmurinn:
„ÚM DAUÐANS ÓVISSA TÍMA“
■■■■mbhbhSTAFAFELLh