Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Blaðaverkfallið leyst
í Vestur-Þýzkalandi
Bonn. Vestur-þýzkalandi
20. marz AP.
PRENTARAR dagblaða og útgef-
endur í Vestur-Þýzkalandi náðu
loks samkomulagi í dag eftir
þriggja vikna vcrkfall. Sam-
komuiagið sem snerist um ágrein-
ing um tölvusetningu blaða þýðir
að næstum öll þau 360 blöð sem
verkfaliið hefur snert að meira
eða minna leyti koma nú út aftur.
Helmut Schmidt, kanslari, skip-
aði Jans Jiirgen Wischnewski, einn
helzta ráðgjafa sinn, til að vera
meðalgöngumann í þessari deilu
og var það talið augljós vottur þess
hve alvarlegs eðlis deilan var.
Samkvæmt samkomulaginu verða
áfram setjarar sem teknir verða *
fram yfir í prentarastörfum næstu *
átta árin. Þeir setjarar sem hafa
misst störf sín vegna örra fram-
fara í prenttækni munu fá sérstök
störf sem eru í tengslum við
prentverk og auk þess fá auka-
greiðslur næstu sex árin.
Samtök prentara í Vest-
ur-Þýzkalandi hófu verkfallsað-
gerðir gegn ýmsum meiriháttar
blöðum fyrir þremur vikum með
það fyrir augum að krefjast vinnu
og kauptryggingar fyrir þá 38
þúsund setjara sem hafa misst
atvinnu sína í landinu eftir að
tölvutæknin kom til sögunnar við
blöð þar í landi.
Carter
ordinn
vinsælli
New York. 20. marz. Reutcr.
VINSÆLDIR Carters Banda-
ríkjaforseta haf aukizt sam-
kvæmt siðustu Gallup-skoðana-
könnunum, en þær sýna þó alls
ekki sömu vinsældir og skoðana-
kannanir þremur mánuðum eftir
að hann tók við emhætti.
Skoðanakönnunin síðasta leiddi
í ljós að fimmtíu og einn af
hundraði þeirra fimmtán hundruð
er tóku þátt í henni voru ánægðir
með forsetann. Hins vegar svöruðu
aðeins fjörutíu og sjö af hundraði
jákvætt í skoðanakönnun af sama
tagi fyrir einum mánuði.
Þrátt fyrir auknar vinsældir eru
Olíuskipið Amoco-Cadiz. þar sem það marar í hálfu kafi undan Atlantshafsströnd Frakklands.
Olía þekur þúsund ferkíló-
metra svæði undan Bretagne
þær ekki þær sömu og eftir þriggja
mánaða starfsferil þegar sjötíu og
sjö af hundraði sögðust ánægðir
með forsetann.
Portsall. Frakklandi.
20. marz. Reuter. AP.
EMBÆTTISMENN í Portsall
sögðu í dag, að taka mundi viku
að skipuleggja dælingu olíu úr
risaolíuskipinu Amoco-Cadiz, þar
sem það liggur strandað á fjörum
Bretagne-skaga í Frakklandi með
um 140 þúsund lestir olíu eftir
innanborðs. Nærri 80 þúsund
tonn hafa lekið úr skipinu frá því
það strandaði á fimmtudag og
þekur olían nú eitt þúsund
ferkflómetra svæði á sjónum
undan ströndum Bretagne og
Aldo Moro — Valdamestur
ítalskra stjórnmálamanna
og mestur hugmyndafræð-
ingur kristilegra demókrata
FIMM sinnum hefur hann gegnt
embætti forsætisráöherra Italíu.
Hann er viðurkenndur mestur
áhrifamaður Kristilega demókrata-
flokksins, mestur hugmynda-
fræöingur og hefur mótað Þá
stefnu sem flokkurinn hefur smám
saman hneigzt tíl — Þ.e. að hefja
samstarf við sósíalista og síðan
kommúnista. Og nú er hann ekki
aðeins nafnfrægastur og valda-
mestur kristilegra demókrata á
ítalíu, heldur einnig nafnfrægasta
fórnardýr sem fallið hefur í hendur
mannræningja og pólitískra
hryðjuverkamanna.
Hryðjuverkamennirnir hefðu varla
getað greitt högg öllu þyngra. Þeir
stæra sig af því að hafa nú fært hina
svokölluðu baráttu sína inn í
hjartastaö ríkisins. Og margir munu
taka undir þá fullyrðingu.
Aldo Moro er 61 árs, fæddur 23.
september. Hann var fyrst kosinn
Eleonora Moro — eiginkona Aldo
Moros — vill ekki semja við
mannræningja.
á þing rétt um þrítugt og síðan
jafnan endurkjörjnn. Hann varð
aðstoðarutanríkisráðherra áriö
1949 og var það fyrsta ráöherra-
embætti hans. Síðan tók hann við
formennsku í þingflokki kristilegra
demókrata árið 1953, varð dóms-
málaráöherra 1955 en forsætisráö-
herra varð hann í fyrsta skiþti árið
1963.
Aldo Moro hefur þótt með af-
brigöum snjall stjórnmálamaður
eins og allur ferill hans ber vitni um.
Hann er þolinmóður maður og meiri
málafylgjumaður er títt er um marga
ítalska stjórnmálamenn. Kann vel
að stilla skap sitt og kýs að beita
rökum í stað orðskrúðs og glamurs.
Vegna þess hve mikið prúðmenni
hann er segja sumir, aö hann sé
áhugalaus, aðrir að hann sé
óákveðinn maður. Þeir sem þekkja
hann sem stjórnmálamann segja
hvorugt rétt. Innri sannfæring hans
í hverju máli sé það sterk að honum
sé mest um vert aö ekki sé viö henni
raskaö.
Hann hefur djúpa og einlæga trú
og honum var reyndar rænt þegar
hann var að koma úr daglegri
heimsókn í litla kirkju skammt frá
heimili sínu. Þangað fór hann jafnan
dag hvern og baðst fyrir. Frá
kirkjunni ætlaði hann að fara til
þingsins að vera við umræöur er
innsigla skyldu hans nýjasta og
merkasta pólitíska sigur.
Aldo Moro hefur lengi verið
sannfærður um að ítalskt lýðræði fái
ekki staöizt nema kommúnistar axli
sinn skerf af ábyrgðinni. Sem
formaður flokks kristilegra demó-
krata vann hann ötullega að því aö
afla þessari skoðun sinrn fylgis.
Hann varð þar fyrir sterkri andstöðu
en lét það ekki á sig fá og fylgdi
henni eftir. Þó sætti hann gagnrýni
innan flokksins ekki aðeins fyrir þaö
að opna um of fyrir áhrif
kommúnista á ítalíu, heldur og fyrir
að vera um of íhaldssamur hvaö
snerti að gefa ungum mönnum
tækifæri til frama innan flokksins.
En umfram allt var allsráðandi
andúöin við ríkisstjórn sem studd
væri af kommúnistum. Þó svo að
kommúnistaflokkur ítalíu sé voldug-
ur er almenn andstaða meðal hins
óbreytta ítalska borgara við það að
kommúnistaflokkurinn fái umtals-
verð stjórnmálaleg áhrif. Aldo Moro
taldi slíkt ekki raunsætt en hann
þurfti á allri sinni pólitísku kænsku
að halda til að sannfæra þingmenn
Kristilega demókrataflokksins um
að nauðsynlegt væri að samþykkja
slíka stjórn. Honum tókst það. Nú
situr hann hins vegar í ræningja-
höndum og um afdrif hans er allt á
huldu. Þaö er mikill hnekkir fyrir
ítalíu aö slíkt skuli geta gerzt, og
væntanlega verður lagt allt kaþp á
að finna mannræningja hans og
almennt unnið að því að ráðast í eitt
skipti fyrir öll gegn mannræningjum
á ítalíu, svo athafnasamir sem þeir
hafa oröiö á allra síöustu árum.
Aldo Moro
hefur þegar valdið miklum skaða
á sjávar og fuglalífi.
Ekki er búizt við að meiri olía
leki úr skipinu í bráð, en björgun-
arskip hafa undanfarið dælt
hreinsunarefnum á olíuna á sjón-
um til að reyna að eyða henni eða
gera kleift að dæla henni upp af
sjónum.
Talsmaður strandgæzlunnar
frönsku sagði í gær, að henni hefði
ekki borizt nein vitneskja um að
olíuskipið hefði átt í erfiðleikum á
fimmtudag fyrr en það var þegar
strandað. Dráttarbátur hafði kom-
ið að skipinu nokkru áður og reynt
árangurslaust að koma línu um
borð í skipið. Skipstjórar beggja
skipanna hafa verið hnepptir í
varðhald og hafa verið yfirheyrðir
um málið að undanförnu.
I Bretlandi hafa verið gerðar
sérstakar ráðstafanir til varnar
því að olíuna beri upp að ströndum
landsins eða að brezkum eyjum á
Ermarsundi, en litlar líkur eru
taldar á því að svo verði. Olíubrák-
in er nú um 70 mílur frá eynni
Guernsey. Bretar hafa ákveðið að
senda brezk dæluskip til aðstoðar
Frökkum við að dæla kemískum
efnum í olíubrákina.
Geller
efstur
Bogota, Kolombíu
20. marz — AP.
SOVÉZKI skákmeistarinn
Efim Geller sigraði argent-
ínska skákmeistarann Oscar
Panno eftir 26 leiki s.l.
laugardag. Geller er nú í
fyrsta sæti í þriðja alþjóðlega
skákmótinu Santa Fe í
Bogota ásamt Kolombíu-
manninum Luis Garcia.
Þetta gerðist i
Þetta geröist — 21. marz. AP.
1977 — Forsætisráðherra Ind-
lands, Indira Gandhi, segir af sér
eftir að hafa misst þingsæti sitt í
kosningum.
1975 — Herstjórnin í Eþíópíu af-
nemur keisaradæmi í landinu.
1960 — Allsherjar mótmælaganga
gegn tögum um vegabréf í Suð-
ur-Afríku leiðir til þess að 67 láta
lífið í átökum og lýst er yfir
neyöarástandi.
1939 — Þjóðverjar slá eign sinni á
Memel í Lithaugalandi.
1918 — Þjóðverjar hefja árás og
aðra orrustuna viö ána Somme í
Frakklandi í heimsstyrjöldinni fyrri.
— Þjóðverjar gera fallbyssuárás á
París úr 114 kílómetra fjarlægö.
1905 — Bretar og Persar undirrita
samning um samstööu gegn Rúss-
um í Austurlöndum nær.
1948 — Friðrik VII Danakonungur
skýrir frá þeirri ákvörðun sinni að
innlima Slésvík.
1803 — Frönsku borgaralögin,
Napóleonslögin, eru fullgerð.
1801 — Herir Frakka bíða ósigur í
Alexandn'u í Egyptalandi gegn
Bretum undir forystu Ralph Aber-
cromby.
Afmæii eiga I dag: Jóhann Se-
bastían Bach, þýzkt tónskáld (1685
— 1750), Frederick Richter (Jean
Paul), þýzkur rithöfundur (1763 —
1825), Benító Juarez, fyrrverandi
forseti Mexíkó (1806 — 1872).
Hugleiöing dagsins: Mótstaða egn-
ir alltaf fullhugann, en kemur honum
aldrei til að skipta um skoðun
(Johann Friedrich Schiller, þýzkur
rithöfundur 1759 — 1805).
Endanlegar atkvæda-
tölur í Frakklandi
París, 20. marz. AP. Reuter.
ENDANLEGAR atkvæðatölur í
frönsku kosningunum voru Þessar,
Þess ber að gæta að Þessar tölur
gefa ófullkomna mynd af fylgi
einstakra flokka vegna samvinnu
ffokka innbyrðis.
Skráðir kjósendur: 30.956.076.
Atkvæði greiddu: 26.206.710 eða
84,6%.
Gild atkvæöi voru: 25.475.802 eða
82,2%.
Stjórnarflokkarnir fengu alls
12.865.122 atkvæði eöa 50,49%.
Stjórnarandstaðan fékk alls
12.553.262 atkvæði eða 49,29%.
Innan stjórnarflokkanna skiptust
atkvæði svo:
Gaullistar: 6.651.756 atkvæöi eða
26,11%.
Miðflokkabandalag Giscards:
6.213.366 atkvæði eða 24,38%.
Innan stjórnarandstöðunnar skiptust
atkvæði svo:
Sósíalistar: 7.212.916 atkvæði eða
28,31%.
Kommúnistar: 4.744.868 atkvæði
eða 18,62%.
Vinstri radikalar: 595.478 atkvæði
eða 2,36%.
Ýmis flokkabrot fengu 0,22% at-
kvæða í kosningunum.