Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
37
Jón Kristjánsson frá Kjörseyri:
Mismæli formanns Dýra-
læknafélags íslands
í Morgunblaðinu 16. fegrúar
s.l. birtist grein eftir Jón Péturs-
son, dýralækni á Egilsstöðum,
sem á að vera svar við grein eftir
mig sem birtist í sama blaði 9.
febrúar og einnig í Tímanum 10.
febrúar þetta ár. í grein þessari
biður Jón Pétursson afsökunar á
ummælum sínum í sjonvarpsvið-
tali og er því vafamál hvort rétt
sé að stofna til frekari orðaskipta
við fallinn andstæðing.
Ég hefði ekki hirt um andsvar,
ef hann hefði ekki í lok greinar
sinnar beint til mín beinni
spurningu auk þess sem hann
gerir tilraun til þess að snúa út
úr orðum mínum á þann veg að
ég hafi í grein minni lítilsvirt
Dýralæknafélag íslands og dýra-
lækna almennt.
I lok greinar minnar frá 9.
febrúar s.l. sagði ég, að ekkert
stæðist af því, sem Jón Pétursson
sagði um sauðfjárveikivarnir í
áðurnefndu sjónvarpsviðtali. Jón
Pétursson gerir enga tilraun til
þess að afsanna það, eins og grein
hans ber glöggt vitni um. En nú
heita það bara mismæli. Fyrr
mega nú vera mismælin ...
I grein sinni minnist Jón
Pétursson á varnargirðingarnar.
Ekkert nýtt er að finna í þeim
ummælum. Hann tekur þar upp
í grein sína og gerir að sinni
skoðun verkefni, sem sauðfjár-
veikivarnir eru byrjaðar á að
vinna að, og vafalaust verður
haldið áfram á þeirri braut eftir
því sem við verður komið og
ráðlegt þykir. Varnargirðingar
þær sem alls ekki má leggja niður
eru miklu fleiri en Jón Pétursson
nefnir í grein sinni, en ég tel
ástæðulaust að telja þær upp hér.
í grein sinni leggur Jón Péturs-
son til að Sauðfjársjúkdóma-
nefnd sé lögð niur og sérhæfðum
aðstoðarmönnupi sauðfjárveiki-
varna sagt upp störfum, en í stað
þeirra komi sérmenntaðir dýra-
læknar. Um fyrra atriðið vil ég
segja þetta: Ekki kemur til
nokkurra mála að búfjáreigendur
í landinu afhendi dýralæknum,
sama hversu sérmenntaðir þeir
eru, einræðisvald í þessum mál-
um. Þeir eiga allt of mikið í húfi
til þess. Hinsvegar finnst mér að
eins og málum er nú háttað, geti
dýralæknar verið ánægðir með
sinn hlut í stjórn sauðfjárveiki-
varna. Framvkæmdastjóri sauð-
fjárveikivarna er dýralæknir,
auk þess situr einn héraðsdýra-
læknir í Sauðfjársjúkdómanefnd
og hefir svo verið um margra ára
skeið. Tveir dýralæknar hafa
verið formenn hennar um árabil.
Samkvæmt lögum er yfirdýra-
læknir í nefndinni til ráðuneytis
og situr oft fundi hennar. Engar
stærri ákvarðanir eru teknar í
Jón Kristjánsson.
þeim málum án samráðs við
hann.
Ef þetta á að vera sparnaðar-
tillaga hjá Jóni Péturssyni vil ég
aðeins benda honum á, að greiðsl-
ur ríkisins vegna
Sauðfjársjúkdómanefndar s.l. ár
námu rúmum 500 þúsund krón-
um. Getur Jón Pétursson bent
mér á nokkra þingkjörna nefnd
sem er ódýrari í rekstri.
Það er köld kveðja sém starfs-
fólk sauðfjárveikivarna fær frá
Jóni Péturssyni þar sem því er
slegið föstu að það sé ekki starfi
sínu vaxið. Um það ræði ég ekki,
þar sem ég vinn í þeirra hópi,
sem Jón Pétursson telur
nauðsynlegt að losna við. Um hitt
atriðið, að fá fleiri sérmenntaða
dýralækna til starfa hjá sauð-
fjárveikivörnum, væri vafalaust
fengur að, og er ég jákvæður
gagnvart því atriði, en að skipta
um allt starfslið á þann hátt er
ég í yiafa um að sé rétt, enda
tíðkast það ekki í neinu
menningarlandi að sérfræðingar
starfi án aðstoðarfólks.
Tillaga þessi gengur alveg í
öfuga átt við sparnaðartal Jóns
Péturssonar.
I grein sinni vitnar Jón Péturs-
son í sjónvarpsviðtalið og segist
hafa tekið í því fram, að þaö sem
hann segði væru fyrst og fremst
sínar skoðanir, en ekki skoðanir
annarra dýralækna. Þetta er ekki
rétt. Hann sagði nokkurn veginn
orðrétt það sem um þetta atriði
stendur í minni fyrri grein. Ég
veit að Jón Pétursson hefur afrit
af sjónvarpsviðtalinu undir
höndum og þyrfti því að lesa það
betur ef hann á erfitt með að fara
með rétt mál.
Undir lok greinar sinnar
kemur Jón Pétursson alveg af
fjöllum þar sem hann vitnar í
grein mína um árás hans á
Sigurð Sigurðarson dýralækni,
framkvæmdastjóra sauðfjár-
veikivarna.
Er Jóni Péturssyni virkilega
ekki ljóst, að hann hefur ráðist á
sauðfjárveikivarnir og til þess
valið sterkasta fjölmiðil landsins.
Slík árás hittir fyrst og fremst
framkvæmdastjóra varnanna,
sem ber hita og þunga af því
starfi sem þar er unnið. Hún
hittir líka Sauðfjársjúkdóma-
nefnd og starfsbræður hans þar.
Það skiptir engu máli hvort nöfn
eru nefnd eða ekki.
Jón Pétursson segir að ég hafi
í grein minni gert tilraun til þess
að draga Dýralæknafélag íslands
og dýralækna almennt niður í
skítinn. Ekki er nú orðalagið
smekklegt, en gallinn á þessum
ummælum Jóns Péturssonar er
einfaldlega sá, að ég minnist
hvergi á dýralækna almennt, og
aðeins á Dýralæknafélag íslands
þar sem ég skýrði frá einfaldri
staðreynd.
En hvað gerir Jón Pétursson
sjálfur í títt nefndu sjónvarpsv ð-
tali, er hann ekki þar að draga
suma af starfsbræðrum sínum
niður. Getur það verið að það
samræmist reglum Dýralæknafé-
lags Islands að þannig sé talað
um starf félaga sinna í fjölmiðl-
um. Mér þykir ótrúlegt að svo sé.
Að endingu vil ég segja þetta við
Jón Pétursson dýralækni á Egils-
stöðum.
Ég hef alveg sama rétt til þess
að tala til íslenskra bænda og
hann til starfsbræðra sinna. Um
það þarf hann ekki að efast. Ég
hef enga löngun til þess að draga
Jón Pétursson niður í svaðið eins
og hann orðar það og minnist
hvergi á starf hans sem dýra-
læknis. Hið sama verður ekki
sagt um orð hans í minn garð.
Hitt var óhjákvæmilegt, eins og
allir vita sem til þekkja, að
leiðrétta fjarstæður þær er frá
honum komu í áðurnefndu sjón-
varpsviðtali. Ef Jóni Péturssyni
finnst að hann hafi sett niður
getur hann engum um kennt
nema sjálfum sér, fyrir það
frumhlaup sitt að fara í sjón-
varpið að lítt hugsuðu máli.
Aðalfundur stórkaupmanna:
Greiðslufrestur á tollum þýðir
aukna hagræðingu og lægra vöruverð
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupmanna var haldinn að
Hótel Sögu laugardaginn 18.
febrúar s.l., og var fundurinn
fjölsóttur.
I stjórn voru kjörnir þeir Einar
Birnir, Riehard Hannesson og
Sverrir Sigfússon. Fyrir í stjórn
voru Jón Magnússon, formaður og
meðstjórnendur, þeir Ágúst Ár-
ntann, Olafur Haraldsson og
Valdemar Baldvinsson.
í upphafi aðalfundar minntist
Jón Magnússon látinna félags-
manna, þeirra Ásbjörns Ólafsson-
ar, Halldórs Jónssonar, Óla
Metúsalemssonar og Viggós H.V.
Jónssonar.
Fundarstjóri var kjörinn Árni
Gestsson, og fundarritari Örn
Guðntundsson, viðskiptafræðing-
ur.
Jón Magnússon, formaður, flutti
ítarlega skýrslu stjórnarinnar urn
störf félagsins á síðastliðnu ári.
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, sagði frá
starfs.emi skrifstofu þess og ræddi
almennt urn starf félagsins. Ágúst
Árntann, gjaldkeri félagsins, gerði
grein fyrir reikningunt þess.
Sigurður Gunnarsson flutti
skýrslu um starfsemi Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna. Endurskoðendur
voru kjörnir þeir Hilmar Fenger
og Ólafur Kjártansson til vara
Einar J. Skúlsson og Sigurður
Gunnarsson.
I fastanefndir félagsins voru
kjörnir: Hagrannsóknar- og hag-
ræðingarnefnd: Árni Gunnarsson,
Guðmundur Þórðarson, Helgi
Sigurðsson og Logi Runólfsson.
Skatta- og tollanefnd: Hilmar
Fenger, Haukur Baehntann, Lud-
vig Siemsen og Lýður Björnsson.
Skuldaskilanefnd: Gunnar
Eggertsson, Einar Kristinsson,
Ólafur Guðnason og Þórhallur
Þorlákssön. Útbréiðslu- og
fræðslunefnd: Bragi Ragnarsson,
Guðmundur Hallgrimsson, Ólafur
Jensson og Ólafur H. Ólafsson.
Útflutningsnefnd: Guðbjörn
Guðjónsson, Haraldur Haralds-
son, Hörður G. Albertsson og
Margeir Sigurjónsson.
Á fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir um málefni
verzlunarinnar og fylgja þær hér
hjálagt.
Alyktanir aðalfundar 1978.
1. Lánsfjármál.
Aðalfundur F.Í.S. 1978, vekur
athygli stjórnvalda og lánastofn-
ana á sífellt vaxandi rekstrarfjár-
skorti fyrirtækja vegna þess að
ekki hefur tekist að draga úr hinni
miklu verðbólgu og í kjölfar þess
lækkandi gengi íslenzku krónunn-
ar og stóraukinn rekstrarkostn-
aður.
Sökum útlánaþaks viðskipta-
bankanna á heildverzltin í veruleg-
um erfiðleikum með fjármögnun
eðlilegra vörukaupa sem dregur úr
lána- og viðskiptaþjónustu
neytendum til tjóns. Fundurinn
telur að núverandi lánastefna
bankanna sé með öllu óviðunandi
fyrir verzlunina, sérstaklega ef
tekið er tillit til þess að aðrir
atvinnuvegir en verzlunin njóta
afurðalánafyrirgreiðslu utan við
útlánaSamkomulagið, auk þess
sent hann leggur áherzlu á að
einkaverzun og samvinnuverzlun
sitji við santa borð hvað útlán
varðar.
Aðalfundur F.Í.S. 1978 skorar á
viðkomandi yfirvöld að tryggja að
þessi þýðingantikla atvinnugrein
geti annast hlutverk sitt framveg-
is sem hingað til, með því að
rýmka um reglur um erlendan
greiðslufrest og auka innlenda
lánafyrirgreiðslu.
2. Greiðslufrestur á
aðalflutningsgjöldum.
Aðalfundur F.Í.S. 1978 fagnar
skipan nefndar til endurskoðunar
laga um tollheimtu og tolleftirlit
og skorar á fjármálaráðherra að
heimila að veittur verði greiðslu-
frestur á tollum innfluttra vara.
Fundurinn vekur athygli á þeirri
staðreynd, að ef greiðslufrestur
yrði veittur á tollum, þá yrði hægt
að flytja vörur beint frá skipshlið
til vöruhúsa innflytjenda og heild-
sala. Við þetta skapast margvísleg
hagræðing, s.s. vinnusparnaður,
aðflutningsgjöld innheimtast fyrr
og dregur úr vörurýrnun, sem
þýðir í raun lægra vöruverð til
neytenda. Auk þess yrði miklu
álagi létt af vörugeymslum skipa-
félaganna og auknir möguleikar á
notkun nýtízku flutningatækni.
3. Verðlagsmál.
Aðalfundur F.Í.S. 1978, skorar á
alþingi að samþykkja fram komið
frumvarp Alberts Guðmundssonar
um verðlagsmál.
4. Frjáls verzlun.
Aðalfundur F.Í.S. 1978, skorar á
ríkisstjórnina að halda fast við
það, að frelsi ríki í utanríkisverzl-
un landsmanna og afnema hið
fyrsta þær leifar haftatímans sem
enn eru við lýði.
5. Gjaldeyrismál
Aðalfundur F.Í.S. 1978 fagnar
þeirri rýmkun sem orðið hefur á
gjaldeyrishömlum og hvetur af-
dráttarlaust til þess að leyfð verði
frjáls gjaldeyrisverzlun.
Aðalfundurinn telur að gjald-
eyrisviðskipti séu sjálfsögð og
eðlileg starfsemi allra banka og
bankaútibúa. Fundurinn álítur að
stjórnvöldum beri að veita öllum,
sem hafa leyfi til að reka banka-
starfsemi full gjaldeyrisréttincji-
6. Skattamál.
Aðalfundur F.Í.S. vill enn á ný
ítreka f'yrri ályktanir um nauðsyn
þess að heimilað sé skattfrjálst
endurmat vörubirgða við ákvörðun
brúttóágóða. Slíkt endurmat vöru-
birgðanna er grundvallaratriði ef
fást á rétt mynd af afkomu
fyrirtækjanna, en nú eru þær
tekjur sem þarf til að viðhalda
sömu vörubirgðum skattlagðar að
fullu.
Afleiðing þessarar skattlagning-
ar er sú að verzlunin neyðist til að
draga úr birgðahaldi sínu eða
flytja það á hendur erlendra
seljenda varanna. Áhrifin á
rekstraröryggi atvinnuveganna og
verðlagið í landinu eru auðséð.
Aðalfundurinn vill einnig hvetja
til þess aö tekin sé upp
verðstuðuisfyrning á fyrnanlegum
eignum fyrirtækjanna, þannig að
fullt tillit sé- tekið til áhrifa
verðbólgunnar og eignir fyrndar
hverju sinni af endurkaupsverði
eða sem næst því.
Það er álit fundarins, að skatt-
lagning fyrirtækja skuli fara eftir
sömu reglu óháð því hvert
rekstursformið er. I þessu sam-
bandi vill fundurinn benda á
heimild samvinnufélaganna til
greiðslu í stofnsjóð -.-tju ágóðans.
Þessi heimild veldur því, að
samvinnufélögin njóta algjörrar
sérstöðu við álagningu tekju-
skatts. Þessi mismunun er ósann-
ÞAÐ VERÐÚR ekki annað sagt
en aö fjör sé á fjölunum hér í
Borgarfirði. Eins og komið hefur
fram í fjöímiðlum reið Ung-
mennafélag Stafholtstungna á
vaðið með sýningum á einþátt-
ungunum Nakinn maður og ann-
ar í kjólfötum og Ruddanum.
gjörn og óviðunandi og þarf að
hverl'a.
Aðaífundurinn vill einnig beina
athygli stjórnvalda að því, að
heimild í lögum til hækkunar
hlutafjár með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa nær ekki tilgangi
sínum, þar eð heimildarákvæðin
hafa ekki fylgt verðbólgunni.
Fundurinn telur eðlilegt að
sömu reglur gildi um skatt-
lagningu arðs af hlutafé og þær,
sem gilda um vexti af sparifé.
Tvísköttun á ar.ði bæði hjá hluta-
félagi og hlutafjáreigendum telur
fundurinn mjög óeðlilega og beri
að afnema.
7. Skyldusparnaður.
Aðalfundur F.Í.S. mótmælir
harðlega þeirri eignaupptöku sem
felst í þeirri ráðstöfun ríkisstjórn-
arinnar að leggja 10'V skyldu-
sparnað á skattskyjdar tekjur
fyrirtækja í landinu. Á sama tíma
og þrengt er að öllum möguleikum
atvinnurekstrarins til lánsfjáröfl-
unar..
Ungmennafélag Reykdæla sýndi
Klukkustrengi og Leikflokkur
inn sunnan Skarðsheiðar sýnir
nú Grátsöngvarann.
Föstudagskvöldið 17. marz var
frumsýnt á Brún í Bæjarsveit hjá
Ungmennafélaginu Islending
Framhald á bls. .76
Leikhópur Ungmennafélagsins íslendings ásamt leikstjóranum.
Deleríum búbónis
sýnt í Borgarfirði