Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. 'MARZ 1978 35 Lífríki og iífshættir X ,Á 'ineöan þér lesið þessa setningu með eðlilegum hraða, fæðast ellefu börn á jörðinni. Á sama tíma dóu fimm manns. Þessi sex höfða mismunur lifenda og látinna i einni setningu er banvænt líf geigvænlegasta hœttan, sem ógnar mannkyninu siðan það komst á legg: offjölgun.u — Claus Jacobi. Jón Þ. Árnason Snemma komu 10.000.000 Allt frá árdögum mannlífs á jörðinni fram á umbrotatíð, sem skammt er að baki, barðist manneskjan, alveg eins og sér- hver lífvera önnur, fyrir tilveru sinni í umhverfi, er að vísu var iðandi af fjölskrúðugu dýralífi og prýtt frjósömu gróðurríki, en henni samt sem áður að ýmsu leyti örðugt eða beinlínis fjand- samlegt. Öblíð og sviptingasöm veðrátta, sultur, stríð og sjúk- dómar hindruðu fólksfjölgun, sem annars hefði mátt telja eðlilega. Við upþhaf mannlegrar sögu, er margir fræðimenn telja hefjast í kringum árið 7000 f. Kr. gizka þeir helzt á, að fjöldi jarðarbúa hafi numið minnst 5.000.000, mest 20.000.000. L. Dudley Stamp, er kannað hefir þessi mál ýtarlega, hallast í útreikningum sínum að 10.000.000 (í bók sinni „Our undeveloped World“, London 1952), og álítur að liðið hafi 2.500 ár þangað til fólksfjöldinn á jörðinni tvöfaldaðist, þ.e. hafi hækkað í 20.000.000. Næsta tvöföldun, í 40.000.000 jarðar- búa, tók um 2.000 ár, þriðia tvöföldun, í 80.000.000, nálægt 1.500 ár. Fjórða tvöföldunin, sem lokið hafði um Krists burð, tók síðan „aðeins“ 1.000 ár, og ætti því mannfjöldinn þá að hafa numið 160.000.000. Ef þessar tölur geta talizt nálægt sanni, hefir mannfjöld- inn numið um 160.000.000 við fæðingu Krists. Annars ber fræðimönnum ekki saman í þessu efni; sumir telja en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Af síðari helmingi 20. aldar eru nú liðin rúmlega 27 ár, en á þeim tíma hefur mannkyninu fjölgað um 1.624.000.000, og var íbúafjöldi jarðar því um síðustu áramót 4.124.000.000 að því er áreiðan- legustu heimildir telja. A síðari helmingi líðandi aldar, og alveg sérstaklega á þeim tæplega 23 árum, sem enn eru til næstu aldamóta, hverfur einnig þessi fjölgun í skuggann af þeirri aukningu, er verða mun, ef ekkert stórslys ber að höndum: Samkvæmt út- reikningum mannfjöldasérfræð- inga Sameinuðu þjóðanna (sbr. „World Population Prospects as Assessed in 1963“, United Nations Studies, No. 41) verður íbúafjöldi jarðar á milli 5.448.533.000 („neðri“-marka forsenda) og 6.993.986.000 („efri“-marka forsenda) árið 2000. Tvöföldunartími mann- fjölgunarinnar styttist því í sífellu — með kvíðvænlegum hraða. Níunda tvöföldunin, þegar um 5.000.000.000 manna munu lifa og skrimta í heimin- um, mun verða fullnuð eftir 12 ár, árið 1990, og því hafa tekið 40 ár ef að líkum lætur. Eins og af framangreindu verður ljóst, er mannfjölgunin á engan hátt sérlega áberandi allt fram á daga núlifandi kynslóða, nema síður sé. Stórvægilegt áhyggjuefni hefir hún ekki heldur verið talin fyrr en eftir miðja þessa öld. Ur því er hún komin í röð helztu vandamála sem við er að fást. Sumir Er ÞETTA líí? VÖXTUR FÖLKSFJÖLDA JARÐAR Tímabil Fiölgun Tvöföldunartími 7000- úr 10.000.000 2.500 4500 f. Kr. í 20.000.000 ar 4500- úr 20.000.000 2.000 2500 f. Kr. í 40.000.000 ar 2500- úr 40.000.000 1.500 1000 f. Kr. . í 80.000.000 ár 1000- úr 80.000.000 1.000 fæðingar Kr.j í 160.000.000 ár fæðing Krists - úr 160.000.000 900 900 e. Kr. í 320.000.000 ár 900- * úr 320.000.000 800 1700 í 600.000.000 ár 1700- úr 600.000.000 150 1850 í 1.200.000.000 ár 1850 úr 1.200.000.000 100 1950 ,í ' 2.500.000.000 ár 1950 úr 2.500.000.000 40 1990 í 5.000.000.000 ár Ilér hljóta líka að vera takmörk. Fólksfjölg- un og vinstri villur 100.000.000 líklegri, aðrir 300.000.000, en yfirleitt hafa menn sætt sig við 160.000.000. Næsta tvöföldun, sú fimmta, hefði þá átt að þrýsta fólks- fjöldanum upp í 320.000.000. Með allsæmilegri vissu má reiða sig á, að þeirri tölu muni hann hafa náð þegar nokkru fyrir árið 1000 e. Kr. t.d. eitthvað í kringum árið 900. Fimmta tvö- földunin hefði samkvæmt því tekið 900 ár. Um árið 1700 eða þar um bil, er áætlað að íbúafjöldi jarðar hafi komizt lítið eitt yfir 600.000.000; sjötta tvöföldunin hefði þess vegna orðið á 800 árum. En úr því verður fjölgunin stöðugt örari og örari: Sjöunda tvöföldunin, úr 600.000.000 í rösklega 1.200.000.000, var fullnuð nærri árinu 1850, en frá því tímabili eru tiltölulega ábyggilegar mannfjöldaskýrslur varðandi méstan hluta heims fyrir hendi. Þessi sjöunda tvöföldun hefir þannig átt sér stað á aðeins 150 árum. Víst er hún stórfellt vandamál Áttundu tvöfölduninni lýkur síðan í nútíðinni, um miðja 20. öld, þegar mannfólkinu hefir fjölgað í nálega 2.500.000.000, og þess vegna orðið veruleiki á ekki meira en 100 árum. Á tímabilinu 1850^-1950 hefir því orðið miklu meiri fólksfjölgun í heiminum Lífið er og verður stríð Ognir margföldun- artöflunnar Oskhyggja gegn raunhyggju mannfjöldasérfræðingar, þ. á m. Claus Jacobi (í bók sinni „Die menschliche Springflut", Berlin 1969), telja hana gnæfa yfir öll önnur heimsvandamál. Enginn neitar að vandamálið er risa- vaxið, og hefir í för með sér önnur vandamál, sem að svo komnu verður ekki séð, hvernig leysa megi, en á mannfjölda- vandamálinu eru þó sjáanlegar lausnir þótt sársaukafullar kunni að reynast í framkvæmd. Ennfremur má benda á, að það felur í sér sjálfkrafa lausn, ef allt um þrýtur og lausn getur talizt, einkum sökurn þess, að hætt er við að hún verði alltof seint á ferðinni til þess að náttúruríkinu verði að liði. En hvað svo sem öllum vangaveltuni í þessum efnum líður, þá er það eitt alveg víst, að vandamál offjölgunar fólks á jörðinni er eitt út af fyrir sig nógsamlega þrúgandi í sjálfu sér, og ekki þess eðlis, að hugsandi fólki þyki hyggilegt að láta sem vind um eyru þjóta. „Kórónan“ og „herrann44 Fyrstu meiriháttar varnar- sigra sína í síðinu við ofurveldi náttúruaflanna varín maðurinn með sköpun vísinda og töku þeirra í þjónustu tækninnar. Staða hans í sköpunarverkinu varð traustari, lífsbaráttan auðveldari. Iðnþróunin og bætt efnahagsafkoma héldust í hend- ur. Manninum tókst að vinna hug á skæðustu drepsóttum og slæva mátt margra hættulegra sjúkdóma, eða nærri útrýma. Gagntekinn þeim innblásna ásetningi sínum að gera sér jörð og jarðlíf undirgefin, hóf hann hugsunarlaust arðrán líf- og náttúruríkis. Hann hlífði engu, hvorki lifandi né dauðu, því að hann gekk fram í krafti eigin ímyndunar um að hann væri „kóróna" sköpunarverksins og „herra" náttúrulögmálanna. Veldi og viðgangi manneskjunnar virtust engin takmörk sett, og í þeirri full- vissu klastraði hún sér saman hinum fráránlegustu trúar- og kenningasmíðum, þ. á m. auðgunar- og jöfnunarbábiljum, sem þó reyndar einföld marg- földunartafla, léttur vaxta- vaxtareikningur eða auðveldur framreikningur hlutu að dauð- rota við fyrsta árekstur. Ef hér skyldi einhver telja að of djúpt sé tekið í árinni, þá er vonandi að einhverjir úr milljónafylkingum hraðgroða- og mannúðarmanna taki sér fyrir hendur að sanna hið gagnstæða; ekki eingöngu í töflum og línuritum þó að gagnleg séu í og með, heldur í raun og vérkum, og helzt alveg á næstunni af ástæðum, sem ógerningur er að gera tæmandi skil, því að þörfin er þegar orðin brýn og lítur út fyrir áð verða mjcig brýn innan tíðar. Þörfin er orðin brýn m.a. vegna þess, að nú þegar er alls óvíst hvernig takast megi að fæða og klæða og hýsa rösklega 4.124.000.000 manns samtímis því, að hráefnaforði jarðar gengur til þurrðar og orkuöflun verður stöðugt erfiðari og því kostnaðarsamari; samtímis því, að eyðsla og sóun magnast dag frá degi og erfiðleikarnir við að forða frá óbætanlegu lífríkis- tjóni af völdum skólps, sorps og skarns — og manneskjunni sjálfri frá að drukkna eða kafna í slíkum „velferðar“-afurðum — sýnast illviðráðanlegir. Að ógleymdri spillingu andrúms- loftsins vegna eiturefna frá verksmiðjum og samgöngutækj- um, Misskilningur í tylftatali Því ber auðvitað ekki að neita, að stöku hörmungaatburðir og augljós tortímingarteikn hér og þar hafa vakið ýmsa til umhugsunar um, hvers vænta má, ef látið er skeika að sköpuðu. Hins vegar má með réttu draga í efa, að nógu áhrifamiklir aðilar geri sér nægilega rökstudda grein fyrir, hversu fjölþættar og afdrifarík- ar þessar ógnir eru eða geta orðið. Þó hlýtur að mega telja nokkra bót í máli, að kröfur um viðnám eru sums staðar orðnar allháværar og yirðast færast í aukana. Menn segjast nokkuð almennt vera reiðubúnir til að leggja eitthvað á sig og neita sér um sitt hvað í náttúru- og lífríkisverndunarskyni. Með orðum einum eða kröfu um betra og heilnæmara umhverfi vinnst sáralítið eða ekki neitt eins og gefur að skilja. Slíkt er einskisvirði, nema að baki búi hugsun, orðin eða krafan hvíli á ákvörðun, sem síðan er fylgt fram í athöfn. Lagafyrirmæli stoða lítt, ef hugarfarsbylting hefir ekki farið á undan, því að ekki verður komizt hjá að horfast í augu við þá staðreynd, að sigrar „framfara"- og „vel- ferðar“-aflanna hafa leitt sigur- vegarann á glötunarbrautir. Nú er því grcinilega þannig komið skömmu eftir að „vel- ferðarhugsjónin" hefir lagt svo að segja allan heiminn undir sig, að efasemda er mjög tekið að gæta um ágæti og blessunar- ríkar afleiðingar hins mikla sigurs. Jafnvel hinir hagvaxtar- trúuðustu finna á sér, að hættur kunni að geta leynzt við næsta hvarf, og grunar að „ýmsu þarf að breyta“. Fáeinir athugulir framsýnismenn lýsa sig á hinn bóginn sannfærða um, að tor- tímingin verði ekki umflúin. Slík viðhorf er skylt að taka alvarlega þótt aldrei megi á þau fallast. Hitt er bæði rétt og satt, að ríkjandi lífsskoðanir og þjóðfélagsha'ttir eru mein- gallaðir ög háskasamlegir. En í hverju eru háskinn og gallarnir einkum fólgnir? Þeir felast a.m.k. í einni tylft Framhald á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.