Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 Guðlaugur Gislason alþm.: Stofnframlag og rekstr arstyrk- ur m/s Her jólfs á ríkisfjárlögum í Morgunblaðinu s.l. sunnudag 19. þ.m. er frétt, sem höfð er eftir ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins og forstöðumanni ríkis- ábyrgðasjóðs um greiðslur úr ríkisábyrgðasjóði vegna m/s Akraborgar og m/s Herjólfs og tilgreind sú upphæð, sem ríkis- ábyrgðasjóður hefur reitt af höndum vegna niðurgreiðslu á stofnkostnaði þessara skipa. Hvers vegna hinir ágætu embættismenn hafa fundið hvöt hjá sér til að taka þessa tvo aðila sérstaklega fyrir, skal ég' ósagt láta. En ég hygg að ef þeir birtu samskonar greinargerð um alla aðra viðskiptamenn ríkisábyrgða- sjóðs myndi það án efa fylla marga dálka og jafnvel mörg Morgunblöð. Sú upphæð sem nefnd er í fréttinni er að sjálfsögðu rétt. En að því er m/s Herjólf varðar segir hún alls ekki alla söguna. Herjólfur nýi tók við Vest- mannaeyjaferðunum af Herjólfi eldra. Síðasta heila árið, sem hann var rekinn, árið 1975, nam reksturshalli hans 62 millj. kr. ef tekinn er með 'A hluti skrifstofu- kostnaðar og Vi hluti af taprekstri á vöruafgreiðslu. Heildarframlag á fjárlögum til reksturs flóabáta nam það ár 71 millj. kr. en taprekstur m/s Herjólfs var talinn með taprekstri Skipaútgerðar- innar. Miðað við þá hækkun, sem orðið hefur á taprekstri Skipaút- gerðarinnar og hækkun á Flóa- bátastyrknum, sem í ár nemur 190 milíj. kr. auk framlags til m/s Herjólfs, væri reksturshalli Herjólfs eldra 165 millj. kr. yfirstandandi ár ef hann hefði verið áfram í eigu ríkisskips og rekinn á sama grundvelli, enda mun það í samræmi við áætlaðan taprekstur þeirra tveggja skipa, sem nú eru í eigu Ríkisskips (áætlaður halli 1978 kr. 333 millj. kr.) þannig að alveg liggur ljóst fyrir, að með tilkomu hins nýja skips hefur framlag ríkissjóðs til reksturs Vestmannaeyjaskips minnkað um 110 millj. kr. á ári miðað við það sem orðið hefði, ef rekstri eldra skipsins hefði verið haldið áfram og er það verulegur hluti af því stofnframlagi, sem ríkisábyrgðasjóður hefur greitt og verður sjáanlega að greiða á næstu 5 til 6 árum enn vegna Herjólfs nýja. En þetta er aðeins önnur hliðin á málinu. Hin hliðin er sú bætta þjónusta, sem hægt er að veita með hinu nýja skipi, sem kom hingað til landsins á miðju ári 1976. Að því er vöruflutning varðar kostar það sendanda nákvæmlega jafn mikið hvort varan er afhent til flutnings með skipum Skipaútgerðarinnar eða annarra skipafélaga eða hvort vöruafgreiðsla Herjólfs hf. að Vatnagörðum 6 tekur við henni og flytur hana daglega í lokuðum vögnum í einum áfanga yfir Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og heldur þó skipið fullu flutnings- gjaldi. Þægindin eru augljós, að sendandi getur treyst því að varan komist á leiðarenda daglega hvern virkan dag vikunnar með mun minni hættu á rýrnun eða skemmdum en áður var. Sérstak- lega eru þægindin augljós ef um stærri sendingar er að ræða, þar sem varan er þá tekin af flutningakerfinu við geymsluhús sendanda og skilað að dyrum viðtakanda úti í Vestmannaeyjum, án þess að mannshönd eða tæki hafi nokkurn tíma þurft að koma nálægt vörunni meðan á flutning- um stóð. Ég er sannfærður um að þetta brautryðjandastarf Herjólfs h.f. á eftir að koma Skipaútgerð ríkisins til góða og verða við- skiptamönnum hennar til mikilla þæginda, og myndi án efa fjár- magn, sem til þyrfti að breyta skipakosti útgerðarinnar í flutningaskip eins og nútíminn krefst og nauðsynlegu flutninga- vagnakerfi í því sambandi, skila ser fljótt og minnka reksturshalla útgerðarinnar um hundruð milljóna á ári. Eru hugmyndir, sem ráðamenn útgerðarinnar hafa lagt fyrir Alþingi um breyttan skipakost og breytta háttu í sambandi við vöruflutninga að mínum dómi alveg hárréttar og í fullu samræmi við það sem koma hlýtur. Bætt aðstaða til farþega- og bifreiðaflutninga með m/s Herjólfi nýja hefur orðið til þess að margfalda flutningana á þessari leið miðað við það sem áður var, sem hefur orðið til að treysta rekstrargrundvöll skipsins og þar með lækka rekstrarframlag ríkisins miðað við að áfram hefði verið haldið rekstri gamla Herjólfs. Meira en helmingur farþega eru aðrir en Vestmanna- eyingar, svo fleiri njóta góðs af ein þeir. Af einhverjum annarlegum ástæðum hafa ríkisframlög vegna m/s Akraborgar og m/s Herjólfs verið sérstaklega til umræðu í blöðunum hér í Reykjavík. Minnist ég í því sambandi einnar Svart- höfðagreinar (Indriði G. Þor- steinsson) í dagblaðinu Vísi fyrir nokkru. Þar var því haldið fram, að skip þessi ætti að reka án nokkurs ríkisframlags. Þeir sem með þeim ferðuðust ættu í hækkuðum fargjöldum að greiða allan kostnað af rekstri skipanna. Víst myndi það auðvelda samningu ríkisfjárlaga ef hægt væri að koma því við að allir greiddu að fullu þá þjónustu, sem veitt er hvort heldur af því opinbera eða öðrum. En hætt er við að margvísleg breyting myndi á verða ef það fyrirkomulag yrði upp tekið. Og hætt er við að hið margumtalaða menningarlíf, sér- staklega hér í höfuðborginni, yrði hart úti. Eða hvað myndu aðgöngumiðar að menningarstofn- unum eins og Þjóðleikhúsinu eða hljómleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar þurfa að kosta ef hætt væri að greiða þá niður með hundruðum milljóna úr ríkissjóði? Og er ekki hætt við að einhverjir af okkar ágætu rithöfundum myndu lenda í ósjálfráðum megrunarkúr ef kippt væri út úr fjárlögum ríkisins öllum styrkj- um þeim til handa? Svo mætti lengi halda áfram. En hugmyndin er athyglisverð, og gæti án efa í tilfellum orðið til að draga úr ríkisbákninu. En hætt er við að ef hún yrði framkvæmd út í æsar, myndi hún í okkar margtvinnaða samneyslu-þjóðfélagi færa okkur áratugi og í tilfellum aldir aftur í tímann, að minnsta kosti ef um heildarniðurskurð í ríkisfram- lögum til samgöngumála yrði að ræða, sama hvort um væri að ræða samgöngur á sjó eða á landi eða bætta aðstöðu vegna flugsam- gangna eins og efst virðist vera hjá ýmsum nú upp á síðkastið. Skákþing íslands Skákþing íslands stendur nú yfir og er teflt í fyrsta skipti á tveimur stöðum en bæði Landsliðsflokkur og Áskorenda- flokkur tefla í hinu nýja hús- næði Skáksambandsins að Laugavegi 71. I landsliðsflokki eru þessir eftir töluröð: 1. Helgi Ólafsson, 2. Jóhann Örn Sigurjónsson, 3. Björn Sigurjónsson, 4. Sigurður Jóns- son, 5. Ásgeir Þ. Árnason, 6. Þórir Ólafsson, 7. Björgvin Víglundsson, 8. Jón L. Árna- son, 9. Jóhann Hjartarson, 10. Haukur Angantýsson, 11. Margeir Pétursson, 12. Bragi Halldórsson. I Áskorendaflokki eru þessir keppendur einnig eftir töfluröð: 1. Jón Þorvarðarson TR, 2. Júlíus Friðjónsson Taflf. Kóp., 3. Þorsteinn Þorsteinsson TR, 4. Gísli Sigurkarlsson Skákfélagi Keflavíkur 5. Hannes Ólafsson Taflfélagi Rangeyinga, 6. Sigurður Herlufssen Skákfélagi Hafnarfjarðar, 7. Björn Karls- son Skákfélagi Vestmannaeyja, 8. Arngrímur Gunnhallsson Skákfélagi Akureyrar, 9. Ómar Jónsson Taflf. Kópavogs, 10. Haraldur Haraldsson Skák- félaginu Mjölni, 11. Gur.nar Finnsson Taflfélagi Eskifjarðar, 12. Sigurður Ólafsscn Skáksam- bandi Vestfjarða. Jón L. Árnason ver nú titil sinn frá því í fyrra en þá varð hann eins og margir muna Islandsmeistari aðeins 16 ára gamall. Háði hann þá skemmti- lega baráttu við Helga Ólafsson sem fylgdi fast á hæla honum. Landsliðsflokkurinn er myndað- ur þannig að 3 efstu menn úr síðasta íslandsþingi eiga rétt á setu í honum næsta ár á eftir og ennfremur 3 efstu menn úr Áskorendaflokknum. Síðan eru valdir stigahæstu menn og að síðustu hefur stjórn Skáksam- bandsins rétt á að bjóða til keppni efnilegum skákmönnum sem þó hafa ekki.náð tilskildum stigafjölda. Skáksambandið valdi ungan og mjög efnilegan skákmann að þessu sinni, Jóhann Hjartarson, sem tekið hefur stórstígum framförum undanfarið. Hann er einungis 15 ára gamall og verður fröðlegt að fylgjast með honum í framtíðinni. Þeir félagar Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson mæta nú leiks hertir úr nýafstöðnu Reykjavíkurstór- móti og eru þeir einu keppendurnir sem kynnst hafa af eigin raun hinu nýja fyrir- komulagi varðandi tímamörkin en þau eru hin sömu og í stórmótinu. Islandsmeistarinn 1976 og núverandi Reykjavíkur meistari, Haukur Angantýsson, er ennfremur líklegur til að blanda sér í baráttuna um efsta sætið og fleiri mætti nefna. Hér á eftir verður brugðið upp nokkrum svipmyndum úr fyrstu fjórum umferðunum í Lands- liðsflokki. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON í 1. umferð áttust þeir við Helgi Ólafsson og Bragi Hall- dórsson og kom upp þessi staða eftir 25. leik hvíts: Svartur, sem er í talsverðum erfiðleikum með tvö veik peð á c6 og e6, lék nú 25. Kf7? en miklu meiri mótspyrnu hefði veitt 25.... Rc7!. Ef t.d. 26. Hxc6 — Dxd4 og svartur hefur mótspil. Framhaldið varð: 26.g4! (Hvítur er fljótur að notfæra sér hina hæpnu stöðu kóngsins) 26.... fxg4, 27. De4 - Da7, 28. Rf4 - Kg8, 29. Rxc6, He8, 30. IIxc6 — Dd7, 31. d5 og svartur gafst upp. Á ótrúlega skömmum tíma hrundi svarta staðan, en í tímahrakinu frá 25. leik að þeim 30. geta einmitt furðulegustu hlutir gerst. Svartur er varnar- laus gagnvart hótuninni Hc7. Islandsmeistarinn ungi brá fyrir sig Kóngsbragði á móti elzta keppandanum í Landsliðs- flokki, Þóri Ólafssyni, og varð það hin fjörlegasta skák enda teflir Jón byrjunina allglæfra- lega. En vogun vinnur, vogun tapar og um síðir fékk Jón hagstæðara tafl og tókst að lokum að ryðja sér braut inn á svarta kónginn á drottningar- vængnum og var þá ekki að sökum að spyrja. 2. untferð. Hvítti Jón L. Árnason Svarti Þórir ólafsson Kóngsbragð. 1. e4 — e5, 2. f4 — exf4, 3. Be2 - h6, 4. d4 - g5, 5. h4 - Bg7, 6. g3 - Rc6, 7. c3 - De7, 8. Dd3 — d6, 9. gxf4 — gxf4, 10. Bxf4 - Rf6, 11. Rd2 - Bd7, 12. 0-0-0 - 0-0-0, 13. Rh3 - Hde8,14. Rf2 - h5, 15. Hhgl - Bh6? 16. Bxh6 - Hxh6,17. d5 - Re5,18. De3 - Hg6, 19. Dxa7 -c6, 20. Hxg6 - fxg6, 21. Rb3 - cxd5, 22. exd5 — Rxd5?, 23. Hxd5 — Rc6, 24. Da8 - Kc7, 25. Da3 - De3, 26. Hd2 - Bf5, 27. Dxd6 - Kc8, 28. Ba6 - He6, 29. Dd7. Gefið. t04 Björn Sigurjónsson tcfldi mjög frumlega á móti Helga Ólafssyni í 3. umferð t.d. leikirnir 4. Í4?! og 7. Re4?! voru all nýstárlegir. En Helgi gat ckki hagnýtt sér þessi frumleg- heit og eftir 20 leiki stóð hvítur sízt verr. En í 21. leik (senni- lega í tímahraki) byrjaði hvítur að tefia ónákvæmt og þá var ckki að sökum að spyrja, hvíta staðan hrundi í 6 leikjum. Hvítti Björn Sigurjónsson. Svarti Helgi Ólafsson. Kóngindversk vörn. 1. c4 - g6, 2. Rc3 - Bg7, 3. d4 - Rf6, 4. f4? - d5, 5. Rf3 - 0-0, 6. cxd5 — Rxd5, 7. Re4? - Rc6, 8. Rf2 - Rf6, 9. e4 - Rg4, 10. d5 - Rxf2, 11. Kxf2 - Rb8, 12. Db3 - c6, 13. Be3 - cxd5, 14. exd5 — Rd7, 15. Bc4 - Rf6. 16. Hhel - Rg4, 17. Kgl - Rxe3, 18. Hxe3 - Dd6, 19. Hael - Bf6, 20. Re5 - Kg7, 21. g4?? - h6, 22. Dc3? - Bxg4, 23. Hg3 - Bf5, 24. Bd3 - Hac8, 25. Dd4 - Bxd3, 26. Dxd3 - Bh4, 27. Hvítur gefur. Hvítur hefur tapað þýðingar- miklu peði og missir nú skipta- mun þar að auki og svo frekari barátta er vonlaus. Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Sigurðar Jónssonar og Margeirs Péturssonar eftir 25. leik hvíts Rdl-e3. Takist hvítum að festa riddarann sinn í sessi á f5 hefur hann náð mikilsverðum áfanga og hætt við að kóngur svarts sem stendur á miðju borði yrði í hætt.u staddur. það ráð að fórna drottningunni Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.