Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 Dómsmál Umsjón ÁSDÍS ___________RAFNARS Þann 7. október 1976 'var höföað mál á hendur ritstjórum Morfíunblaðsins og skopmynda- teiknara blaðsins og þeim gefið að sök að hafa með gerð og birtingu tveggja mynda sem birtust í Morgunblaðinu 8. ágúst og 2. september 1976 gerst brotlegir við 108. gr. almennra hegningarlaga, þar sem myndir þessar feli í sér móðgandi og ærumeiðandi aðdróttanir um opinberan starfsmann, þjóðverj- ann Karl Schutz, sérfræðilegan ráðunaut sakadóms Reykjavíkur og rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík við rannsókn saka- mála, út af starfi hans. Var þess krafist m.a. að þeir yrðu dæmdir til refsingar og greiðslu kr. 700.000 í miskabætur til handa Karli Schiitz. Ákærðu kröfðust sýknu af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Grófari ærumeiðing fyrir lögregluþjón óhugsandi“ Tildrög málsins voru þau, að Karl Schutz, fyrrverandi deildarforseti í rannsóknarlög- reglu Sambandslýðveldisins V-Þýzkalands, var í júlí 1976 ráðinn til starfa við saka- dómaraembættið í Reykjavík til þess að starfa sem sérfræðilegur ráðunautur með rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík að rann- sókn tiltekinna sakamála, sem reynst höfðu sérlega umfangs- ” mikil og torveld í rannsókn. Schutz kærði birtingu ofan- greindra teikninga, sem birst höfðu í Morgunblaðinu, með bréfi 3. september 1976. Taldi hann ærumeiðinguna í teikningunum felast í því, að hann sem Þjóðverji væri grunaður um að hafa verið lögregluþjónn undir einræðis- stjórn nazista og væri þess vegna reiðubúinn til þess að framkvæma rannsóknir sem væru taldar framkvæmdar á þann hátt, að þær tækju hvorki til laga né réttar. Þeir sem hefðu talist til Gestapó og SS-sveitanna væru um allan heim þekktir sem ærulausir og grimmir, sérstaklega ruddalegir handlangarar einræðisstjórnar nazista og þess vegna fyrirlitnir. Auk þess hefði alþjóðlegur dómstóll í Núrnberg fellt þann dóm, að Gestapó í heild hefðu verið glæpsamleg samtök. Gróf- ari ærumeiðing fyrir lögreglu- þjón væri algjörlega óhugsandi. „í skopi felst að gaman sé gert að hlutunum“ Til varnar héldu ákærðu því m.a. fram, að myndirnar sem birst hefðu í blaðinu ættu að sýna Þjóðverja, en þær væru ekki teiknaðar af Karli Schútz. Þær líktust honum ekki og að rangt væri að hakakross á handlegg mannsmyndarinnar og ógreinilegt SS-merki á treyjuboðungi annarrar myndarinnar fæli í sér að- dróttanir um það að K.S. hafi verið nazisti. Ef það eitt að teikna mann með þessi merki á klæðnaði sínum sé talið meið- andi eða móðgandi, geti velflest- ir þýzkir karlmenn, sem voru á herskyldualdri á stríðsárunum, tekið þáð til sín og sé hér því ekki um móðgun að ræða gagn- vart neinum sérstökum ein- staklingi. Það væri út af fyrir sig rannsóknarefni, hvort telja mætti skop yfirleitt saknæmt. í því sambandi væri vert að hafa í huga, að væri um skopmynd að ræða (eða skop í lausu máli eða bundnu) skorti í flestum tilvik- um þá forsendu fyrir refsinæmi verknaðar að hann væri unninn í þeim tilgangi að valda manni miska. í skopinu fælist að gaman væri gert að hlutunum, en þar lægi ekki meinhugur að baki. Því skorti huglæg skilyrði fýrir refsinæmi skv. 108. gr. hegningarlaganna þótt öðrum skilyrðum hennar hefði verið fullnægtt, Hér á landi hefði verið ríkj- andi frjálsræði í þessu tjáningarformi, skopmyndum. Eins og mál þetta bæri að fælist í málshöfðuninni árás á tjáningarfrelsið. Skopmyndir, sem teiknari blaðsins hefði gert undanfarin ár, hefðu engum verið ætlaðar til hnjóðs heldur aðeins verið ætlað að draga fram með gamansömum hætti ýmislegt, sem hverju sinni væri ofarlega á baugi í fréttum og fjölmiðlum. Hvorug þessara mynda hefði verið teiknuð til ámælis kæranda. Áhorfandi, sem sæi myndirnar, drægi engar þær ályktanir af þeim sem kærandi gerði. Að öðru leyti krafðist teiknar- inn sýknu, þar sem það væri einvörðungu birting myndanna en ekki gerð þeirra sem væri refsiverð og/ eða saknæm, ef um refsinæmi og saknæmi væri að ræða á annað borð. Hann hefði gert myndirnar sem starfsmað- ur blaðsins, en á birtingu þeirra bæri hann enga ábyrgð. Rit- stjórar blaðsins héldu því aftur fram, að þar sem höfundur myndanna hefði nafngreint sig nægilega, þá bæri hann sam- kvæmt ábyrgðarröð 15. gr. prentlaga nr. 57/ 1956 einn ábyrgð á umræddum myndum. í nefndri lagagrein fælist frávik frá hinum almennu reglum refsi- og skaðabótaréttarins. Ef um ábyrgð væri að ræða þá félli hún á eftir röð, þannig að þeir sem kæmu á eftir hinum ábyrga væru vítalausir. Ennfremur var bent á það, að ritstjórar blaðsins hefðu opin- berlega beðist afsökunar í blaðagrein, sem birt hefði verið á áberandi stað í blaðinu og lýst því þar yfir, að það hefði aldrei verið ætlun þeirra eða teiknar- ans að gefa í skyn, að K.S. hefði átt aðild að þýzka nazista- flokknum eða leynilögreglu nazista, Gestapó, eða valda honum sársauka eða óþægind- um. „Til þess fallnar að skerða virðingu og álit K.S.“ Héraðsdómur féllst á það sjónarmið kæranda, að í hinum umdeildu myndum fælist að- dróttun, sem væri til þess fallin eins og á stóð að torvelda störf kæranda sem lögregluþjóns og skerða virðingu hans og álit. Samkvæmt hinni sérstöku ábyrgðarreglu 2. mgr. 15. gr. prentlaga bæri höfundur því aðeins refsi- og fébótaábyrgð á efni rits, að hann hefði nafn- greint sig. Væri nafngreining höfundar ófullnægjandi bæri útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina. I niðurstöðum dómsins segir m.a.: „Á teiknaða umgerð eða ramma um myndir þær, sem mál þetta snýst um, er ritað auðkennið SIGMUND, en frá nafni höfunriar er ekki skýrt að öðru leyti. Eins og auðkenningu myndanna er háttað, verður ekki talið að hér sé um nægilega nafngreiningu að ræða í merk- ingu 15. gr. prentlaga nr. 57/ 1956 og skiptir hér ekki máli þótt ákærði S, sem starfaði á umræddu tímabili sem teiknari við Morgunblaðið, hafi lýst því yfir að hann sé höfundur myndanna og beri ábyrgð á gerð þeirra. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna verði ábyrgð á umræddum teikningum og birt- ingu þeirra lögð á ritstjóra blaðsins". Var höfundur myndanna sýknaður, en refsing ritstjór- anna þótti hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð 25.000 á hvorn og var þá tekið tillit til þeirra málsbóta er fólust í afsökunar- beiðni þeirra sem birt var í Morgunblaðinu. Miskabætur til handa K.S. þóttu hæfilega ákveðnar kr. 100.000 og var þá tekið tillit til þess, að ummæli þau um K.S. er birtust í Reykjavíkurbréfi blaðsins og yfirlýsingin í blaðinu var mjög til fallin að draga úr tjóni hans. Kveðið var á um birtingu dómsins í blaðinu og ritstjórnir dæmdir til greiðslu málskostnaðar. Haft í huga að myndirnar voru birtar sem skops- myndir Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar og í niðurstöðum dómsins segir m.a. að höfundur mynd- anna hafi viðurkennt að hafa teiknað þær og samið texta þá sem undir þeim hafi verið. Við yfirheyrslur hafi hann skýrt frá því að alls hafi hann teiknað 2400 myndir fyrir Morgunblað- ið, en myndirnar merki hann með skírnarnafni sínu, númeri, dagsetningu og ártali. Umrædd- ar myndir væru báðar þannig merktar. Skopmyndir í dagblaði kærðar Dómur Hæstaréttar 21. feb. s.l.: Ærumeidingarmál Dr. Magni Guðmundsson: Frumvarp til nýrra bankalaga I fyrri hluta þessarar greinar, sem birtist sl. laugardag, ræddi ég öðru fremur nauðsyn þess að fá lög, er tækju til allra starfandi banka í landinu, hver svo sem eignaraðilin er. Okkur vantar ekki sérlög fyrir ríkisvið- skiptabankana. Þau eru þegar fyrir hendi, og þess utan liggur markalínan ekki milli ríkis- banka og einkabanka, heldur milli banka og annarra innláns- stofnana. Hinar síðarnefndu, sem geta verið all-sundurleitar að byggingu, tíðka fremur lang- tíma lán (sem oft getur verið þörf að verðtryggja) og lán til einkaþarfa, meðan viðskipta- bankarnir aftur á móti sérhæfa sig í skammtíma lánum fyrir atvinnuvegina. Skattfríðindi bankakerfisins Enda þótt einkabönkum — að minnsta kosti þeim, sem fyrir eru — virðist ætlað líf í nýju frumvörpunum, er hitt þó greinilegt, að- ríkisviðskipta- bankarnir eiga áfram að njóta forréttinda. Það sést m.a. af ákvæðum um verzlun með er- lendan gjaldeyri, eins og um var fjallað í fyrri greininni. Grunur um mismunun læðist einnig að lesandanum, þegar hann fer yfir 44. grein frumvarpsins, sem undanþiggur ríkisviðskipta- bankana öllum opinberum gjöldum og sköttum. Slík undanþága út af fyrir sig nær ekki nokkurri átt. Hún var réttlætanleg, meðan þessir bankar voru að ná sér á strik, en enginn grundvöllur fyrir henni lengur. Skattundanþága fyrir ríkisviðskiptabanka felur í sér mismunun gv. hinum við- skiptabönkunum og — rökrænt — gv. öllum innlánsstofnunum, nema eitt sé látið yfir alla ganga. En bankarekstur og skyld starfsemi er orðin stór atvinnu- grein, fjárfestingin mikil og bundinn mannafli slíkur, að óhugsandi er að undanþiggja hana opinberum gjöldum og sköttum. Við höfum reynt þetta gv. samvinnuverzluninni, sem var um árabil undanþegin hluta skattbyrðarinnar. En það fékkst ekki staðizt, og þurfti raunar Síðari grein norskan hagfræðing til að koma okkur í skilning um þetta. Loks er fyrirtækjunum sjálf- um vafasamur greiði gerður með skattfrelsi. Afleiðingin vill verða sú, að þau slævist og standi ekki lengur á verðinum. Samstarfsnefndin I þriðja kafla frumvarpsins, 2. grein, er rætt um samstarfs- nefnd ríkisviðskiptabankanna. Einhver slík nefnd hefir verið við lýði um hríð. Athygli vekur, að Seðlabankinn á fulltrúa í nefndinni, en einkabankarnir ekki. Hvað er hér á seyði? Seðlabanki (miðbanki) gegnir hlutverki gerólíku viðskipta- bönkunum. Ef fulltrúi hans situr fundi ríkisviðskiptabank- anna, hvernig eiga einka- bankarnir að geta treyst óhlut- drægni hans í ákvörðunum um almenn peningamál? Ég hefi fyrir satt, að sam- starfsnefnd og hliðstæð sam- kunda, svonefnd „stjórn við- skiptabankanna", mæti helzt til fundar í því skyni að semja sín á milli um sömu verðskrár og þjónustugæði. Spillir ekki að geta þess í leiðinni, að þetta telst lögbrot vestan hafs, þar sem samkeppni er í heiðri höfð. Hvers konar samblástur um verð og skilmála milli einstakra banka í t.d. Kanada heyrir undir „Combines Investigation Act“ og varðar þungum sektum. Æ fleiri þættir bankastarfseminn- ar falla undir lögin, og er þess naumast langt að bíða, að svo verði einnig um vextina. Sameining eða samkeppni Engu síður getur samstarfs- nefndin, sem rædd var í síðasta þætti, orðið þjóðþrifafyrirtæki. Með því að vinna að hagræðingu innan ríkisbankanna og stuðla að nánara samstarfi þeirra á milli, gæti hún hugsanlega orðið vísir að einum ríkisbanka. er gegni hlutverki allra hinna. Eins og margir mætir menn hafa bent á — og þeirra á meðal Jón Árnason, fyrrum banka- stjóri Landsbankans, sem áður var til vitnað — verður það með engu móti réttlætt, að smáland reki fimm sjálfstæða ríkis- banka: Búnaðarbanka, Lands- banka, Útvegsbanka, Seðla- banka (sem breytist ört í viðskiþtabanka) og Iðnaðar- banka, sem er að vísu í hluta- félagsformi, en ríkiseign að mestu. Þetta gerist á tímum vélvæðingar og rafeindatækni, þegar viðskipti bankanna fimm eru öll brotabrot þess, sem útbú smábanka erlendis annast. Hugmynd Lúðvíks Jósefsson-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.