Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
HAUKASTÚLK-
URSNARPARI
EINN leíkur fór fram í 1. deild kvenna í Laugardalshöll á
laugardag, Haukar léku gegn KR. Leikur Þessi var frekar
slakur og mikiö um mistök framan af leiknum, en heldur
sóttu stúlkurnar í sig veöriö er líöa tók á leikinn.
Haukastúlkurnar voru allan tímann snarpari í vörn og sókn
og sigruöu 11:10, höföu pær forystu leikinn út, mestur var
munurinn fjögur mörk.
Bestar í liöi Hauka voru markmaöurinn, Björg Jónatans-
dóttir, og Margrét Theodórsdóttir sem var aó venju
markhæst meö 7 mörk.
Hjá KR var Hansína skást, en lið KR-stúlknanna var mjög
mistækt og mikið var um mistök í sendingum, Hjördís var
tekin úr umferó og gat pví lítiö beitt sér í leiknum. Hansína
skoraöi flest mörk KR, 4 talsins. — ÞR.
3. deild karla í handknattleik:
DALVÍKINGAR
MÆTTU EKKI
EINU viðburðirnir í keppni 3. deildar um helnina voru þeir, að leikir
Breiðabliksmanna að Varmá og Njarðvfkinga í Njarðvík við
Dalvíkinga voru flautaðir á og af, þar sem Dalvíkingar mættu ekki
og létu ekkert í sér heyra. Stig voru bókuð í samræmi við þetta.
Dalvíkingar munu hafa leiteð
eftir því við Mótanefnd HSI í
byrjun síðustu viku að fá að leika
þessa tvo leiki og leikina við
Eyjaliðin, sem þeir mættu ekki til
á sínum tíma, í einni ferð eftir
páska. Eftir því sem næst verður
komist, mun formaður mótanefnd-
ar hafa tekið þessari ósk vel þó án
endanlegs loforðs, en samdægurs
séð, að þetta yrði óframkvæman-
legt. Hann mun þá strax hafa
tilkynnt Dalvíkingum það. Þarna á
milli afpöntuðu Dalvíkingar flug-
far suður og áttu síðan ekki kost
á fari með áætlunarflugi. Engu að
síður var búist við þeim suður,
annaðhvort með leiguflugi eða
akandi. En þeir mættu sem sagt
ekki.
Formaður Mótanefndar, Olafur
A. Jónsson, hefur tjáð blaðinu, að
í viðræðum við talsmann Dalvík-
inga eftir viðburði helgarinnar
hafi- komið fram, að þeir ætluðu
sér engu að síður að mæta í leikina
við Eyjaliðin 1. og 2. apríl.
Endanleg afstaða Mótanefndar
varðandi mál Dalvíkinga í keppni
3. deildarinnar mun þó ekki liggja
fyrir á þessari stundu.
Þá er enn óafgreitt kærumál
Akurnesinga á hendur Dalvíking-
um vegna félagsskipta Halldórs
Rafnssonar, þar sem gögn hafa
ekki ennþá borist frá Akureyri.
Hefur dómstóll HSÍ tvívegis frest-
að afgreiðslu þessarar kæru.
Staðan í 3. deild er nú skv.
töflunni hér á eftir — með
fyrirvara um lok í málum Dalvík-
inga. Breiðabliki og Njarðvík
bætast tvö stig án breytinga á
markatölum.
Þór,
Eyjum 12 9 2 1 267*225 20
Breiðablik 11 8 1 2 243:213 17
Týr, Eyjum 12 8 1 3 247:213 17
Afturelding 13 7 0 6 295:292 14
Akranes 13 6 0 7 268:267 12
Njarðvík 14 4 2 8 248:265 10
Keflavík 13 3 0 10 247:314 6
Dalvík 12 2 0 10 221:258 4
Afturelding og Breiðablik leika
í kvöld, þriðjudagskvöld, að
Varmá, kl. 21.00.
Þór og Týr leika á fimmtudag í
Eyjum kl. 14.00. — herb.
V,
KA fær FH
í heimsókn
TVÖ liðanna í 1. deildinni í handknattleik mætast í fjórðungsúrslitum
bikarkeppninnar í handknattleik. Ilaukar fá Fram í heimsókn og
þykjast Ilaukarnir örugglega heppnir með dráttinn þvi þeir unnu
stórsigur á Fram í 1. deildinni á dögunum. Valur á að leika á móti
Þór, Akureyri, eða Þrótti og KA, sem vann ÍA á Akranesi á
föstudaginn, fær FH-inga í heimsókn. Loks eiga síðan Vfkingar
heimaleik á móti þriðju deildar liði Þórs frá Vestmannaeyjum.
Ekki er þó ólíklegt að síðastnefndi
leikurinn fari fram í Eyjum, en á
því hafa Vestmanneyingar mikinn
áhuga. Reynt verður að koma
þessum leikjum á hið fyrsta og er
t.d. trúlegt að leikur Víkings og
Þórs verði um páskana, en þá er
Islandsmót
í borðtennis
ÍSLANDSMÓTIÐ í borðtennis
verður haldið í Laugardalshöllinni
daganá 22. og 23. marz. Mótið
hefst klukkan 20 miðvikudaginn
22. og þá um kvöldið verður leikið
til úrslita i öllum flokkum tvíliða-
leiks og einnig í flokki öðlinga og
einliðaleik drengja. Þann 23. marz,
eða á skírdag, verður síðan leikið
í öðrum flokkum.
Happdrætti Fram
DRÆTTI hefur verið frestað í
happdrætti Fram vegna ófyrirsjáan-
legra orsaka. Upphaflega átti að
draga 1. marz, en verður ekki fyrr
en 15 apríl.
þorskveiðibann og flotinn því að
miklu leyti í landi. Nota Vest-
manneyingar sér það örugglega til
að Þórarinn Ingi Ólafsson, einn
þeirra bezti maður, geti leikið með
en hann er skipstjóri í Eyjum og
ætti því nokkuð örugglega að vera
í landi. Þórarinn er fyrrum
landsliðsmaður og lék í eina tíð
með Víkingi.
Víkingar höfðu hug á að fá
leiknum við Þór flýtt, þannig að
hann yrði jafnvel leikinn um
síðustu helgi. Vildu þeir með því
að flýta leiknum nota hann til að
láta Þorberg Aðalsteinsson
afplána leikbann, sem hann var
dæmdur í eftir leikinn við KR í
dögunum. Þetta reyndist ekki
hægt og verður Þorbergur því ekki
með gegn FH á miðvikudaginn.
Einnig hefur verið dregið í
undanúrslitum bikarkeppni kven-
fólksins og þar hafa Framsúlkurn-
ar heppnina með sér, en þær fá
leik við Þrótt. FH fær hins vegar
KR í heimsókn, en KR gerði sér
lítið fyrir og sló Val úr keppninni
á dögunum. —áij.
Friðrik Þorbjörnsson kominn í færi á lfnunni í leiknum við Fram á laugardaginn, en eitthvað virðist
Atli Hilmarsson hafa stjakað við honum. (ljósm. RAX).
JAFNTEFLI VAR
BEZT VIÐ HÆFI
JAFNTEFLI var bezt við hæfi í leik KR og Fram í 1. deild karla í handknattleik á laugardaginn og
þær urðu líka lyktir, að bæði lið skoruðu 19 mörk. Leikurinn einkenndist mjög af mikilvægi hans og
leikmenn beggja liða voru greinilega sér þess fyllilega meðvitandi að tap í leiknum gæti þýtt dvöl í 2.
deild á næsta ári. Það var þvf mikil barátta í leiknum og óþarfa harka, en að sama skapi misstök hjá
báðum liðum, sem trúlega hafa f
Framan var leikurinn í jafnvægi
og eftir að Framarar höfðu gert
tvö fyrstu mörk leiksins var jafnt
á öllum tölum upp í 6:6. Þá tóku
KR-ingar góðan kipp og komust í
8:6 og 9:7, en þrjú síðustu mörk
hálfleiksins voru Framara og þeir
leiddu því í leikhléi 10:9, í seinni
hálfleiknum héldu Framarar for-
ystunni og áttu góð tækifæri til að
taka örugga forystu í byrjun
hálfleiksins, en þeir misnotuðu 2
vítaköst í röð og klúðruðu hraða-
upphlaupum þannig að KR-ingar
voru aldrei langt á eftir þeim.
Þegar 6 mínútúr voru eftir af
leiknum var Fram yfir, 16:14, en
þá tókst KR að jafna og á síðustu
8 mínútum leiksins voru skoruð 11
mörk, þannig að mikið var um að
vera síðustu mínúturnar. Haukur
Ottesen jafnaði fyrir KR þegar um
mínúta var eftir og er 25 mínútur
lifðu af leiktímanum reyndi
Gústaf Björnsson markskot úr
horni, en varið var frá honum og
KR-ingar sneru vörn í sókn. Þeim
entist þó ekki leiktíminn til að
skora og leiknum lauk því með
sanngjörnu jafntefli.
Staða Fram og KR á botni 1.
af laugaóstyrk leikmanna.
Fram-KR19:19
deildarinnar breyttist því ekki við
þennan leik, en Framarar hafa
hlotið einu stigi meira í hinni
tvísýnu keppni á botninum. Sigur
Ármanns gegn ÍR í leiknum á eftir
gerði það að verkum að deildin er
opin í báða enda, spennan í
algleymingi á báðum endum og
aðeins ÍR og FH, sem virðast ekki
lengur í neinni raunverulegri
keppni í mótinu.
I leiknum á móti Fram hefði
farið illa fyrir KR-ingum ef
Haukur Ottesen hefði ekki átti
stórleik fyrir Vesturbæjarliðið.
Haukur gerði 11 mörk í leiknum og
barðist af miklum móð allan
tímann, bæði í sókn og vörn. Örn
Guðmundsson stóð sig vel í marki
KR og Jóhannes Stefánsson átti
góðan leik með liðinu eins og í
öðrum leikjum vetrarins, sannar-
lega himnasending fyrir KR að fá
þennan sterka leikmann í sínar
raðir í haust.
Af Frömmurum komst Einar
I Birgisson, varamarkvörður liðsins,
einna bezt frá þessum leik, en
annars var meðalmennskan f
fyrirrúmi í liðinu, jafnræði var
með leikmönnum, en enginn einn
sem skar sig úr.
Dómarar voru Gunnar og Bjarni
Gunnarssynir og dæmdu leikinn í
flesta staði mjög vel.
Mörk KRi Haukur Ottesen 11 (2
víti), Þorvarður Guðmundsson 3,
Jóhannes Stefánsson 2, Símon
Unndórsson 2, Friðrik Þorbjörns-
son 1.
Mörk Frami Jens Jensson 4,
Arnar Guðlaugsson 4 (2 víti),
Pálmi Pálmason 4 (4 v), Gústaf
Björnsson 3, Atli Hilmarsson 2,
Magnús Sigurðsson 1.
Misheppnuð vítaskoti Pálmi
Pálmason skaut í stöng og Örn
Guðmundsson varði frá Arnari
Guðlaugssyni.
Brottvísanir af leikvellii Pétur
Jóhannesson, Fram, Ingi Steinn
Björgvinsson, KR, Jens Jensson,
Fram, Sigurður Páll Óskarsson,
KR, Atli Hilmarsson, Fram,
Haukur Ottesen, KR, 2 mínútur
hver.
- áij.
Ármann krækti í
tvö dýrmæt stig
ÞAÐ VORU ánægðir Ármenningar sem gengu af leikvelli í Laugardalshöll á laugardaginn, eftir að þeir
höfðu krækt sér í tvö dýrmæt stig með sigri yfir ÍR, 22il8. Og enginn var jafn ánægður og fyrirliði
þeirra, Ragnar Gunnarsson. Um morguninn hafði hann eignast dóttur og svo kom sigur í þessum
þýðingarmikla leik.
Hið unga lið Ármanns var vel að
sigrinum komið, þeir léku sinn
besta Ieik í vetur og börðust allan
tímann af ákafa og krafti, og átti
það sinn stóran þátt í að koma
sigrinum í höfn. ÍR-liðið var
frekar lélegt í þessum leik og Jens
Einarsson markvörður átti nú sinn
slakasta leik í vetur. Hafði það
eðlilega sín áhrif á leik liðsins. Þá
vakti það furðu undirritaðs að
einum besta manni ÍR, Brynjólfi
Markússyni, skyldi haldið utan
* /r
Armann-IR
22:18
vallar síðari hluta seinni hálfleiks.
Á þeim tíma var mjög tvísýnt um
hvernig leikurinn þróaðist, og á
slíkum augnablikum er einmitt
þörf fyrir leikreynda menn eins og
Brynjólf.
Á upphafsmínútum leiksins léku
IR-ingar allvel og náðu þriggja
marka forskoti, en Ármenningar
sigu á í lok fyrri hálfleiksins og
náðu að minnka muninn niður í
eitt mark.
Staðan í leikhléi var 7: 6, ÍR í
hag og er það óvenju lág marka-
tala í hálfleik, en markvarsla
beggja liða svo og varnaleikur var
allgóður. Lengst af var leikurinn í
jafnvægi í síðari hálfleik, en
síðustu, átta mínútur leiksins
missti IR-liðið algerlega tök á
Framhald á bls. 36