Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Heppnin var Forest
liðholl á Wembley
EKKI fengust úrslit í úrslitaleiknum um enska
deildarbikarinn á Wembley á laugardaginn, þó svo að
framlengt hafi verið. Forest lék án máttarstólpanna
Archie Gemmell, Dave Needham, Colin Barrett og Peter
Shilton, en stöðu Shiltons í markinu tók Chris nokkur
Woods, 18 ára, og geta aðrir leikmenn Forest einkum
þakkað honum, að þeir fá nú annað tækifæri til að leggja
Liverpool að velli.
Myndin er frá bikarleik WBA og Nottingham Forest, sem
fyrrnefnda liðið vann 2—0 og gerði þar með vonir
Skógarmanna um þrennuna miklu að engu. Það er
markvörður WBA, Tony Godden, sem þarna rekur
samherja sínum kjaftshögg (að því er virðist), en þó
örugglega óviljandi.
Þeir hjá Forest voru aldrei
nærri því að vinna sigur, sóknar-
leikurinn beitti, sem hefur verið
aðall liðsins í vetur, var víðs fjarri
og einnig hinn sterki varnarleikur.
Liverpool hafði umtalsverða yfir-
burði og fékk liðið mýmörg góð
færi til þess að skora, en hinn ungi
Wood varði hvað eftir annað
snilldarlega, einkum snemma í
fyrri hálfleik, er Hughes skallaði
á markið af stuttu færi. Eina
skiptið, sem Liverpool tókst að
skora, var að Terry McDermott
fann leiðina í netið á 38. mínútu,
en þá var Dalglish rangstæður og
því allt unnið fyrir gýg. Einnig
munaði mjóu, er bakvörður Forest,
Frank Clarke, hugðist senda
knöttinn aftur til markvarðar
síns, en sendingin varð óvart að
þrumufleyg og þakkaði þá Chris
Woods sjálfum sér fyrir rétta
staðsetningu. Forest átti aðeins
tvö umtalsverð færi í leiknum og
þau fengu Tony Woodcoock,
sprækasti framherji Forest að
þessu sinni, í fyrri hálfleik, en
mistókst að skora og síðan Martin
0‘Niel rétt fyrir leikslok, en þá
varði Clemmence með því að
sprikla mikið. Eftirtaldir leik-
menn léku á Wembley:
Liverpool: Clemmence, Neal,
Smith, Thompson, Hughes, Kenne-
dy, Callaghan, Case, McDermott,
Heighway og Dalglish. Fairclough
kom inn é fyrir Kennedy.
' Forest: Woods, Anderson,
Clarke, Lioyd, Burns, McGovern,
Bower, 0‘Neil, Woodcock, White
og Robertson. John 0‘Hare kom
inn á fyrir McGovern, sem meidd-
ist.
Aukaleikurinn verður á mið-
vikudagskvöldið á Old Trafford í
Manchester.
Það væri synd að segja, að
önnur lið hafi setið auðum hönd-
um meðan Forest og Liverpool
öttu kappi saman, það breyttist
hins vegar sára lítið staðan á
toppinum, því að aðeins Manchest-
er City og Arsenal léku.
Manchester City átti í miklu
basli með Úlfana og það var ekki
fyrr en seint í síðari hálfleik, að
Colin Bell tókst að jafna mark það
sem Bob Hazel skoraði rétt fyrir
hlé, sitt fyrsta mark fyrir Úlfana.
Leikmenn Arsenal voru ekkert
að tvínóna við hlutina og þeir
skoruðu fjögur mörk á fyrstu 37
mínútunum, Stapelton (2), Sund-
erland og Price. Eina mark Bristol
skoraði Trevor Tainton rétt fyrir
hlé. I seinni hálfleik koðnaði
leikurinn niður í hálfgerða leik-
leysu.
Ray Hankin átti eftirminnileg-
an laugardag, eftir aðeins 5
mínútur skoraði hann fyrsta mark
Leeds og 15 mínútum síðar meidd-
ist hann illa er Mills hjó hann
gróflega niður og var rekinn út af
fyrir ódæðið. Hankin haltraði þó
áfram, en var síðan rekinn út af
sjálfur, 5 mín síðar, er hann lék
sama leikinn gegn Tony McAmd-
rew. Þetta breytti engu um yfir-
burði Leeds og áður en yfir lauk
hafði Arthur Graham skorað
tvívegis, Clarke einu sinni og til að
bæta gráu ofan á svart, skoraði
Ian Bailey sjálfsmark rétt fyrir
leikslok. Eftir þessi úrslit á Leeds
enn mikla von um sæti í næstu
UEFA-keppni.
Coventry hljóta einnig að vera
bjartsýnir um sína möguleika
eftir jafntefli úti gegn Ipswich.
Clive Woods skoraði fyrir Ipswich
um miðjan síðari hálfleik, en
aðeins fáum mínútum síðar jafn-
aði Keith Osgood fyrir lið sitt.
Fyrir skömmu meiddist hinn
markheppni miðherji Coventry,
Mick Ferguson, og þykir ólíklegt
að hann leiki fleiri leiki í vetur og
er það að sjálfsögðu voðalegt áfall
fyrir Coventry, sem sett hefur
stefnuna á UEFA-sæti.
I botnbaráttunni er West Ham
sem fyrr og gefa þeir ekkert eftir
í að tapa leikjum. Nú var það
hálfgert varalið Aston Villa, sem
lék WH sundur og saman og
skoruðu þeir Gregory (2), Deehan
og Mortimer mörk Villa, en eini
maðurinn í liði WH sem virðist
kunna knattspyrnu, Trevor Brook-
ing, skoraði eina mark þeirra. Nú
er afar stutt í að staða West Ham
verði vonlaus með öllu, ef ekki
verður breyting á til hins betra,
liðið er nú í þriðja neðsta sæti með
tveimur stigum minna en næsta
lið fyrir ofan, QPR, en hefur leikið
3 leikjum meira.
Þjáningabræðurnir Newcastle
og Leicester vörpuðu báðir frá sér
góðum forystum gegn Chelsea og
Norwich. Burns og McGhee náðu
tveggja marka forystu fyrir New-
castle gegn Chelsea, en Ron Harris
og Ken Swain (víti) tókst að jafna
fyrir heimaliðið, en Finnieston
klúðraði annarri vítaspyrnu fyrir
Chelsea.
Það segir margt um stöðu
Leicester, að nú fyrst er aðal
miðherji liðsins að skora sitt
fyrsta mark, Roger Davis náði
þessum merka áfanga í fyrri
hálfleik, en það dugði ekki frekar
en annað í vetur til þess að tryggja
bæði stigin, John Ryan skoraði tvö
fyrir Norwich og Williams jafnaði
síðan.
Gordon McQueen skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Manchester
Únited, á 37. mínútu og það leit út
fyrir langþráðan sigur hjá liðinu,
en síðan tókst Robertson að jafna
fyrir WBA 2 mínútum fyrir
leikslok.
Bruce Rioch fyrirliði Derby var
rekinn út af á 80. mínútu fyrir að
spyrna í mann í stað bolta. Var
honum farið að renna í skap
getuleysi félaga sinna, en lið
Birmingham lék Derby sundur og
saman og komst í 3—0 með
mörkum Connolly, Francis og
Bertchin, áður en að Terry Curran
tókst að minnka muninn fyrir
Derby á 76. mín.
í annarri deild náði Tottenham
forystunni á ný með öruggari sigri
yfir Bristol Rovers en 3—2 talan
gefur til kynna. Randall náði
forustu fyrir Rovers, en Totten-
ham skoraði síðan þrjú næstu
mörkin, Jones, McNab og Pratt,
Barry Daines skoraði síðan sjálfs-
mark rétt fyrir leikslok.
Southampton treysti mjög stöðu
sína við topp deildarinnar með því
að halda jöfnu gegn Bolton, en til
þess lék liðið með geysilegt
fjölmenni í vörninni og var því
leikurinn ekki beinlínis neitt
augnayndi.
Önnur úrslit í 2. deild:
Crystal Palace 0 — Brighton 0
Charlton 0 — Notts County 0
Hull City 1 (Haway) — Burnley 3
(Fletcher, Ingham, Noble (viti))
Luton 4 (West, Ron Futcher,
Boersma, Fuccillo ) — Blackpool 0
Oldham 1 (Taylor) — Cardiff 1
(Went)
Sheffield Utd. 5 (Campbell 2,
Woodward (víti), Speight og Stain-
rod) — Millwall 2 (Wallace)
Stoke 4 (Crooks 3 (1 víti), Busby)
— Blackburn 2 (Radford, Lewis)
Sunderland 1 (Lee) — Mansfield 0
~ KR
DKII.DAKBIK ARINN. ÍIRSUT,
Uvrrpuol — VottínKham Forrst
ENCLAND !. DEILD.
Arsrnal — Hristol Clty
Aston Villa — West Ilam
Chelsea — Newraatle
Chelsea — Newcastle
Derhy — Kirmimtham
Ipswieh — Coventry
Leeds — MiddleshrouKh
Leirester — Norwich
Manchester l!td. — WBA
Wolves — Manchester City
ENGLAND 2. DEILD,
Bolton — Southhampton
Bristol Rovers — Tottcnham
Crystal Palare — BrÍKhton
Hull City - Burnley
Luton - Blarkpool
Oldham — Cardiíí
SheHield I td. - Millwail
Stoke City — Blarkhurn
Sunderland — Mansfield
4.1
4.1
4.1
2.2
1.3
1.1
5.0
2,2
1,1
1,1
0,0
2.3
04)
1.3
14)
1.1
5.2
1.2
1,0
ENGLAND 3. DKILD,
Carlisle — GillinKham 1.0
Chesteríield — Bury 2.1
llereíord — Bradford 2,1
Lincoln — Sheffield Wed. 3,1
Plymoiith — Oxford 2,1
Portsmouth — Shrewsbury 2,0
Preston - Exeter 0.0
Kotherham — Tramere 2,0
Wrexham — Walsall 14)
KNGLAND I. DEILD,
Barnsley — Huddersfield 1,1
Brentford — liartlepool 24)
DarlinKton — Doncaster 1.1
Halifax — Southport 2,1
Riwhdale — York 1.2
Scunthorpe — Torquay
SKOTLAND. (JRSLIT
í DEILDABIKAR,
Celtic — Ranuers
SKOTl.AND IJRVALSDEILD,
Ayr L'td. — St. Mirren
Clydcbank — llibernian
Dundee Ltd. — Aherdeen
Partick Thistele — Motherwell
VESTLR-ÞÝZKALAND.
1. DEILD,
Eintrakt Frankfurt
— Fortuna DUsseldorf
MiinchenKladbach
— Eintrakt BraunschwelK
Ilertha Berlin — Bayern
0,1
1,2
0,1
0,3
0,0
2,3
14)
3.1
3.1
MSV DuishurK — Werder Bremen 24)
1860 MUnieh - KBln IJ
IlamburKer SV — Sehalke 01 24)
Borr. Dor mund — Saarbrurken 2.1
Keiserslauiern — St. Pauli 2.1
StuttKart — Bochum 3,1
Kiiln hefur enn fjöKurra stÍKa forystu
í þýzku BóndeslÍKunni. 12 stÍK. en
meistararnir MiínchenKladbach eru f
öðrn saeti með 38 stÍK. ( 3. sadi er Ilertha
með 36 stÍK- MHnchenKladbach varð fyrir
miklu tjóni í leik sínum K«btn Braunsch-
weÍK er þcir Allan Simonsen ok Josef
lleynckes meiddust báðir illa ok er
ólíkleKt að cinkum Daninn litli vcrði með
I undanúrslitunum f Evrópukeppninni
KCKn UverpiHil. Meistararnir létu þetta
þó ekkert á sík fá ok unnu samt Kiiðan
sÍKur með mörkum Bonhof (víti). NieLien
ok Del Haye. Dleter Muller skoraði tvö
af mörkum Kölnar Ki-Kn 1860 Munirh.
Fratnhald á bls. 32.
r 1.DEILD
Ni>tt. For. 30 20 1 3 55- -18 47
Everton 32 16 10 6 58- -36 42
Manch.City 32 17 7 8 59- -36 11
Arsenai 32 16 8 8 45- -27 10
Liverpool 31 16 6 9 42- -28 38
ueeds 32 15 8 9 50- -37 38
Coventry 31 15 8 8 59- -47 38
Norwieh 33 10 15 8 43- -49 35
WBA 31 11 12 8 45- -40 31
Aston Villa 30 12 7 11 35- -29 31
Manch. Ltd. 33 11 9 13 50- -51 31
Derby 31 10 10 11 40- -48 30
Bristol City 33 9 11 13 40- -43 29
Chelsea 31 9 11 11 38- -48 29
MiddlesbrouKh 30 10 9 11 31- -43 29
Wolves 32 9 10 13 40- -47 28
ipswich 30 9 9 12 33- -39 27
BirminKham 32 11 5 16 42- -53 27
QI’R 30 5 12 13 34- -48 22
West Bam 33 6 8 19 37- -57 20
Newcastle 30 6 6 18 35- -54 18
la^ieester 33 3 12 18 15- -48 18
2. DEILD
Tottenham
Bolton
Southampton
BrÍKhton
Blackburn
Oldham
Luton
Blackpisii
Crystal Palace
Fulham
Sunderland
Stoke
Bristoi Rovers
Sheffield lltd
Notts County
Charlton
Burnley
Orient
Cardiff
Hull City
Miiwall
Afansfield
33 17 13
32 19 8
32 17 9
32 15 11
32 15 9
32 11 12
33 12
32 12
3 68-
5 51-
6 19-
6 47-
8 51-
9 43-
8 13 46-
8 12 50-
32 10 12 10 39-
31 11 9 11 40-
32 9 13 10 49-
31 12 7 12 35-
32 9 12 11 47-
32 12 6 II 50-
31 9 11 11 42-
9 10 12 44-
9 9 15 38-
14 10 31-
9 11 10-
9 16 28-
11 14 30-
8 18 35-
-31 47
-27 46
-31 43
-31 41
-43 39
-42 34
-38 32
-45 32
-37 32
37 31
47 31
34 31
•56 30
60 30
48 29
54 28
52 27
35 26
60 25
39 23
46 21
57 20,
LÁNIÐ LÉK"
EKKI VIÐ
JÓHANNES
OG FÉLAGA
URSLITALEIKNUM í skozku
deildarbikarkeppninni, sem
fram fór á Hampden Park í
Giasgow, milli erkifjendanna
Rangers og Celtic, lauk með
naumum sigri fyrrnefnda liösins,
en paö var pó ekki fyrr en í lok
framlengingarinnar, að sigur-
markiö leit dagsins Ijós.
Celtic reif sig upp úr peirri
meðalmennsku sem einkennt
hefur liðið í vetur og átti sigur
skilinn, ef marka má umsögn og
lýsingu BBC á leiknum. Rangers
á hinn bóginn náðu aldrei að
sýna sitt rétta andlit í leiknum,
sem leikinn var í skugga hins
voveiflega fráfalls framherja
liðsins, Bobby McKean, en hann
fannst örendur í bifreið sinni á
föstudaginn var.
Framan af var leikurinn í
járnum, en rétt fyrir leikhlé tókst
Cooper að ná forystunni fyrir
Rangers og pað sem eftir lifði
venjuiegs leiktími, mátti heita að
sókn Celtic væri stanzlaus. Það
leit engu að síður út fyrir sigur
Rangers, en pegar aðeins 4
mínútur voru til leiksloka tóks
Jóhannesi að jafna með skalla,
eftir að George McKluskie hafði
sent knöttinn fyrir markið.
í framlengingunní var sparkað
og hlaupið á báða bóga, en
uppskera var pó engin, par til að
aðeins 3 mínútur voru til loka
framlengingar, pá var skalla frá
McKluskie bjargaö á línu og
Jóhannes átti hörkuskot í stöng-
ina á marki Rangers. Rangers
spyrntu langt fram á völlinn,
Cooper óð inn í vítateig Celtic
og sendi á Gordon Smith sem
skoraði sigurmark Rangers,
2—1, og er pví útséö um að
Celtic muni leika í Evrópukeppni
næsta keppnistímabil og er ár
og dagur síðan pað átti sér
síðast stað. — Kg.