Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 47 Hilmar Kristjónsson hjá FAO í Rómarborg í símtali: „Ránið á Moro er ægileg- asti atburður hér í áratugi” „HVARVETNA verður maður var við það óeðlilega ástand sem hér hefur ríkt síðustu daga, eftir að Aldo Moro var rænt. Á leiðinni heim til sín eru menn stöðvaðir hvað eftir annað og fyrstu tvo dagana var einnig athugað í farangurs- geymsiu bifreiðanna. Lögreglu- menn eru vígalegir og með alvæpni, en ekki veit ég gjörla hversu vel skipulögð leit þeirra er. Yfirleitt eru Italirnir ekki mjög góðir skipuleggjendur.“ Þetta sagði Hilmar Krist- jónsson hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róma- borg er Mbl. hafði sambánd við hann símleiðis í gær, mánudag, til að spyrja hann um hvernig andrúmsloftið væri eftir að Aldo Moro, einhverjum litrík- asta og áhrifamesta stjórn- málamanni landsins, var rænt. „Þetta kom gífurlegu róti á hugi fólks til að byrja með,“ sagði Hilmar. „En það er nú svo með ítali, að þeir eru fljótir að gleyma, áhuginn beinist fljótt að öðru og mér finnst votta fyrir því að það sé að gerast í afstöðu þeirra til þessa mannráns. Þeir eru ekki búnir að gleyma en áhuginn hefur minnkað dag frá degi. Þó dreg ég ekki úr því hversu gríðarlega þetta fékk á fólk. Og víst er að hryðjuverka- mennirnir hefðu ekki getað rænt neinum öðrum manni sem hefði haft jafn mikil áhrif á fólk og Moro. Moro er maður afburða virtur og vinsæll, hann hefur verið talsmaður þess að reynt yrði að hafa samvinnu við kommúnista og sums staðar fengið bágt fyrir það. Aðrir hafa lofað raunsæi hans og allir telja hann afburða gáfaðan stjórn- málamann. Ránið á honum er ægilegasti atburður í Ítalíu- Þetta mannrán hefur haft þau áhrif meðal annars, að laga- frumvarp hefur með eldings- hraða gengið gegnum þingið, þar sem lögreglunni er gefið meira vald en áður til að handtaka menn án undangeng- ins úrskurðar og halda tor- tryggilegum mönnum í haldi ákveðinn tíma án fógetaúr- skurðar. Þessi lög munu ganga í gildi á morgun, þriðjudag. Viðbrögð hafa einnig verið þau, að Italir sáu að þeim var nauðsyn að styðja við bakið á ríkisstjórn sinni sem var ný- mynduð og fékk hún traustsyfir- lýsingu í þinginu mjög skyndi- lega. Hilmar sagði að vangaveltur væru í blöðum um hvað gert yrði ef og þegar mannræningjar settu fram ákveðnar kröfur, en á þeim væri ekkert að byggja. En þar sem ákveðið hefði til dæmis verið að réttarhöldin í Torino héldu áfram hefðu ítölsk stjórnvöld að minnsta kosti ekki að svo stöddu gefið eftir gagn- vart mannræningjunum. Skæðasta skytta IRA yfirbuguð Belfast, Noröur-írlandi, 20. marz AP BREZK hersveit og fallhlífarhermenn yfirbuguðu eftirlýstasta hryðjuverka- mann írska lýðveldishersins eftir mikinn skotbardaga s.l. fimmtudag. Hryðjuverkamaðurinn heitir Francis Hughes, er 22 ára gamall og þykir færasta skytta provisi- onal-arms IRA. Hann var eftirlýstur fyrir ótal manndráp og morðtilraunir s.l. tvö ár, að pví er áreiðanlegar fregnir herma. Hughes særðist eftir skotbardaga viö fimm fallhlífarhermenn, sem höfðu komizt á slóðir hryðjuverkamanna rétt fyrir utan þorpið Maghera um 60 kílómetra norð-vestur af Belfast. Lögreglan hefur staðfest að særður maður væri í gæzlu á sjúkrahúsi í Norður-írlandi en hefur ekki viljað láta uppi hvort það væri Francis Hughes. Heryfirvöld sögöu hins vegar aö tveir hermenn hefðu særzt í bardaganum og annar þeirra dáiö á föstudag. Fregnir herma sð Hughes hafi ekki náðst fyrr en á föstudag, þegar hersveit tókst að rekja blóðidrifna slóð hans og fannst hann í 300 metra fjarlægð frá skotstaðnum með byssu- kúlu í lærinu. Lögreglan lýsti fyrst eftir Hughes í apríl s.l. sem einum af þremur skæðustu hryðjuverkamönnum IRA. Hinir tveir náðust fyrir mörgum mánuöum. Veður víða um heim Amsterdam 8 skýjað Aþena 18 skýjað Berlín 7 sjónkoma BrUsscl í) skýjað Chicago 8 bjart Frankfurt 8 rigning Genf 8 rigning Helsinki +4 sóiskin Jóhannesarh. 24 sólskin Kaupmannah. -2 snjókoma Lissabon 18 sólskin London 8 skýjað Los Angeles 23 skýjað Madrír 15 bjart Malaga 21 skýjað Miami 21 skýjað Moskva 0 bjart New York 14 bjart Ósló +1 sólskin París 10 rigning Róm 8 skýjað Stokkhólmur -3 skýjað Tel Avlv 24 bjart Tókýó 15 bjart Vancouver 3 bjart Vínarborg 8 skýjað Parí», 20. marz. Reuter, AP. FLESTIR leiðandi menn í frönskum stjórnmálum héldu pingsætum sín- um í kosningum á sunnudag, en pó ekki allír. Þannig fékk Michel Ponia- towski, fyrrum innanríkisráðherra og einn nánasti samstarfsmaður Giscards forseta, í kjördæmi sínu nærri París. Jean-Jacques Ser- van-Schreiber, leiðtogi eins af sam- starfsflokkunum, sem standa að meirihlutanum í pinginu og fyrrum ráðherra og ritstjóri vikuritsins „L'Express", náði kjöri í kjördæmi sínu í borginni Nancy meö 22 atkvæða mun. Mótframbjóðandi hans Siad Barre og full- trúi Carters hittust Mogadishu 20. marz AP MOHAMMED Siad Barre, forseti Sómalíu, og sérstakur fulltrúi Carters Bandaríkjaforseta, Richard M. Moose, ræddust við í Mogadishu ( dag. Rasddu peir samskipti ríkjanna og hið erfiða ástand á pessu svaeði Afríku. Richard M. Moose sem er aðstoöarráðherra um málefni Afríkjuríkja og Barre áttu fund með aér í aðalbækistöðvum Barres og stðð fundurinn lengi eða eins og sagt var, „í allmargar klukkustundir". Sómalíuútvarpiö sagöi aö viöræður heföu veriö sérstaklega vinsamlegar og hefðu þær snúizt um gagnkvæm samskipti ríkjanna, alþjóöamál og hina hræðilegu Ogadenstyrjöld eins og sagöi í útvarpinu. Frekari upplýsingar voru ekki birtar aö sinni en taliö var aö Moose heföi boriö Sómalíuleiötoganum sérstök boö frá Carter Bandaríkjaforseta þar sem hann heföi látiö í Ijós þá skoðun, aö hann vænti þess aö betri tíö væri í vændum í sambúö ríkjanna. Sómalíumenn voru um hríö einhverjir traustustu bandamenn Sovét- manna í Austur-Afríku, en þau tengsl, hernaöarleg og efnahagsleg, voru slitin í nóvembermánuöi sl. í reiöi vegna þess aö Sovétríkin hófu þá vopnasendingar og síðan ýmiss konar aðstoð viö Eþfópíu eins og alkunna er. Mótmæli vegna dauða- dómsins yfir Ali Bhutto Lahore, Pakistan, 20. marz. Reuter. BARDAGAR brutust út á mörgum stöðum í Pakistan í dag milli lögreglu og stuðningsmanna Ali Bhuttos, fyrrum forseta og forsætisráðherra, sem vildu mótmæla dauðadóminum sem kveðinn var upp yfir Bhutto s.l. laugardag. Loka varö einum háskóla vegna óeirða og lögregla handtók fjölda manns, p.á m. Tikka Khan, fyrrum hershöfðingja, en hann hafði aö engu bann stjórnarinnar við opinberum fundum og hélt ræðu á fjöldafundi til stuönings Bhutto. Bhutto hefur enn ekki ákveðið hvort hann áfrýjar dauðadómnum, en frestur hans til áfrýjunar rennur út á sunnu- dag. Bhutto var dæmdur til hengingar fyrir að hafa fyrirskipað að einn andstæðinga hans í stjórnmálum, Ahmed Raza Kasuri, yröi drepinn fyrir þremur árum. Fjórir aðrir menn sem sakaðir voru um aðild að samsæri um að drepa Kasuri voru einnig dæmdir til dauða. Frönsku kosningarnar: Poniatowski felldur Michel Poniatowski hefur farið fram á að atkvæði veröi endurtalin. Francois Mitterand tryggði sér sigur í sínu kjördæmi í Mið-Frakklándi og George Marchais hlaut endurkosningu í sínu gamla kjördæmi í einni af útborgum Parísar. Sósíalistaleiðtoginn Gaston Deferre, borgarstjóri í Marseille, hlaut endurkosningu án erfiðleika og sama er að segja um sósíalistaleiðtogann Jean-Pierre Siosson og Robert Fabre, leiðtoga vinstri radikala. Raymond Barre, forsætisráðherra og Jacques Chirac og Jacques Chab- an-Delmas sem báðir eru fyrrverandi forsætisráöherrar hlutu allir kosningu í fyrri umferð kosninganna þar eð þeir hlutu þá hreinan meirihluta atkvæða. Claude Estier, einn af helztu að- stoðarmönnum Mitterands, náði ekki kjöri í kosningunum á sunnudag. Þau úrslit sem komu einna mest á óvart voru úrslitin í tveimur kjördæm- um nærri París, sem kosið hafa kommúnista á þing í samfleytt meira en hálfa öld. í þetta sinn náöu kommúnistar ekki kjöri í þessum kjördæmum og þótti þaö nokkrum tíðindum sæta, en skýringanna er leitað í því að á undanförnum árum hefur fjöldi miðstéttarfólks setzt að á þessum svæðum og þau verið endur- uppbyggð. „Eldflaugunum rigndi yfir þorpið og flestir héldu til í byrgjum í þrjá daga” — sagði Beate Hamizrachi í Metula við landa- mæri Líbanons og Israels í samtali við Mbl. „ÞAÐ VAR tiltölulega kyrrt á þessum slóðum nú um helgina, en undanfarna daga má segja að ílestir hafi hafzt við ( loftvarnarbyrgjum, alténd börn og eldra fólk.“ sagði Beate Hamizrachi, blaðakona f Mctula, sem er þorp rétt við landamæri Lfbanons og ísraeis, í sfmtali við Mbl. á mánudags- morgun. „Fyrstu dagana varð Metula fyrir allöflugum eldflaugaárás- um Palestínuskæruliða, en manntjón varð ekki hér. Aftur á móti létust nokkrir ísraelar í kibbutz skammt frá. Hér í Metula urðu og nokkrar skemmdir á eignum. Eftir því sem sókn ísraela miðaði síðan hefur dregið úr átökunum hér í grennd en sunnudagurinn sem var sólríkur og fagur var þó fyrsti dagurinn þegar reynt var að halda uppi eðlilegu skóla- haldi og menn gengu til starfa sinna. Héðan höfum við fylgzt með aðgerðum hers ísraels er skriðdrekar og brynvarðir bílar hafa farið héðan yfir landamær- in og inn í Líbanon síðustu daga. Flugvélar sem hafa gert atlögu að stöðvum skæruliða á þessu landssvæði í S-Líbanon hafa flogið hér yfir á leið sinni þangað. Sjálf hef ég farið nokkrar ferðir yfir í Líbanon síðustu daga, meðal annars kom ég í gær í þorp sem hefur verið algerlega yfirgefið, E1 Hriam, þar voru aðeins eftir fáein gamalmenni. Það er misjafnt hvernig ísraelsku hermönnum hefur verið tekið í sókn sinni. í einu þorpanna, Tipinin, drógu íbúar friðarfána að húni er hersveitir okkar nálguðust og þustu síðan út á aðalgötu þorpsins og fögnuðu hermönn- unum og létu í ljós þakklæti sitt fyrir að fá nú vernd fyrir Palestínuskæruliðum. Á öðrum stöðum eru fáir eftir nema Palestínuskæruliðar sem við- nám veita, íbúar aðrir eru flestir flúnir norður á bóginn." „Nei, ég á ekjci von á því að sóknin haldi lengi áfram enn. Það fer auðvitað eftir því hvort Sýrlendingar ákveða að blanda sér í málið. ísraelskar hersveitir hafa ekki farið yfir Litaninfljót en eru komnar að árbakkanum. Sýrlenzkt herlið er handan árinnar og ég á ekki von á því að aðilar vilji tefla í tvísýnu. Palestínumenn hafa tilkynnt að þeir ætli að senda liðsauka að baki núverandi víglínu en marg- ir álíta þetta kokhreysti full- mikla, enda hafa hrakfarir þeirra verið miklar og án efa hefur það komið þeim á óvart að Sýrlendingar skyldu ekki tafar- laust koma til liðs við þá. „Ég held að flestir geri ráð fyrir því að ísraelar hverfi fljótlega frá Suður-Líbanon, svo fremi við teljum okkur hafa tryggingu fyrir því að upprætt hafi verið skæruliðastarfsemi þar. Fólkið í þessum landshluta mun sjálfsagt látið ráða hvort það vill tilheyra Líbanon — sem er þó auðvitað ekki einu sinni nafnið nú — eða ísrael. Palestínuskæruliðar hafa ekki aðeins verið ógnun við Israel heldur líka við fólkið á þessum slóðum og unnið þar mörg og skelfileg hryðjuverk á saklausu líbönsku fólki. Beate Hamizrachi sagði að alger einhugur væri um þessar aðgerðir í ísrael. Hryðjuverkið í Tel Aviv um síðustu helgi hefði lika opnað augu margra þeirra sem voru farnir að halda að stöðugt tal um óöryggi væri ýkjur. Hún sagði það ekki almenna skoðun í Israel að þetta myndi ráða úrslitum um friðar- viðræðurnar við Egypta. „Sadat hefur fordæmt innrásina og átti ekki um annað að velja,“ sagði hún „en eftir atburðina í Nikosíu hefur Sadat snúist mjög gegn Palestínuskæruliðum og honum er ljóst að þeir ógna ekki bara tilveru Israelsríkis.“ Beate Hamizrachi hefur undanfarna mánuði verið búsett í Metula ásamt manni sínum Joram Hamizrachi, sem er einnig blaðamaður að atvinnu og tveimur börnum þeirra. Skrifa þau hjón fyrir blöðin Jerusalem Post og Ha-aretz. Joram hefur nú nýlega verið kvaddur í herinn um tíma að sögn Beate. Beate Hamizrachi hefur skrifað nokkrar greinar fyrir Mbl. um ástandið á þessum slóðum, og hafa þær birzt í blaðinu öðru hverju síðustu mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.