Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 V erkamannasambandið: Borgarneshreppur bætti kjaraskerðinguna Hreppsnefndin lítur ekki svo á að hún hafí verið að bæta kjaraskerðinguna 30 fyrirtæki í sölu- skattsrannsókn Undanskot nokkurra fyrirtækja nemur tugum milljóna króna FRÁ ÁRAMÓTUM hefur SÍÐDEGIS í gær voru undir- ritaðir samningar milli Verkalýðsfélags Borgarness og hreppsnefndarinnar þar um laun um 10 verkamanna, sem vinna hjá Borgarnes- hreppi. Að sögn Húnboga Þorsteinssonar, sveitar- stjóra, lítur hreppsnefndin ekki svo á að með samning- unum sé verið að ganga að kröfunni um að skerðing Alþingis- kosningar 25. júní DÓMS- og kirkjumálaráðuncyt- ið hefur au^lýst almennar, reglulegar kosningar til Alþing- is 25. júní 1978. í auglýsingunni segir að samkvæmt lögum nr. 52 frá 14. ágúst 1959 skuiu kosningarnar fara fram áður- nefndan dag. Samkvæmt kosningalögunum skulu sveitarstjórnir hafa lagt kjörskrár fram eigi síðar en 25. apríl næstkomandi og skulu þær liggja frammi til 23. maí. Með heimild í lögunum er ákveðið að frestur sá, sem í lögunum er settur til að auglýsa hvar kjör- skrár verði lagðar fram, falli niður. Hinn 24. maí næstkomandi rennur út framboðsfrestur og hinn 28. maí hefst utankjör- fundarkosning. Hinn 3. júní rennur síðan út kærufrestur til sveitarstjórna og hinn 10. júní er gert ráð fyrir að sveitarstjórn ljúki við að skera úr aðfinnslum við kjörskrá. verðbótavísitölu sé bætt, en hins vegar lítur Verkalýðs- félag Borgarness svo á og Verkamannasantband íslands. Samkvæmt uppiýsingum Hún- boga Þorsteinssonar, sveitar- stjóra, felst það í samningunum, að verkamennirnir fá nokkra launahækkun og var þar fyrst og fremst höfð hliðsjón af öðrum sérsamningum, sem sveitarfélög hafa gert við verkamenn, einkum Akureyrarkaupstaður. Þá hafði Kaupfélagið í Borgarnesi einnig gert slíkan samning við verka- menn sína. Launahækkunin felst í auknum starfsaldurshækkunum, sem áður voru eftir eitt ár og eftir fjögur ár, en verða nú eftir eitt ár ■og eftir þrjú ár, auk þess að launastiginn í þessum starfs- aldursþrepum er nokkuð brattari en áður. Þá sagði Húnbogi, að í desember hafi hreppurinn gengið frá sér- kjarasamningi við félagsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hafi þá orðið talsvert mikill launamismunur milli lægstu skala BSRB og Verkalýðs- félagsins. Þessa samninga mætti því túlka á þann veg að um væri að ræða viljayfirlýsingu hrepps- nefndarinnar um að þessi mis- munur ætti ekki að vera svo mikill embætti skattrannsókna- stjóra unnið að því að kanna söluskattskil nokkurra fyrirtækja, sem grunur lék á að skiluðu ekki söluskatti, sem reglugerð segir fyrir um. Alls hafa verið tekin fyrir um 30 fyrirtæki og hefur komið í Ijós að sögn Garðars Valdimarssonar, skattrannsóknastjóra, að söluskattsundanskot eða svik nema nokkrum tugum milljóna. Rannsókn þessari er þó hvergi nærri lokið og kvað skattrannsóknastjóri ekki unnt að nefna neinar töiur í þessu sambandi. Þau fyrirtæki, sem undanskot hefur komið í ljós hjá, eru nokkur, en Garðar Valdimarsson kvað þó tíðni meðal þessaru 30 fyrirtækja, sem tekin hefðu verið til rann- sóknar ekki gefa rétta mynd, af ástandinu í þessum málum, þar sem aðeips voru tekin út fyrirtæki, sem grunur lék á að ekki væri allt með felldu hjá. Hann kvað hins vegar vera í þígerð aukið aðhald í þessum málum og hert eftirlit. Morgunblaðið spurði hvort um gæti verið að ræða túlkunaratriði á því hvenær greiðsla söluskatts af Framhald á bls. 37. sem raun var orðin á. Framhald á bls. 27 Járniðnaðurinn sækir hart að fá viðgerð Rauðanúps MMMsmœ== = TALSVERÐ spenna hefur nu skapazt á vinnumarkaði járn- iðnaðarmanna vegna þeirrar ákvörðunar tryggingaaðila Rauðanúps að láta gera við skemmdir á skipinu erlendis. Áherzla hefur verið lögð á það meðal fyrirtækja í stálskipasmíð- um og viðgerðum að fá að annast viðgerð togarans og í gær gengu nokkrir fulltrúar þessara fyrir- tækja og forystumenn launþega- félaga í járniðnaði á fund Gunn- ars Thoroddsens iðnaðarráðherra til þess að leggja áherzlu á að verkið yrði unnið hérlendis. Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Héðinn, Stálsmiðjan og Hamar hefðu slegið sér saman til þess að bjóða í verkið og ennfremur hefðu fjögur önnur fyrirtæki, Stálvík, Bátalón, Dröfn og Dráttarbraut Njarðvíkur gert slíkt hið sama. I þessu sambandi hafa þessi fyrir- tæki og félög járniðnaðarmanna gert drög að sérstökum vakta- vinnusamningi, tveimur 10 tíma vöktum — svo að unnt yrði að vinna að viðgerð Rauðanúps 20 klukkustundir á sólarhring og flýta þannig verkinu, sem gert er ráð fyrir að taka myndi 5 til 6 vikur. Guðjón sagði að í Héðni t.d. væri talsverður verkefnaskortur í skipaviðgerðardeild og eins væri Stálvík langt kominn með það skip, sem þar væri verið að smíða Framhald á bls. 28 Rauðinúpur: Forsætis- ráðherra erlendis GEIR Hallgrímsson, forsætis- ráðherra. situr nú fund í Princeton í Bandaríkjunum, þar sem fjallað er um varnir Vesturlanda og horfur í at- vinnu- og efnahagsmálum. Fundinn sækja stjórnmála- menn, blaðamenn og forystu- menn í efnahags- og atvinnulífi á Vesturlöndum. Forsætisráð- herra er væntanlegur aftur heim um helgina. Stjómtækm úr sambandi þegar ljósavélin stanzaði SJÓPRÓF vegna strands skut- togarans Rauðanúps frá Raufar- höfn fóru fram hjá borgar- dómaraembættinu í Reykjavík í gær, og komu þá fyrir réttinn skipstjóri, stýrimaður og vél- stjóri togarans og eins skipstjóri og stýrimenn af varðskipinu Þór. Emil Ágústsson borgardómari, sem var forseti sjóréttarins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að við sjóprófin hefði komið fram, að allt hefði verið eðlilegt um borð í skipinu, þar til allt í einu að ljósavélin sem var í gangi er skipið fór út Raufarhöfn, hefði allt í einu stanzað. Við það hefðu stjórntæki í brú, eins og stýrið, sem er rafmagnsstýri, farið úr sambandi. Síðan hefði það gerzt að skrúfa skipsins hefði stöðvazt, þrátt fyrir Upplýstur innflutningur á fíkniefnum að sölu- verdmæti um 35 millj. RANNSÓKN hins umfangsmikla fíkniefnamáls, sem fíkniefnadeild lögreglunnar hefur haft til með- ferðar undanfarna mánuði, er nú komin á lokastig. Upplýstur hefur verið innflutningur á um 20 kg af hassi og 200 grömmum af amfetamíndufti. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun algengt verð á hassi vera 16 — 1700 krónur grammið á ólöglegum markaði innanlands og verð á amfetamín- dufti mun vera um 15 þúsund krónur grammið. Lætur nærri að söluverðmæti þess magns af fíkniefnum, sem upplýstur hefur verið innflutningur á í þessu máli, sé um 35 milljónir krona. í fréttatilkynningu um málið, sem Mbl. barst í gær frá fíkniefna- deild lögreglunnar segir svo: Undanfarna mánuði hafa starfs- Framhald á bls. 27 að aðalvélin væri í gangi. Og meðan menn hefðu verið að athuga hvað komið hefði fyrir, hefði skrúfan skyndilega kúplazt inn á ný og skipið stefnt beint á land. Hefðu skipverjar sagt, að allt þetta hefði gerzt á mjög skömmum tíma. Þá sagði Emil, að tæknimenn yrðu fengnir til að kanna hvað komið hefði fyrir, enda væri slíkt nauðsynlegt, ekki sízt þar sem 9—10 skip eins og Rauðinúpur væru í landinu. D-listinn í Garðabæ FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- manna í Garðabæ við bæjar- stjórnarkosningarnar var ákveðinn í gærkveldi. Ilann skipa eftirtaldir menni 1. Garðar Sigurgeirsson, bæjar- stjóri, 2. Jón Sveinsson, forstjóri, 3. Markús Sveinsson, fram- kvæmdastjóri, 4. Sigurður Sigur- jónsson, lögfræðingur, 5. Fríða Proppé, húsmoðir, 6. Ágúst Þor- steinsson, forstjori, 7. Guðfinna Snæbjörnsdóttir, bókari, 8. Helgi K. Hjálmsson, viðskiptafræðingur, 9. Borgþór Úlfarsson, kaupmaður. 10. Ragnar G. Ingimarsson, prófessor, 11. Margrét G. Thor- lacíus, kennari, 12. Haraldur Einarsson, húsasmíðameistari, 13. Bryndís Þórarinsdóttir, kennari og '4 Hjalti Einarsson, verk- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.