Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Einn umsvifamesti eiturlyfjahringur sögunnar loks kominn undir lás og slá Nottingham — Miðvikudaginn 8. mars var dæmt í stærsta LSD-eiturlyfja- máli í Bretlandi og þó víðar væri leitað. Með þeim dómi lauk 7 ára starfsemi verksmiðja sem fram- leiddu 90% af L.S.D. því sem neytt er á Bretlandseyjum og u.þ.b. 60% af heimsmarkaðs- neyslu. Það er talið að hringur- inn hafi velt að meðaltali £20 millj á ári sem samsvarar 9,9 milljörðum ísl. kr. síðastliðin 2—3 ár og allt í allt £ 100.000.000. Af þessu fé hefur aðeins tekist að finna £ 1 millj. og bara lítið magn af pillum þeim sem þeir framleiddu rétt áður en komið var upp um þá, eiturlyf og keyrðu undir áhrif- um þeirra eða áfengis, og sagt er að þeir hafi verið teknir fastir við það eitt sinn! L.S.D. L.S.D. var einangrað upphaf- lega af svissneskum efnafræð- ingi fyrir 40 árum. Sá fór í „ferð“ af þess völdum eftir að hafa andað að sér ryki af því í tilraunastofunni. Það er fram- leitt úr náttúrulegu efni sem verður til í myglusvepp. Þó það sé ófáanlegt á Bretlandseyjum þá er hægt að kaupa það á meginlandi Evrópu. Það þarf líklega ekki að lýsa fyrir mörg- um hver áhrifin geta verið, og mörg eru ungmennin um allan heim, sem hafa fengið þvílíkt lost að þau losna aldrei úr því, önnur eru geðklofa sjúklingar. Þar að auki eru ófáir í kirkju- görðum. Snemma á sjöunda áratugn- um kom bandarískur læknir, Timothy Leary, fram með þá kenningu að L.S.D. víkkaði sjóndeildarhringinn, gerði heiminn betri og hjálpaði fólki að lifa með öðrum. Þá hafði lyfið ekki verið bannað og var að einhverju leyti notað við sálar- fræðilækningar. Kenningar Learies höfðu geygvænleg áhrif og blómatímabil hippanna úti- tónleikahátíðir, þar sem söfnuð- ust þúsundir ungs fólks, eiga að einhverju leyti ættir sínar að rekja til L.S.D.-dellunnar sem þá reis. Undir lok þess áratugar var ákveðið að banna almenna notkun lyfsins, og hreyfing Timothy Learies — Bræðralag eilífrar ástar — flosnaði upp eða fór í felur. Einn besti vinur Learies flúði til Englands og þar sem hann var maður með háskólagráðu fékk hann starf við Cambridge-háskóla, David Solomon. Solomon kyhntist þar efnafræði-seníi, Richard Kemp, og kom honum í kynni við L.S.D. haldi Kemps, dr. Christine Bott, keyptu sér hús í Wales árið 1970 utan við þau svæði sem eitur- lyfjalögreglan er almennt á, og fóru að framleiða. A þremur vikum var hægt að framleiða ársbirgðir og hver tafla, sem kostaði nokkur pens í fram- leiðslu, fór á £1 og upp úr. Smátt og smátt virtist þessi verksmiðja ná undir sig markaðinum og uppúr 1974 voru þær orðnar tvær. Önnur í Wales og hin í London. 4 sérdeilis færir efnafræðingar voru nú á kafi við að framleiða eiturlyfið og í stað þess að framleiða e-ð sem gæti hjálpað sjúku fólki, gerðu þeir fólk að andlegum aumingjum. unnar. 28 manns söfnuðu upp- lýsingum og daginn sem gildran small söfnuðu 800 lögregluþjón- ar 130 manns allt frá þeim sem stjórnuðu, niður ,í smásala. Þá höfðu framleiðendurnir, sem byrjuðu með hugnæmri löngun til að bæta heiminn, eyðilagt líf hundruða ungmenna og velt sér upp úr gróðanum í sjö ár. Daginn sem lögreglan ruddist inn voru forsprakkarnir í miðju kafi við að framleiða og þegar fyrstu lögregluþjónarnir gengu inn fóru allavega tveir í „ferða- lag“ af völdum efnisins en eimurinn lá svona í loftinu. Annar þeirra lá á gólfinu allan tímann meðan húsleit fór fram og sökudólgarnir voru hand- teknir. 120 ár Allt í allt voru dómarnir 120 ára fangelsi, allt frá 13 árum niður í 2 ára skilorðsbundinn dóm. Kemp fékk 13 ár. Christine Bott fékk 9 ár, David Solomon fékk 10 ár o.s.frv. Dómarnir þykja afar harðir en dómarinn lét þau orð falla að sér þættu þau sleppa vel. Verjendur báðu um mildun dómanna þar sem L.S.D. væri ekki eins hættulegt eins og flest önnur eiturlyf. En svarið var nei og mikið hefur verið vitnað í ástæðuna sem gefin var. Hún var: „Vafalaust hafa verið ýmsir sem engan skaða hafa borið, en líklegra er að óteljandi sé sjá fjöldi sem varð fyrir miklum skaða." Og það er ekki ólíklegt, því að sjá fjöldi taflna sem hringurinn framleiddi, er svo mikill að þeir hafa þjónað öllum stéttum allt frá skólabörnum og uppúr. Þessi dómar voru að dómarans mati samt nógu háir til að hindra aðra í að reyna að endurtaka leikinn. Milljón manns í rús Öll réttarhöldin í gegn héldu hin seku fast í þá skoðun að þetta væri gert til að betrum- bæta heiminn og líf fólks. Trú þeirra gekk svo langt að þau ætluðu, rétt áður en þau voru handtekin, að hella hreinni L.S.D.-sýru í vatnskerfi Birmingham-borgar, en þar býr rúmlega ein milljón manna. Ef þeim hefði tekist það er líklegt að mestur hluti borgarbúa hefði verið komin á bullandi rús áður en nokkuð hefði verið hægt að gera. Allt frá smábörnum upp í gamalt fólk. Og hver hefðu áhrifin orðið? Líklegt er að yfirvöld hér vilji helst vera án þess að vita það. Magnús Þorkelsson. Hvert mannsbam í Birmingham átti að fá sinn skammt! 13 ári Richard Kemp, „framúrskarandi" efna- fræðingur 9 án Christine Bott, læknir og lagskona Kemps 13 ári Henry Todd, sem annaðist dreifinguna 10 ári David Solomon, bandarískur rithöfund- eða 2 millj. pilla, hver £ 8 virði í dag eftir að skortur skapaðist. Lögregluhópurinn sem kom upp um hringinn vann að málinu í tvö ár og eru lýsingar á starfi þeirra eins og bersta tegund af leynilögreglusögum. 28 manns unnu í tvö ár við erfiðar aðstæður dulbúnir eins og hippar, brutu lög með því að hlera, hættu lífi sínu og fórnuðu því að vera nálægt ástvinum. Það voru sérstaklega tveir sem áttu mikinn heiður skilið. Þeim tókst að troðast inn í hringinn en til þess að vekja ekki grunsemdir hökkuðu þeir í sig og kom honum í kynni við L.S.D. og kenningar Learies. Þá voru þær reyndar orðnar lítílvægar miðað við fjármagnið sem í boði var. Sveppur frá Sviss Efnið, sem er kjarni málsins, var keypt frá Sviss. Voru keypt u.þ.b. 3 kg í einu sem nægðu í 3—5 millj. taflna. Var það keypt af efnaverksmiðju ásamt víta- mínum og slíkum efnum til að vekja ekki grunsemdir. Víta- mínin fóru þó aldrei í pillurnar; Kemp og Solomon ásamt við- Nú er ég ríkur . . . Og peningarnir streymdu inn. Þeir virðast hafa verið festir í hlutabréfum, fasteignum og auðvitað svissneskum bönkum. Ferðaðist hópurinn víða um heim og bjó til pappírsfyrirtæki til að auðvelda hringferð fjár- magnsins. Einn af forsprökkum hringsins lét meira að segja hrósyrði falla um það hversu hjálpleg póstþjónustan hér hefði verið — sem er meira en flestir Englendingar samþykkja. Fyrsta vitneskjan um þennan hring og að það væri verksmiðja í Englandi kom 1973 þegar kanadíska lögreglan tók fastan Bandaríkjamenn vegna eitur- lyfja. Hann gaf upp nöfnin Kemp, Solomon, Bott og Henry (sá stjórnaði „útibúinu" í Lond- on): Voru nöfnin rakin og Scotland Yard endaði í Wales. A sama tíma var einn fremsti foringi eiturlyfjadeild lögregl- unnar að safna og setja saman upplýsingar um L.S.D.-sölu og framleiðslu víðsvegar að. Sá heitir Dick Lee og lét þau orð falla í skýrslu sinni að hann teldi sig vera búinn að fá staðfestingu um að í Bretlandi væri stærsta L.S.D.-verksmiðja sem sögur færu af. I þrjú ár gekk hann manna á milli til að fá hóp lögreglumanna með ser í rannsóknina og bar það loks árangur 1976. Málið var kallað Julie eftir einni stúlkunni í hópnum og „Operation Julie" var komin af stað. Leyndin um starfsemi hópsins var þvílík að sumir af hópnum vissu ekki hvað hinn hluti hópsins gerði og öfugt. Og þegar eitt og hálft ár hafði liðið var allt tilbúið og allar upplýsingar komnar og hringurinn var tek- inn. Dick Lee sagði um hópinn að hann hefði sýnt á sér þvílíkt fagmannsbragð að slíkt hefði aldrei fyrr sést innán lögregl- Miklar breytingar vid Hornaf jardarós BakmerkiA svokallaöa er fyrir miöri mynd. Þaö féll um koll í óveöri í vetur, en hefur nú veriö reist aftur. Ljósm.: Elías Jónsson. Höfn 12. apríl. Síöastliöin tvö ár hefur sífellt verið aö brjóta úr Suðurfjöru- tanga, innanfjaröar milli Hvanneyj- ar og Fiskatanga, og nú í vetur á svæöinu milli Hvanneyjar og bak- merkja innsiglingarvitans, sem sýnir leiöina inn meö Hlein og má telja aö nokkrum sinnum hafi opnazt ós hið næsta Hvanney, þ.e. skarðið sem myndazt hefur veriö þaö djúpt aö sjór rann inn og út, þegar lágsjávaö var. Einnig hefur sópazt svo ofan af fjörukambinum aö þegar suðaustan-sjór er má heita landlaust frá Hvanney að nefndu bakmerki, sem reyndar féll í suöaustan-veöri nú nýlega og þó er sökkull þess 6—8 tonna steypu- klumpur. Merkið var reist á ný þegar lægöi. Til viöbótar öllu þessu hefur Austurfjörutangi lengst óvenju mikiö vegna sand- burðar og kveöst hafnsögumaöur- inn aldrei muna eftir leiöinni þrengri en nú. Þess má geta, aö þaö hefur áður gerzt, aö ós hefur opnazt vestan Hvanneyjar, en engar sagnir eru um aö sandbakkann hafi brotiö á svo löngu svæöi, sem nú er, frá því aö ósinn opnaöist á núverandi staö. Heimamenn leiöa mjög aö því huga, hvaö valdi og er helzt talaö um tvær orsakir. Önnur er sú aö framburöur jökulánna fylli stööugt í Hornafjörðinn, þannig aö rými þaö, sem sjórinn fyllir á flóöi, minnkar stööugt á meöan Skarös- fjaröarrýmiö breytist lítiö. Þetta er talið valda því, aö á útfalll raskast jafnvægiö milli straumanna úr þessum tveimur vatnsgeymum, þannig aö þungi útfallsins liggur miklu meira á Suöurfjörutanganum en áöur var þannig að það smáb'rýtur meira og meira úr honum. Þá má einnig geta þess, aö talsvert landbrot er á Framhald á bls. 28 Á pessum staó hefur nokkrum sinnum opnazt nýr ós í votur, örskammt frá Hvanney.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.