Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Sigurlaug Bjamadóttir alþingism.; Flutningur mjólk- ur milli sölusvæða • • Orvun framleiðslu þar sem markaðsþörfum er ekki fullnægt HÉR FER á eftir framsaga Sigurlaugar Bjarna- dóttur (S) með frv. til laga, sem hún flytur til breytinga á lögum um Framleiðsluráð landbúnað- arins, varðandi mjólkurflutninga milli sölusvæða, og örvun mjólkurframleiðslu með sérstökum verðbótum á þeim svæðum, sem fullnægja ekki þörfum aðliggjandi markaðssvæða. • Fyrir tveimur árum voru gerðar allvíðtækar breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins. Mér ásamt fleiri þingmönnum lék þá hugur á að koma fram þeirri breytingu, sem nú er gerð tillaga um í þessu frumvarpi. Það tókst þó ekki en nú er þess enn freistað að fá inn í lögin þessa breytingu í trausti þess, að fyrir hendi sé á Alþingi nú aukinn skilningur á nauðsyn breyttrar stefnu á ýmsum sviðum landbún- aðarmála, m.a. því„ sem hér er um að ræða. Sú breyting, frá gildandi lögum sem þetta frumvarp á þskj. 458 felur í sér, miðar að auknu jafnvægi milli mjójkurframleiðslu á hinum ýmsu landbúnaðarsvæð- um annars vegar og markaðsþarfa hins vegar. I gildandi lögum, 30. gr. fram- leiðsluráðslaganna er heimild til að styrkja kostnaðarsama mjólk; urflutninga milli sölusvæða. I þessu frumvarpi er lagt til, að sú heimild nái jafnframt til að örva mjólkurframleiðslu með sérstök- um verðbótum á mjólk á þeim svæðum, sem í dag fullnægja ekki þörfum aðliggjandi markaðssvæða en hafa þó möguJeika til aukinnar mjólkurframleiðslu. Árlega greiðir Framleiðsluráð upphæðir, er nema tugum milljóna í flutningsgjöld á mjólk milli landshluta. Þessir flutningar fara fram flugleiðis að stórum hluta og nemur þá flutningsgjaldið 40—50 kr. á hvern mjólkurlítra. Ohag- kvæmni þessa fyrirkomulags ligg- ur í augum uppi og auðvelt er að færa fyrir því gild rök, að stefna beri að því, að hver landshluti verði, eftir því sem unnt er, sjálfum sér nógur að því er varðar framleiðslu þessarar mikilvægu neyzluvöru. Fjárfúlgum þeim, sem nú er varið til þessara rándýru flutninga, væri ólíkt betur varið til að ná því framtíðarmarkmiði, m.a. Sigurlaug Bjarnadóttir. með þeirri aðferð, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, en til þess skortir lagaheimild nú. Mjólkurframleiðslunni þarf að jafna meira um landið frá því sem nú er. Stóru mjólkurbúin sunnan- lands og norðan gætu gjarnan snúið sér að framleiðslu nauta- kjöts í auknum mæli jafnframt því sem reynt væri að auka mjólkur- framleiðslu á þeim svæðum, sem líða af mjólkurskorti. Þar mun, að ég hygg, vera um að ræða fyrst og fremst Vestfirði og þá aðallega n.verða Vestfirði þar sem fjöl- mennustu þéttbýliskjarnar landsfj. eru. í umræðum um landbúnaðarmál að undanförnu, þ.á m. á fjölmenn- um bændafundum víða um land hafa komið fram ákveðnar ábend- ingar og kröfur um, að tekin verði upp markviss stjórnun og skipu- lagning á framleiðslumálum land- búnaðarins, er tryggi í senn aukna hagkvæmni í búrekstri og jafn- vægi í markaðsmálum. Rannsókn- ir hafa leitt í ljós að hin stóru tæknivæddu bú, sem útheimta feikimikla fjárfestingu og launa- kostnað, skila töluvert minni hagnaði tiltölulega en meðalstóru búin, sem eru viðráðanlegri í stofnun og rekstri. Hagkvæmasta bústærðin er nú talin vera 350—400 ærgildi eða 25—30 kúa bú, og erlendis frá heyrum við fregnir í þá átt, að horfið sé í vaxandi mæli aftur til fjölskyldu- búskapar. Það er staðreynd, að aukinn fjármagnskostnaður og aukin vinnulaun á stórbúunum hirða tekjurnar af aukinni fram- leiðslu. Það er sem sagt margt, sem bendir til þess, að ráðlegt sé og heillavænlegt okkar þjóðarbúskap, að við stefnum að auknu jafnvægi í þessum málum og mér sýnist rétt og eðlileg sú hugmynd, sem komið hefir fram innan íslenzkra bænda- samtaka í umræðum um verðlags- mál landbúnaðarins, að greitt verði fullt verð fyrir afurðir upp að vissu marki en lægra verð fyrir umfram framleiðslu. Slík ráðstöf- un myndi vafalaust draga nokkuð úr greiðslum útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðir, sem er vissu- lega eitt af okkar vandræðamálum í dag. Það virðist einnig eðlilegt og réttmætt, að engar útflutnings- uþpbætur séu greiddar á fram- leiðslu áhugamanna, er stunda búskap sem tómstundastarf, en talið er, að slík búvöruframleiðsla nemi nú allt að 8% af heildar- framleiðslunni. Við erum hrein- lega tilneyddir til að grípa hér til einhverra ráða til bóta á því skipulagi — eða réttara sagt skipulagsleysi, sem ríkt hefir hingað til í þessum málum til skaða fyrir þjóðarheildina. Byggð á ísíandi er víðast hvar þannig háttað, að helztu þéttbýlis- svæðin eru útvegsbæir og þorp við ströndina en landbúnaðarsvæðin — misjafnlega þéttbýl og grósku- mikil, inn til fjarða og dala. Það hlýtur að vera affarasælast, að byggðirnar — til sjávar og sveita, þróist samhliða og uppfylli hver fllÞMGI annarra þarfir. í því er hið raunverulega byggðajafnvægi fólgið. Það er því mikilvægt að nýta af skynsemi og framsýni þá landkosti, sem fyrir hendi eru á hverjum stað, enda þótt það kosti misjafnlega mikla fyrirhöfn. I ýmsum nágrannalöndum okkar, m.a. í Noregi, eru styrkir og lán til landbúnaðar mismunandi eftir landsvæðum. T.d. eru ræktunarlán í Norður-Noregi 50% hærri en annars staðar í landinu. Verðbót- um á landbúnaðarafurðir er einnig beitt til að jafna aðstöðumun og örva framleiðslu — hliðstætt því, sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. Það er oft og réttilega á það minnt í umræðum um íslenzk efnahagsmál, hve mikilvægt það er, að gætt sé fyllstu arðsemi við úthlutun fjármagns til atvinnulífs landsmanna. Ekki vil ég gera lítið úr þessu sjónarmiði en minni jafnframt á, að öll okkar þjóðlífs- gerð er með þeim hætti — í senn sérstæð og viðkvæm, vegna fá- mennis okkar í stóru og erfiðu landi — að við hljótum að gæta þess vel — og jafnvel kosta nokkru til þess, að ýmis félagsleg og menningarleg verðmæti fari ekki forgörðum í hringiðu svipti- kenndra þjóðfélagsbreytinga. Við tölum gjarnan, enn í dag, með nokkru stolti um okkar fornu bændamenningu, sem sprottin var úr jarðvegi íslenzkra Tsveita. Að þeirri menningararfleifð, búum við enn og það er skylda okkar að sýna henni þá ræktarsemi sem hún á skilið og búa þannig að íslenzkri bændastétt, að hún fái haldið sinni reisn og reisn bóndans fer ekki eftir bústærð. Það er óhjákvæmilegt, að í verðlags- og lánamálum landbúnaðarins sé tekið aukið tillit, frá því sem nú er, til ólíkra aðstæðna, bæði að því er snertir landshætti og markaðs- þarfir. Það sem farið er fram á í þessu frumvarpi virðist ef til vill — fljótt á litið — ekki mjög stórvægi- legt. Samt sem áður markar það ákveðna stefnu, sem ég hefi lengi talið æskilegt og rökrétt, að við gæfum meiri gaum en hingað til, — stefnu, sem tryggi betur en nú er nauðsynlegt jafnvægi og traust- ari tengsl milli okkar höfuðat- vinnuvega til sjávar og sveita. Ég hefi hér að framan reynt að færa fram nokkur rök fyrir þeirri skoðun minni og ég vona, að háttvirt landbúnaðarnefnd, sem ég fel málið hér með til umfjöllunar, geti fallizt á, að hér sé bent á rétta leið. Mér skilst, að lög um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins séu nú enn í heildarendurskoðun og fari það svo, að þetta frumvarp mitt nái ekki fram að ganga nú á þessu þingi, m.a. vegna þess, hve stutt er til þingloka, þá gæti sú hugmynd, sem í því felst, komið til skoðunar — og vonandi inn í lögin, við þá endurskoðun. Ný mörk Reykjavík- ur og Sel- tjamamess- kaupstaðar Albert Guðmundsson (S) og Axel Jónsson (S) hafa lagt fram frv. til laga um breyt- ingu á mörkum lögsagnarum- dæma Reykjavíkur og Sel- tjarnarneskaupstaðar. Megin- efni frv.-greina er eftirfar- andit • Vesturmörk lögsagnarum- dæma Reykjavíkur á Seltjarn- arnesi skulu ákveðast af eftir- töldum hnitum í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951: 1) Bein lína úr punkti 77 í stórstraums- fjöruborði við Eiði í punkt 70. 2) Þaðan bein lína í punkt 73. 3) Þaðan bein lína í punkt 75. 4) Þaðan bein lína í punkt 93. 5) Þaðan bein lína í punkt 78 í stórstraumsfjöruborði við Faxaskjól. • Eyjarnar Viðey, Engey og Akurey skulu lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavík- ur. • Frá gildistöku þessara laga tekur Seltjarnarneskaup- staður að sér framfærslu allra þeirra, sem eru eða verða kunna þurfamenn og fram- færslurétt eiga eða munu eign- ast í Reykjavík, ef lög þessi væru ekki sett, vegna dvalar eða fæðingar á landi því, sem til Seltjarnarneskaupstaðar fellur með lögum þessum. í grg. með frv. segir: Með samningi frá 20. febrúar 1976 milli borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar, sbr. fskj., voru gerðar breytingar á lögsögumörkum, sem fela í aðalatriðum í sér, að um 40 þús. fermetrum af landi Reykjavík- ur við vesturmörk borgarinnar verður afsalað til eignar og lögsögu Seltjarnarneskaup- staðar, en eýjarnar Engey, Viðey og Akurey, sem verið hafa í lögsögu Seltjarnarnes- kaupstaðar, verða lagðar undir lögsögu Reykjavíkur. Aðilar voru ásáttir um breytingar 'þessar miðað við forsendur að skipulagsvinnu á Eiðsgranda- svæðinu svo og landfræðilega legu eyjanna þriggja. Með frumvarpi þessu er leitað staðfestingar Alþingis á ofangreindum samningsákvæð- um að því er tekur til breytinga á lögsögumörkum, sbr. 8. gr. samningsins á fskj. ( V egaáætlun 1978: Tæpir 10 milljardar til vegamála Fjárveitinganefnd Alþingis hefur lagt fram sameiginiegt nefndar- álit og breytingartillögu við þingsályktun um vegaáætlun fyrir árin 1977—1980. Umfjöllun nefndarinnar nær þó aðeins til yfirstandandi árs. Samkvæmt upphaflegri tillögu að vegaáætlun, með breytingu fjárveitinganefndar, verður skipting vegaútgjalda 1978 í grófum dráttum þessii 1) Viðhald þjóðvega ................................. 3.220 m.kr. 2) Til nýrra þjóðvega ............................... 2.721 m.kr. 3) Til fjallvega o.fl................................. 57 m.kr. 4) Til brúargerða ..................................... 563 m.kr. 5) Til sýsluvega ...................................... 340 m.kr. 6) Til vega í kaupstöðum/ kauptúnum ................... 706 m.kr. 7) Til véla og áhaldahúsa .............:................ 94 m.kr. 8) Til tilrauna ........................................ 29 m.kr. 9) Halli f.f. árum o.fl................................. 60 m.kr. 10) Stjórnun og verkfræðil. undirb..................... 510 m.kr. Samtals eru þetta 9.300 m.kr. Auk þess er heimild til töku vinnulána eða annarra hráðabirgðalána til nýrra þjóðvega að fjárhæð 400 m.kr. í stofnbrautir er gert ráð fyrir langt upp að telja. Nefndarálitið að fari 2.961 m.kr., auk 400 m.kr. lánsheimilda. I þjóðbrautir er gert ráð fyrir að verja 690 m.kr. Til brúa 10 m., og lengri 458 m.kr. I tillögunni er sundurliðun á þessum fjárveitingum til einstakra vega- framkvæmda, sem hér yrði of hljóðar svo: „Fjárveitinganefnd hefur haft tillögu um vegaáætlun fyrir árin 1977—1980 til umfjöllunar og hefur unnið að endurskoðun fram- kvæmdaáætlunar fyrir árið 1978. Nefndin naut til þess. . starfs.. aðstoðar Snæbjarnar Jónassonar vegamálastjóra, Helga Hallgríms- sonar forstjóra tæknideildar og annarra starfsmanna Vegagerðar- innar. Við gerð fjárlaga á s.l. hausti var ákveðið að auka ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar úr 7.000 millj. kr. í 9.300 millj. kr. og var það gert til samræmis við yfirlýsingu sam- gönguráðherra um aukið fjármagn til vegamála á árinu 1978. Endurskoðun nefndarinnar tek- ur aðeins til ársins 1978 og er því aukaendurskoðun. Að venju hefur nefndin öll unnið að skiptingu viðbótarfjármagnsins til ýmissa þátta áætlunarinnar. Til stjórnar og undirbúnings er lagt til að verja 138 millj. kr., til viðhalds vega 537 millj. kr., til nýrra þjóðvega 1.161 millj. kr., til brúagerða 226 millj. kr. og til vega í kaupstöðum, vélakaupa, fjallvega, sýsluvega o.fl. 238 millj.kr. Þessi skipting á því viðbóýarfjármagni,J£.300 miílj.. . kr., sem var til ráðstöfunar, er í samræmi við gildandi vegaáætlun og er gerð af nefndinni allri. Einnig gerði nefndin tillögu um fjárveitingar til nokkurra sérverk- efna, þ.e. í Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Vesturlandsveg á Kjalarnesi og í Þingvallaveg. Að öðru leyti hafa þingmannahópar einstakra kjördæma gert tillögur um skiptingu á öllu nýbyggingarfé til vega innan sinna kjördæma. í gildandi er vegaáætlun er heimild til að taka allt að 400 millj. kr., verktakalán eða önnur bráðabirgðalán. I áætlun fyrir árið 1977 var sú heimild einnig fyrir hendi. Þá námu verktakalánin 232 millj. kr. Að auki voru tekin bráðabirgðalán að upphæð 138 millj. kr. Þau eru tekin fyrir atbeina nokkurra sveitarstjórna og í samráði við þingmenn þess kjördæmis sem málið snerti. Eins og áður sagði, stendur íiárveitinganef.s.ameiginlegíi pð. þeim breytingartillögum, sem eru á þingskjali 576. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins vilja taka fram, að þtátt fyrir verulega hækkun bensíngjalds sé um mjög takmarkaða raungildishækkun að ræða í nýframkvæmdum vega og enn langt í land að bætt sé fyrir þá stórlegu skerðingu fram- kvæmda, sem einkennt hefur vegaáætlun síðustu árin. Enn fremur taka þeir fram, að þeir hafa óbundnar hendur um að flytja eða fylgja breytingartillög- um, sem fram kunna að koma við afgreiðslu málsins." Alþingi, 14. apríl 1978. Steinþór Gestsson, (S), Þórarinn Sigurjónsson, (F), Ingi Tryggva- son, (F), Lárus Jóns^on, (S), Geir Gunnarsson, Abl)., Pálmi Jónsson, (S), Sighvatur Björgvinsson (A), Gunnlaugur Finnsson, (F), Ellert B. Schram, (S), Helgi F. Seljan, .I4þl),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.