Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚfe' 22. APRÍL 1978 / ______Jón Börkur Akason stýrimaður:_ Ábyrgu öflin í þjóðfélag- inu taki höndvun saman vald, dómsvaldi er haldið eins sjálfstæðu og óháðu og frekast er unnt til að fyrirbyggja misbeit- ingu valds. Hvaða kröfur gerum við svo til mannanna, sem sækjast eftir áhrifa- og ábyrgðarstöðum á íslandi? Þær kröfur eru slíkar, að það heyrir til 'undantekninga, þegar óheiðarlegir menn komast í gegnum hreinsunareld lýðræðis- aflanna. Við vitum, að óheiðarlegir menn komast til áhrifa, því miður, en þeir eru undantekningar frá reglunni, það er staðreynd. Mannasiði verða þeir að kunna — hvernig stendur á því, að þörf er á að minna fólk á svo sjálf- sagðan hlut? Pólitískar árásir og persónuleg- ar svívirðingar í sjónvarpi, út- varpi, blöðum og opinberlega ufirleitt, iíðum við ekki. Slíkt háttarlag ber vott um lágt menningarstig, og slíkir menn eru ófærir um að kljást við okkar vandamál, þeir tilheyra frekar varasama hópnum inni á þingi Sameinuðu þjóðanna, en ekki lýðræðisöflunum. Heiðarleikinn hefur meirihluta- vald á Vesturlöndum, það er ljóst. I forystuliði einræðisþjóða er þessu þveröfugt farið. Þar eru lygin, óheiðarleikinn, kjarkleysið, rógurinn, óþverraskapurinn og allir lestir mannskepnunnar við völd. Enginn treystir öðrum, her og lögregla ásamt öflugri og illræmdri leyniþjónustu grund- valla ríkjandi þjóðfélagskerfi.sem gjarnan er skírt háleitum nöfnum, eins og orðskrípin, „Alræði Öreig- anna“, og fleiri slík bera með sér.. Við íslendingar erum alltaf að velja nýja og nýja menn til setu í ólíklegustu nefndum og ráðum og á hverjum degi er hugur okkar meira og minna bundinn við þjóðfélagsvandamál, verðbólgu, rýrnandi kaupmátt o.s.frv., o.s.frv. Hugur okkar er að miklu leyti bundinn við dægurþrasið og því gefum við kannski háleitari mark- miðum, eins og að standa öflugan vörð um lýðræði okkar og annarra lýðræðisþjóða, og kynningu okkar og hróður út á við, minni gaum en skyldi. Auk þessa er það staðreynd, að sú vinnuþrælkun, sem viðgengist hefur á íslandi undanfarin ár, hefur skert frítíma fólks það mikið, að það les ekki og kynnir sér ekki vandamálin nægi- lega, einfaldlega vegna tímaskorts. Það er staðreynd að vinnuþrælkun fylgir andleg hnignun. Af þessum sökum virðast ýmsir menn á Islandi hafa álit, sem undir eðlilegum kringumstæðum, þegar dómgreind fólks hefur ekki orðið fyrir truflun, kæmust aldrei á lista yfir væntanlega fulltrúa til þeirra fjölmörgu starfa, sem skipað er í eftir reglum lýðræðis- ins. Land verðbólgunnar, Island, er nú vettvangur framagjarnra ein- staklinga, sem aldrei hefðu komist inn á íslensku þjóðina ef eðlilegt ástand hefði ríkt. Fjármálamisferli á íslandi eru afleiðing af þeirri óreiðu, sem fylgir óðaverðbólgu, en ekki orsökin fyrir henni. Því hafa þeir menn, sem telja Bók, sem mér hafði sézt Hvað er það, sem hrjáir íslensku þjóðina í dag? Hvað er það, sem þjóðin vill gera til þess að endurheimta þá velmegun, sem hún bjó við fyrir nokkrum árum? Þessar spurningar brenna á vörum mínum og vissulega á vörum flestra íslendinga nú. Væntanlegar kosningar hvetja ólíklégustu menn til þess að láta sitt ekki eftir liggja, og svo hefur það jafnan verið fyrir kosningar á Islandi, sem og annars staðar, þar sem lýðræði ríkir. Frelsið, sem við búum við, er svo sjálfsagt að okkar mati, að í hugum okkar flestra er varla til efasemd í þá átt, að við gætum glatað því fyrirvaralaust. Fólk trúir því, að það tilheyri einungis sögunni, fortíðinni, að berjast fyrir frelsi og viðhalda því. Á sama hátt trúðu því velflestir Vesturlandabúar árið 1938, að hildarleikurinn frá 1914 til 1918 gæti ekki endurtekið sig, hann tilheyrði örugglega sögunni. Ein- staka stjórnmálamenn á Vestur- löndum reyndu að vara þjóðirnar við og voru fyrir bragðið álitnir varasamir ævintýramenn. „Sagan er stöðug endurtekning", segir fólk sín í milli með gáfulegum svip, en því miður fylgir hugur sjaldnast máli. Mönnum varð ljóst eftir harm- leik síðari heimsstyrjaldarinnar, að þörfin á alþjóðabandalögum og yfirleitt öflugri samvinnu lýð- ræðisþjóðanna til að standa vörð um frelsi sitt og frið í heiminum var slík, að öllum öðrum og minni háttar vandamálum varð að ýta til hliðar. Það var gert með stofnun Sameinuðu þjóðanna, þar sem vandamál skyldu leyst við samningaborð, en ekki með vopna- viðskiptum. Það er langt því frá, að þessu háleita takmarki hafi verið náð, en hitt er staðreynd, að frjáls Vestur- lönd hafa aldrei í sögunni búið við samfelldan frið jafn lengi og frá lokum síðari heimsstyrjaldar og þar til í dag. Þetta er hinn raunverulegi árangur af samvinnu lýðræðis- og menning- arþjóða, sem eru á framþróunar- braut. Þær þjóðir, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og við vit- um, að hjá þeim er lýðræðið fótum troðið, þjóðir, sem eru svo ógæfu- samar að vera kúgaðar af fámennum hópi valdasjúkra ill- menna, eru að margra áliti blettur á hinum Sameinuðu þjóðum. Það er ekki talið virðingu lýðræðis- þjóða samboðið að sitja til borðs með fulltrúum einræðisþjóða. Ef við hins vegar lítum á málið frá þeirri hlið, að þeir hinir sömu fulltrúar eru ekki kjörnir af sínum þjóðum, heldur hafa fengið aðstöðu til að kúga þær, og í krafti síns valds mæta sem fulltrúar með fullt umboð, hvar sem þeim sýnist svo, þá höfum við dregið fram í dagsljósið staðreynd, sem vert er að hafa í huga, þegar aðild einræðisþjóða að Sameinuðu þjóðunum er til umræðu. Við verðum að sætta okkur við tilveru þeirra, til þess að við getum lært að þekkja þá og aðferðir þeirra til kúgunar, svo að hægt verði að bola þeim frá völdum, þegar tækifæri gefst. Þannig skiptast fulltrúar Sameinuðu í tvær megin-fylking- ar. Annars vegar lýðræði og aðhald, hins vegar einræði, kúgun og aðhaldsleysi. Heiðarleiki, óheiðarleiki. Dæmið lítur þannig út, að það má koma með sterk rök, sem réttlæta samvinnu og samstarf fulltrúa lýðræðisþjóða við ein- ræðisherra og kúgpra, einmitt vegna þess að við vitum, að lokatakmarkið er rótgróið í hugum okkar lýðræðissinna, nefnilega að afla okkur þekkingar og reynslu til þess að geta svift einræðisherrana og kúgarana völdum með sem minnstum, helst engum blóðsút- hellingum, og gróðursetja síðan fyrsta sprota lýðræðis meðal kúgaðra þjóða. Raunsæisstefna í framkvæmd. Til þess að framfylgja þessum háleitustu og mikilvægustu mark- miðum allra þjóða, veljum við íslendingar, eins og aðrar lýð- ræðisþjóðir, fulltrúa til setu í ólíkustu nefndum og ráðum og á Alþingi, sem jafnframt hefur á sínum vegum nefndir og ráð í þessu sambandi. Alþingi velur fulltrúa á þing Sameinuðu þjóðanna og fjöldann allan af fulltrúum, sem ferðast á vegum þjóðarinnar til annarra landa, kynna þjóðina út á við, eiga að viðhalda hróðri hennar og góðu áliti og ekki síst setja fram og kynna baráttumál okkar hverju sinni. Þessir menn, allt frá því að vera fulltrúar í lítt þekktum nefndum og ráðum og upp í það að eiga sæti í ríkisstjórn, hafa örlög okkar í hendi sér ög við treystum þeim til þess að takast á við vandamál okkar, gæfa okkar og gengi er í höndum þeirra. Timabundin verð- bólguvandamál eru smáræði í samanburði við það, sem ég hef bent á og rætt hér að framan, það er ekki vafamál. Ríkisstjórn fer með fram- kvæmdavald, Alþingi löggjafar- Þórarinn Ilelgasoni LEIKIR OG STÖRF Bernskuminningar úr Landbroti. Almenna bókafélagið Reykjavík 1976. Þegar ég hafði hreinskrifað fyrra bindið af Virkum dögum og drög að hinu, fór ég að þreifa fyrir mér um útgefanda. Það var kreppa í landi og þeir ekki margir, sem þótti vænlegt að stunda bókaút- gáfu, og svo var það, að næstum annar hver maður, sem hafði frétt, hvers konar handrit höfundur Kristrúnar í Hamravík hefði nú á takteinum, taldi það algera fjarstæðu, að út yrðu gefin hvorki meira né minna en tveggja binda ævisaga manns, sem ekki hefði komizt hærra en það í þjóð- félaginu að stjórna skipum til veiða á hákarli, þorski og síld, jafnvel þó að hann hefði verið í allra fremstu röð þeirra, sem hættu lífi sínu á litlum og oft vanbúnum þilfarsfleytum til þess að afla sér og sínum framfæris og raunar þjóðinni allri, auk þess sem þeir unnu fyrir fé til umbóta og vaxandi framfara! Þegar minn annars ágæti út- gefandi, Þorsteinn M. Jónsson, hafði tekið af um að gefa út hið ægidýra rit, greip ég til þess ráðs að leita liðsinnis hins fjölvísa og um sitthvað sérstæða áhuga- og gáfumanns Vilmundar Jónssonar landlæknis. Ég hafði haft af honum svo til dagleg kynni fyrstu ár mín á ísafirði og sagt honum marga söguna af sérkennilegu fólki, sumu í tölu afreksmanna á sínu starfssviði. Hann þekkti vel Sæmund Sæmundsson og kunni að meta hann, og ég hafði borið undir hann þá hugmynd mina að rita ævisögu þessa að okkar dómi merkismanns, sagði ég að úr frásögunni gæti ef til vill orðið nútíðar Islendingasaga. Honum leizt vel á þetta, enda hann sá eini, sem ég hafði lesið fyrir nokkra kafla úr frumriti fyrra bindis sögunnar. Daginn eftir að ég hringdi til hans út af vandkvæðum mínum, tilkynnti hann mér í símtali, að hinn nokkuð orðhvati framkvæmdastjóri ísafoldar- prentsmiðju hefði bölvandi lofað útgáfu beggja bindanna, borgun sextíu krónur á örk. Fyrra bindið kom út um haustiö og seldist upp þremur vikum fyrir jól, þrátt fyrir kreppuna. Við Sæmundur höfðum ekki brugðizt hinum skarpgáfaða landlækni. Svo var það þá annar stórbrotinn gáfumaður og rit- snillingur, Sigurður Nordal, sem kom því til leiðar, að ég ritaði Sögu Eldeyjar-Hjalta, og þar með mun hafa þótt úr því skorið, svo að vart yrði um villzt, að á tímum hraðfara og brátt gagngerra breytinga á atvinnuháttum og raunar flestu því, sem mótaði íslenzkt þjóðlíf og menningarlega þróun, gerðist þess brýn þörf með tilliti til samtíðar og framtíðar að hyggja að þeim lífsbjargar- og heimilisháttum, sem þjóðin hafði yfir lifað við og að miklu leyti mótazt af í öllum hennar þrengingum og þrautum um aldaraðir. Eftthvert hið gleggsta vitni að vaknandi vitund þessa er einmitt flóð ævisagna og minningabóka síðustu þrjá áratugi. Þær eru vitanlega misjafnlega listilega og lífrænt ritaðar og samdar, en flestar sýna þær að einhverju leyti athyglisvert mannlíf, og svo til undantekningarlaust eru þær á einhvern hátt fróðleg heimild þeim, sem nú vinna af þekkingu og áhuga að söfnun hvers konar gagna til mótunar heildarmyndar lífsins á liðnum tímum — og þá meðal annars því lærdóms- og auðnuríka fordæmi: að gera sem mest úr litlu! Furðufuglar sjálfsfræðslu, list- Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN lausnina fólgna í því að hundelta, svívirða og rægja þá, sem grunaðir eru um fjármálamisferli, enga lausn á aðsteðjandi efnahags- vandamálum þjóðarinnar. Þeir hagnýta sér hins vegar óþverran sjálfum sér til framdráttar. Hvernig þeir ætla að vinna að lausn okkar háleitustu markmiða í framtíðinni, fái þeir á annað borð meiri völd en þeir hafa nú þegar, vitum við ekki. Við getum hins vegar getið okkur til um það út frá aðferðunum, sem þeir eru þekktir fyrir að beita. Þegar íslendingar kjósa fulltrúa til setu á Alþingi, eru þeir að fela örlög sín í hendur á 60 manna hópi næstu fjögur árin að öllum líkind- um, um styttri tíma getur þó verið að ræða. íslendingar hafa að jafnaði ekki haft mikil áhrif á hinum alþjóð- lega pólitíska vettvangi. Helst hefur það verið barátta okkar fyrir stækkun fiskveiðilögsögunn- ar, sem vakið hefur athygli og haft töluverð áhrif meðal annarra þjóða, og meira til góðs en ills, það er öruggt. Á Norðurlöndum hefur íslenska þjóðin aðallega haft tækifæri til þess að kynna baráttumál sín, leita eftir stuðningi og fylgja sínum málum eftir, á þingi Norð- urlandaráðs. Auk þessa höfum við aðstöðu á þingi Sameinuðu þjóðanna til þess að berjast fyrir okkar málefnum og veita öðrum þjóðum aðstoð, ef við teljum þörf á því. Þegar íslendingar velja sér forystu, eru þeir fyrst og fremst að rænnar ögunar og meðfæddra rithöfundarhæfileika á við Tryggva Emilsson eru ekki á hverju strái á gróðurlendi þessara' bókmennta, en samt sem áður — já þrátt fyrir margan kalblettinn — hef ég lagt mig fram um að kynna mér þar sem allra flest. En um daginn rakst ég á í bókahillum mínum, mér til mikillar furðu, minningabók, sem hafði farið fram hjá mér, en ég var fljótur að sjá, að ég yrði að lesa vandlega. Og að þeim lestri loknum taldi ég mér skylt að geta hennar að góðu. Þetta er bókin Leikur og líf — eftir Þórarin Helgason frá Þykkvabæ í Landbroti og um áratugi bónda þar, fyrir löngu kunnan sem mjög vel ritfæran áhuga- og gáfumann. Og vissulega var hann vel ern til höfuðsins, þegar hann hálfáttræður ritaði þessar bernskuminningar. I hinu stutta Forspjalli getur hann þess, að hann sé fæddur aldamótaárið og segir síðan: „Margt og mikið hefur breytzt frá því, sem þá var. Þess vegna er líka öðruvísi að vera krakki núna en þegar ég var það. Tilveran í kringum mann hreyfist talsvert á annan veg en maður sjálfur. Hún er orðin vélræn á flestum sviðum innan baéjar og utan. Fátt er eins og það var áður nema fjöllin, sjórinn og himinninn. Hugmyndir barna í upphafi skapast af því,sem þau sjá næst sér. Það, sem hér á eftir segir frá, eru upprifjanir bernsku minnar — eins konar eftirmæli hennar — og mætti það verða fróðlegur samanburður á gömlum tíma og þeim, sem nú er og enn síðar verður ... Það skal sagt þegar í upphafi, að hér er ekki um neina skáldsögu að ræða, heldur er raunvera á frásögninni, eftir því sem ég bezt man, og hvert atriði yfirvegað samvizkusam- lega.“ Ég hermi þetta orðrétt, því að við lestur bókarinnar verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.