Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 27 Twin Otter flugvél Vængja hefur verið máluð í nýjum litum og endurnýjuð og yfirfarin og hefur hún áætlunarflug á flugleiðum Vængja eftir helgina. Ljósm. ól.K.M. Vængjavél endumýjuð EIN AF flugvélum Vængja er nýkomin til landsins eftir gagngera skoðun og yfirferð í Bandaríkjunum, en vélin var að miklu leyti endurbyggð. Er þetta Twin Otter vél félagsins, sem tekur 19 farþega, og tók verkið nokkrar vikur. Ekki var hægt að framkvæma þessa endurnýjun hérlendis vegna slæmrar aðstöðu í flug- skýlum svo og vegna manneklu skv. upplýsingum frá en allar ársskoðanir og minni háttar skoðanir fara þó fram hérlendis. Öll innrétting vélarinnar var endursmíðuð, farið var yfir allan skrokkinn, hann tekinn sundur stykki fyrir stykki og athugaður fneð tilliti til tæring- ar. Er nú verið að ljúka við að teppaleggja vélina að nýju og setja í hana sætin en gert er ráð fyrir að hún geti hafið áætlunarflug nú eftir helgina, en vélin kom til landsins s.l. þriðjudag. Þá hefur vélin verið máluð í nýjum litum þ.e. gul, svört og hvít, en vélarnar verða málaðar þessum litum þegar þær hafa allar farið í skoðun svipaða og TF-REG hefur nú farið í. Næsta vél fer eftir um það bil hálfan mánuð og hinar tvær vélar félagsins líklega síðar á árinu. — Sáttaviðræður Framhald af bls. 3. bar þessa ákvörðun sína undir fulltrúaráðsfund flokksins, og þrír fjórðu hlutar hans (75%) samþykktu hana. Þess má geta, að uppstillingar- nefnd hafði þegar á fyrsta fundi sínum fyrir prófkjörið skorað sam- hljóða á Richard að taka sæti á listanum. 4. Tvisvar var reynt að koma á sáttaviðræðum með fulltrúum lista uppstillingarnefndarinnar og for- vígismönnum óánægða sjálfstæðis- fólksins, í fyrra skiptið að ósk Axels Jónssonar alþingismanns, en í seinna skiptið að ósk Geirs Hall- grímssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins, en þeir höfnuðu öllum sáttaviðræðum. Greinilegt var, að forvígismennirnir, þeir Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti, Þorvaldur Lúð- víksson og Eggert Steinsen, vildu engar sættir. Áð lokum má geta þess, að tekin verður lokaákvörðun um skipan framboöslista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar í Kópavogi á fundi fulltrúaráðsins nk. mánudagskvöld. — Rússar skutu Framhald af bls. 1. kyns mannúðarlega hjálp eða aðstoð sem þörf væri fyrir, nú eða síðar, og myndi ráðuneytið fylgj- ast vel með framvindu mála. Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu sendi og frá sér tilkynningu í kvöld þar sem látin er í ljós von um að Sovétríkin muni koma vel og drengilega fram við þá sem í kóresku vélinni væru. í tilkynning- unni vár málið ekki útlistað en gefið í skyn að flugstjórinn hefði neyðzt til að nauðlenda eftir að hafa rofið sovézka loftheigi, en óvart þó. Með vélinni voru 35 Kóreumenn, 51 Japani, fimm Frakkar, 2 Bretar, 2 Þjóðverjar og 2 af óþekktu Asíuþjóðerni. Áhöfnin, 13 manns, var Suður-Kóreufólk. I kvöld sagði sovézka fréttastof- an TASS, að undirbúningur væri hafinn til að koma farþegum og áhöfn úr iandi. Tass sagði að orrustuvélar hefðu „truflað" far- þegavélina sem ruðzt hefði inn í sovézka lofthelgi. Fyrst hefði verið reynt að hrekja hana á brott en það hefði komið fyrir ekki. Síðan hefði verið reynt að fá flugstjór- ann til að lenda á nálægum flugvelli, en það hefði ekki dugað að heldur og síðan hefði flugstjór- inn lent á ísilögðu vatni. Tass sagði að farþegar og áhöfn hefðu verið flutt til næstu byggðar en ekki var minnzt á hvort slys hefði orðið á fólki. Flugvélin fór frá París á mið- vikudag og var förinni heitið til Seoul en hún átti að taka eldsneyti í Anchorage í Kanada. Vélin átti að lenda í Alaska kl. 20.30 en síðar heyrðist frá henni í tæki radíóamatörs eins í Kanada, fjór- um klukkustundum áður. Sagðist flugstjórinn þá vera í grennd við Ellesmereeyju. Þegar samband rofnaði við vélina var talið að hún hefði hrapað í grennt við Norður- pólinn og kanadíski flugherinn hóf þegar leit að vélinni. Kóreskur starfsmaður flugfélagsins í Anchorage sagði nokkru síðar frá því, að í neyðarsendi hefðu náðst merki frá vélinni, en flugstjórinn gæti ekki gefið upp hvar hann væri. Var í fyrstu talið að vélin hefði nauðlent einhvers staðar í auðnum Kanada. Einnig var leitað til bandaríska flughersins og hann beðinn að taka þátt í leitinni. Fyrstu fregnir um að vélin hefði verið neydd til að lenda í Sovét- ríkjunum birtust í fimmtudags- blaði Washington Post og var þar vitnað í ritara Hvíta hússins, Jody Powell, en ekki var þó kveðið ýkja fast að orði. Suður Kórea og Sovétríkin hafa | ekki með sér stjórnmálasamband. Reuterfréttastofan sagði í kvöld að Kosygin forsætisráðherra hefði staðfest það við japanskan ráð- herra og embættismenn á Murmanskflugvelli á Kolaskaga, að tveir um borð í vélinni hefðu látizt í lendingunni. Eins og í upphafi fréttarinnar greinir voru fréttir af þessum atburði bæði á fimmtudag og föstudag mjög óljósar og mót- sagnakenndar lengst af og síðla föstudags bar heimildum t.d. ekki saman um hversu margir hefðu verið með vélinni þótt fleiri heimildir, þ. á m. frá flugvellinum í París, teldu að 113 manns hefðu verið með vélinni. Bandarískar heimildir voru líka fram eftir kvöldi mjög á reiki um það hvort vélin hefði verið neydd til að lenda eftir að sovézkar vélar hefðu skotið á hana, eða eftir öðrum leiðum. - Hafréttarráðst. Framhald af bls. 23 mála, er það að -segja, að í samningsuppkastinu er miðað við að veita beri öðrum ríkjum aðgang að umframmagni innan efnahags- lögsögunnar þegar strandríkið hefur ákveðið leyfilegan hámarks- afla og getu sína til að hagnýta hann. Er það því víðtæk krafa, að leyfilegt skuli vera að bera ágrein- ing um þetta efni undir þriðja aðila. Um það er enn deilt, en afstaða íslenzku sendinefndarinn- ar hefur alltaf verið og er að ákvarðanir strandríkja um þessi atriði verði ekki vefengdar. Það er auðvitað annað höfuð- verkefni sendinefndarinnar að berjast fyrir sem hagstæðastri niðurstöðu í því efni. Fundir eru í gangi alla daga, frá morgni til kvölds, en jafnframt er nauðsynlegt að hafa samband við sem flesta bak við tjöldin, enda kemur oft meira út úr slíkum fundum en formlegum ræðuhöld- um. — Hvað geta landluktu og landfræðilega afskiptu ríkin gert? — Þau ríki hafa víðtæka sam- vinnu sín á milii og eru nú 53 talsins, þannig að ef til atkvæða- greiðslna kæmi mundu þau e.t.v. geta stöðvað framgang mála, þar sem % hluta atkvæða þarf til að fá niðurstöðu. Mundu þá atkvæði strandríkjanna 86 ekki hrökkva til. Landluktu ríkin skáka í þessu skjólinu, en strandríkin reyna að sannfæra þau um, að þau fái ekkert ef heildarsamkomulag næst ekki. Strandríkin mundu þá fara sínu fram hvað sem hver segði, sagði Hans. Eins og Hans G. Andersen bendir hér á má í rauninni segja, að hafréttarmálin séu komin í hnút. Talsmaður strandríkjahóps- ins er fuiltrúi Perú, en Austurrík- ismaður forsvarsmaður landluktu ríkjanna. Þeir eru báðir harðorðir og sá síðarnefndi gaf tilefni til þess að fulltrúi Mexíkó spurði, hve margir fiskimenn væru atvinnu- lausir í Vínarborg. Landluktu ríkin byggja mál- flutning sinn mjög á því, að þau hafi rétt til fiskveiða innan 200 mílnanna, sem nú eigi að taka af þeim með alþjóðasamningi. Þeim hefur verið bent á að fara inn fyrir 200 mílur einhvers strandríkis til fiskveiða og prófa hve mikinn rétt þau hefðu! 66 ríki hafa nú 200 mílur og 83 meiri en 12. Og auðvitað er þá hægt að halda því fram með fulluin rökum, að 200 mílurnar séu þegar alþjóðalög, sem enginn fái breytt. En samt er barizt og enn er gripið til „rakanna" sem ís- lenzka 50 mílna vitleysan gaf byr undir vængi. Þannig lagði tékk- neski fulltrúinn til í dag, að efnahagslögsögunni yrði skipt í belti, strandríkin hefðu einkarétt á fiskveiðum innan 50 mílna en ekki á 100 — 150 mílna beltinu. Kvótakerfi nefna þeir líka. Hins vegar gat hann þess sérstaklega, að landluktu ríkin hefðu fallizt á íslenzku regluna og fram að þessu hefur enginn hróflað við henni, hvað sem síðar kann að verða. Þessa dagana er mikið talað um árangur af ráðstefnunni. I næstu viku er þó búizt við, að málin skýrist eitthvað, en allsherjar- fundur er fyrirhugaður nk. mið- vikudag. — Öryggisráðið Framhald af bls. 1. þjóðin sé mjög skipt í afstöðu sinni. Sumir vilji enga samninga við mannræningjana og þar í hópi sé til dæmis kommúnistaflokkur Berlinguers, sem er mjög áhrifa- mikill, en síðan komi aðrir sem leggi áherzlu á þær kvalir sem fjölskylda Moros verði að líða og hvetja slíkar raddir til samninga. Fjölskyldan hefur sjálf formlega farið þess á leit við Kristilega demókrataflokkinn, að „hann taki raunhæfa afstöðu og sýni rögg- semi og getu sína í verki með því að vinna að því á áþreifanlegan hátt að Moro verði leystur ú haldi". Ýmsir trúarleiðtogar hafa og lýst stuðningi við beiðni fjöl- skyldunnar. I bréfinu síðasta með myndinni var þess krafizt, að kommúnistar sem sitja í fangelsum á Ítalíu verði látnir lausir, en ekki var það nánar skilgreint. Það vekur því sérstaka athygli að Enrico Berlinguer, formaður ítalska kommúnista- flokksins, hefur risið mjög ein- dregið gegn þessari kröfu. Eini flokkurinn sem vikið hefur að því að „fara milliveginn" eru jafnaðar- menn, en augljóst er af öllu, segja fréttaskýrendur, að meirihluti fólks er mjög hikandi í því að gengið verði að kröfum mann- ræningjanna. Auk þess sem það virðist almenn skoðun að ekki sé nein trygging fyrir því að Moro sé enn á lífi og sérfræðingar hafa ekki enn skorið úr um það hvort hin nýja mynd af Moro er ósvikin. Saragat, fyrrverandi forseti Ítalíu, sagði í dag að skipti af því tagi sem mannræningjarnir færu fram á væru ógerningur án þess að brjóta lög og ögra lögreglu lands- ins. — Fíkniefni Framhald af bls. 2 menn Fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík unnið að rannsókn umfangsmikils fíkni- efnamáls og má nú heita að rannsókninni sé lokið. Upplýst er um innflutning um 20 kg hass og og um 200 g af amfetamíndufti í máli þessu og hefur það nánast allt verið flutt inn á árinu 1977. Lagt hefur verið hald á um 2 kg hass. Mestur hluti þessara efna var fluttur til lands- ins frá Hollandi, en einnig nokkuð frá Danmörku. Efni þetta var að talsverðu leyti flutt inn í sjón- varpstækjum, sem keypt höfðu verið ný til flutningsins. Þessi fíkniefni hafa verið seld víða um land en meirihluti þeirra var þó seldur á Reykjavíkursvæðinu og til varnarliða á Keflavíkurflugvelli. Liðlega 100 manns hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins, sem teygst hefur um allt land og til annarra landa. Saka- dómur í ávana- og fíkniefnamálum hefur vegna málsins kveðið upp 19 gæsluvarðhaldsúrskurði yfir 15 aðilum, sem hafa verið úrskurðað- ir í mismunandi langt gæsluvarð- hald, frá allt að 5 dögum og upp í allt að 60 daga. Lengst sat einn aðili málsins inni í 99 daga. Fréttatilkynninguna undirritar Guðmundur Gígja lögreglumaður, sem stjórnað hefur rannsókn málsins af hálfu fíkniefnadeildar- innar. Guðmundur er nýlega kom- inn úr ferð til Norðurlanda og Hollands, þar sem hann rannsak- aði nokkur atriði í sambandi við þetta mál. — Borgarnes- hreppur Framhald af bls. 2 í gær barst Morgunblaðinu fréttatilkynning frá Verkamanna- sambandi íslands, þar sem segir: „Eftir hádegið í dag var undir- ritaður samningur milli Verka- lýðsfélags Borgarness og hrepps- nefndarinnar um laun verka- manna sem starfa hjá Borgarnes- hreppi. Felur þessi samningur í sér, að gengið er að þeim kröfum Verkalýðsfélags Borgarness, að laun séu ekki lægri en kjarasamn- ingar kveða á um. Þá felst einnig í samningnum, að starfsaldurs- hækkun kemur eftir þrjú ár í stað fjögurra áður og samið var sér- staklega um hækkun fyrir þá lægstlaunuðu. Sem dæmi um áhrif þessa nýja samnings á laun, má nefna, að kaup samkvæmt þriðja taxta hækkar eins og segir hér að neðan, og er þá miðað við dagvinnukaup: LöKÍn Samn- Nýju frá 1. inKar samn marz inxarnir Fyrsta árid 675 709 710 Eítir 1 ár 685 720 735 Eftir 4 ár (nú 3 ár) 699 734 760 Sé miðað við kjaraskerðingar- lögin frá 1. marz, felur hækkunin í sér 5,185% hækkun á byrjunar- káupi, 7,299% hækkun á kaupi eftir eitt ár og 8,727% hækkun á kaupi eftir 3 ár (4 ár áður). Þessir samningar við hrepps- nefnd Borgarness eru fyrstu samningarnir, sem gerðir eru eftir að kjaraskerðingarlögin gengu í gildi 1. marz og fela í sér að beinlínis er gengið að kröfunni um að launþegum sé bætt sú skerðing, sem í lögunum fólst.“ Unglingur frá öðru landi á þínu heimili? AFS býöur þér aö taka inn á þltt eigiö heimili 15—17 ára ungiing til sumardvalar frá Bandarfkjunum, eöa til ársdvalar ungling frá t.d. ítalíu, Sviss, Bretlandi eöa Bandaríkjunum. Þannig færöu tækifæri til aö veita nýjum menningarstraumum inn á heimiliö. Þú fræöist um líf og háttu fólks í öörum löndum; hugsunarhátt þess, siövenjur, áhugamál, viöbrögö, lunderni, svefntíma, uppskriftir o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Og alla þessa forvitnilegu reynslu geturöu öölast í stofunni heima hjá þér. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 5—6. gj £ íslandi, Hverfisgötu 39, sími 25450. AFS BREIÐHYLTINGAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.