Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Minning: Snorri Sigfússon fyrr- verandi námsstjóri Fæddur 31. ágúst 1884. Dáinn 13. apríl 1978. Hinn 13. apríl s.l. andaðist einn elsti kennari hér á landi, sem hafði barnafræðslu að aðalævistarfi sínu. Hér var um að ræða Snorra Sigfússon, frv. námsstjóra, er lést í Landspítalanum eftir stutta legu, hátt á 94. aldursári. Snorri Sigfússon var fæddur 31. ágúst 1884 á Brekku í Svarfaðar- dal, foreldrar hans voru hjónin Sigfús Jónsson og Anna Sigríður Björnsdóttir. Snorri missti föður sinn þegar hann var um 6 ára aldur og ólst hann svo upp hjá móður sinni og stjúpa, Sigurði Ólafssyni. Móðir Snorra andaðist þegar hann var 13 ára. Flest bernskuár sín dvaldi Snorri á Grund í Svarfaðardal. Snorri fermdist vorið 1899. Þá áttu aðstandendur barnanna undir umsjón sóknarprests að annast fyrirskipaða fræðslu í lestri, kristnum fræðum og reikningi. Almenn lög um fræðslu barna komu ekki fyrr en 1907. Það er því augljóst að mörg börn hafa farið á mis við þá leiðsögn eða fræðslu fyrir og um síðustu aldamót, sem iitlu síðar þótti sjálfsögð samkv. fræðslulögum. Af framansögðu má vera ljóst, að reynsla Snorra Sigfússonar í þessum efnum hefur vakið áhuga hans til þess að ljá börnum og öðrum liðsinni sitt til aukinnar fræðslu. Sú vakning sem um þessar mundir átti sér stað á Norðurlöndum um eflingu alþýðu- fræðslunnar, m.a. fyrir atbeina lýðháskólamanna, barst einnig til Islands og um svipað leyti var hafist handa um stofnun ung- mennafélaga víðsvegar um landið, m.a. í Svarfaðardal. Séra Kristján Eldjárn, prestur á Tjörn, hvatti fermingarbörn sín til þess að temja sér prúða framkomu og drengskap gagnvart hverjum sem í hlut átti. Snorri kom til dvalar á Tjörn skömmu eftir fermingu og urðu þeir Þórarinn, sonur prestsins, og Snorri brátt mestu mátar og síðar ágætir samstarfsmenn um ýmis menning- ar- og fræðslumál í Svarfaðardal. Hjá prestshjónunum á Tjörn var Snorri í nokkur ár og fékk þar tilsögn í verklegum og bóklegum greinum. Hann var fjörkálfur hinn mesti, ólatur og velvirkur. Fyrir aldamótin var Möðruvallaskólinn eini gagnfræðaskólinn á Norður- landi og var hann aðallega sóttur af Norðlendingum og Austfirðing- um. Snorri hafði stefnt að því að komast í þennan skóla — ásamt Þórarni á Tjörn, fóstbróður sínum. En skólinn brann 1901 og var þá það ráð tekið að byggja Möðru- vallaskólann á Akureyri. Snorri sagði mér fyrir mörgum árum, að eftir brunann hafi hann verið mjög hugsandi 'um sinn hag að því er varðaði „menntaveginn", sem hann hafði dreymt um, bæði S vöku og svefni. Og Snorri þakkaði prestshjón- unum á Tjörn það, að haustið 1903, þá orðinn 19 ára, settist hann í fyrri bekk hins nýja gagnfræða- skóla á Akureyri ásamt Þórarni Eldjárn og vorið 1905 luku þeir ásamt 10 öðrum nemendum gagn- fræðaprófi. Meðal þeirra voru Þorsteinn M. Jónsson síðar skóla- stjóri gagnfræðaskólans á Akur- eyri, Jónas Jónsson frá Hriflu, Konráð Erlendsson, kennari í Laugaskóla og víðar, Björn Jakobsson leikfimikennari o.fl. Snorri hafði góða söngrödd og samtímis námi sínu í gagnfræða- skólanum gerðist hann félagi í karlakórnum Heklu á Akureyri. Eftir alvarlegar ráðagerðir stjórn- ar karlakórsins var ákveðin söng- för til Noregs haustið 1905 og var Snorri meðal söngfaranna. Þessi ferð var ógleymanleg hinum unga, söngvinna og^ramsækna manni, sem mun hafa átt kost á námsdvöl í Noregi til frekara söngnáms. En Snorri hvarf strax aftur til átthaganna og þar eð hann hafði lokið gagnfræðaprófi á Akureyri, þ.e. var orðinn „realstudent" — eins og gagnfræðingar frá Flens- borgarskóla — var hann ráðinn heimiliskennari, farandkennari eða tímakennari næstu árin á Akureyri og víðar, en haustið 1907 sigldi Snorri aftur tilNoregs til þess að leita sér frekari menntun- ar. Fyrst dvaldi hann vetrarlangt í lýðháskólanum í Voss, ferðaðist svo um sumarið um Noreg og flutti þar erindi um íslensk málefni, en settist um haustið í kennaraskól- ann á Storð, skammt frá Bergen, og lauk hann þar kennaraprófi vorið 1909 og sótti námskeið á íþróttaskóla í Bergen um sumarið áður en hann hélt heim. Snorri hafði, þegar hér var komið, aflað sér margþættrar menntunar — hérlendis og erlend- is — enda var hánn fjölhæfur mjög, glaðsinna, hagmæltur vel og bindindissamur. Þetta voru góðir eiginleikar manns sem hafði hasl- að sér starfssvið í þágu uppeldis- og fræðslumála. Snorri hóf kennsluferil sinn eftir heimkomuna frá Noregi með því að halda skóla fyrir unglinga í átthögum sínum um 3 ára skeið, til 1912, en þá um haustið fékk Jón Þórarinsson, þáv. fræðslumála- stjóri, Snorra til þess að taka að sér skólastjórn við barnaskólann á Flateyri. Snorri mun hafa verið tregur til þess að taka að sér þetta starf m.a. vegna þess, að hann átti einn að kenna a.m.k. 30 nemendum á ýmsum aldri og það allar námsgreinar nema handavinnu stúlkna. Snorri var fjölhæfur og skemmtilegur kennari og góður félagi nemenda sinna. Nem- endurnir urðu vinnufúsir, skóla- stjórinn átti ekki í erfiðleikum með að fá nemendur til liðs við sig um fjölbreytni á ýmiss konar vinnubrögðum. Snorri stjórnaði söng, skóla- leikjum fyrir foreldra o.fl. og þótti að þessu hin besta skemmtan. Þá komu skólastjórar og kenn- arar á Vestfjörðum sér saman um að stofna Kennarafélag Vestfjarða og hélt það fund a.m.k. einu sinni á ári, báru kennarar þar saman ráð sín og héldu námskeið fyrir kennara. Þarna var oft glatt á hjalla þótt ekki væru veigar á borðum, því flestir eða allir voru fundarmenn félagar í Góð- templarareglunni. Það var mikið sungið á þessum fundum og einnig var mikið sungið í skólunum sem hér áttu í hlut. Árið 1911 kvæntist Snorri Sig- fússon heitmey sinni, Guðrúnu Jóhannesdóttur Reykjalín, f. 24. okt. 1885. Þar fékk hann með sér góðan félaga til aðstoðar við skólastjórnina og önnur störf á Flateyri. Sagði Snorri einu sinni við m-ig, að hann hefði góða reynslu fyrir því, að það væri eigi síður mikilvægt fyrir skólastjóra að hafa góða og ráðholla konu sér við hlið heldur en prestana að eiga góða prestmaddömu sér til trausts og halds. Snorri virtist hala tíma til alls þegar hann var á Flateyri, sagði einn kunningi hans við mig. Hann var oddviti hreppsins um margra ára skeið, að sumarlagi var hann síldarmatsmaður á Vestfjörðum og ýmis önnur trúnaðarstörf voru honum falin um lengri eða skemmri tíma. En störf sín vegna barna- og unglingaskólans lét hann sitja í fyrirrúmi. Eftir 17 ára starf á Flateyri átti Snorri kost á því að gerast skólastjóri barnaskólans á Akur- eyri óg vera þar með kominn í nágrenni við átthaga sína. Og Flateyringar kvöddu Snorra og fjölskyldu hans svo haustið 1930 með alúðarþökkum fyrir störf hennar í þágu hreppsbúa á Flat- eyri. Snorri Sigfússon var 45 ára þegar hann varð skólastjóri barna- skólans á Akureyri. Það fór þegar ágætisorð af kennslu hans á Flateyri og í félagsmálum kennara var hann mjög áhugasamur. Starfsmenn og nemendur barna- skólans á Akureyri sáu brátt, að hinn fjölhæfi skólastjóri bar fyrst og fremst hag skólans fyrir brjósti. Samstarf skólastjóra, kennara og annars starfsfólks var hið besta og auðveldaði það ýmiskonar ný vinnubrögð í skólan- um til hagsbóta fyrir nemendur og kennara skólans. Snorri var skólastjóri barna- skólans á Akureyri til haustsins 1947, en þá sagði hann því starfi lausu til þess að geta gefið sig að öllu leyti að námsstjórn barna- fræðslunnar á Norðurlandi í sam- ræmi við ný fræðslulög um barna- fræðslu frá 1946. En áður hafði Snorri gegnt svipuðum náms- stjórnarstörfum að hluta frá 1941. Snorri gegndi svo námsstjórn að fullu til haustsins 1954, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það voru engin ellimörk á Snorra, þegar hann hætti námsstjórnar- störfum. Hann var manna dugleg- astur að ferðast um landið svo að segja hvernig sem viðraði hvort sem hann var gangandi, á skíðum, í jeppanum sínum eða í lofti, svo og á sjó ef þannig bar að. Alls staðar var hann aufúsugestur og vel fagnað af kennurum, nemend- um, skólanefndum og einnig af sveitarstjórnarmönnum, þóttt hann þætti stundum tilætlunar- samur í fjármálum til skólamála. En Snorri hafði sjálfur verið oddviti og var kunnugur uppeldis- og fræðslumálum hér á landi allt frá því um síðustu aldamót. Hann mundi því tímana tvenna og vildi láta barnaskólana njóta þess eftir föngum. Snorri hélt áfram að starfa að uppeldismálum í þágu barna- og unglinga þótt hann væri hættur sem námsstjóri. Hann hafði um alllangt skeið unnið að sparifjár- söfnun skólabarna á Akureyri og víðar, að erlendri fyrirmynd, sem hann kynntist á ferðum sínum í þágu skólamála. Landsbanki ís- lands hófst handa árið 1954 um að koma á þessari sparifjárstarfsemi sem víðast í barna- og unglinga- skólum undir forsjá Snorra Sig- fússonar. Hann flutti þá til Reykjavíkur og starfaði um margra ára bil í þágu þessa máls. Hann ferðaðist allvíða um landið á vegum Landsbankans til þess að kynna umrædda starfsemi í skól- um og var þar vel séður gestur. Snorri Sigfússon var í stjórn margra félaga um dagana, sem hér væri of langt að telja, en þó er sjálfsagt að nefna Kennarafélag Eyjafjarðar og Samband ísl. barnakennara, sem gerðu hann hvort um sig að heiðursfélaga. Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar 1953 fyrir störf í þágu skóla- og uppeldis- mála. Hann var sæmjlur Frelsis- krossi Hákonar VII. Noregskon- ungs fyrir forgöngu um hjálp til norskra barna 1939—45. Auk þessa var Snorra sýndur margs konar sómi og viðurkenning fyrir störf sín á ýmsum sviðum. ritaði mikið í blöð og tímarit um i skóla- og uppeldismál allt frá því að hann fór ungur til náms í Noregi. Hann ritaði mikið í tímaritið Heimili og skóli og var meðritstjóri þess um langt skeið. Þá þýddi Snörri margt, sem hann taldi vera nemendum og kennur- um að gagni. Bók Snorra: Ferðin frá Brekku, í 3 bindum, sem út kom á árunum 1966—72, greinir frá uppvexti hans og helstu atriðum náms hans og starfa allt fram á síðustu æviár. Þar er mikinn fróðleik að finna um viðhorf reynds skólamanns til breyttra aðstæðna í skólamálum í nærfelit heila öld. Snorri Sigfússon átti oft erindi í skrifstofu fræðslumálastjóra, allt frá því að hann sótti um skólastjórastöðuna við barnaskól- ann á Flateyri og þar til hann hætti námsstjórastörfum á Norð- urlandi. Hann var ætíð vel séður gestur í Fræðslumálaskrifstofunni oftast glaður og reifur, en þó fylginn sér, þætti honum seint ganga um framgang mála í þágu nemenda og kennara. Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Guðrún Jóhannesdótt- ir, andaðist í janúar 1947. Síðari kona hans er Bjarnveig Bjarna- dóttir, forstöðukona Ásgrímssafns í Reykjavík. Þau giftust árið 1952. Heimili þeirra hjóna, fagurbúið, veitti börnum þeirra, vinum og gestum margar ánægjustundir. Þau Snorri og Guðrún eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi. Stjúpsynir Snorra urðu honum einnig til gleði og ánægju. Langri ferð Snorra frá Brekku í Svarfaðardal er nú lokið. En segja má, að hann hafi' ákveðið að ferðinni skyldi ljúka sem næst sömu slóðum og hún hófst. Að eigin ósk verður hann lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum á Tjörn í Svarfaðardal, við hlið fyrri konu sinnar. Þeir munu margir, sem þakka Snorra Sigfússýni lærdómsríkar og ánægjulegar samverustundir. Jafnframt skal þakkað þeim er ræður lífi og dauða, fyrir hversu hann var hress og starfshæfur til orðs og æðis svo að segja fram í andlátið. Góður drengur er nú horfinn augum okkar, sem eftir lifum. Við blessum öll minningu Snorra Sigfússonar. Helgi Eliasson. Snorri Sigfússon mátti muna tímana tvenna: Hann var kominn yfir tvítugt þegar fyrstu fræðslu- lögin voru sett á íslandi. Hann þekkti af eigin raun aðstæður ungs fólks í landinu til menntunar fyrir og um aldamót, áður en skipulegt skólahald hófst. Margan ungan manninn fýsti til mennta en varð að vera án þess. Snorri gerði sér ljóst, að öll sókn þjóðarinnar fram til betra lífs var háð því, að allur almenningur í landinu fengi notið þeirrar bestu skólamenntunar sem möguleg væri á hverjum tíma. Alþýðumenntun, eins og það var kallað, var grunnurinn að allri menntun og menningu lands- manna, og skipti þá höfuðmáli, að barnaskólarnir ræktu hlutverk sitt svo vel sem þeim var framast kleift. Þessari hugsjón helgaði Snorri allt sitt líf, heill og óskiptur. Þegar hann var á Flat- eyri kom til tals (1922 eða 1923) að hann færi í framboð til Alþingis, en það vildi Snorri ekki. Skólinn var hans vettvangur, nemendur hans og frami þeirra áttu hug hans allan. — Eitt sinnn er við Snorri sátum á tali um vandamál skóla og kennslu, spurði hann mig: Ef þú værir skólastjóri barna- skóla, hvenær myndir þú hefja kennslu á morgnana? Svar Snorra var þetta: Þegar ég var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, ákvað ég að kennsla skyldi hefjast klukkan níu á morgnana. Þá var nokkurn veginn víst að börnin kæmu útsofin og hress í skólann, og kennslutíminn nýttist því betur. Auk þess þurftu börnin oft að brjótast í kulda, snjó og myrkri í skólann. Af þessum ástæðum taldi ég of snemmt að byrja að kenna klukkan átta, — sagði Snorri, — Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um afstöðu Snorra til nemenda sinna, og fleiri mætti nefna. En öli bæru þau að sama brunni: Snorri taldi að skólinn ætti umfram allt og ofar öllu að bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. Sú hugsjón hefur notið misgóðs gengis og ekki alltaf átt upp á pallborð ráðamanna, sem líta svo á að skóli sé til að hlýða lögum og fyrirmælum að ofan. Þegar Snorri hætti skólastjórn á Akureyri og gerðist námsstjóri eftir samþykkt fræðslulaga 1946, hugðist hann nota sína miklu reynslu og þekk- ingu til að koma fram nýjungum og endurbótum í skólastarfi. Því miður var honum einatt settur stóllinn fyrir dyrnar, og urðu honum það mikil vonbrigði, líklega ein mestu vonbrigði lífs hans. — En "áhugi Snorra á framgangi skólamála var óslökkvandi, og hann fylgdist vel með öllu því sem gerðist á því sviði. Oft hafði hann áhyggjur af því, hversu seint Kveðjuorð Sáttur við guð og menn, sáttur við dauðann og þakklátur fyrir gjafir lífsins kvaddi Snorri Sigfússon heiminn á 94. ári aldurs síns, eftir stutta sjúkra- húsvist og óþrotinn að andleg- um kröftum. Langur var vinnu- dagurinn orðinn enda var Snorri gæddur óvenjulegu lífsfjöri og hjá honum fór saman áhugi, kapp og iðjusemi í einingu sem aðeins fáum mönnum er gefin. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu sá öldungur þjóð- arinnar sem haft hafði persónu- leg kynni af svo mörgum sam- ferðamönnum að fátítt mun vera, enda munu nú margir minnast þeirra kynna af þakk- látum huga. Bjart og hreint og hressandi var jafnan í návist Snorra Sigfússonar, alvara og gaman í góðu samræmi. Hann var mann- blendinn og jákvæður að upp- lagi og ungur heillaðist hann af vonbjörtum viðhorfum til lífs og manns, sem voru í svo fögru samræmi við eðli hans. Æsku- hugsjónum sínum um batnandi mannlíf og þjóðlíf var hann trúr allt til dauða og vann þeim allan sinn langa annadag af héilum huga. Birtan frá vordögum þjóðlífsins í upphafi aldar fylgdu honum til hinstu stund- ar. Snorri Sigfússon var skóla- maður að ævistarfi. Án efa var hann þar á réttri hillu, því að mannrækt í víðtækum skilningi var honum hjartfólgið áhuga- mál. Kennari og fræðari hefði hann líklega orðið hvar sem lífið hefði skipað honum á bekk. Kennaraferill hans er glæsileg- ur og þjóðkunnur. Slíkt má segja um marga, enda hitt meira í frásögur færandi að Snorra var gefinn sá fágæti eiginleiki að leitast ekki aðeins við að koma öðrum til þroska heldur einnig og ekki síður að stefna vitandi vits að því að gera sjálfan sig að meiri og betri manni. Hann hafði sterkan vilja til að láta gott af sér leiða, vera boðinn og búinn til að leggja fram lið sitt þegar þörfin kallaði, vera reiðubúinn til að ljá góðu máli atfylgi sitt, hlaupa undir bagga, finna úrræði í vanda, eiga frumkvæði að því sem hann áleit að til góðs horfði. Oft var hann þá brenn- andi í andanum og sparaði ekki krafta sína né heldur fjármuni ef til voru, því að ekki var Snorri Sigfússon auðsöfnunarmaður um dagana. Einkennilegt er hve fast hið gamla snilldarkvæði séra Björns í Sauðlauksdal sækir á hugann þegar Snorra er minnst. Ég held

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.