Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 47 Norðurlandamótið í körfuknattleik hafið: STORTAP FYRIR HNN- UM FYRSTA LBKNUM NORÐURLANDAMÓTIÐ í körfuknattleik hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi og í fyrsta leik mótsins mætti íslenzka landsliðið því finnska. Er skemmst frá því að segja að Finnarnir höfðu algera yfirburði og sigruðu með 37 stiga mun, 99 stig gegn 62. Olli íslenzka liðið vonbrigðum í leiknum og leikur þess var alls ekki sannfærandi. Það var aðeins í byrjun leiksins sem íslenzka liðið var jafnoki þess finnska. Byrjuðu landsliðsmenn Islands leikinn mjög vel og komust þeir t.d. yfir 10:5 þegar nokkrar mínútur voru búnar af honum. En þá fóru Finnarnir í gang á sama tíma og leikur íslenzka liðsins varð óskaplega ráðleysislegur. Finnarn- ir jöfnuðu metin og komust yfir en íslenzka liðið tók sig síðan á og var leikurinn síðan nokkuð jafn um hríð, staðan t.d, 26:25 og 34:31 Finnunum í vil. En undir lok seinni hálfleiksins var um ein- stefnu Finna að íslenzku körfunni að raeða og þeir skoruðu hverja körfuna eftir aðra án svars frá íslenzka liðinu enda leikur þess algerlega í molum þessar mínútur. Staðan í hálfleik var 49:33 og eftir það átti íslenzka liðið sér aldrei viðreisnar von. I upphafi seinni hálfleiks juku Finnarnir enn forskotið og komust í 55:33. Um miðjan seinni hálfleik náði íslenzka liðið sér nokkuð á strik og hélt í við Finnana um tíma en undir lokin seig aftur á ógæfuhliðina. Aðalkeppikefli ís- lenzka liðsins undir lokin var að koma í veg fyrir að Finnunum tækist að skora 100 stig og það tókst, þeir skoruðu „aðeins" 99 stig og unnu sem fyrr segir 99:62. íslenzka liðið var alls ekki sannfærandi í þessum leik. Sóknarleikurinn og sömuleiðis varnarleikur var oft á tíðum mjög lakur og hittnin ekki upp á það bezta. Hins vegar náði liðið góðum sprettum og það dylst engum, að þetta lið á að geta staðið sig vel ef leikmönnum þess tekst betur upp en í gærkvöldi. Pétur Guð- mundsson, hæsti leikmaður móts- ins, 2,17 metrar, var drýgstur í sókninni og skoraði hann þriðjung af stigum íslenzka liðsins eða 21 stig. Réðu Finnarnir lítt við Pétur þegar hann komst upp að körf- unni. Hins vegar virðist Pétur skorta úthald. Jón Sigurðsson var sem fyrr prímus mótor íslenzka liðsins en hann var ákaflega óheppinn með skotin að þessu sinni. Bjarni Gunnar Sveinsson var sterkur í vörn en heldur slakur í sókninni. Símon Ólafsson byrjaði mjög vel en dalaði þegar á leið en aftur á móti var Torfi Magnússon sterkur leikinn út í gegn. Kristján Agústsson lék sinn fyrsta leik og kom vel út. Finnska liðið er skipað ákaflega sterkum og góðum leikmönnum og leikgleði liðsins er mikil. Mun liðið án efa ná langt á þessu móti og vafalaust verður viðureign Finna og Svía úrslitaviðureign mótsins. Bezti maður liðsins í gærkvöldi var Sarkalathi (nr. 4) og Zitting (nr. 7) var góður í vörninni. Stig íslands: Pétur Guðmunds- son 21, Kristján Ágústsson 10, Torfi Magnússon 10, Jón Sigurðs- son 7, Þorsteinn Bjarnason 6, Símon Ólafsson 6, Gunnar Þorvarðarson 2. Stig Finnlands: Sarkalathi 18, Kasko 11, Koskinen 10, Saaristo 10, Zitting 10, Rauramo 9, Maen- tynen 8, Lignell 4 og Sten 2. Svíi og Dani dæmdu leikinn og tókst þeim heldur illa upp í dómgæzlunni. — SS. Leikir um helgina Svíar burst- uðu Danina SVÍAR, sem eru núverandi Norðurlandsmeistarar í körfu- knattleik sigruðu Dani með mikl- um yfirburðum 102 gegn 44 í seinni leik Norðurlandamótsins í gærkveldi. Bestu menn Svía voru þeir Sten Feldreich og Peter Gunterberg, hjá Dönum voru allir jafn lélegir. MIKIÐ verður um að vera hjá körfuknattleiksmönnum um helgina. í dag fara fram fjórir leikir í Norðurlandamótinu, tveir í Laugardalshöll og tveir í Iþrótta- húsinu í Njarðvík. Á sunnudag lýkur svo n\ótinu og verða þá fjórir leikir, allir í Laugardalshöllinni. Mótinu verður svo slitið með lokahófi í Þórscafé um kvöldið. Dagskrá helgarinnar er sem hér segir. Laugardaguri Laugardalshöll kl. 13.00 ísland — Danmörk kl. 15.15 Finnland — Noregur Iþróttahús Njarðvíkur: kl. 19.45 ísland — Svíþjóð kl. 21.30 Danmörk — Noregur Sunnudaguri Laugardalshöll kl. 10.00 Noregur — Svíþjóð k. 11.45 Danmörk — Finnland kr. 15.00 Island — Noregur kl. 16.45 Finnland — Svíþjóð - þr. Pétur Guðmundsson skorar hér glæsilega fyrir ísland í gærkveldi í leiknum við Finna. Haukar sigruðu Fram í bikarnum EINN leikur fór fram í meistara- flokki karla í bikarkeppni HSÍ í gærkveldi. Haukar léku við Fram í Hafnarfirði og sigruðu Haukar í leiknum 2L19, en staðan í leikhléi var 12.9 Fram í hag. Leikurinn var mjög sveiflu- kenndur og slakur á köflum en öðru hverju brá fyrir ágætum handknattleik. Fram hóf leikinn af krafti og í lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 12:5 þeim í hag, en með fádæma klaufaskap og jafnt því sem Arnar Guðlaugsson var tekinn úr umferð riðlaðist leikur Fram svo, að Haukum tókst að minnka muninn niður í 12:9 og er 14. mín. voru liðnar af síðari hálfleik höfðu Haukarnir jafnað leikinn, 14:14, og höfðu þá skorað 10 mörk gegn 2 hjá Fram. Varnarleikur Fram var afar slak- ur á þessum tíma og sóknarleikur- inn fálmkenndur, verður Framlið- ið að gera betur ef það ætlað sér að standa í KR-ingum í aukaleikj- um þeim sem fram fara í næstu viku. Besti maður Fram í þessum leik var Sigurbergur Sigsteinsson, sem lék vel bæði í vörn og sókn. Gústaf Björnsson og Birgir Framhald á bls. 26 Tvö bronz á NM Jafht hjá Val og IA VALUR OG ÍA léku í gærkveldi á Melavcllinum í Meistarakeppni KSÍ. Leiknum lauk með jafntefli 1~1, staðan í hálfleik var 0—0. Það voru Valsmenn sem voru fyrri til að skora. Albert Guðmundson komst einn innfyrir vörn Skagamanna og skaut föstu hnitmiðuðu skoti, sem Jón Þor- björnsson markvörður réð ekki við, þetta var um miðjan síðari hálfleik, Pétur Pétursson, hinn marksækni miðherji, tókst svo að skora jöfnunarmark 10 mínútum fyrir leikslok. Þá kom laus fyrir- gjöf fyrir Valsmarkið og voru Valsmenn illa á verði og Pétri tókst að koma knettinum í netið af stuttu færi. Leikurinn var vel leikinn á köflum og oft brá fyrir laglegum samleiksköflum, og þá sérstaklega hjáVal, áttu þeir líka heldur fleiri marktækifæri, sem þó ekki nýttust. Leikur þessi lofar góðu um getu liðanna í sumar. — þr. ÍSLENZKU keppendurnir hrepptu tvenn bronzverðlaun á Noróurlanda- móti fatlaóra í borótennis, sem haldiö var í Danmörku um síðustu helgi. ísland sendi 6 keppendur til pessa móts og var árangurinn jafnvel betri en búizt hafói verið við. Svíar fengu flest verðlaun á mótinu og pað kom greinilega fram parna að íslenzku keppendurna vantar aukna leikreynslu. Guöný Guönadóttir keppti í 4. flokki kvenna, þ.e. í stól, og fékk hún þriðju verðlaun eftir mikla keppni. Var Guöný ekki langt frá því aö komast í úrslit í mótinu, en hún tapaöi naum- lega, 22:20, 20:22 og 22:20, fyrir norskri stúlku, sem síöar sigraöi í þessum flokki. Guöbjörg Eiríksdóttir keppti sömuleiðis í einliöaleik og var hún í 2. flokki kvenna, þ.e. standandi. Náöi Guöbjörg bronzverlaunum eins og Guðný. íslenzku körlunum gekk ekki eins vel, enda var róðurinn þar mun erfiöari. Sævar Guðjónsson vakti þó verulega athyglb er hann vann danskan keppanda í riölakeppninni. Daninn er handalaus og notar hann báöa handleggina til aö halda um spaðann. Skellir hans og tilburðir voru þó ekki lakari en margra annarra keppenda og var þessi danski kepp- andi tvímælalaust maður mótsins og skrifuðu dönsk blöó mikiö um hann. Sveinn Áki Lúðvíksson, einn af fararstjórum íslenzka hópsins, benti á í samtali viö Morgunblaðið í gær, aö þessi tvö bronzverðlaun væru fyrstu verðlaun, sem íslenzkt borðtennisfólk hlyti á Noröurlandamóti. - áij. Skagamenn sækja að marki Vals í leiknum í gærkveldi. Fyrir miðju er Matthías Ilallgrímsson sem leikur nú að nýju með Akranesi. Leiðrétting VEGNA mistaka féll niður inngangur á viðtöl við leikmenn Víkings og Vals í handbolta í blaðinu á fimmtudaginn og var fyrirsögnin pví óskíljanleg. í innganginum kom m.a. fram að glaumur og gleði hefði rikt i búningsherbergi Valsmanna og kampavíníð flotið í stíðum straum- um. Leikmenn hefðu hrópað húrra fyrir hinu og pessu og m.a. hrópað húrra fyrir „beztu og ódýrustu Þjálfurum landsins," og áttu peír við Gunnstein Skúlason og Þórarin Eypórsson. Þannig stóö á fyrirSögn- inni, sem olli sem mestum heilabrot- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.