Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAÖÚR 22. APRÍL 1978 ____________________ Á bílasýningunni Auto ‘78 er aö finna nokkra báta, bæði innlenda og báta sem fluttir eru inn. Eru baö fjórir aðilar sem sýna bar báta sína. Spyrja má hvaöa erindi bátar eigi á bílasýningu og svaraði einn sýnandinn, að auk bíla væru þarna alls kyns önnur farartæki og Því hefði Þótt tilhlýöilegt að hafa Þar nokkra báta einnig. Reginn sagði, að samkvæmt mælingu siglingamálastjórnar væru bátarnir 2.2 tonn en væru í raun stærri og væri brúttórúm- lestastærðin 3.7. Eigin þyngd bátsins er 12—1300 kg með vél en hann er 24 feta langur og minnsta dýpt hans er 70 cm upp að borðstokki. En hvers vegna eru bátar á bílasýningu? — Það var leitað til okkar um að vera hér með bát og er það e.t.v. ekki svo óeðlilegt þar sem hér er einnig nokkurs konar farartækja- sýning, hér eru einnig mótorhjól o.fl., sem ekki eru bílar, sagði Reginn. Um verð bátanna sagði Reginn að það væri 2.3 milljónir króna fullsmíðaðir með innréttingum, en án vélar og siglingatækja. Vélarn- ar kosta kringum 600 þúsund krónur og sagði hann það vera misjafnt á hvernig kjörum hægt væri að fá þær. Mótun lánar um 400 þúsund krónur kaupverðsins, en að öðru leyti gengur greiðsla • þannig fyrir sig að um 500 þúsund eru greiddar við pöntun, og tryggir kaupandinn sér þar með fast verð, 50—60% kaupverðs á smíðatíman- um og afganginn við afhendingu bátsins að undanskildum áður- nefndum 400 þúsundum, sem í land og ekkert fundið að hegðan bátsins. Þykktin á byrðingnum er um 70% meiri en t.d. kröfur eru gerðar um hjá Lloyds-tryggingafé- laginu og óhætt er að sigla á fullri ferð á stálskip. Þá má nefna að báturinn hefur verið á strandstað í nokkra tíma og ekki sést annað á honum en nokkrar rispur. Siglingamálastjóri hefur reynt bátinn og veitt honum viðurkenn- ingu, en embættið hefur einnig eftirlit með framleiðslunni og þegar báturinn var reyndur af þeim var honum siglt gegnum tommuþykkan ís og ekki sá á honum við það. Af þessari upp- talningu sést að hann á að þola vel íslenzkar aðstæður enda eru yfir- leitt gerðar meiri kröfur til báta hérlendis en annars staðar, ís- - lenzkir framleiðendur leggja meira uppúr styrk en aðrir. Reginn Grímsson var að bóna og sagði hann að það væri nauðsynlegt öðru hvoru. Ljósm. RAX. Mótun lif. hef- ur selt fram- leidslu næstu sex mánaða... MÓTUN h.f. er um það bil ársgamalt fyrirtæki og hefur á þeim tíma framleitt yfir 40 báta úr tref japlasti en bátar þessir eru byggðir með færeysku lagi. — Við erum með 46. bátinn í smíðum núna, sagði Reginn Grímsson, en hann er einn af forráðamönnum Mótunar, og geri ég ráð fyrir að afhenda allt að þrjá báta í þessari viku. Að undanförnu höfum við getað annað smíði 6 báta á mánuði og erum við búnir að selja framleiðsluna næstu 6 mánuði. Greiðslufrestur er því um þessar mundir ekki skemmri en 6 mánuðir. Mótun lánar. Reginn var spurður hvernig bátarnir hefðu reynst: — Reynslan hefur verið góð er óhætt að segja og hefur mér t.d. verið sagt af sjómanni er var úti af Snæfellsnesi og lenti í aftaka- veðri er hann var að ljúka við að draga linuna, einum níu vindstig- um, að ekki hefði reynst nein hætta á ferðum, hann hefði siglt Hægt er að fá bátana frá Mótun h.f. í fjórum mismunandi gerðum, þ.e. frambyggðan með rúmgóðri káetu eins og sýndur er á sýning- unni, frambyggðan með miklu fiskiplássi, og hefðbundna út- færslu, t.d. hentugan á grásleppu- veiðar, afturbyggðan eða opinn eftir því hvort óskað er. Um viðhald á þessum bátum sagði Reginn að það væri ágætt að bóna yfirbygginguna nokkrum sinnum á ári og annast Mótun viðgerðir ef þörf krefur. Hægt er einnig að taka bátana hálfsmíðaða þ.e. að öll plastvinnan sé búin en innrétting- arnar eftir. — Ég held að hver kaupandi geti fengið það sem hann vill með þessari framleiðslu sem við nú bjóðum upp á, sagði Reginn, bæði hvað varðar verð og hvernig báturinn er útbúinn. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga á öllu sjósporti, en þennan bát kaupa bæði þeir sem eingöngu nota hann til fiskveiða, t.d. á línu eða handfæri, svo og hinir sem vilja leggja meiri rækt við siglinguna sem slíka og nota hann sem fjölskyldubát. Kaupendur eru á öllum aldri frá 20 ára til sjötugs og til er einnig að nokkrir séu saman um að kaupa bát. Aðstöðuleysið háir þessu tóm- stundagamni segir Stefárí Stefánsson SEIFUR, vélar og tæki h.f. nefnist fyrirtæki er flytur inn báta frá Bretlandi og er einn slikur sýndur á bflasýning- unni. Stefán Stefánsson sagði að fyrirtækið hefði á undan- förnum fimm árum flutt inn báta af þessari svonefndu Shetlandsgerð, sem sýnd er, en þeir væru nokkru stærri en þessi á sýningunni. Hann væri að því leyti nýr að það væri í fyrsta sinn sem fyrirtækið framleiddi svo lítinn bát. — Shetlandsbáturinn er úr fiber-glass efni og er eiginlega* norsk ættaður, sagði Stefán, og er hann fjórtán feta langur, en verðið er um 315 þúsund krónur. Hann er tvöfaldur svo hann á ekki að geta sokkið. Gert er ráð fyrir að á honum sé utanborðs- mótor á stærðarbilinu 4—20 hestöfl og flytjum við inn mótora frá CVHRYSLER. Á sýningunni er einnig gúm- bátur frá Bretlandi og ber hann STUDU 4 menn. Stefán sagði að fyrir- tækið flytti inn gúmbáta, 2—10 manna báta, sem kostuðu frá 150—300 þúsund krónum. Þessi sem er á sýningunni ber 4 menn sem fyrr segir og kostar um 300 þúsund krónur. — Það hefur verið mikil ásókn í þessa báta hjá okkur, sagði Stefán og talaði nú um plastbátana, menn hafa mest tekið þá til notkunar á vötnum, en einnig er til að þeir séu notaðir á sjó — svona helzt innan fjarða. Þessir bátar eru frekar byggðir með sportið í huga, en það sem háir slíku. tómstundagamni hér í Reykja- vík er aðstöðuleysi, það er komin upp aðstaða í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði en Reykjavík er síðust með þetta. En það mun standa til að hefjast handa á næstunni hefur okkur verið tjáð, sagði Stefán Stefánsson að lokum. Frammf er aðstaða til eldunar og svefnpláss fyrir tvo. Enskur bátur sem ber 5 menn og kostar rúmlega 300 þúsund krónur. Darri HF 14 er búinn ýmsæum siglingatækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.