Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ.'LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Frá einum umraAuhópnum, en peir voru ells 5. Fela ungu fólki ábyrgðarstörf Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunn- ar efndi fyrir skömmu til umræðufundar um „Söfnuðinn ok unga fólkið", en það var yfirskrift fundarins og fór hann fram í Safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Voru þar rædd ýmis atriði um þátttöku ungs fólks í kirkjulegu starfi og reynt að kanna ástandið og finna leiðir til úrbóta, væri þeirra þörf. Starfað var í umræðuhópum og í lok fundarins skiluðu hóparnir skýrslum sínum, er verða sendar til allra þátttakenda. Sr. Þorvaldur Karl Helgason æskulýðsfulitrúi þjóðkirkjunnar setti fundinn með stuttu ávarpi þar sem hann sagðist vonast til að hægt væri að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið væri í þessum máium, hvers vegna það væri svo og einkum hvað hægt væri að gera til úrbóta. Eftir ávarpið var síðan skipt niður í umræðuhópa. Voru þeir alls 5 en þátttakendur voru um 90 alls. Stóð fundurinn yfir tvö kvöld milli kl. 7 og 11. Til undirbúnings fundinum höfðu þátttakendur fengið senda nokkra umræðupunkta og var þeim skipt í fjóra aðalkafla: Trúin og kirkjan; auglýsingar, aðstaða, starfsmenn, heimilið og að lokum umhverfið. Alls voru settar fram 28 spurningar m.a.: Nauðsyn ekð ekki nauðsyn æskulýðsfélaga í söfnuðinum? Almenn þátttaka ungs fólks í starfi safnaðarins. Er starfs- form kirkjunnar almennt lokað og líflaust? Hvernig er starf safnaðarins kynnt og auglýst? Nýtir kirkjan tækifærin? (fjöl- miðla, bóka- og blaðaútgáfu, heimsóknir til einstaklinga og hópa sem ekki koma o.s.frv.). Hver'nig er háttað samstarfi safnaðanna við heimilin? Spurt var einnig um samstarf safnað- anna við skóla, atvinnufyrirtæki og að lokum: Er unga fólkið almennt að einangrast? í tengslum við fundinn var kannað hvaða áhugi væri á því að starfa frekar að þessum málum. Spurt var hvort þyrfti að ræða einhvern sérstakan málaflokk frekar og hverjir vildu taka þátt í vinnuhópum. Kom fram í þessari könnun að 29 töldu þörf á að ræða nánar um söfnuðinn og samstarf við heimilin, 19 vildu ræða meira um barnastarf, 18 um vandamál unglinga og 18 um fræðslu safnaðarins. I vinnuhópa skráðu sig alls tæplega 39 í 7 hópa, m.a. uni heimilin, barnastarf, messu- formið, fjölmiðla og starfsmenn. Svör bárust frá 62 þátttakend- um. Ilvaö er hægt að gera? í umræðuhópunum kom fram að tilgangur starfsins meðal æskunnar í söfnuðinum og í öllu starfi kirkjunnar sé að boða Guðs orð, ná til æskunnar með fagnaðarerindið og gera ein- staklingana að lærisveinum Krists. Þetta atriði mætti ekki gleymast í umræðum og starfi og leit eftir formum og starfsað- ferðum. I skýrslum umræðuhópanna voru settar fram ýmsar tillögur um hvað þyrfti og væri hægt að gera í hinum ýmsu starfsgrein- um og verða hér á eftir raktir kaflar úr þeim. Messuformið 1. Blanda þarf meira saman formum messu og samkomu, eða hafa samkomur aukalega. P’jölskyldumessur og æsku- lýðsmessur eru vinsælar. 2. Gefa þarf út bækling, sem skýri hvað fram fer í messu (tillaga úr 3 hópum). 3. Fræða þarf um messuna strax frá barnæsku. 4. Auka þarf þátttöku unglinga — og allra — í messum. 5. Breyta þarf söng í messum, svo að meiri fjölbreytni verði í söngnum og svo að auðveld- ara verði fyrir almenning að taka undir, t.d. með því að lækka tónhæð, hafa messu- skrá með svörum, hafa léttari söngva, kóra o.fl. Æskulýðsfélög 1. Efla þarf æskulýðsstarf i söfnuðum. 2. Æskulýðsfélögin þurfa að hafa fjölbreytt starf, bæði út á við í samfélaginu, innan safnaðarins með þátttöku í messum o.fl. og með sam- starfi milli sókna. Ræða þarf nánar upi leiðir i æskulýðs- starfi almennt. 3. Samtök æskulýðsfélaga voru sums staðar rædd sem örv- andi tæki, en velti fyrir sér hvaða áhrif þau kynnu að hafa á einstaka, félag eða hópa í söfnuði. Fræðslumál Rætt var um að fermingar- fræðslan væri of laus í reipun- um, fullorðinsfræðsla og starfs- mannafræðsla væri engin og útgáfa fræðslurita nánast engin. Talað var um að þessu þyrfti að koma á fót og í einum hópnum var talið brýnasta verkefni að kirkjan og kristileg félög kæmu sér upp skóla þar sem hægt væri að gangast fyrir námskeiðum í hinum ýmsu strarfsgreinum. Þá var talið að kirkjan þyrfti að gegna meira því hlutverki að taka þátt í uppeldi og eiga í því skyni nánara samstarf við heimilin. Stjórn og þátttaka ungs fólks Ungt fólk þarf að komast að í sóknarnefndum, fela þarf því ábyrgðarstörf, taka tillit til óska þess og hafa samband við það. Það er alltof algengt að það yfirgefur kirkjuna vegna þess að öllum óskum er svarað neitandi og aðstoð afþökkuð. Starfsmenn 1. Nauðsyn er fleiri starfs- manna í söfnuðunum, þ^eði sérhæfðra og sjálfboðaliða, áhugamanna og hópa. 2. Prestar þurfa fyrst og fremst unga menn sér til aðstoðar í starfinu. 3. Mynda þarf vinnuhópa um ákveðin verkefni — og prest- ur þarf að hafa einn slíkan hóp, nána vini, svo að hann sé líka í hópi. 4. Fullorðna tilsjónarmenn þarf að fá í ákveðin verk. 5. Koma þarf upp menntunar- aðstöðu fyrir starfsmenn. 6. Höfða þarf til allra kristinna manna og benda þeim á skyldur þeirra. Auglýsingar og fjölmiðlun Kirkjan er ekki nógp mikið á verði gagnvart því að notfæra sér auglýsingastarfsemi og ekki heldur hvað það snertir að kynna starf sitt á opinberum vettvangi. 1. Notfæra sér blöð og útvarp til að kynna og auglýsa starfið. 2. Kirkjan þarf að hafa eigið málgagn — blað! 3. Bókaútgáfu þarf nauðsynlega að auka. Samstarf — sumarstarf Allt samstarf þarf að efla, samstarf presta og leikmanna, safnaða og heimila, allra aldurs- flokka í söfnuði, kirkju og leikmannahreyfinga o.fl. Þá var rætt að kirkjan þarf að vera þar sem fólk safnast saman í orlofsbúðir, útilegur, jafnvel á sólarströndum, standa fyrir fjölskyldubúðum, mótum og útilegum sjálf og fleiru í þeim dúr. Þá var lögð áherzla á að meira verður að starfa í litlum hópum, starfið sé ópersónulegt ef hóp- arnir eru of stórir eins og títt sé, starf hennar þurfi að vera fyrirbyggjandi, leiðandi svo og hjálparstarf. Léttara messuform Tvær 17 ára stúlkur úr Garða- bæ voru meðal þátttakenda, Unnur Þórðardóttir og Kolbrún Sigmundsdóttir. Þær sögðust báðar hafa tekið þátt í barna- starfi í Garðasókn með sr. Braga Friðrikssyni og þær höfðu einnig báðar kynnst Kristilegum skólasamtökum og verið með í því félagi. — Unga fólkið er að vissu leyti að fjarlægjast kirkjuna, það kemur t.d. lítið í messur. Það má líka breyta eitthvað messuforminu, gera það örlítið léttara, velja léttari söngva og sálma og fólk verður að skilja hvað er að fara fram í messunni. Það er kennski ekki nema eðlilegt að krakkar segi að það sé ekkert gaman í messu vegna þess að þau skilja varla hvað er að fara þar fram, sögðu þær stöllur. Það verður ekki leiðin- legt í kirkju þegar maður tekur þátt i messunni og veit hvað er að far fram. — Við erum mjög ánægðar með þennan fund hér, við vonum að þessi umræða geti aukið skilning okkar og annarra á nauðsyn kirkjulegs starfs. Það þarf að láta unglinga fá og finna til meiri ábyrgðar í þessu starfi og fá þá til að taka meiri þátt í þessu starfi og það sem e.t.v. skortir mest á: að láta unga fólkið tala við unga fólkið. Ungt fólk skilur bezt hvað annað og því þarf vissulega að efla þátttöku og starfsemi unga fólksins í starfi safnaðanna, sögðu þær Unnur og Kolbrún að lokum. Eykur víðsýni Rögnvaldur Helgason frá Borðeyri var einn af hinum éldri í hópnum, en hann er formaður sóknarnefndar Prestsbakka- sóknar. Hann var spurður hvernig honum hefði litist á sig á fundinum: — Ég er mjög ánægður með að hafa komið hingað, en þetta var nú erindið til Reykjavíkur að þessu sinni að sitja þennan fund. Hér hefur margt verið rætt og það eykur víðsýni manna að geta talað vítt ng breitt um safnaðarstarfið. Ég var líka s.l. sumar á námskeiði á Hólum í Hjaltadal, en það var fyrir starfsmenn kirkjunnar og slík námskeið eru einnig mjög gagnleg og nauðsynleg og þyrftu að vera fleiri. — Því er ekki að leyna, sagði Rögnvaldur, að skoöanir eru skiptar á þessu öllu og það hefur komið fram hér, enda er það ekki nema eðlilegt, en þó eru þær ekki skiptari en það, að alltaf má fá sameiginlega niður- stöðu í hverju máli, a.m.k. í þeim umræðuhópi sem ég var í. Tel ég að þessir fundir séu hinir gagnlegustu, þó e.t.v. einkum þar sem fjölbýlt er. — Það þyrfti ýmislegt að Framhald á bls. 28 Teknar höföu variö saman nokkrar tölur um fjölda ungmenna á aldrinum 14—20 ára avo og fjölda hvars árgangs fyrir sig og hversu mörg fermingarbörn vstru á hessu vori. Frá umræðufundi Æsku- i lýðsstarfs þjóðkirkjunnar í kaffihléi háldu umrsBÖurnar áfram, en alls sóttu Þennan umrsöufund um 90 manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.