Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 SÍMAR 28810 24460 1 bílaleigan . GEYSIR BORGARTUNI 24 LOFTLEIDIfí I IsShBÍLALEIGAI H 2 11 90 2 11 88 rodding hojskole 6630 rodding Sumarskóli maí — sept. (eftv. ágúst) Vetrarskóli nóv — apríl___ Stundatafla send. tlf.04-841568(8-12) Poul Bredsdorff car rental Listi Alþýðu- bandalags á Vestfjörðum FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum hefur verið birtur. Listann skipa: 1. Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Reykjavík. 2. Aage Steinsson, tæknifræðingur, ísafirði. 3. Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri, Krossholti, Barða- strönd. 4. Gestur Kristinsson, skipstjóri, Súgandafirði. 5. Ingi- björg Guðmundsdóttir, þjóðfélags- fræðingur, ísafirði. 6. Pálmi Sig- urðsson, bóndi, Klúku, Kaldrana- neshreppi, Strandasýslu. 7. Guð- mundur Friðgeir Magnússon, for- maður Verkalýðsfélagsins Brynju, Þingeyri. 8. Hansína Ólafsdóttir, húsmóðir, Patreksfirði. 9. Hall- dóra Játvarðsdóttir, bóndi Miðja- nesi Reykhólasveit. 10. Skúli Guðjónsson, bóndi Ljótunnarstöp- um Bæjarhreppi, Strandasýslu. Listi framsókn- ar í Reykja- neskjördæmi FRAMBOÐSLISTI framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi hef- ur verið birtur. Listann skipa: 1. Jón Skaftason, alþingismaður, Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, Keflavík. 3. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, Hafnarfirði. 4. Haukur Níelsson, bóndi, Helgafelli, Mos- fellssveit. 5. Sigurður J. Sigurðs- son, skrifstofumaður, Keflavík. 6. Dóra Sigurðardóttir, hjúkrunar- fræðingur, Seltjarnarnesi. 7. Hall- dór Ingvason, kennari, Grindavík. 8. Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri, Sandgerði. 9. Valtýr Guðjónsson, fyrrv. útibússtjóri, Keflavík. 10. HrafnkeiL Helgason, yfirlæknir, Vífflsstöðum. útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 22. apríl MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55i Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óska lög sjúklinga kl. 9.15i Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. 11.20i Umsjónarmaðuri Baldvin Ottósson varðstjóri. Keppt til úrslita f spurningakeppni um umferðarmál meðal skólabarna í Reykjavík. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Vikan framundan, Sig- mar B. Hauksson kynnir dagskrá útvarps og sjón- varps. 15.00 Miðdegistonleikar a. Fílharmoníusveit Berlin- ar leikur „Capriccio Italien“ op. 45 eftir Pjotr Tsjaí- kovskýi Ferdinand Leitner stjórnar. b. John Ogdon og Konung- iega fílharmoníusveitin í Lundúnum ieika Pianókon- sert nr. 2 í F-dúr op. 102 eftir Dmitri Shostakovitsj, Lawrence Foster stjórnar. 15.40 íslenzkt mál, Gunnlaug- ur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On. We Go) Leiðbeinandii Bjarni Gunnarsson. 17.30 Barnalög, sungin og leik- in. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIO 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25 Konur og verkmenntun. Fyrri þáttur. Umsjónar- menni Björg Einarsdóttir, Esther Guðmundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálms- dóttir. 20.00 Hljómskálamúsik, Guðmundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóðaþáttur. Umsjónar- maðuri Njörður P. Njarðvík. 21.00 Tónleikar. a. Julian Bream og John Williams leika á gítara tónlist eftir Carulli, Granados og Albeniz. b. ígor Gavrysj og Tatjana Sadovskja leika á selló og píanó lög eftir Fauré, Ravel, o.fl. 21.40 Stiklur. Þáttur með . blönduðu efni í umsjá Óla H. Þórðarsonar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 22. apríl 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 17.45 Skiðaæfingar (L) Þýskur myndsflokkur. Þrettándi og síðasti þáttur. Þýðandi Eiríkur Haralds- son. 18.15 On We Go Enskukennsla. 23. þáttur endursýndur. 18.30 Skýjum ofar (L) Sænskur sjónvarpsmynda- flokkur í sex þáttum. 3. þáttur. Eyðieyjan. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 19.00 Enska knattspyrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður I 20.25 Auglýsingar og dagskrá I 20.30 Á vorkvöldi (L) Umsjónarmenn Ólafur Ragnarsson og Tage Amm- endrup. 21.20 Þjóðgarður í Þýska- landi (L) Landslag og dýralíf í Be- rechtsgaden-þjóðgarðinum í þýsku Ölpunum. Þýðandi og þulur Óskar Ólafsson. 22.05 Undir fargi óttans (L) (Fear on Trial) Bandarfsk sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk George C. Scott og William Devane. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist í Banda- ríkjunum á sjötta áratug aldarinnar, McCarthy-tíma- bilinu, þegar móðursýkis- legar kommúnistaofsóknir ná hámarki í landinu. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.40 Dagskrárlok George C. Scott og William Devane í hlutverkum sínum í „Undir fargi óttans“. Sjónvarp klukkan 22.05: McCarthy-tímabilið í Bandaríkjunum Síðasti dagskrárliður sjón- varps í kvöld er bandaríska sjónvarpskvikmyndin „Undir fargi óttans" (Fear on trial). Með aðalhlutverk fara George S. Scott og William Devane. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist í Bandaríkj- unæum á sjötta tug aldarinnar, McCarthy-tímabilinu. McCarthy sem tímabilið er kennt við var kunnur bandariskur stjórn- málamaður. Hann fæddist árið 1908 í Grand Chute í Wiscon- sin-fylki í Bandaríkjunum. Að loknu háskólanámi var hann settur í embætti dómara í Wisconsin, en var kvaddur í herinn er heimsstyrjöldin síðari skall á. Að stríðinu loknu fékk hann aftur dómaraembætti sitt, en 1946 var hann kjörinn til öldungadeildar bandaríska þingsins fyrir repúblikana. Arið 1950 lýsti McCarthy því yfir að „þekktir kommúnistar" væru í innanríkisráðuneytinu, og sem formaður þingnefndar hóf hann mikla leit að kommún- istum í ráðuneytinu. Þetta var upphafið að miklum kommún- istaofsóknum um gjörvöll Bandaríkin.þegar sérhver vinstri-sinni var grunaður um að vera meðlimur í kommún- istaflokki, eða að minnsta kosti aðhyllast skoðanir kommúnista. 1954 komst hann upp á kant við herinn og skömmu síðar ákvað önnur þingnefnd að banna hon- um að halda kommúnistaof- sóknunum áfram. McCarthy hafði átt miklu fylgi að fagna meðal almennings í Bandaríkjunum, en eftir að úrskurður þingnefndarinnar var kunngerður hallaði undan fæti hjá honum. Þar á ofan bættist að McCarthy átti við alvarleg veikindi að stríða, og drógu þau hann til dauða 1957.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.