Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 39 miðaði í þá átt, að skólinn virkjaði áhuga og getu í þágu þroska hvers og eins. Snorri ritaði margt um skóla- mál í blöð og tímarit, og hefur þeim greinum hans enn ekki verið safnað saman til útgáfu í bók. En hver sá, sem hugar að skólasögu íslendinga, mun sjá að starf og hugsjónir Snorra Sigfússonar skipa þar verðugan sess. Arnór Hannibalsson. Með örfáum orðum langar mig til að kveðja Snorra Sigfússon hinztu kveðju og þakka honum svo ótal margt. Ekki er það ætlun mín að rekja hér lífssögu hans, hana þekkir þjóðin þegar og verður þar engu við bætt. Minnisvarðinn stendur óhaggaður eftir. Okkur, sem þekktum hann bezt hin síðari ár, verður lengi minnis- stætt hið einstæða andlega þrek hans og atgervi, þrátt fyrir þessi fjölmörgu ár, oft erfið mjög. Alltaf stóð hánn sem klettur úr hafinu þótt skvetturnar væru oft stórar og þungar, sem á honum skullu. Ekkert haggaði hinu mikla þreki hans hið ytra séð, hver svo sem umbrotin hlutu að vera hið innra, keikur stóð hann og æðraðist ekki. Þetta sýndi óbilandi trú hans og traust á lífið eftir dauðann. Einnig sú gæfa, sem honum hlotnaðist þá er hann var orðinn roskinn að árum, er hann gekk að eiga sína mikilhæfu seinni eiginkonu, sem hann virti mjög að verðleikum. Enda duldist engum, sem þekkti til, hið góða viðmót hennar og hún bar með honum byrðarnar svo aðdáanlegt var. Nú er þessi kæri frændi minn horfinn sjónum okkar að sinni. Því er mér og okkur hjónum báðum ljúft og skylt að þakka fjölmargar ánægjustundir við spil og fleira, sem ekki verður tínt til hér, en þar sem fram kom að Elli kerlingu varð ekkert ágengt. Má segja að þar hafi hún brugðist sinni eigin nafngift. Já, við áttum oft góðar stundir á Stýrimannastígnum og hér á Lynghaganum. Síðast en ekki sízt þakka ég af alhug er hann tók mig undir verndarvæng sinn, er ég unglingur fyrst kom til náms á Akureyri. Þá hvatti hann mig ávallt til átaka við þá hvimleiðu „bikkju" sem hann kallaði svo letina og slóða-, skapinn, sem aldrei átti upp á pallborðið hjá honum. Þetta eru mér ljúfar og ógleymanlegar minningar, sem legið hafa dott- andi í hugskotinu, en vakna nú þegar litið er til baka. Nú kveð ég frænda minn og við öll hér á Lynghaga 14 og þökkum svo ótal margt, og í trú og trausti á hann, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Góður guð styrk þú hans eftirlifandi góðu konu, börn hans öll og tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, svo og alla ættingja hans og vini. Blessuð sé minning hans. Björn Halldórsson. að fleirum en mér muni finnast það og því rifja ég kvæðið upp: Ævitúninn eyöist unnið skyldi lanstum meir. síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til út af deyr, Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti ok dofa. Kk skal þarfur þrffa þetta gesta herberjp, eijan hverid hlífa sem heimsins góður borKari< einhvcr kemur eftir mi(f sem hlýtur, bið tg honum blessunar þá bústaðar minn nár f moldu nýtur. Þetta er frá orði til orðs eins og mælt fyrir munn vors gamla góða vinar. Og betur verður það ekki sagt. Snorri Sigfússon var maður vináttu og tryggðar. Þess naut ég sjálfur og ættfólk mitt í ríkum mæli, og hvorki vil ég né má, þótt persónulegt sé nokkuð, láta undir höfuð leggjast á þessum kveðjudegi að minnast ræktarsemi hans, sem ég hygg Fyrir tveimur eða þremur mánuðum hringdi Snorri Sigfús- son, heitinn, til mín og vantaði upplýsingar um ártal og aðstæður, er sparisjóður var fyrst stofnaður m.a. fyrir Grýtubakkahrepp og fleiri byggðalög. Þetta var Spari- sjóður Höfðhverfinga, er tók til starfa 1879. Snorri, á nítugasta og þriðja aldursári, var þá að skrifa grein um þetta efni, m.a. um sparisjóði við Eyjafjörð og taldi líklegt, að áhrifa hafi gætt vestur yfir fjörðinn frá Grýtubakka- hreppi yfir í Svarfaðardal. Hugur- inn var þá enn fyrir norðan og við gamalt áhugamál Snora, sem hann hafði hugsað um og barist fyrir um áratugi að hlúa að sparnaðar- ráðdeild hjá fólki. Tilefni þess, að ég skrifa þessa stuttn minningar- grein er, að Snorri kom til okkar í Landsbankann árið 1954. Að- stæður voru þá aðrar í þjóðfélag- inu. Snorri hafði fengið skilning hjá bankastjórn Landsbankans, m.a. hjá Jóni Arnasyni, banka- stjóra, að bankinn legði fram efni og aðstoð til samtengingar á milli skóla og banka um sparifjársöfnun skólabarna. Snorri hafði á ný tekið upp það merki, sem Laufey Vilhjálmsdóttir hafði hafið á loft fyrr á öldinni. Hann fékk sam- stöðu fræðslumálastjórnar, vakti áhuga og athygli kennara á þessu máli og fyrir áeggjan hans og dugnað komst þetta á laggirnar. Fékk ég það verkefni sem ungur starfsmaður í Landsbankanum að leggja bankalegan grundvöll að málinu. Slagorð Landsbankans var þá (og er) „græddur er geymdur eyrir" og bankinn vildi sýna veiðleitni í verki á þessu sviði. Börn, sem voru að hefja skóla-, göngu, fengu ávísun á sparisjóðs- bók við banka eða sparisjóð. Þessir reikningar voru verðtryggðir að vissu marki. Jafnhliða hóf Lands- bankinn útgáfu sparimerkja, sem seld voru í skólunum og lögð síðan inn í bækurnar og yfir 500 kennarar tóku að sér að hafa reglulega umræðustund um ráð- deild og sparnað, þegar merkin voru afgreidd. Snorri lagði áherslu á, að peningarnir yrðu ekki bundnir of lengi í bókum. Hann vildi, að æskufólkið lærði sjálft að leggja fyrir peninga til þess að ná ákveðnu marki t.d. að eignast ákveðinn hlut. Landsbankinn og seinna Seðlabankinn reyndu að halda þessari starfsemi gangandi í tæplega tvo áratugi og grundvöll að því starfi öllu lagði Snorri Sigfússon. Hann var hjá okkur með annan fótinn fram til 1963. Leiðir okkar lágu reyndar sam- an miklu fyrr. Það var þingrofs- sumarið 1931 að senda þurfti ríkisstjórnarbílinn norður til að sækja þingmennina og þá voru tveir ráðherrasynir með á leið í sveit norður í Fnjóskadal. Með í bílnum norður voru Snorri Sigfús- son og Páll Eggert Ólason. Ferðin tók tvo daga og höfðum við, tveir bræður, mikla ánægju af því að kynnast þessum mönnum. Við sáum hann líka og hittum á heimili Dóru og Ásgeirs Ásgeirs- sonar, en mikil vinátta var með þeim. r glæsilegur fulltrúi ungmenna- félagshreyfingar og aldamótakyn- slóðar. Starfaði sem sannur skóla- maður alla ævi. Rithöfundur, fræðimaður og mikill áhugamaður á hverju sem hann tók á. Starfs- fólk í Landsbanka og Seðlabanka höfðu á honum miklar mætur og hann skilur eftir góðar minningar hjá okkur. Hitt er annað, hvort og hvenær merki hans verður tekið upp á ný? Björn Tryggvason. Útför Snorra Sigfússonar fer fram í dag frá æskustöðum hans í Svarfaðardal. Hann Snorri er svo þjóðkunnur, að ég hefi engu við að bæta á þrykk nema nokkrum minningum frá okkar fyrstu kynn- um. Snorri kennari, kennaranafnið fylgdi honum alla tíð í vitund og ávarpi Önfirðinga, og það í hæsta máta mjög svo eðlilegt, því hann var frábær fræðari. Ekki þurfti ég að bæta við mig einu eða neinu við inntökupróf í Verslunarskólann forðum, af því hann Snorri kenn- ari hafði kennt mér. Hann kenndi okkur systkinunum, að undan- teknu því yngsta, enda hann ekki kominn á skólaskyldualdur þá, þegar foreldrar mínir fluttust frá Flateyri. Ég veit með vissu að öll börn sem Snorri kennari fræddi þar, virtu hann mikils og mátu, enda ekki annað hægt, sökum mann- kosta hans og nærgætni, aldrei styggðaryrði; færi eitthvað úr- skeiðis, fór það aðeins milli hans, nemandans og foreldranna, þar með var komin bót og betrun, málið útrætt. Snorri kennari var tvímælalaust á undan sinni samtíð í allri bóklegri barnamennt og einnig sá hann í gegnum móðu þeirra tíma, að meira má gera, ef duga skal. Mikilhæfa öðlingsmenn fékk hann til að kenna okkur strákunum, hagnýtan og verkleg- an lærdóm, sem víða var til meðferðar í barnaskólum síðar- meir. Ekki lét Snorri kennari þar við sitja á Flateyri, hann var allt í öllu, á menningarsviðinu, stjórn- aði hann karlakór og leikstýrði öllum sýningum í leikhúsinu okkar vestra, hann kenndi stálpuðu piltunum leikfimi, náði í frækna kappa til kennslu í glímu. En hann mundi alltáf eftir börnunum sínum, skólabörnunum, fór með okkur í skoðunarferðir, á skauta, á skíði og í ýmsa útileiki, auk alls þessa vann hann mikið að sveitar- og sýslumálum. Kona Snorra kennara, frú Guð- rún Jóhannesdóttir, gæðakona mikil, kom með frumburð sinn Örn, næstur honum var Haukur ritstjóri, dásemdardrengur, sem látinn er, langt um aldur fram, Jóhannes flugstjóri, Hildur lést barnung, Anna gift en þekkt útvarpskona, Hildur gift í Ameríku og Snorri flugstjóri. Öll eru börnin indæl eins og þau eiga ætt til. Heimilið á Flateyri hét Þönglabakki, þar áttum við bræð- urnir alltaf athvarf hjá frú Guðrúnu. Síldarréttirnir hennar voru mitt uppáhald. Frú Guðrún lést fyrir allmörgum árum. Meðal annars var Snorri kenn- ari yfirsíldarmatsmaður á Vest- fjörðum og ég held í síldarbraski með föður mínum á verstu árum þeirrar löngu liðnu tíðar, en þeir lifðu það af. Snorri kennari og faðir minn og makar þeirra voru vinir og vinskapurinn jókst eftir sem árin liðu, þessu lýsir Snorri kennari í æviminningum sínum og kemur það heim og saman við það sem bæði móðir mín og faðir sögðu mér af þessum góðu hjónum. Ekki hafði ég séð kennara minn langa lengi, fyrr en einn góðviðris- dag í Austurstræti hér í borg, en þá var hann fluttur á Stýrimanna- stíginn. Hann var alveg eins og heimsborgari, samt sem áður í öílu fasi eins og hann var á Flateyri, skopið og vinarþelið yljaði mér, ég hitti hann oft eftir þetta og alltaf gerðu notalegheitin vart við sig, það var þægilegt. Snorri kennari giftist öðru sinni yndislegri ágætis konu Bjarnveigu Bjarnadóttur, sem lifir mann sinn, hún er mikill listunnandi, þeirra hjónaband var farsælt og þar fór vel um Snorra kennara, við gömlu skólanemendurnir þökkum frú Bjarnveigu um leið og við vottum henni innilega samúð og sama gildir um fjölskylduna alla. Guð blessi Snorra kennara. G.K. Hann afi blessaður' er dáinn, farinn frá okkur svo skjótt og svo óvænt. Þótt við vissum vel, fjöl- skyldan, að allt gæti'gerst, er svo aldraður maður þarf í aðgerð á sjúkrahús, þá einhvernveginn held ég að erfitt verði fyrir okkur öll að sætta okkur við hið stóra skarð sem hann nú skilur eftir í sinni stóru fjölskyldu og vinahópi, því afi var alltaf veitandi hvar sem hann fór. Hann var alla tíð mikill afi sínum barnabörnum og barna- barnabörnum, en þau átti hann mörg. Er ég fæddist í þennan heim, var afi þá þegar orðinn fullorðinn maður, 66 ára, og í þessi 28 ár sem við höfum verið samvistum, hefur hann verið mér mikil stoð og stytta og mikill leiðbeinandi, sem og flestum eða öllum sínum barnabörnum. Afi var alla tíð mikið fyrir börn og unglinga og helgaði líf sitt uppeld- is- og kennslustörfum um árátugi og allt fram á síðasta dag var hann að veita heillavænleg ráð. Ég held að enginn geri sér fulla grein fyrir því nema sá er notið hefur, hversu mikils virði það er að eiga slíkan mann fyrir afa sem Snorri Sig- fússon var. Svo skilningsríkur, hvetjandi og leiðbeinandi alla tíð og svo fullur af þrótti og trú á framtíðina og unga fólkið, lifandi í frásögn og fullur af glettni allt til hinstu stundar. Mér hefur oft dottið í hug þessi langa og margbreytilega ævi, er afi lifði, hann mundi vel árin fyrir aldamótin þegar hann var að alast upp norður í Svarfaðardal, og var komið fyrir hjá vandaiausu en góðu fólki þegar foreldrarnir féllu frá. Og breytingarnar og umskiptin er orðið hafa á þessari löngu ævi í heiminum og ekki sist hér á landi. Að fólk frá því fyrir áldamót, skildi geta tileinkað sér nútímann svo vel sem raun varð á, það finnst mér með ólíkindum. Og það var líka eftirtektarvert með hann afa, að hann kunni tækninni og framþróuninni vel og aldrei varð ég var við neitt afturhald né skilningsleysi af hans hálfu í því efni. Snorri afi giftist í annað sinn 1951 Bjarnveigu Bjarnadóttur, sem reynst hefur afa alveg frá- bærlega vel, og gerði það að verkum að afi bjó alltaf sínu búi og var alltaf virtur á sínu heimili sem fullgildur húsbóndi, en lenti aldrei úti í horni hjá neinum. Held ég að þetta, meðal annars, hafi hjálpað honum að ná svo háum aldri og hversu vel hann hélt sínu andlega og líkamlega þreki til síðasta dags. Fjölskylda afa er orðin stór, og barnmörg, en það kom ekki í veg fyrir að hann hefði hugann við hvern og einn, og fylgdist vel með öllu er þar var að gerast. Á jóladag, hvern einasta er ég man, hefur fjölskyldan komið saman heima hjá afa og Bjarn- veigu á Stýrimannastíg 5 til að halda jólin hátíðleg. Á ég nú bágt með að hugsa mér jólin öðruvísi en hjá afa og Bjarnveigu á jóladag. Mér er nú efst í huga, er ég kveð þennan mæta mann, sem verið hefur mér að mörgu leyti miklu meira en venjulegur afi, hvað ég hef í rauninni verið lánsamur að kynnast slíkum manni og mátt margt af honum læra, er hann hafði numið á sinni löngu og viðburðaríku ævi. Hafi hann bestu þökk fyrir samfylgdina, hún hefur verið og mun verða mér mikils virði um ókomin ár. Hvíl í friði. Nonni. Ferðinni frá Brekku er lokið. Ferðalangurinn er kominn heim. Nú má hann líta farinn veg. Vegurinn sá var langur, oft erfiður og strangur, en sigur unninn í hverri þraut. Það mun líða langur tími, þar til skafið er í þau spor, sem hann markaði. I þessum línum verður ekki rakin ætt Snorra Sigfússonar né heldur störf hans utan Önundar- fjarðar. Þeim mörgu þáttum verða annarstaðar gerð skil. — Hér verður aðeins gerð tilraun til þess að greiða brot af þeirri þakkar- skuld, sem gamlir nemendur hans frá Flateyri og Hvilftarströnd standa í við hann. Á Flateyri starfaði Snorri kenn- ari, en það var hann kallaður í daglegu tali, á árunum 1912—1929. Hann stóð þau ár á tindi táps og fjörs, og var með ólíkindum hve miklu hann fékk afkastað. Auk kennslustarfa sinna, en þau setti hann ofar öllu, varð hann fljótlega umsvifamikill þátttakandi í sveitarstjórnarmálum, hrepps- nefndarmaður og oddviti um langt skeið. Hann lét engin mál fram hjá sér fara, sem leitt gátu til menningarauka og bætts mann- lífs. Hann stofnaði og stjórnaði kórum, studdi af alúð leikstarf- semi, og gerðist mikill bar- áttumaður bindindismála. í eðli sínu var Snorri kennari alvöru- maður en þó léttlyndur og spaug- samur. Um hann mátti segja, að hann léti sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Slíkur sanngirnis- og drengskaparmaður var hann til orðs og æðis, að allir, jafnt fylgjendur sem andstæðingar, mátu hann mikils og virtu. Það var mikil gæfa fyrir lítið sveitarfélag að fá afburðamann á borð við Snorra til forstöðu uppeldis og fræðslumála. Gifta fylgdi hverju spori hans. Hann var kennari af guðs náð. Hann hafði þau tök á nemend- um sínum, að þeir bæði elskuðu hann og virtu. Hin glögga og skarpa innsýn í sálarlíf nemenda, meðfædd manngæzka hans og réttlætiskennd hafa vafalaust valdið þar mestu um. Hin óþreyt- andi elja hans, að innræta nem- endum sínum að ávaxta sitt pund, sjálfstraust og manndóm, var einstök. Þar fór hann eigin leiðir. Oft fól hann nemendæum, venju- lega í efsta bekk, að gerast samkennarar sínir, eða staðgengl- Framhald á bls. 37. að hafi verið með fádæmum. Á unglingsaldri kom hann á heim- ili afa míns og ömmu á Tjörn og var með þeim fram á fullorðins- ár. Jafnan síðan taldi hann sig fósturbróður föður míns og systra hans. Þau bönd vináttu og kærleika rofnuðu aldrei, þrátt fyrir stopular samvistir, heldur þvert á móti styrktust æ því meir sem lengri tímar liðu. Mér er bæði ljúft og skylt að láta í ljós þakklæti mitt til Snorra fyrir þrotlausa um- hyggju hans fyrir gömlu fóstur- systkinunum og þá hollu hönd sem hann var æ og alltaf reiðubúinn til að rétta þeim, bæði fyrr og síðar. Ekki vil ég heldur láta hjá líða að minnast þeirra tryggða- banda sem bundu Snorra viö átthaga okkar beggja, Svarfað- ardal, og hvílíkur drengur hann reyndist því byggðarlagi hvenær sem á þurfti að halda. Hann fluttist þaðan ungur, en úr fjarskanum og annríkinu á öðrum landshornum fylgdist hann af vakandi huga með öllu sem þar var að gerast, með mönnum og málefnum, þó að kynslóðir kæmu og færu. Þar stóðu ættir hans allar djúpum rótum og enn er frændgarður hans þar með miklum blóma. Og þangað leitaði hugur hans löng- um, til sögunnar, til nútímalífs- ins, til framtíðarvonanna. Hann geymdi í trúu minni óteljandi mannlífsmyndir löngu liðinna tíma, allar götur aftur á fyrri öld, og veit ég nú engan ofar moldu, sem annað eins svip- myndasafn eigi í huga sér. Mér fannst stundum í seinni tíð að Snorri væri orðinn eins konar vættur dalsins, þó aldrei nema hann ætti heima hér fyrir sunnan fjöll. Snorri Sigfússon hafði fyrir löngu valið sér legstað í kirkju- garðinum á Tjörn. Þar verður hann nú lagður til hvíldar í dag. Vinarhugur og þökk fylgir hon- um þangað héðan að sunnan. Kristján Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.