Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRIL 1978 45 -rrw^ ■ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10 — 11 grynnra og veitir minna skjól og í því er ekkert sæti. Ég og annað gamalt fólk söknum þess að geta ekki tyllt okkur niður meðan við bíðum eftir lítt tímavissum vögn- um. Skora ég á stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur að láta okkur fá skýli heldur betra en verra en hið fyrra var. Þar sem gömlu Sundlaugarnar, voru er nú loks komin gróin flöt. Þarna stóð í langan tíma mikilvæg menningarstofnun. Væri ekki vel til fallið að setja á flötina snoturs minnismerki sem gæfi til kynna hvað þarna hefði fyrr staðið? Þórunn Guðmundsdóttir.“ • Böl mun alls batna ... „Hatur er eyðingarafl. Hatur, sem beint er til einstaklings getur eyðilagt líf þess, er fyrir verður. Hatur er andstæða ástarinnar. Á frumlífsjörðum eins og okkar jörð, á hatur og ást oft aðsetur í sama einstaklingi. Þetta stafar að nokkru af áhrifum þeim, er aðrar stjörnur byggja og aðrar vetrar- brautir. Við tökum á móti áhrifum frá andstæðum lífverum, og hög- um okkur í samræmi við þau, sumir illa en sumir betur. í verstu vítum annarra hnatta eru haturshugsanir mjög ráðandi, og hafa ógnvænleg áhrif á frum- lífsmannkyn. En hjá alsamstilltum háþroska- mannkynjum er kærleikshugsun allra allsráðandi. Enginn einstakl- ingur slíkra goðvera hugsar illt. Öll áhrif frá slíkum verum á frumlífsmannkyn eru styrkjandi, vitkandi, fegrandi. Þar sem slík áhrif ná yfirtökum, verður komist á rétta leið. En þar sem þau ná ekki yfirtökum, verða vítisáhrifin yfirsterkari, svo slík frumlífs- mannkyn sogast í átt til heljar, svo sem nú horfir, með okkar mann- kyn. Enn er þó unnt að snúa við frá vítisvegi þeim, sem nú er gengið á, yfir á þá leið, sem liggur til lífsins. Því uppgötvuð hefur verið sú aðferð, sem duga mun-og fundinn sá vegur, sem einn liggur til farsællar framtíðar. Lögmál al- sambands lífsins hefur verið uppgötvað, en enn eru of fáir, sem hafa uppgötvað að þessi uppgötv- un hefur verið gerð. Uppgötvun Helga Pjeturss á alsambandi lífsins þarf að vera öllum kunn. Mundi slík almenn þekking ieiða til meiri farsældar á öllum sviðum en enn er hægt að láta sér til hugar koma. Sem flestir þyrftu að skilja nauðsyn stefnubreytingar, og hvað til þarf til að mannkyn jarðar okkar geti snúið af helvegi yfir á lífsins leið. Takist hinum æðri verum að koma aukinni lífmagnan til jarð- arbúa, þá mun skjótt verða breyting til bóta. Og til þess að flýta fyrir hinni afaráríðandi breytingu, verða allir, sem skiln- ing hafa á sambandseðli lífsins, og möguleikum þessa sambands, að taka höndum saman og vinna sem einn maður að framgangi þessa mikilvægasta máls jarðarbúa. Þá mun ekki standa á hjálp hinna lengra komnu. Þá mun rætast hið fornkveðna: „Böl mun alls batna; mun Baldur koma“. Þá mun fögur verða framtíð íslands og allra annarra landa á jörð okkar. Hér hefur íslensk þjóð hinu mikilvægasta hlutverki að gegna. Því má hún ekki bregðast. Ingvar Agnarsson.“ Þessir hringdu . . . • Hver er höfundurinn? Kona af Vesturlandi hefur haft samband við Velvakanda vegna kvæðis sem hún segist hafa heyrt lesið fyrir alllöngu í útvarp: — Seinni part vetrar 1957 var Lárus Pálsson leikari með ljóða- lestur í útvarpinu. Það er mér sérstaklega minnisstætt síðasta kvæðið sem hann las en það endar á þessa leið: „Þaft er maður þrátt tyrir allt. það er maður þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir allt ok allt ok allt. það er maður þrátt fyrir allt." Hef ég reynt mikið til að hafa uppá þessu kvæði en ekki tekizt. Minnir mig að það hafi verið þýtt úr ensku e.t.v. Getur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í undakeppni sovéska meistara- mótsins í október kom þessi staöa upp í skák þeirra Savons, sem hafði hvítt og átti leik, og Petrushins. 21. Dxe7! - Rxe7, 22. Rd6+ - Kb8, 23. IÍÍ5+ - Ka8,24. Rxh6 - gxh6, 25. Hxe7. Svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Gennadi Kuzmin. ekki einhver sem kannast við kvæðið gefið mér upplýsingar um það? Þannig hljóðaði fyrirspurn konunnar að vestan og kannist einhver við það og geti gefið upplýsingar um það skulu þær birtar hér. Nýr fórseti / í Israel Jerúsalem, 19. apríl AP. YITZHAK Navon, stjórnmála- maður og leikritaskáld. var í dag kjörinn í embætti forseta ísraels aí ísraelska þinginu. Navon er fyrsti starfandi stjórnmálamaðurinn, sem sezt í forsetastól en hann lætur af störfum- í ísraelska þinginu, Knesset, til að taka við em- bætti af Ephraim Katzir 29. maí n.k. og mun gegna því næstu fimm árin. Navon hlaut meiri hluta atkvæða í forsetakosningunni og fékk meira fylgi en nokkur þeirra fjögurra forseta, sem setið hafa á undan honum. Aðeins tuttugu og þrír þing- menn af hundrað og niu kusu hann ekki. Navon, sem er fimmtíu og sjö ára gamall, er þingmaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Menachim Begin forsætisráðherra hafði útnefnt óþekktan kjarnorku- fræðing að nafni Yitzhak Chavet, en hann dró sig fljótt í hlé er hann sá fram á fylgi Navons í þinginu. Forsetaembættið í ísrael er virðingarembætti án nokkurs stjórnmálalegs valds. Forsetinn sér um móttökur fyrir dipló- mata og hefur vald til að náða fanga. Navon var hægri hönd Davíðs Ben-Gúrions fyrsta for- sætisráðherra Israela, þar til hann settist á þing 1965. Var hann í för með Ben-Gúríon til íslands 1962. Navon var yfirmaður utan- ríkis- og varnarmála í ísraelska þinginu þar til Begin tók við forsætisráðherraembætti. Var hann einnig aðaltalsmaður Verkamannaflokksins í síðustu þingkosningum. Hann hefur skrifað mörg leikrit sem fjalla um siði Sepharda, sem eru Gyðingar, sem flúðu frá Spáni á 15. öld. Hann er kvæntur fyrrverandi fegurðardrottningu ísraels, sem nú er sálfræðingur og eiga þau tvö börn. AUGLÝSiNGASÍMINN ER: 22480 JHorðunblabib Nýja-Bíó Keflavík sími 92-1170 Símsvari fyrir utan bíótíma Mynd í algjörum sértlokki Einn æöislegasti kappakstur aom aéat hatur í kvikmynd ar í paaaari mynd: Morðhelgi (Death Weekend) Æsispennandi frá upphafi til enda ný amerísk litmynd frá Cinepix. Þetta er ein sú hrottalegasta mynd sem sýnd hefur veriö hérlendis. Myndin fjallar um fjóra rudda sem svífast einskis, og öllum er sama um lífiö. Aöalhlutverk: Brenda Vaccaro (Airport '77) Chuck Shamata Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum innan 16 ára. íslenskur texti. Grallarar á neyðarvakt Sýnd kl. 5. Á næstunni ferma skip vor til íslands, S u' m sem her segir: ANTWERPEN Tungufoss 26. apríl Lagarfoss 2. maí Fjallfoss 8. maí ROTTERDAM Tungufoss 27. apríl Lagarfoss 3. maí jSJ Fjallfoss 9. maí jJj FELIXSTOWE § Dettifoss 24. apríl jj) Mánafoss 2. maí ír-j Dettifoss 8. maí fpl Mánafoss 15. maí © HAMBORG © Dettifoss 27. apríl Jj! Mánafoss 4. maí i—j Dettifoss 11. maí © Mánafoss 18. maí jjj PORTSMOUTH © Selfoss 3. maí f(r-J Bakkafoss 11. maí í-_J Goðafoss 17. maí © Bakkafoss 2. júní JJ| GAUTABORG d Laxfoss 24. apríl ■J-l Háifoss 2. maí jjl Laxfoss 8. maí JJj KAUPMANNAHÖFN Laxfoss 25. apríl jLl Háifoss 3. maí [© Laxfoss 9. maí IrJ HELSINGJABORG 'j Skeiðsfoss 2. maí I| MOSS rj Skeiðsfoss 3. maí rjil KRISTIANSAND © Grundarfoss 24. apríl © Skeiðsfoss 4. maí [jpj STAVANGUR Skógarfoss 22. apríl jp| Grundarfoss 25. apríl © Skeiðsfoss 5. maí FTi GDYNIA | Múlafoss 28. apríl fil LISBON .© Stuölafoss 2. maí © VALKOM © Irafoss 28. apríl (jH Múlafoss 16. maí © RIGA © Hofsjökull 2. maí © WESTON POINT [d Kljáfoss 26. apríl ír+ Kljáfoss 10. maí r~ Reglubundnar feröir alla |jjy MJ mánudaga frá Reykjavik til © ísafjaröar og Akureyrar. j—J Vörumóttaka í A-skála á föstu- [íp (JJ dögum. ^*1 ALLT MEÐ iŒsastj ^iSjlS^1^iejI^IgÍTgí1Ll1liL|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.