Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
Sigtryggur Sigtryggs-
son Ólafsvík - Minning
Fæddur 6. ágúst 1898.
Dáinn 16. aprfl 1978.
Þegar nýtt líf lifnar til þessa
heims, eru fyrstu viðbrögð þess að
bera sig eftir lífsbjörg. Þessi
frumhvöt er mismunandi sterk
eftir lífsþrótti hinnar nýju veru,
en er þó sameiginleg öllum. I
gegnum lífið allt fylgir svo þessi
hvöt, en alltaf misgefin eins og
annað í tilverunni. Allsnægtir
okkar daga gera það að verkum, að
Oegar í uppvexti er þessi frumhvöt
okkar slævð, og við kunnum ekki
að meta til fulls, hve mikils virði
það er að hafa fulla lífsorku og
möguleika til að sjá okkur far-
borða.
Hér er minnst með stuttri
kveðju Sigtryggs Sigtryggsonar,
verkamanns í Olafsvík. Hann fékk
í vöggugjöf lífsþrótt og óvenjulega
sjálfsbjargarviðleitni, sem fylgdi
honum allt til hinztu stundar, en
Sigtryggur lézt á sjúkrahúsi Akra-
ness 16. O.m. háaldraður og farinn
að kröftum.
leita djúpt eftir því hjá Sigtryggi,
hve mikla gæfu hann taldi það
fyrir sig að eiga slíka konu, enda
sýndi það sig síðustu árin hve
mikils hann mat konu sína, og þau
studdu hvort annað, þegar veikindi
og aðrir erfiðleikar ellinnar tóku
að herja á.
Þau Sigtryggur og Guðbjörg
eignuðust sjö börn, og eru þau öll
búsett í Ólafsvík. Þau eru: Haukur
útgerðarmaður, kvæntur Steinuni
Þorsteinsdóttur, Sverrir, bif-
reiðarstjóri, ókvæntur, Þráinn,
skipstjóri, kvæntur Guðbjörgu
Sveinsdóttur, Sveinbjörn húsa-
smíðameistari, sem kvæntur var
Gyðu Vigfúsdóttur, en hún lézt í
hörmulegu bílslysi fyrir nokkrum
árum, Vigfús, bifreiðarstjóri,
ókvæntur, Hafsteinn, verkamaður,
ókvæntur og Bjarney, gift Ríkarði
Magnússyni, skipstjóra.
Eins og gefur að skilja hefur það
verið ærið verkefni fyrir Oau hjón
að koma barnahópnum upp og sjá
fjölskyldunni farborða. Sigtryggur
stundaði, öll störf, sem þá voru
algengust, sjóróðra á opnum bát-
um, verkamannavinnu og sjósókn
á skútum fjarri heimabyggð.
Einnig rak hann um tíma dálitla
fiskverkun og fisksölu. Er þetta
aðeins örlítil upptalning á starfs-
ferli Sigtryggs heitins, og ekki get
ég gefið neina mynd af lísbaráttu-
erfiðleikum aldamótakyn-
slóðaræinnar. Stórhuga var Sig-
tryggur, og sést það m.a. á því, að
snemma á búskaparárum sínum
reisti hann hús sitt, er þau hjón
nefndu Mosfell og er enn prýði í
þorpinu, reisulegt og vel við
haldið.
Eins og áður er getið hófust
kynni okkar Sigtryggs fyrir um
það bil tíu árum, en þá hóf hann
störf í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur,
og kom það í minn hlut að segja
þar til verka sem hann vann.
Starfsþrek hans var þá eðlilega
farið að gefa sig, en viljinn var
nægur. Oft hefur mér verið hugsað
til þess og óskað, að okkur hinum
yngri væri gefið þó ekki væri nema
brot af þeim starfsvilja, sem
Sigtryggur og margir aðrir aldnir
sýndu. Með okkur Sigtryggi tókst
ágæt samvinna og vinátta. Hann
miðlaði mér ýmsum fróðleik um
liðna daga og var oft skemmtileg-
ur og glettinn. Það hefur verið
gæfa og sómi atvinnuveitenda í
Ólafsvík að leyfa öldruðu fólki að
ganga til starfa meðan vilji og
heilsa leyfir. Því var það, að
Sigtryggur gekk til starfa meðan
kraftar entust, en fyrir um það bil
tveim árum var svo komið, að
hann gat ei lengur heilsu sinnar
vegna komið til vinnu.
En viljinn var óbugaður sem
Jón Magdal Jónsson í
Efri-Engidal - Minning
Þessi vöggugjöf Sigtryggs heit-
ins var gjöf, sem kom sér vel. Fyrir
það fyrsta var hann fæddur í
fátækt eins og svo margir þeir,
sem um aldamót byrjuðu lífsskeið
sitt. Síðar á ævinni kom sjálfs-
bjargarviðleitnin sér vel, þegar
koma þurfti til manns hópi barna
í þorpi, sem um langan tíma hafði
lítið að bjóða fólki sínu, og ekkert
fékkst nema með harðri baráttu
við sjóróðra og annað erfiði.
Það er ekki ætlun mín að rekja
til neinnar hlítar æviferil Sig-
tryggs heitins, enda er ég enginn
maður til þess sakir vanþekkingar,
auk þess sem kynni okkar stóðu
einungis síðustu tíu æviár hans.
En þar sem ég sakna vinar, er
þessi kveðja á blað sett og reynt
að stikla á örfáum æviatriðum.
Sigtryggur fæddist í Larskoti í
Skagafirði 6. ágúst 1889, en þar
var móðir hans, Elísabet Brands-
dóttir, vinnuhjú. Faðir Sigtryggs
og nafni var þar sömuleiðis,
fátækur vinnumaður. Vegna að-
stæðna fór móðir Sigtryggs með
hann aðeins mánaðargamlan heim
til systur sinnar Þorbjargar, og á
heimili hennar dvaldi Sigtryggur
svo ásamt móður sinni bernskuár-
in og hefur því ávallt átt heima í
Ólafsvík. Árið 1924 hóf Sigtryggur
heimilishald með konu sinni,
Guöbjörgu Vigfúsdóttur frá Kálf-
árvöllum í Staðarsveit, glæsilegri
stúlku, sem varð honum tryggur
lífsförunautur, og lifir hún mann
sinn. Hjónaband þeirra var til
mikillar fyrirmyndar. Þar ríkti
ástúð og samheldni. Ekki þurfti að
Sunnudaginn 16. apríl sl. lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði,
merkisbóndinn Jón M. Jónsson frá
Efri-Engidal eftir nokkuð löng og
þrálát veikindi. Hafði hann oft
verið undir læknishendi og á
sjúkrahúsi lengri og skemmri tíma
þar til hinn slyngi sláttumaður
gerði enda á þjáningar hans.
Jón Magdal var fæddur að
Naustum í Skutulsfirði hinn 14.
desember árið 1893 og voru
foreldrar hans hjónin Jón Jóhann
Jónsson og Magdalena Soffía
Magnúsdóttir, en hún var systir
Magnúsar bónda í Efri-Engidal,
Magnússonar. Föður sinn missti
Jón Magdal'er hann var fjögra ára
gamall, en hann drukknaði í
sjóróðri.
Við þessi sviplegu umskipti,
mátti ekkjan Magdalena hætta
búskap og bregða á annað ráð til
fulltingis börnum sínum, er ennþá
voru í æsku. Henni varð vel til
vina við þessi sviplegu umskipti á
högum sínum og komust börn
hennar í góðra manna hendur.
Tveir synir, Magnús og Sigurgeir
fluttust til bróður hennar, Magn-
úsar bónda í Efri-dal, og síðar
fluttist hún þangað sjálf með son
sinn unga, Jón Magdal, og ólst
hann þar upp við gott atlæti.
Þann 13. október árið 1913
giftist Jón Magdal frændkonu
sinni, Kristínu Magnúsdóttur í
Efri-Engidal. Fyrstu fjögur árin
bjuggu ungu hjónin félagsbúi með
foreldrum Kristínar, en árið 1920
réðust þau í það stórræði að kaupa
jörðina og stofna til sjálfstæðs
búskapar, þótt efnin væru ekki
mikil.
Fyrstu búskaparár sín varð
bóndinn ungi, Jón Magdal, að leita
atvinnu utan heimilis, því búskap-
urinn var ekki nægjanlegur til að
standa undir heimilinu. Hann
stundaði ýmsa vinnu er til féll,
stundum sjó, auk þess sem hann
var í vegavinnu á sumrum hjá
Bjarna Bjarnasyni frá Isafirði,
kunnum manni á sinni tíð, er lengi
hafði umsjón með vegajörð hér um
slóðir. Jón hefur áunnið sér traust
húsbónda síns, því fljótlega gerði
Bjarni hann að flokksstjóra. Þann-
ig reyndist Jón Magdal traustur og
duglegur að hverju sem hann gekk.
Efri-Engidalur var síður en svo
kosta-jörð, er hin ungu hjón hófu
þar búskap, túnið lítið og mjög
þýft eins og svo víða á þessum
tímum, enda jarðyrkjutæki þá
nánast óþekkt hér um slóðir.
Þegar ég er að festa þessar
minningar á blað, minnist ég þess,
er ég kom fyrst að Efri-Engidal
árið 1922 til að hitta Magnæús
bónda, að mér þótti þúfurnar í
túninu æði fyrirferðarmiklar og
þéttar og ekki datt mér þá í hug,
að túnið gæti tekið þeim breyting-
um, sem raun ber vitni um í dag.
Árið 1925 reistu ungu hjónin,
Jón og Kristín myndarlegt stein-
hús á jörðinni, sem ennþá stendur
og lýsir stórhúg þeirra. Það leið
ekki á löngu, eftir að jarðyrkju-
verkfæri komu í sveitina, að Jón
réðst til atlögu við stóru þúfurnar,
eftir því sem orka og efni leyfðu.
Og vissulega áttu þessi ungu hjón
og fólk þeirra eftir að breyta
Efri-Engidal í glæsilegt býli og
höfuðból eins og það er í dag. Þá
byggði Jón upp öll gripahús og
hlöðu strax og efni leyfðu, en
byggingar þessar eru stílhreinar
og vel frágengnar í alla staði.
I Efri-Engidal blasir nú við
fólki, er um veginn fer, fallegt
stórt tún, vel ræktað og snyrtileg-
ar byggingar, sem bera ábúendum
fagurt vitni um dugnað og fyrir-
hyggju.
Þau Jón Magdal og Kristín hafa
eignast 6 börn, þrjár stúlkur og
þrjá syni, hið myndarlegasta fólk,
en flest eru þau farin að heiman
og hafa stofnæað heimili. Heima
eru þó ennþá tvö barnanna,
Sigurgeir og ein systranna.
Allt frá áræinu 1950 hefur
Sigurgeir elsti sonur þeirra hjóna
unnið á heimili foreldra sinna af
mikilli kostgæfni og dugnaði í
hvívetna. Og hin síðari ár, er
aldurinn færðist yfir foreldra hans
og í þrálátum veikindum föður
síns, þá hefur búskapurinn í
Efri-Engidal hvílt að mestu á
herðum hans og á hann mikið lof
t Eiginkona mín, ÞÓRNÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hvarfisgötu 114, lést í Borgarspítalanum að morgni 21.. apríl. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir mina hönd og systkina hinnar láfhu. t Maöurinn minn, HAWARD FOSTER andaöist 17. apríl á Long Island New York.
Anton Antonsson. Kristfn Fostsr Konráðsdðttir.
t Systir okkar, JÓNÍNA EINARSDÓTTIR, saumakona, Ffölnisvsgi 1, lézt f Landspítalanum 21. apríl. Una Einarsdðttir, BorgDðra Einarsdóttir. t Innilegar þakkir sendum viö þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, LEIFS GUNNARSSONAR. Hulda Eyjðlfsdðttir, Brynjar Lsifsson, Jsan Lsifsson, Bryndís Brynjarsdðttir, Bjarki Brynjarsson.
t VILBORG JÚLÍANA GUDMUNDSDÓTTIR, trá Seyðisfiröi, andaöist 21. apríl aö Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra aöstandenda. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhua viö andlát og jaröarför, JÓHANNSJONSSONAR, kaupmanns, Kirkjuteigi 19.
Oddný M. Waags. Systkini og aðrir vandamsnn.
fyrr, og jafnan gerði hann sér
vonir um að geta hafið störf að
nýju, og öðru hvoru var hann að
gefa sig fram um það, að bráðlega
gæti hann byrjað að vinna og vildi
þá eiga störfin vís. En aldurinn
beygir alla, og síðustu tvö árin var
Sigtryggur að miklu leyti rúmfast-
ur og naut þá umhyggju barna
sinna og eiginkonu. Og ætíð var
reynt að fylgjast með aflabrögðum
og atvinnu. Fyrir 2—3 vikum var
Sigtryggur fluttur á sjúkrahúsið á
Akranesi og fékk þar rólegt andlát
16. þ.m., eins og fyrr segir, í góðri
umönnun starfsfólks sjúkrahúss-
ins.
„Kallið er komið", — kallið senr
við öll hlýðum. I mínum huga
hlýtur þetta kall til Sigtryggs
heitins að þýða, auk hins venju-
lega, kall til nægra starfa á nýju
tilverusviði. Hann, sem ávallt var
reiðubúinn í þessari veröld og
búinn að ljúka löngum starfsdegi
hér, hlýtur að þrá að fá þar verk
að vinna. Þá ósk á ég heitasta
horfnum vini, um leið og ég þakka
samfylgdina.
Aldraðri eiginkonu, börnum og
öðrum ættingjúm votta ég samúð
mína og konu minnar.
Helgi Kristjánsson.
skilið fyrir þessa þjónustu.
Efri-Engidals heimilið var róm-
að fyrir þrifnað og snyrtimennsku
og var umgangur um gripahús þar
ekki undanskilinn. Til dæmis um
þetta, er að hjónin í Efri-Engidal
hlutu viðurkenningu af þessu
tilefni úr Minningæarsjóði séra
Sigurðar Stefánssonarí Vigur fyrir
allmörgum árum, en þennan
merkissjóð stofnuðu synir séra
Sigurðar, en ætlunarverk sjóðsins
var meðal annars, að veita bænd-
um í héraðinu viðurkenningu fyrir
athyglisverðan þrifnað í búskap
sínum og var Engidalsheimilið vel
að þessum heiðri komið.
Eg á margar góðar minningar
um Engidalsheimilið bæði fyrr og
síðar, en þangað átti ég oft erindi,
er ég gegndi oddvitastarfi í
Eyrarhreppi. Jón Magdal tók að
sér fyrir mína beiðni að vera
réttarstjóri í Skutulsfirði og rækti
hann það af trúmennsku alla tíð.
Þau hjónin, frú Kristín og Jón
Magdal, voru góð heim að sækja og
sat þar í öndvegi gestrisni og
góðmennska við alla og var þar
ekki farið í manngreinarálit. Þau
voru samvalin sæmdarhjón, vel-
viljuð og glaðsinna, þetta reyndi
ég oftsinnis. Það er ekki ofmælt,
að frá Jóni geislaði hlýja og
manngæska, er maður átti erindi
við hann. Jón Magdal var sann-
kallaður mannvinur og bætti
andrúmsloftið hvar sem hann fór.
Eg vil nú að leiðarlokum þakka
hinum látna vini mínum langa
samfylgd í lífinu og ógleymanleg
kynni. Eftirlifandi konu Jóns, frú
Kristínu, og börnum þeirra sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið þeim öllum guðs-
blessunar.
Blessuð sé minning Jóns Mag-
dals.
Einar Steindórsson
t
Móðir mín,
KRISTÍN ÞURÍÐUR
SIGUROARDÓTTIR,
Miðtúni 1.
andaöist ( Borgarspítalanum aö
fararnótt 20. apríl.
Fyrir hönd vandamanna.
Sigurður Skúlason.