Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 3 93 fóru í ferðina að Sigölduvirkjun NÍUTÍU og þrír gestir tóku þátt í boðsferð stjórnar Landsvirkjun- ar að Sigölduvirkjun og Ilraun- eyjafossi á sumardaginn fyrsta, að því er Halldór Eyjólfsson, starfsmaður Landsvirkjunar við Sigöidu, upplýsti Morgunblaðið í gær. Til ferðarinnar að Sigöldu hafði verið boðið öllum alþingis- mönnum og borgarfulltrúum í Reykjavík, um 75 manns, auk mökum. Fernt slas- ast í hörðum árekstri MJÖG harður árekstur varð seint í gærkveidi, þar sem Nýbýlaveg- ur og Kársnesbraut mætast rétt austan og neðan við brúna á Hafnarfjarðarvegi, þar sem hann liggur um Kópavog. Kona og 2 börn, sem voru í öðrum bflnum, voru flutt í slysadeild Borgarspít- alans, svo og ökumaður hins bflsins, sem var einn. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi er óljóst, hvernig áreksturinn varð, þar sem ekki reyndist unnt að hafa tal af neinum hinna slösuðu. Ekki var Morgunblaðinu kunnugt um meiðsli fólksins en bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir slysið. Gestunum voru sýndir þeir tveir hverflar, sem þegar hafa verið gangsettir við Sigöldu og fram- leiða hvor 50 megawött, en verið er einnig að setja niður þriðju vélasamstæðuna, sem hefur sömu framleiðslugetu og hinar tvær hvor um sig. Þá var gestunum einnig sýnt fyrirhugað virkjunar- svæði við Hrauneyjafoss, stíflu stæðið og fyrirhuguð staðsetning stöðgarháss. Gestirnir snæddu hádegisverð í mötuneyti Landsvirkjunar í Sig- öldu og voru þar fluttar nokkrar ræður. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, lýsti þar virkjunarframkvæmdunum. Þá flutti Gunnar Thoroddsen, orku- málaráðherra, ræðu. Eftir matinn var haldið að Hrauneyjafossi eins og áður er getið og eftir viðdvöl þar var haldið í Árnes, þar sem gestum var boðið brauð og ht-essing eins og Halldór Eyjólfsson komst að orði. Halldór kvað starfsmenn við Sigöldu hafa saknað margra al- þingismanna, sem boðnir voru í þessa ferð. Hann kvaðst telja það skyldu slíkra manna að fylgjast með þeim stórframkvæmdum, sem þeir hefðu átt hlut að að fé yrði lagt til og kvaðst harma, ef blaðaskrif um þessa ferð hefðu hrætt þá frá að þiggja boðið — um hafi verið að ræða fámenna Framhald á bls. 26 Fulltrúar Grænhöfðaeyja í heimsókn: Kynna sér íslenzk- an sjávarútveg Var varpað á dyr í Vinnslustöðinni í Eyjum HÉRLENDIS hafa dvalizt síðan á mánudag þrír fulltrúar frá Græn- höfðaeyjum og hafa þcir verið í boði aðstoðar íslands við þróunarlöndin. Hér hafa þeir verið í fylgd Baldvins Gíslasonar, skipstjóra, sem starfað hefur á vegum FAO. Hafa þeir þremenn- ingar farið vfða og skoðað hin ýmsu fyrirtæki í sambandi við fiskiðnað og fiskvinnslu og hefur svo til undantekningalaust vcrið mjög vel tekið. Þessir þrír fulltrúar frá Græn- höfðaeyjum eru Huberto Betten- court, fiskimálastjóri eyjanna, sem hlutu sjálfstæði frá Portúgöl- um á árinu 1975, Corsino Fortes, sendiherra, sem búsettur er í Lissabon, og Sergío Olivera, skip- stjóri. Baldvin Gíslason sagði að erindi þeirra þremenninga til íslands væri að kynnast íslenzkum sjávar- útvegi og endurgjalda heimsókn Baldvins til Grænhöfðaeyja, en þangað fór hann seint á síðasta ári á vegum aðstoðar íslands við þróunarlöndin. Þeir þremenningar kosta sig sjálfir hingað til lands, en eru hér á vegum aðstoðarinnar. Baldvin samdi að lokinni ferð sinni til Grænhöfðaeyja skýrslu til stjórnvalda um á hvern hátt Framhald á bls. 26 Steypa hækkar VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað hækkun steinsteypu um 30% án sementshækkunar. Fyrir skömmu hækkaði scment um 30% og olli þá um 16 til 17% hækkun- ar steypu. Samkvæmt því er hér um að ræða 13 til 14% hækkun á sandi og möl. Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónssonar, framkvæmda- stjóra Steypustöðvarinnar, mun steypa í meðal einbýlishús hafa kostað fyrir hækkunina um 2 milljónir króna. Hækkun á steypu í slíkt hús nemur því um 600 þúsund krónum. - Ljðsm.i Sigurgeir. Gestirnir frá Grænhöfðaeyjum skoða Fiskiðjuna í Eyjum og á hvern hátt stúlkurnar vinna fiskinn. Frá vinstrii Corsino Fortes, sendiherra, Huberto Bettencourt, fiskimálastjóri, og Sergio Di Olivera, skipstjóri. Með þeim er Baldvin Gíslason skipstjóri. Mikill mannfjöldi fylgdist með skemmtiatriðum í Austurstræti, Lækjartorgi og f Pósthússtræti. Ljósm. ól.K.M. Fjölmenni á hátíða- höldum íReykjavík — ÞETTA var miklu meiri þátttaka en bæði lögreglan og skátarnir höfðu búizt við, sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn, er Mbi. spurði hann hvernig hátíðahöld og umferð f miðborg Reykjavíkur hefðu gengið fyrir sig. Góða veðrið hefur áreiðanlega átt sinn þátt í þessu, sagði Bjarki, svo og það að sú nýbreytni var við þessi hátíðahöld að haft var eins konar tívolí þar sem menn gátu fengið að spreyta sig í alls kyns keppni og leik. En umferðin gekk vel fyrir sig og slysalaust þrátt fyrir næstum alltof margt fólk á ferli í miðbænum, því við lokuðum t.d. ekki Bankastrætinu strax þar sem við bjuggumst ekki við þessum mannfjölda. Þetta var ekki líkt hátíðahöldum sumardagsins fyrsta sem ég man eftir, míklu fremur var þessi fjöldi eins og á 17. júní. Skátar í Reykjavík sáu um hátíðahöldin og var hátíðasvæðið á Austurstræti, Pósthússtræti og Lækjartorgi og voru flutt skemmtiatriði á þremur stöðum í einu. Skrúðgöngur gengu frá Melaskólan- um og Hlemmi og staðnæmdust í miðbænum, en fyrir þeim fóru Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins. Hátíðahöldin voru með nokkuð öðru sniði, eins og áður er getið, og í Austurstrætinu var hægt að fara í boltaspil, veðbrautir og spákonur voru þar einnig og hægt var að fara í ýmsa leiki. Meðal skemmtikrafta voru Tóti trúður, fimm lúðrasveitir komu fram, dansflokkur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og hljómsveitin Octopus lék á svonefndu Hallærisplani. Meðal dagskráratriða var sýning dansflokks frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Tóti trúður skemmti á Lækjartorgi og til að sjá betur hvað fram fór fengu þau yngstu að sitja á háhesti. Frá uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi: •• Ollum sáttaviðræð- um var hafnað MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá uppstillinganefnd Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogii Vegna blaðaskrifa að undanförnu um framboð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til bæjarstjórnar og tilkynningar um sérstakan lista óánægðs sjálfstæðisfólks telur upp- stillingarnefnd flokksins rétt, að eftirfarandi komi frami 1. I opnu prófkjöri náði einungis einn maður bindandi kosningu, Axel Jónsson alþingismaður í 1. sætið. Önnur voru raunveruleg úrslit próf- kjörsins ekki, og við það bættist, að dreifing atkvæða var mjög mikil og munur á atkvæðum á milli sæta lítill. Því var samþykkt samhljóða í uppstillingarnefnd að binda ekki tillögu hennar við „úrslit" prófkjörs- | ins. Þess má geta, að uppstillingar- nefnd gerði tillögu um 17 af þeim 20 mönnum, sem tóku þátt í prófkjör- inu, á framboðslistann. Tillögur hennar voru samþykktar með mikl- um meiri hluta á fulltrúaráðsfundi. 2. Allar breytingar, sem gerðar voru frá „úrslitum“ prófkjörsins voru gerðar með samþykki viðkom- andi manna nema eins, Grétars Norðfjörð, sem sagði fulltrúum nefndarinnar, að hann tæki ekki annað sæti en hið 4. á listanum, og breytingarnar voru allar gerðar skv. reglum Sjálfstæðisflokksins um próflíjör og uppstillingu. Þess ber sérstakiega að geta, að Guðni Stefánsson sagði fulltrúum nefndar- innar, að hann myndi sætta sig við ákvörðun fulltrúaráðsins. Hann sat þann fund fulltrúaráðsins, sem samþykkti tillögu uppstillingar- nefndar um það, að hann skipaði 5. sætið á listanum, og gerði þar engar athugasemdir, þótt hann sendi skeyti nokkrum dögum síðar og hafnaði sæti á listanum. Þór Erling Jónsson, sem einnig sendi skeyti og hafnaði sæti á listanum, sat í uppstillingarnefnd (og mætti á öllum fundum hennar), en tillagan um framboðslista var samþykkt samhljóða í henni. Ekkert kom fram í nefndinni um andstöðu hans við tillöguna. 3. Richard Björgvinsson tók sæti á listanum eftir eindregna áskúrun uppstillingarnefndarinnar. Hann Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.