Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRIL 1978 41 fclk í fréttum + Tvíburabræðurnir Billy og Benny McGuire eru þekktir sem feitustu tvíburar í heimi. Og engin furða því þeir eru 373 og 363 kíló. Síðastliðin 10 ár hafa þeir unnið fyrir sér sem glímukappar. Og hvorugur þeirra hefur nokkurn tíma tapað keppni. Andstæðingar þeirra hafa einfaldlega ekki getað lyft þeim. En þeir verða að vera fljótir að leggja andstæðingana því þeir geta ekki staðið uppréttir lengur en 10 mínútur í einu. Sem börn voru þeir ekkert frábrugðnir öðrum börnum. Þeir fæddust fyrir ti'mann og vógu aðeins um 2500 grömm hvor við fæðinguna. En þegar þeir voru 10 ára gamlir fengu þeir mislinga og eftir það fóru þeir allt í einu að blása út. Og þegar skólagöngu lauk voru þeir orðnir rúmlega 200 kfló. Að eigin sögn borða þeir ekkert meira en aðrir, en þrátt fyrir það þyngjast þeir stöðugt. Læknar segja að heilsa þeirra sé góð miðað við aðstæður. En ef þeir halda áfram að þyngjast eins og hingað til geti þeir ekki staðið á fótunum eftir 4—5 ár. Komið hefur til tals að stytta þarmana í bræðrunum, en eins og þeir eru á sig komnir mundu þeir ekki þola svæfinguna. Þeir eru báðir kvæntir, kona Billys heitir Danielle (49 kg) og kona Bennys heitir Tammy (68 kg). Jón heiðraður á þorra- blóti i + Jón Ásgeirsson tekur við heiðursfélagaskjalinu í íslendingafélag- inu í Brezku Cólumbíu úr hendi Karin Savage, sem er drottning félagsins, eins og það er kallað vestra. Til vinstri er Robert Ásgeirsson, formaður félagsins, og í baksýn sér á íslenzka fánann* og þann kanadíska. Vancouver + íslendingar í Vestur- heimi halda uppi öflugu félagsstarfi í ýmsum borg- um og reynt er að halda við lýði siðum frá gamla landinu. í Vancouver var til að mynda haldið mikið þorrablót fyrir nokkrum vikum og þar var aðal- ræðumaður Jón Ásgeirs- son, ritstjóri Lög- bergs-Heimskringlu. Blót- ið sóttu á annað hundrað manns og þótti það takast vel í alla staði. Þar var Jón Ásgeirsson gerður að heiðursfélaga í „Icelandic Canadian Club of British Columbia", en það félag er fjölmennasta íslendinga- félagið í Vesturheimi. Formaður félagsins er af íslenzkum ættum og heitir Robert Asgeirsson. Sá er viðurkenndur kvikmynda- tökumaður og hefur nýlok- ið við töku kvikmynda- flokks á Haiti, þar sem Vinsent Price fór með aðalhlutverkið. Fannst mönnum það kyndugt að Jón og Robert skyldu bera sama nafn, en þó ekki vera hið minnsta skyldir. Fyrir nokkru birtist síð- an í sjónvarpsstöð, sem hefur 300 þúsund „áskrif- endur“, viðtal við Jón Ás- geirsson og einnig var sýndur kafli úr myndinni „They shouldn't call Ice- land Iceland". Þessi þáttur um ísland verður sýndur í Winnipeg á næstunni. Þess má að lokum geta að Jón Ásgeirsson hefur fram- lengt samning sinn við Lögberg-Heimskringlu til 1. nóvember nk. Tónleikar í HÁTEIGSKIRKJU laugardaginn 22. apríl kl. 17.00. INGOLF OLSEN syngur og leikur á gítar og lútu. Veriö velkomin NORRíNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Tilboð oskast í nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiö og nokkrar ógangfærar bifreiðar, er veröa sýndar að Grensásvegi 9, þriöjudaginn 25. apríl kl. 12—3. Tilboðin veröa opnuö í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliöseigna Sjóstangaveiöimót AlÞjóðlegt Sjóstangaveiðimót verður haldiö í Vestmannaeyjum um hvítasunn- una Þ-e. laugardaginn 13. maí og sunnudaginn 14. maí. Mótiö verður sett föstudaginn 12. maí kl. 2*1. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. maí n.k. til Þorbjarnar Pálssonar, símar 98-1532 eöa 1941. Stjóstandaveiðifélag Vestmannaeyja Garðrósir Sala á rísastilkum er byrjuö. Gróðrastöðin Birkihlíð, Nýbýliavegi 7, Kópavogi. Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. júní n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarins, Sveinatungu v/ Vífilsstaöa- veg, alla virka daga frá 25. apríl til 23. maí n.k. frá kl. 8.30 f.h. til kl. 4 e.h. þó ekki laugardaga. Kærur vegna kjörskrárinnar, skulu hafa borist undirrituðum eigi síðar en 3. júní n.k. Bæjarritari Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTUR BÆR Ingólfsstræti, Upplýsingar í sima 35408 wgmtMftMfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.