Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAJÐffi''LA'UGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Hann var sjálfs- gagnrýninn Sjálfur lýsir Snorri sér með eftirfarandi orðum: „Ég var alinn upp við mikla vinnu, allsterka en fáskrúðuga menningu. Ég var seinþroska, fljóthuga en ekki að því skapi athugull og átti sem aðrir sveitadrengir þeirra tíma, heldur fábrotinn skilning á lífinu og tilverunni“.13) Snorri er að koma frá námi í Noregi þegar hann skrifar þetta. Hann heldur áfram: „En það sem ég hefi ritað hjá mér þennan dag, er ég sigldi inn Eyjafjörð, ber þess greinilega vott, að ég hefi dýpkað þennan skilning að mun. Og ég þakka það fyrst og fremst Lars Eskeland og skólaverunni á Voss. Og nú, er ég lít til baka, þykist ég sannfærður um að þetta er rétt. Af þessari utanför minni hafði ég meira gagn en ég sá þá fyrir. Hún varð mér hinn mikli þroskagjafi á allan hátt.“ 13) Þarna lítur Snorri í einni sjónhendingu yfir langan starfs- dag og metur á augabragði þau áhrif,' sem hann varð fyrir í Noregi. Baksviðið er svo sveitin og uppvaxtarárin þar sem hann hafði tileinkað sér þau manndómsverð- mæti, sem hann síðar ræktaði af þeirri kostgæfni, sem honum var lagið. Á Snorra hlóðust gegnum árin ýmiss konar trúnaðarstörf við sveitarstjórn, síldarmat og annað, auk hinna ýmsu starfa, sem tengd voru kennslu og námseftirliti. Um þetta farast Snorra orð á þessa leið: „Ekki finnst mér nú, er ég lít til baka á þessi ár, að mig hafi sjálfan langað svo mjög til að komast til áhrifa í sveitarfélaginu. En ég hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, sem byr hlutu og ýttu mér fram. Hins vegar var ég kappsamur að eðlisfari og vildi ógjarnan láta hlut minn, þegar í deilur var komið um eitt eða annað, sem á baugi var og um keppt. En þess reyndi ég þá jafnan að gæta, að ekkert slíkt truflaði á einn eða neinn hátt störf mín við skólann." 4) Skopskynið var vakandi þar sem það átti við í öllu lífi og starfi var Snorri Sigfússon léttur í lund og þótt hann hafi ávallt verið fullur áhuga á því að leysa raunveruleg vanda- mál hafði hann jafnan mjög næmt auga fyrir hinu skoplega í lífinu, og þá var hann sjálfur síst undanskilinn, sem bitbein skops- ins. En það er m.a. einmitt í þessum ham, sem einn af sterk- ustu skapgerðareiginleikum Snorra kemur svo glögglega fram. Allt, sem hann sá, heyrði og skynjaði í mannlegum viðskiptum gaf honum tilefni til að boða, kenna og leiðbeina. Eitt sinn segir Snorri frá því, þegar hann var að yfirgefa hótel eitt í Kaupmannahöfn, en þar, hafði hann verið næturlangt í boði Ásgeirs Ásgeirssonar, sem þá var ráðherra. Þar segir Snorri: „Ætl- aði ég mér að læðast út um morguninn svo að lítið bæri á. En það fór á aðra leið. Hitti ég þar brátt bugtandi þjón, sem tók af mér töskuna til þess að fá að bera hana, spurði hvort ekki ætti að kalla á vagn, sem ég þvertók fyrir. Var karl óðamála og kurteisin sjálf og hjálpsemin uppmáluð, og þótti mér sem hann ætlaðist til að hann fengi þetta borgað. En fyrir þessu hafði ég hálfkviðið, því að pyngjan var ekki orðin neitt ýkja þung. En nú komu til sögu mannalætin, ekki mátti spyrjast, að forsætisráðherrann legði lag sitt við slíka larfa, sem ekki gætu greitt fyrir sig. Og nú reif ég upp budduna og úðaði í hann pening- um, helmingi meira en ég mátti, peningum, sem ég hafði ekki tímt að kaupa mér mat fyrir. Þarna var íslendingurinn lifandi kominn. En ekki var ég fyrr sloppinn frá karli, út á götuna, en ég rak upp rokna hlátur að öllu saman. Og það hef ég oft gert síðan, þegar flottræfils- hátturinn í fari okkar hefur blasað við auga.“ 14) í einú bréfi til fræðslumála- stjóra gerir Snorri athugasemd við það, að fæðingarár sitt hafi verið ranglega tilfært og þó að skekkjan hafi aðeins verið þrjú ár sá Snorri ástæðu til að gera skemmtilega athugasemd til sinna yfirmanna. Hann segir: „Ég tók eftir þvi á einhverju blaði, að aldur minn er reiknaður í sentimetrum, en á að vera í metrum, þ.e. frá 1909 í staðinn fyrir 1912. Þetta bið ég þig að laga.“ 15) Tvær tegundir bréfa Haustið 1952 hafði Snorri staðið fyrir námskeiði fyrir kennara að Laugaskóla í S-Þingeyjarsýslu. I bréfi til fræðslumálastjóra kemur fram sérkennilegur framsetn- ingarmáti, sem stingur mjög í stúf við fræðimannslega framsetningu hans í greinargerðum almennt. Þar segir: „Hér með skil ég eftir, þér til upplýsingar, meðfylgjandi plögg, sem sýna það og sanna, að þú þarft að hjálpa upp á sakirnar með stórfé, þótt reynt væri að spara. Undirballansinn er 4.260,00, svo að þú sleppur -aldrei með minna en 3—3.500,00 — vinur. Því að vitanlega verðum við að bera eitthvað þótt við gefum það ekki og ættum ekki að gera það. — Það er svo virðingarvert að kennarar sæki slík námskeið, að það má ekki leggja á þá þung gjöld önnur en uppihaldið." 15) Snorri virðist skrifa tvær teg- undir bréfa til fræðslumálastjóra, annað er létt kunningjabréf eins og það, sem að ofan getur, hitt er formlegt embættisbréf. Embættis- bréf, skýrslur og greinargerðir Snorra eru yfirleitt mjög formföst og efnisleg og öll enda þau með umsögn og mati höfundar á ástandinu og mjög oft fylgja einnig ákveðnar tillögur til úrbóta. Snorri hefur verið mjög áræðinn og óspar að láta skoðanir sínar í ljós. Hann var ekki pexgjarn, en komst óvenjulega vel að kjarna hvers máls. Þótt honum hafi greinilega oft fundist slóðaskapur í ýmsum málum var Snorri slíkt prúðmenni að hann gat yfirleitt sagt það, sem hann vildi, án þess að stuða nokkurn mann. Ef til vill var það einlægnin í fari Snorra, sem hefur gert það að verkum öðru fremur, að menn hlustuðu og tóku mark á því, sem hann var að segja. Allt að því rómantískur Þegar hann var nýkominn frá námi í Noregi skrifar hann í Skólablaðið. Þar standa þessi einlægu ábendingarorð ungs manns, sem veit að hann býr yfir ákveðnu valdi. Hann segir: „Lærið af Norðmönnum og bælið ekki börnin inni. Athugið þetta skóla- og fræðslunefndir." 16) Snorri hefuj- einnig verið óvenjulega tilfinningaríkur, allt að því rómantískur. í minningum ' sínum segir hann frá því er hann var að koma til íslands eftir tveggja ára námsdvöl í Noregi. Þar segir svo: „Og svo var það góðviðrisdaginn 9. júní að við sigldum inn Eyjafjörð. Þá söng ég hátt og snjalit vísu Jóns Ólafsson- ar „Guð ninn þökk sé þér, þú að fylgdir mér aftur hingað heim.“ 13) Þessi rómantíski og einlægi strengur kemur mjög víða fram í störfum Snorra og samskiptum við fólk. Þórarinn Kr. Eldjárn segir um Snorra: „Þar hefur gáfumaður fetað veginn. Maður, sem er sinnar eigin gæfu smiður." 2) Þau dæmi, sem hér hafa verið tilfærð sýna glögglega ýmis skap- gerðareinkenni Snorra Sigfússon- ar. Hann var húmoristi, ljúfmenni og prúðmenni, hamhleypa til athafna, vitur, skilningsríkur, trygglyndur og léttur. Er hægt að hlaða öllu meira á nokkurn mann. Ef til vill ekki. Það besta er þó, að það er allt satt. Bridgefélag kvenna: Nú stendur yfir hraðsveita- keppni, sem verður haldin í fimm skipti. 14 sveitir taka þátt í keppninni, og er spilað í tveim riðlum, 7 sveitir í hvorum, og spiluð 5 spil á milli sveita á kvöldi. Eftir 1. umferð eru eftirtaldar sveitir efstar: stig Hugborg Hjartard. 625 Bjarni Jónsson 604 Alda Hansen 590 Gunnþórunn Erl.dóttir 581 Sigríður Jónsdóttir 566 Þóra B. Ólafsd. 562 Guðrún Einarsdótt r 53 Meðalskor: 540 stig. Næsta umferð í þessari keppni verður spiluð í Domus Medica, mánudaginn 24. apríl n.k., og hefst kl. 20 stundvíslega. Bridgefélag Kópavogs Barómeter-tvímenningskeppni Bridgefélags Kópavogs var haldið áfram fimmtudaginn 13. apríl og voru spilaðarð umferð- ir. Besta árangri kvöldsins náðu: stig Haukur Hannesson — Ragnar Björnsson 67 Karl Stefánsson — Birgir ísleifsson 60 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 52 Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 43 Þegar spilaðar hafa verið 22 umferðir alls hafa Guðbrandur og Jón Páll enn örugga forystu. Staða efstu para er annars þessi: stig Guðbrandur Sigurbergss. — Jón Páll Sigurjónss. 240 Guðmundur Pálsson*— Sigmundur Stefánss. 210 Óli Már Guðmundsson — Ásmundur Pálsson 183 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 182 Haukur Hannesson — Ragnar Björnsson 175 Ekki verður spilað á sumar- daginn fyrsta en keppnirni lýkur fimmtudaginn 27. apríl. Föstudaginn 14. apríl heim- sótti Bridgefélag Kópavogs Bridgefélag Selfoss, og var haldin hin árlega bæjakeppni milli félaganna, en keppt er um tey vita so væl, ’ hvor ið hesar dagar tey oll troysta skal tí hann sum á jerð ollum valda man, oll tíni hann styrkir og hjálpa kann. A. Johansen Bridgekapping i Samband við 10 ára stovningardagin verður almenn parakapping i Hoydalum leygardagin tann 22. apríl kl. 14.30. Luttakarar, ið ikki eru limir í einum bridgefelag, kunnu tekna seg á tlf. 12305 sunnudagin aftaná kl. 14.00 og mánadagin ímillum kl. 18.00 og 19.00. F0roya Bridge Samband Það er alltaf gaman að lesa færeyskuna. Þessi auglýsing er úr Dimmalætting um bridgekeppni sem hefst í dag. Að vísu er of seint að láta skrá sig í keppnina nú en ekki er ólíklegt að einhverjir íslendingar verði þó meðal þátttakenda. Bridge eftir ARNÓR RAGNARSSON veglegan farahdbikar sem Óli M. Andreasson gaf til þessarar keppni. Sex sveitir kepptu frá hvoru félagi og sigruðu Kópa- vogsmenn naumlega með 63 stigum gegn 57. Sigurður Emilsson 88 Óli Kr. Björnsson — Vilhjálmur Einarsson 46 Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófusson 31 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 31 Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári er þriggja kvolda hraðsveitakeppni sem hefst n.k. þriðjudag. Félagar gamlir og nýir eru hvattir til að fjöl- menna. Bridgefélag Hafnarfjarðar Barómeters-tvímenningskeppni B.H. er nú lokið með sigri þeirra Árna Þorvaldssonar og Sævars Magnússonar sem hlutu 1421 stig eða 224 yfir meðalskor (1197). Annars voru þessir með grænar tölur (yfir miðlung) hjá Guðmundi keppnisstjóra Kr. Sigurðssyni:' Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 224 Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 164 Kristján Ólafsson — Ólafur Gíslason 137 Bjarni Jóhannsson — Þorgeir Eyjólfsson 129 Hörður Þórarinsson — Þorsteinn Þorsteinsson 112 Guðni Þorsteinsson — Kristófer Magnússon 97 Albert Þorsteinsson — Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins 2ja kvölda einmenningur Dyrjaði á mánudaginn, eftir fyrra kvöldið er staðan þessi: A-riðill stig Sveinbjörn Axelss. 109 Finnbogi Finnbogas. 105 Vikar Davíðsson 100 Viðar Guðmundsson 98 Hörður Davíðsson 92 Gísli Benjamínsson 92 B-riðill Ólafur Árnason 108 Óli Valdimarsson 108 Helgi Einarsson 106 Hermann Ólafsson 104 Ragnar Þorsteinsson 100 Pétur Sigurðsson 100 Mætið fyrr en síðast, eigi síðar en 19.45. Hækkun á dmttarvöxtum Veðdeildarlána (Húsnæðismálastjórnarlána) Frá og með 1. maí hækka dráttarvextir á öllum veðdeildarlánum, sem tekin hafa verið eftir 1. júlí 1974 og bera bókstafinn F. D,E og F lán falla í gjalddaga 1. maí og verða áfram 1% dráttarvextir á D og E lánum. Dráttarvextir F lána hækka hinsvegar úr 1% í 3% fyrir hvern mánuð og byrjaðan mánuð. Að auka og treysta samstarf heimila og skóla Snorri Sigfússon var aðalhvata- Framhald á bls. 30' Athugið að þessi breyting tekur gildi 1. maí n.k. Veðdeild Landsbanka íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.