Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 33 Gunnar Thoroddsen m ■■ félagsmálaráðherra: Jp |C|211H lausn á vinnudeilum Starf ríkissáttasemjara aðal- starf. Skipaður til 4ra ára. Sér- stakur varasáttasemjari ráðinn Hér fer á eftir framsaga Gunnars Thoroddsen félagsmálaráðherra með frv. um sáttastörf í vinnudeilum, sem nú liggur fyrir til afgreiðslu hjá Alþingi. Tilgangur þessa frv. er að stuðla að friðsamlegri lausn á vinnudeil- um með auknu sáttastarfi. Árið 1925 voru sett lög um sáttatilraunir í vinnudeilum. 1938 voru þau lög felld inn í 1. um stéttarfélög og vinnudeilur með nokkrum breytingum. Árið 1926 var sáttasemjari ríkisins fyrst skipaður; það var dr. Björn Þórðarson, síðar forsrh. og gegndi hann því starfi frá 1926—1942. Jónatan Hallvarðsson, síðar hæstaréttardómari, gegndi starf- inu frá 1942—1945 og Torfi Hjartarson tollstjóri frá 1945 og gegnir því enn. Allir þessir sátta- semjarar hafa notið óskoraðs trausts, jafnt launamanna sem vinnuveitenda, fyrir samvisku- semi, þrautseigju og réttsýni. Núverandi sáttasemjari ríkisins, sem þannig hefur gegnt því starfi í meira en þrjá áratugi, hefur sinnt því með sérstökum sóma og við allra traust. En sáttasemjarastarfið hefur verið aukastarf við hliðina á annasömu embætti. Það er vissu- lega orðið tímabært að gera starf ríkissáttasemjara að fullu starfi. Kjaramálin eru svo umfangsmikill og mikilvægur þáttur í þjóðlífinu, að æskilegt er, að ríkissáttasemj- ari geti helgáð sig þeim alfarið. Starf ríkissáttasemjara þarf því að gera að föstu starfi, aðalstarfi. Hann þarf að vera sjálfstæður og óháður embættismaður og hafa aðstöðu til að haga störfum sínum svo, að hann njóti fulls trúnaðar hjá báðum aðilum vinnumarkaðs- ins. Það þarf að búa svo að starfinu, að þessum tilgangi verði náð. Sáttasemjari þarf að vera að verki árið um kring, fylgjast að staðaldri með ástandi atvinnu- mála og þróun í launamálum. Aðildar eiga að geta leitað aðstoð- ar hans og fyrirgreiðslu á hvaða stigi mála sem er, þótt ekki hafi enn slitnað upp úr samningaum- leitunum eða vinnustöðvun verið boðuð. Eins er það æskilegt, að sáttasemjari geti boðið fram aðstoð sína og milligöngu hvenær sem er, þótt ekki sé í hnút komið. Meginefni þessa frv., sem hér liggur fyrir, er því þetta, að starf sáttasemjara verði aðalstarf og að á hann verði lögð ríkari skylda en nú er til að hefjast handa um sáttastörf. Þetta frv. myndi koma í staðinn fyrir III. kafla vinnulöggjafarinn- ar frá 1938. Eins og skýrt er í grg., bæði almennum aths. og sérstök- um aths. við hverja einstaka gr., þá eru flest ákvæði þess efnislega óbreytt frá því sem er í núgildandi 1. Þetta frv. snertir ekki nein þau réttindi, sem núgildandi lög veita stéttarfélögunum. Það er gert ráð fyrir því, að ríkissáttasemjari verði skipaður til fjögurra ára í senn. Hann skal vera íslenskur ríkisborgari, fjár síns ráðandi og hafa óflekkað Gunnar Thoroddsen. mannorð og þess skal gætt, að afstaða hans sé slík, að telja megi hann óvilhallan í málum launþega og vinnuveitenda, eins og segir í 1. bifreiða FRAM VAR lagt á Alþingi frumvarp til laga er fclur í sér tvöfiildun á vátryggingarfjárhæð skyldutryggingar bifreiða og annarra skrásetningarskyldra ökutækja. Verður þá vátrygging- arfé bifreiðar 24 milljónir króna og annarra ökutækja 12 milljónir króna. Ólafur Jóhannesson, við- skiptaráðherra, mælti fyrir þessu gr. frv. Þá er einnig gert ráð fyrir að skipa varasáttasemjara til fjögurra ára í senn. Hann skal fullnægja sömu skilyrðum, en starf hans verður aukastarf. Hann fer með störf ríkissáttasemjara, þegar hann er forfallaður og verður honum einnig til aðstoðar þegar þörf krefur. Þá er gert ráð fyrir, að ríkissáttasemjari geti skipað aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu, og það er borgaraleg skylda að taka að sér slík störf. Það hefur oft komið fram á undanförnum árum, að bæði full- trúar verkalýðssamtakanna og fulltrúar atvinnurekenda hafa lýst áhuga sínum á því, að slík breyting yrði gerð, sem þetta frv. felur í sér. Ég vænti þess, að þetta frv. fái góðar undirtektir og takist að afgreiða það með fullu samkomu- lagi við aðila vinnumarkaðsins. Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og félmn. tvöfölduð frumvarpi í efri deild Alþingis í gær. I greinargerð með frumvarpinu segir orðrétt: „Vátryggingarfjárhæðir fyrir hina lögboðnu ábyrgðartryggingu ökutækja voru með lögum nr. 62 31. maí 1976 hækkaðar í 12 millj. kr. fyrir bifreiðar og 6 millj. kr. fyrir önnur ökutæki. Vegna verð- lagsrþóunar þeirrar, sem síðan hefur orðið, er lagt tii. að vátrygg- ingarfjárhæðirnar wrði nú hækk aðar á ný, þannig að aukið verði öryggi þeirra, scm fyrir tjóni kunna að varða, svo go eigenda ökutækjanna. Er gert ráð fyrir þvi að vátryggingarfjárhæðirnar tvö- faldist og verði þá 24 millj. kr. fyrir bifreiðar og 12 millj. kr. fyrir önnur skráningarskyld ökutæki. Jafnframt hækki vátryggingar- fjárhæð vegna bifreiða, sem flytja fleiri en tíu farþega, að sama skapi, og verði 1.200.00 kr. fyrir hvern farþega umfram tíu. Eigin áhætta þess, sem fébóta- ábyrgð ber á tjóni af völdum bifreiðar, er nú allt að 15.000 krónur og og vegna annarra ökutækja 7 500 krónur. Með hækkun vátryggingarfjárhæða og óbreyttu ákvæði 73. gr. umferðar- laga yrði eigin áhætta allt að 30.000 krónur og 15.000 krónur. Þykir eigi rétt að hækka eigin áhættu svo mjög að krónutölu og er því lagt til að eigin áhætta verði allt að 24.000 krónum fyrir bifreið- ir og 12.000 krónur fyrir önnur ökutæki. Vátryggingartímabil ábyrgðar- trygginga ökutækja hófst 1. mars sl. Er lagt til að hækkun vátrygg- ingarfjárhæða og eigin áhættu taki gildi 1. maí n.k. AIÞMGI Ný þingmál I stuttu máli Vinnudeilur, umhverfismál fóðurvörur og heilbrigðismál Sáttastörf í vinnudeilum Fram hefur verið lagt á Alþingi frv. til laga um sátta- störf í vinnudeilum. Megin- breytingar, sem frv. gerir ráð fyrir, eru, að starf sáttasemjara ríkisins verði aðalstarf; að á hann verði lögð miklu ríkari skylda en nú er til að hefjast handa um sáttastörf, og honum fengið starfslið. Að sáttasemj- ara verði veittur víðtækari réttur til afskipta af vinnudeil- um en i gildandi lögum og jafnframt lögð á hann ríkari skylda til að hefjast handa um sáttastörf. Umhverfismál Stjórnarfrumvarp um um- hverfismál hefur verið lagt fram. Meginverkefni frv. er tvíþætt. í fyrsta lagi er þar að finna ýmis ákvæði um umhverf- is- og mengunarvarnir, m.a. ákvæði sem áskilja starfsleyfi til atvinnu- og iðjureksturs, sem telja má hættulegan umhverfi. I öðru lagi er yfirstjórn umhverf- ismála sameinuð í höndum eins stjórnsýsluaðila. Er gert ráð fyrir að þar verði um sérstaka nýja stjórnardeild að ræða. I greinargerð segir að ljóst sé að brýna nauðsyn beri til að samræma reglur íslenzkra laga um umhverfis- og mengunarmál og setja nýjar. Markmið frv. sé að stemma á að ósi í þessum efnum, efla alhliða umhverfis- vernd og koma á virkum vörnum gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfis- áhrifum. Varðveizla og viðgang- ur náttúrugæða landsins er það grundvallaratriði, sem leitast er við að tryggja með ákv. frv. sem og sem bezta sambúð lands og þjóðar. Fóðurvörur Fram hefur verið lagt stjórn- arfrv. um eftirlit með fram- leiðslu á fóðurvörum, áburði, og sáðvörum, og verzlun með þær vörur. Frv. þetta er að stofni til samið af nefnd, sem skipuð var í samræmi við lög nr. 32/1968. I grg. með frv. segir m.a.: Búnaðarþing er sat í vetur fjallaði um frumvarpið og gerði á því nokkrar breytingartillög- ur, sem í aðalatriðum voru teknar til greina og eru í núverandi mynd frumvarpsins. 1. Eðlilegt þótti að um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru séu gildandi ein lög en ekki þrenn. Margt er sameiginlegt með þessum rekstrarvörum landbúnaðarins, og með ein- um lögum eru líkur á, að eftirlitið geti orðið ódýrara, en þó virkara en það yrði í þrennu lagi (með þreföldu kerfi). 2. Aðalsjónarmið hefur verið að semja frumvarp, sem mynd- aði nauðsynlegan lagaramma um eftirlit með vörum þeim, sem hér um ræðir, en ítar- legri ákvæði um framkvæmd- aratriði yrðu sett í reglugerð. 3. Sú reynsla, sem fengist hefur með starfi Fóðureftirlits rík- isins sýnir, að full ástæða er til eftirlits á þessu sviði og jafnframt að þörf er á að breyta núgildandi lögum og reglugerð um Fóðureftirlitið. 4. Áhersla er lögð á upplýsinga- skyldu eftirlitsins bæði til framleiðenda, verslunaraðila og bænda eða annarra kaup- enda. Á þann hátt má ætla að eftirlitið komi að mestu gagni fyrir alla og líkur verði á að koma megi í veg fyrir tjón af völdum vanþekkingar, mis- taka eða annarra atvika. Tannsmiðir, menntun og starfsréttindi Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrv. um tann- smiði. í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir stofnun tannsmiðaskóla, sem rekinn skal í tengslum við tannlæknadeild Háskóla Is- lands. I 1., 2. gr. og 3. gr. er _ kveðið nánar á um skólann, rekstur hans, stjórn o.þ.h. í 4. gr. segir að námið skuli vera bæði fræðilegt og verklegt. Hið verklega nám skal verða þriðjungur námstímans. Rétt til að kalla sig tannsmið hefur sá einn, sem lokið hefur prófi frá tannsmiðaskólanum, sbr. þó ákvæði til bráðabirgða. Ákvæði þetta takmarkar ekki rétt tann- lækna til að stunda.tannsmíði. Tannsmiður sem lokið hefur prófi og starfað að tannsmíðum um þriggja ára skeið hið minnsta eftir lok náms getur fengið heimild til að veita forstöðu tannsmiðastofu. I 6. gr. segir að skólanefnd tannsmiða- skólans geti veitt manni, sem lokið hefur jafngildi tannsmiða- námi erlendis og að öðru leyti telst hæfur til starfans, starfs- heimild er jafngildi prófi hér heima. I ákvæðum til bráða- birgða er tannsmiðum, sem lokið hafa námi skv. þeim reglum er gilt hafa, gert að senda skólanefnd, innan 6 mán- aða frá því að frv. þetta fær lagagildi, umsókn um starfsrétt- indi. Hafi tannsmiður fengið meistararéttindi fyrir gildistöku frv. skal hann teljast hafa fullnægt skilyrðum til að fá starfsréttindi skv. frv. Tann- lækpar og meistarar í tann- smíðaiðn þurfa og, innan 3ja mán. frá gildistöku frv., ef að lögum verður, að tilkynna skóla- nefnd tannsmiðaskólans um nema sína og gefa upplýsingar um, hvar hver nemi sé á vegi staddur o.s.frv. Eftir að tann- smiðaskólinn er tekinn til starfa er tannlæknum og tannsmíða- meisturum óheimilt að taka nema til tannsmíðanáms. Heyrnar og talmeinastöð Þá hefur ríkisstjórnin lagt fram frv. til .laga um heyrnar- og talmeinastöð á íslandi. Frv. er samið af nefnd, sem heil- brigðisráðherra skipaði í þeim tilgangi. Forsaga málsins er hjá félaginu Heyrnarhjálp, sem stofnað var þegar 1937. Árið 1962 er komið á fót vísi að heyrnarstöð, sem var til húsa hjá Heilsuverndarstöð Reykja- víkur og rekin á vegum Reykja- víkurborgar. 1969—1970 er sett á stofn fyrsta og eina háls-, nef- og eyrnadeildin á íslandi. Starf- semi deildarinnar er m.a. fólgin í skurðaðgerðum, þ.e. heyrnar- bætandi aðgerðum, sem ekki eru framkvæmdar á öðrum sjúkra- húsum hérlendis, auk umfangs- mikillar göngudeildarstarfsemi. Vísir að heyrnardeild er á Akureyri, er nýtur faglegrar fyrirgreiðslu deildarinnar í Reykjavík. Frv. þetta gerir ráð fyrir því að starfsemi Heyrnar- hjálpar og heyrnardeildar Heilsuverndarst. Rv. verði sam- einuð og rekstur deildarinnar við Börgarspítalann haldi áfram. Markmið hinnar nýju stofnunar verði m.a. að tryggja það, að ávallt sé hér að boðstól- um fullkomnustu tegundir heyrnartækja og annarra hjálp- artækja. Einnig fullkomin við- gerðarþjónustu. Og að sjálf- sögðu sérþjálfað starfsfólk til leiðbeiningar sjúklingum. Á árinu 1976 leituðu 652 aðilar aðstoðar starfshóps félagsins Heyrnarhjálpar. Frumvarp til laga: Vátryggingarfjárhæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.