Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 MOBötJK/---. v KAFf/NU * 1 '' ^ __ cf GRANI göslari Eru fleiri á annarri skoðun Ég sagði þér að kasta ruslinu saman. en að vísu talaði ég ekki um skóflu! Það er engin ástæða til að leggja sig allan fram við að myndin verði sem líkust mér. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson SPILIÐ í dag er frá árlegri spilahátíð ísraelsmanna. Philip Morris Evrópukeppnin hefur teygt sig þangað suður og í febrúar var hún hluti af hátíð- inni. 236 spilarar tóku þátt í tvímenningskeppni þessari en í allt var spilað á 991 borði. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. ÁDG52 H. G104 T. 763 L. DG Vestur S. K H. KD7 T. KG94 L. K8732 Austur S. 973 H. 963 T. 10852 L. 954 COSPER ©PIB COPtNMHGiN •J---------1? ír- Nú mun prófessorinn segja frá hausaveiðimönnum í Ástralíu! Suður S. 10864 H. Á852 T. ÁD L. Á106 4 spaðar voru algengur og eðlilegur lokasamningur á hendur norðurs og suðurs. En á einu borðanna varð suður sagnhafi í einu laufi redobluðu — sjaldgæfur samningur. Sagnhafi sá, að ef 4 spaðar stæðu þyrfti hann að fá tvo yfirslagi til að fá hærri tölu og þar með betri skor. Hann tók laufút- spilið í borði og greinilega þurfti margt að takast. Tapslagirnir virtust vera 2—3 á lauf, 1 á tigul, 1—2 á hjarta og hugsanlega spaðaslagur. En vestur hafði sýnt styrk með opnunardobli sínu og hugsanlega var hægt að neyða hann til að spila tígli upp í gaffalinn. í 2. slag var H.G. spilað frá blindum og vestur fékk á drottn- ingu. Hann spilaði spaða K og trompaði spaða D í næsta slag. Síðan spilaði hann laufi, sem tekið var í borði. Blindur fékk næsta slag á spaða G en vestur lét tígul. Sagnhafi tók þvínæst á hjartaás og laufás og spilaði spaða, sem vestur trompaði með síðasta trompi sínu. Og hann gat ekki gert meir en tekið á hjarta K og spilað tígli upp í ÁD. Sagnhafi fékk þannig yfirslagina tvo á tígul- drottningu og þrettánda hjartað. VETR ARBRAUT AH VIRFING „Fjarlægar vetrarbrautir hafa fundist álíka margar og talið er, að stjörnur okkar eigin vetrarbrautar séu margar. — Hvaðan mætti vænta hjálpar hrelldu mannkyni jarðar okkar, ef ekki frá öflugum kærleiksríkum viskuverum annars staðar í þessum mikla alheimi?“ Marklitlar mælingar? „Góði Velvakandi. Fyrir nokkru var skorað á menn að koma á ákveðna staði í Reykjavík til að fá mældan blóðþrýsting. Gegndu því margir. Voru þeir sem mældust hafa hærri þrýsting en hollt er talið hvattir til að leita læknis. Veit ég nokkur dæmi þess að útkoman hjá lækni varð stórum hagstæðari en reynd- ist þarna þennan tiltekna dag. Var þessu fólki skotinn skelkur í bringu að óþörfu. Kona sem ætíð hefur haft lágan blóðþrýsting mældist hafa hann mjög hækkað- an. Fór hún síðan á tvo af hinum stöðunum án þess að reyna annað á sig en sitja í bíl. Er ekki að orðlengja það að milli hæstu og lægstu útkomu voru 55 stig á efri mörkunum en 80 á þeim neðri. Mér kemur i hug að hjá sumum hafi blóðþrýstingurinn mælst að sama skapi lægri en hann var og þeir því ekki leitað læknis þótt þeir þyrftu þess. Þar sem mælingarnar virtust svona marklitlar, var þetta þá alveg út í hött? Varla er hægt að byggja skýrslur á slíkum forsend- um.“ Ekki er fleira fjallað um hinn svonefnda háþrýstingsdag en bréf- ið er nokkru lengra og tekur upp önnur mál: • Verra skýli? „Við Sundlaugaveg hefur lengi staðið sæmilega hentugt skýli handa farþegum strætisvagnanna. Síðan var það tekið burt og annað verra sett í staðinn. Gamla skýlið var breitt og gott skjól var í því fyrir öllum vindáttum nema helzt sunnanátt, sem var sjaldan. í því var bekkur. Nýja skýlið er mun MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 25 verið á vakki í grennd við bekkinn eins og hann biði eftir merki um að fá sér sæti? ' Saimbron hafði ekki tekizt að lýsa honum. þar sem hann hafði augsýnilega ekki veitt honum neina athygli. Það sem hann hafði um hann að segja var þó lýsandi á slnn hátt. — Svona maður eins og maður sér á bekkjunum í þessu hverfi. Einn af þessum mönnum sem hafði ekkert sérstakt starf með höndum og gat bara setið klukkutímum saman á bekk og horft á mannmergðina fara hjá. Og hvert hverfi hefur sína eigin tcgund af slikum mönn- um. Á aðra hliðina voru ljós- brúnu skórnir — á hinn bóginn var það bekkjarsetan. Og Maigret gat einhvern vcginn ekki fengið dæmið til að ganga almcnnilega upp. Og síðast en ekki sízt hlasti síðan við sú staðreynd að Louis Thouret hafði á dimmu og drungalegu kvöldi farið inn í undirgang, þar sem hann virt- ist eiga harla lítið erindi og einhver hafði elt hann þangað og stungið hann hnífi í bakið rétt hjá iðandi umferðinni á götunni. Myndin hafði birzt í blöðun- um og enn hafði cnginn hringt. Maigret dundaði áfram við að gera athugasemdir á skjöl og skrifa skýrslur. Úti fyrir varð æ drungalegra, það var næst- um orðið dimmt. Hann varð að kveikja og þó sá hann að klukkan var ekki orðin þrjú. Svo tók hann þykka frakkann sinn niður af snaganum og áður en hann fór opnaði hann í hálfa gátt inn til fulltrúanna. — Ég kem eftir einn eða tvo klukkutima. Það var ástæðulaust að taka bilinn. Hann sté upp í strætis- vagn og nokkrum mfnútum síðar sté hann af við Houlevard Sebastopol. Um þetta leyti daginn áður var Louis Thouret enn á lífi. Ilann var þá væntanlega að reika um hverfið og haíði enn nokkra stund til eSgin umráða áður en hann skipti um skó og færi með lestinni frá Gare de Lyon og heim til Juvisy. Það var iðandi kös á gang- stéttunum. Á hverju horni varð hann að bfða drykklanga stund cftir að komast yfir götuna. Þegar grænt ljós kom steyptist manníjöldinn sfðan samtímis út á götuna. Það er Ifkast til þcssi bekkur þarna. hugsaði hann þcgar hann kom auga á bekk á gangstéttinni gegnt Boulevard Bonne Nouvelle. Þar sat enginn þessa stundina en á bekknum lá fitugur umbúðapappír sem gaf til kynna að einhver hefði verið að borða þarna. Gleðikonur voru á veiðum á horninu á Rue Saint Martin og auk þess nokkrar inni í Iftilli veitingastofu og þar sátu einn- ig fjórir menn við spil. Við horðið sá hann mann sem hann kannaðist við, þar var kominn Neveau lögreglufull- trúi. Maigret beið eftir honum við dyrnar og ein stúlknanna hélt hann væri að bfða eftir sér og gaf honum jákvætt merki. Maigret hristi höfuðið utan við sig. Fyrst Neveau var þarna hafði hann sjálfsagt spurt fólkið spjörunum úr. Hann vann í þessu hverfi og þekkti alla. — Jæja. hvernig gengur? spurði Maigret þegar þeir gengu út úr veitingastofunni. — Ég hef kembt hverfið sfðan klukkan átta og talað við minnsta kosti fimm hundruð manns. — Og hefurðu komizt að því hvar hann var vanur að borða hádegisverð? — Já. hvernig vissuð þér það? — Tja. ég bjóst við hann hlyti að borða einhvers staðar í grcnndinni og ég gerði því skóna hann hefði verið þannig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.