Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Gunnar Einars- son „Leikmaður íslandsmótsins" ÍÞRÓTTAFRÉTTAMENN Morgunblaðsins hafa valið Gunnar Einars- son markvörð í Haukum „Leikmann íslandsmótsins 1977—‘78“ og mun hann ásamt „Markakóngi íslandsmótsins“, Birni Jóhannessyni úr Ármanni, hljóta sérstaka viðurkenningu frá Morgunblaðinu. Gunnar Einarsson Eins og lesendum er kunnugt hafa íþrótta- fréttamenn Morgunblaðs- ins gefið leikmönnum einkunnir í íslandsmótum í handknattleik og knatt- spyrnu undanfarin ár og hafa stigahæstu menn hverju sinni hlotið viður- kenningu. Að þessu sinni kemur vikulangt blaða- mannaverkfall í vetur í veg fyrir að stigin ráði endan- lega um röðina, þar sem nokkrir leikir fóru fram á meðan verkfallið stóð yfir. Hins vegar studdust íþróttafréttamenn blaðsins við einkunnagjöfina við valið að þessi sinni. Var Gunnar Einarsson einróma valinn enda bentu stiga- tölurnar til þess að hann hefði hlotið flest stig ef einkunn hefði verið gefin fyrir alla leikina. Enginn vafi leikur á því að Gunnar er vel að titlinum kominn, frábær markvarzla hans í vetur átti öðru fremur þátt í því að lið hans, Haukar, var í fremstu röð í Islands- mótinu að þessu sinni. Þeir leikmenn, sem veittu Gunnari harðasta keppni, voru Haukur Ottesen, KR, Árni Indriðason, Víkingi, Andrés Kristjánsson, Haukum, Jón H. Karlsson, Val, Páll Björgvinsson, Víkingi og Jens G. Einars- son, IR. Björn Jóhanneseon varð sem fyrr segir „Marka- kóngur Islandsmótsins" og hafði hann nokkra yfir- burði yfir næstu menn. Björn hefur ekki áður orðið markakóngur. Hér fer á eftir skrá yfir markhæstu menn Islandsmótsins: Björn Ármanni Andrés Haukum Jóhannesson 86 Kristjánss. 78 Jón Karlsson Val 78 Brynjólfur Markúss. ÍR 76 Haukur Ottesen KR 69 Björn Pétursson KR 60 Páll Björgvinss. Víkingi58 Janus Guðlaugsson FH 57 Gústaf Björnsson Fram 54 Viggó Sigurðsson 53 Símon Unndórsson KR 52 Verðlaun Morgunblaðs- ins verða afhent næsta haust um leið og afhent verða verðlaun til þeirra knattspyrnumanna, sem skara fram úr í íslands- mótinu á komandi sumri. -SS. Bjö'rn Jóhannesson Urslit í yngri flokkum ÚRSLITAKEPPNIN í öllum yngri flokkum í handknattleik fer fram um helgina og verður leikið á Akureyri og í Hafnarfirði. í Hafnarfiröi hefst keppnin á laugardag kl. 13.00 í 3. fl. kvenna, kl. 13,25 verða leikir í 2. fl. kvenna og kl. 14 í 4. fl. karla. Á sunnudag kl. 13,30 hefst keppnin í Hafnarfirði meö leik í 3. fl. kvenna, kl. 13,55 í 2. fl. kvenna, kl. 14,30 í 4. fl. karla og kl. 15,00 leika í 1. fl. Valur og Víkingur. Á Akureyri hefst keppnin kl. 11,00 fyrir hádegi á laugardag í 3. fl. karla og síödegis kl. 16,00 í 5. fl. A sunnudag fer fram einn leikur í 5. fl. kl. 16. Þrír leikir í Reykjavíkurmót- inu um helgina ÞRÍR leíkir fara fram í meistara- flokki Reykjavíkurmeistaramóts- ins í knattspyrnu um helgina. í dag kl. 14 leika Þróttur og Ármann, é morgun, sunnudag, leika Fram og Víkingur é sama tíma og é mánudagskvöld mæt- ast KR og Fylkir kl. 20. Allir leikirnir fara fram é Melavellinum. Á miövikudagskvöld léku Víking- ur og Fylkir og sigraði Víkingur 2:0. Gunnar Örn Kristjánsson skoraöi bæöi mörk Víkings, þaö síöara úr vítaspyrnu. Þá léku KR og Fram á sumardaginn fyrsta og lauk leikn- um meö sigri KR 1:0. Markið skoraöi Sverrir Herbertsson. Staöan í mótinu er nú þessi: Víkingur 3 3 0 0 7:0 7 KR 3 2 1 0 6:1 6 Þróttur 2 1 1 0 3:2 3 Valur 3 1 0 2 4:3 3 Fram 2 0 1 1 0:1 1 Fylkir 3 0 1 2 0:5 1 Ármann 2 0 0 2 0:8 0 Jón Diðriksson sigraði í 63. Víðavangshlaupi ÍR ÞAÐ VAR Borgfirðingurinn Jón Diðriksson sem sigraði í 63. víðavangshlaupi ÍR. Jón sigraði með miklum yfirhurðum, tók forystuna þegar í upphafi og þegar hlaupararnir komu út úr Vatnsmýrinni var hann langfyrstur. Annar í hlaupinu varð Ágúst Ásgeirsson ÍR, sigurvegari undanfarin tvö ár og þriðji Gunnar Páll Jóakimsson ÍR. Vegalengdin sem hlaupin var var um 4 km. Alls tóku 84 keppendur þátt í hlaupinu sem hófst við Hljómskálann og endaði við Austurvöll fyrir framan Alþingishúsið, var það vel til fundið að láta endamarkið vera þar. Mikill fjöldi fólks fylgdist með hlaupinu enda var veður fallegt og fagurt á sumardaginn fyrsta er hlaupið fór fram. Sigurjón Andrésson IR Þóröur Gunnarsson HSK Albert Imsland Leikni Guðmundur Ólafsson ÍR Guömundur Gíslason Á Ingvar Garðarsson HSK Siguröur Lárusson Á Guðbrandur Ágústsson HSK Stefán Friðgeirsson IR Sumarliði Óskarsson ÍR Bjarni Bjarnason AFT 14,46 14,48 14,50 14.55 14.56 14.57 14.58 14.59 15,04 15,04 15,04 INNANFÉLAGSMÓT í fimleikum á vegum Gerplu fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslánds á sunnu- dag og hefst kl. 1. Keppendur eru um 100. n Jón Diðriksson sem dvelur við nám í Newcastle í Englandi kom sérstaklega heim til að hlaupa víðavangshlaupið. Sagðist Jón ekki hafa verið í svo góðri æfingu áður, og hlaupið ekki hafa verið' sérlega erfitt. Að undanförnu hef ég hlaupið um og yfir 100 km á viku á æfingum og stefni ég að því að ná lágmarkinu í 1500 m fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Jón heldur utan til æfinga og keppni í vikulokin, en kemur svo væntanlega heim aftur í sumar til að keppa á landsmóti ungmennafélag- anna sem haldið verður á Selfossi. ílrslit f 63. víAavangsblaupi ÍR. [|Un Jón Diöriksson UMSB 12,03 Ágúst Ásgeirsson ÍR 12,34 Gunnar Jóakimsson ÍR 12,35 Ágúst Þorsteinsson UMSB . 12,46 Hafsteinn óskarsson ÍR 12,48 Steindór Tryggvason UÍA 13,23 Gunnar Snorrason UBK 13,32 Jónas Clausen KA 13,33 Jóhann Sveinsson UBK 13,56 Lúðvík Björgvinsson UBK 13,58 Bjarki Bjarnason AFT 13,59 , Steindór Helgason KA 14,01 I Ágúst Gunnarsson UBK 14,03 Markús ívarsson HSK 14,04 Þorlákur Karlsson HSK 14,24 Kristján Tryggvason KA 14,27 Gunnar Kristjánsson Á 14,40 Árni Kristjánsson Á 14,44 Úrslit kvennaflokksi Thelma Björnsdóttir UBK 15,53 Aðalheiður Hafsteinsdóttir HSK 16,01 Bryndís Hólm ÍR 16,21 Gillian Foulger ÍR 17,40 Guðrún Heiðarsdóttir ÍR 17,55 Kristín Sigurbjörnsdóttir ÍR 18,25 Auk einstaklingskeppni er í víðavangshlaupi ÍR keppt um ýmsa bikara í mismunandi fjölmennum sveitum. Úrslit sveitakeppnanna urðu sem hér segir: Aðalfundur Hauka AÐALFUNDUR knattspyrnufélags- Ins Hauka fer fram í dag 22. apríl í Haukahúsinu og hefst kl. 2. Stjórnin. 3ja manna sveit karla. 1. sveit ÍR 2. sveit UBK 3. sveit KA Keppt var um nýjan bikar, í fyrsta sinn. Golfmót 6 stig 17 stig 27 stig ,Candy bikarinn", íbrðtllr 5 manna sveit karla Þar var keppt í 3. sinn um „Fíat-bikarinn“ og í þriðja sinn í röð sigraði ÍR og vann þar með þann bikar til eignar. Úrslit urðu: A sveit ÍR 30 stig Sveit UBK 45 stig Sveit HSK 60 stig í 10 manna sveit karla var keppt í þriðja sinn um „Morgunblaðsbikarinn" og vann ÍR hann nú í 3. sinn og þar með til eignar. Úrslit urðu: A sveit ÍR 85 stig Sveit UBK 136 stig B sveit ÍR 244 stig Keppni elstu sveitar 5 manna vann sveit ÍR-inga og var hún samanlagt 190 ára gömul og hefur sigursveit aldrei verið eldri. 3ja manna sveit 30 ára og eldri sigraði Ármann og voru allir hlaupararnir í sveitinni gamlir sundmenn. Elsti þátttakandinn í. hlaupinu að þessu sinni vaf rússneski þjálfarinn Michail Bobrow en hann er 55 ára, var hann heiðraður sérstaklega af framkvæmdanefnd hlaupsins. - þr. Borgfirðingurinn Jón Dið- __ ... riksson kemur í mark sem |\Pl|lS yfirburðasigurvegari í Víða- vangshlaupi ÍR á sumardag- inn fyrsta. (Ljósm. Birgir Jóakimssnn) GOLFKLUBBURINN Keilir í Hafn- arfiröi heldur sitt fyrsta golfmót í dag kl. 2 á Hvaleyri. Leiknar veröa 18 holur meö og án forgjafar. Eyjamenn unnu A SUMARDAGINN fyrsta fór fram í Vestmannaeyjum bæjar keppni í knattspyrnu milli Vest- mannaeyja og Kópavogs. Leikið var á malarvellinum í Löngulág og lauk leiknum með sigri Eyja- manria LO. Bæirnir tefldu fram sínum beztu liðum, ÍBV og Breiðabiiki. Leikurinn var jafn og nokkuð þófkenndur og lítið um góð mark- tækifæri. Snemma í seinni hálfleik geystist landsliðsbakvörðurinn Olafur Sigurvinsson í sóknina og skoraði með föstu jarðarskoti í stöng og inn. Það er ekki oft sem Ólafur skorar en að þessu sinni færði hann liði sínu sigur með þessu skemmtilega marki. Þetta var þriðji leikur ÍBV á 5 dögum. Fjölmargir áhorfendur voru að leiknum. hkj/SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.