Morgunblaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQGR. 22. APRIL 1978
__AUTAMKl
„Sú söguskoöun samhyggjumanna er röng, aö kjör almennings hafi versnaö vegna
iönbyltingarinnar og markaöskerfisins.“
eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Andstaðan við
markaðskerfið
Árið 1954 var gefin út fróðleg bók
Markaðskerfið og sagnfræðingarnir
(Capitalism and the Historians), og var
austurríski hagfræðingurinn Friedrich
A. von Hayek ritstjóri hennar. I bókinni
voru þrír fyrirlestrar frá einu málþingi
Mont-Pélerin-samtakanna og tvær rit-
gerðir. (Frjálslyndir fræðimenn eins og
von Hayek, austurríski eðlisfræðingur-
inn og heimspekingurinn Karl R.
Popper, franski heimspekingurinn Ber-
trand de Jouvenel, enski hagfræðingur-
inn Lionel Robbins og bandaríski
hagfræðingurinn Milton Friedman hafai
haft Mont-Pébrin-samtökin með sér frá
árinu 1948. Geta má þess, að árangurs-
rík hagstjórn Ludwigs Erhards í Vest-
ur-Þýzkalandi og Wilhelms Röpkes í
Svisslandi var mjög í anda þessara
fræðimanna.) Höfundarnir voru sér-
fræðingar í hagsögu (T.S. Ashton, Louis
M. Hacker og W.H. Hutt) nema von
Hayek og de Jouvenel. Þeir vógu og mátu
og fundu léttvæga skoðun samhyggju-
manna (sósíalista á útlenzku) á iðnbylt-
ingunni, sem gerð var í Englandi á
átjándu og nítjándu öldinni, á breyting-
unni úr lénsskipulagi í iðnskipulag.
Þessi söguskoðun samhyggjumanna
hefur valdið miklu um stjórnmálaskoð-
anir nútímamenntamanna, því að
reynslan af fortíðinni eins og menn sjá
hana ræður auðvitað miklu um stefnu
þeirra að framtíðinni. Sagan (eða öllu
heldur vinsælasta söguskoðunin) er í
vissum skilningi minni mannkynsins, og
allir fara í einhverju eftir minni sínu.
Þessi söguskoðun samhyggjumanna er í
sem fæstum orðum sú að á frumdögum
markaðskerfisins, einkum á fyrra helm-
ingi nítjándu aldarinnar, hafi kjör
almennings versnað en batnað vegna
þróun markaðskerfisins (sem hann
kallar „fjármagnskerfi") hafi fært
vestrænum verkalýð „hörmungar og
neyð“. Hann gefur þessa skýringu á
stefnu sinni: „Sjálft fjármagnskerfið var
gagnrýnt, og ýmsum hugmyndum skaut
upp um nýtt þjóðskipulag, betra og
réttlátara. Þannig varð félagshyggjan
(sósíalisminn) til. Hún varð til sem
árangur af leit að nýju þjóðskipulagi,
sem leyst gæti fjármagnskerfið af
hólmi, skipulagi, sem væri ekki eins
ranglátt og miskunnarlaust og fjár
magnskerfið, skipulagi, sem útrýmdi
fátækt og örbirgð, en færði frelsi,
jafnrétti og bræðralag.“ Flokksbróðir
Gylfa, Helgi Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur, ritar um iðnbyltinguna í
Þáttum úr sögu nýaldar, sem er
kennslubók í framhaldsskólum: „Alþýða
manna varð að ýmsu leyti hart úti,
atvinnuleysi var mikið, laun lág, vinnu-
dagur langur og strangur og vinnustaðir
oft hættulegir og heilsuspillandi."
Verkalýðsfélög kallar hann „baráttu-
tækni alþýðunnar fyrir bættum kjör-
um“. Og um samhyggjumenn kveður
hann svo að orði: „Frumkvöðlum þeirra
blöskraði líf og kjör verkalýðsins, og þeir
vildu bæta úr því böli, sem iðnbylting-
unni fylgdi, með algerri nýskipan
samfélagsins." Jón Guðnason lektor í
Háskóla íslands ritar í Mannkynssögu
1789—1848 um iðnbyltinguna. „Áður
átti þetta fólk verkfæri og jarðarskika
og gat framleitt talsverðan hluta af
nauðsynjum sínum, en í stóriðjunni var
það algerlega ofurselt kaupgreiðslum
vinnuveitenda, sem keyptu aðeins vinnu-
afl þess í þeim mæli, er þeir höfðu ábata
af.“ Og hann heldur, að verkalýðsfélögin
hafi átt „drjúgan þátt í að bæta lífskjör
verkalýðsins og efla stéttarvitund hans,
gera^verkamönnum ljóst það afl, sem
fælist í samtökum þeirra." Söguskoðun
samhyggjumanna gætir mjög í bókum
þessara ágætu manna (sem ég tek til
dæmis vegna þess, að enginn efast um
fræðilega sanngirni höfundanna). Og
Friedrich A. von Hayek, ritstjóri bókar
innar Markaðskerfisins og sagnfræðing-
anna (Capitalism and the Historians).
mennings. Afkoma iðnaðarverkamanna
var öruggari en landbúnaðarverka-
manna sem féllu í hallærum eins og von
Hayek sýnir fram á í bókinni. Og Jón
ritar í Mannkynssögu sinni: „Borgirnar
byggðust skipulagslaust, óvönduðum
leiguhjöllum var hróflað upp og fólki
troðið þar inn, sem rými leyfði. Þannig
risu upp fátækrahverfin hvert af öðru,
en þeir, sem efnaðri voru, og þeir voru
langtum færri, reistu sér önnur hverfi
byggilegri." En Ashton, sem tekur
frásagnirnar af húsnæðismálum verka-
manna til dæmis um goðsagnirnar af
iðnbyltingunni, bendir á það, að húsnæð-
ismálin voru að minnsta kosti í eins
miklu ólagi í Dyflinni og Edinborg (sem
voru ekki verksmiðjuborgir) og í verk-
smiðjuborgunum. Og húsnæði var lak-
sjálfsþurftabúskapurinn breyttist í
heimsmarkaðsbúskap, viðskiptafrelsið
tryggði verkaskiptinguna og sérhæfing-
una, sem er nauðsynleg til hagkvæmn-
innar, og tæknilegar nýjungar ráku
hver aðra. En til þess eru margar
ástæður, að röng söguskoðun sam-
hyggjumanna varð algeng. í fyrsta lagi
urðu menn varari við bölið (því að það
var til) en áður, um það var rætt í
blöðum og tímaritum, almenningsálitið
hneykslaðist á því, sem enginn hafði
áður tekið eftir. Með lífskjarabótunum
kom vonin um meira, eftirvæntingin
eftir betri lífskjörum, viðmiðið breyttist.
Lastararnir fordæmdu skóginn að venju.
þegar þeir fundu fölnuðu laufblöðin. I
öðru lagi var bölið notað í stjórnmála-
deilum, því að afturhaldsmenn, aðals-
menn og stórjarðeigendur, höfðu ann-
arra hagsmuna að gæta en verksmiðju-
eigendur, þeir sögðu sögur, sannar og
ósannar, um hörmungarnar í verksmiðj-
unum til að bæta vígstöðu sína í
stjórnmálum. Ít06 ( Markaðskerfinu og
sagnfræðingunum eru rannsóknir
brezra þingnefnda á verksmiðjuiðnaðin-
um teknar til dæmis). Þessar tvær
ástæður voru til þess, að þeir, sem voru
uppi á þessum breytingatímum, töldu
margir, að iðnbyltingin væri bölvaldur-
inn, samtímaskoðunin varð söguskoðun. •
Og róttæklingarnir tóku þennan áróður
afturhaldsmannanna upp. í þriðja lagi
hafa margir, sem ritað hafa um
hagsögu, verið mannkynsfrelsarar í
anda Karls Marx, samhyggjumenn. Þeir
hafa sumir horft á atvinnumálin frá
sjónarmiði stjórnmálanna, haldið, að
óskirnar breyttu heiminum, miklað fyrir
sér það vald til góðs, sem ríkið og
hagsmunasamtökin hafa í atvinnulífinu.
Þeir hafa hugsað um söguna sem
skynsamlega framþróun, sem færi stig
af stigi, fellt staðreyndir hennar í kerfi,
og það hefur verið nauðsynlegt kerfisins
vegna að mikla bölið (til að skýra það,
að stig sósíalismans taki við af stigi
kapítalismans).
Markaðskerfið og sagnfræðingamir
baráttu verkalýðshreyfingarinnar og
afskipta ríkisins á seinni helmingi
aldarinnar og á hinni tuttugustu. Mjög
einfölduð er skoðunin þessi: Kapítalism-
inn skapaði auðinn, en sósíalisminn
bæði skapar hann og skiptir honum,
bætir úr böli kapítalismans, kjarabætur
síðustu hundrað ára voru vegna kjara-
baráttu sósíalista. Og vegna þessarar
söguskoðunar er andstaða margra
menntamanna við markaðskerfið, þeir
halda það bölvald almennings. Þessi
söguskoðun er jafngömul iðnbyltingunni
í Englandi, en hún er þó með flestum
nútímamönnum af ætt kenningar Karls
Marx. Hann var menntamaður úr
„borgarastétt", sem las sér til um
lífskjör almennings í bók Friedrichs
Engels, Kjör verkalýðsins í Englandi
árið 1844, því að hann þekkti þau ekki
sjálfur (Marx og Engels kynntust
reyndar vegna þessarar bókar, sem vakti
mikla hrifningu Marx). í Ávarpi
sameignarsinna (Kommúnistaávarpinu
á útlenzku) reit Marx: „Þar sem
borgarastéttin hefur völd, hefur hún
lagt í auðn alla lífshætti aðaldóms og
húsbóndaveldis og hinna sælu sveita."
Og „borgarastéttin hefur ekki aðeins
smíðað vopnin, er hún verður vegin með.
Hún hefur einnig skapað þá menn, er
munu bera þessi vopn — verkamenn
nútímans, öreigalýðinn." Og enn reit
hann: „En verkamaður nútímans hrapar
dýpra og dýpra niður fyrir lífskjör
sinnar eigin stéttar í stað þess að hefjast
hærra með framförum iðnaðarins."
Karli Marx nægði ekki annað en bylting
til að bæta úr bölinu, en sumir aðrir
samhyggjumenn velja kjarabaráttu
verkalýðsfélaga og afskipti ríkisins af
tekjuskiptingunni.
Söguskoðunin með
íslendingum
Komið er orðum að þessari söguskoð-
un í fjölmörgum íslenzkum bókum. Gylfi
Þ. Gíslason alþingismaður ritar í
Jafnaðarstefnunni, greinargerð sinni
fyrir lýðræðislegri samhyggju (sósíal-
demókratisma), að iðnbyltingin og
hvað halda aðrir skólagengnir sam-
hryggjumenn, sem froðufella margir af
ofstæki og hata alla atvinnurekend-
ur,um iðnbyltinguna, þegar eins hófsam-
ir menn og Gylfi, Helgi Skúli og Jón rita
svo um hana, markaðskerfið og verka-
lýðsfélögin? Hvað kenna þeir börnum og
unglingum sem kennarar? Hvað segja
þeir í fjölmiðlunum sem fréttamenn?
Lífskjör almennings
bötnuðu
Sannleiku'rinn er sá, að lífskjör
almennings bötnuðu vegna iðnbylting-
arinnar. T.S. Ashton, prófessor við
Hagfræðiskólann í Lundúnum (London
School of Economics), hefur rannsakað
málið (og bók hans um iðnbyltinguna er
ein heimild Jóns Guðnasonar að Mann-
kynssögu hans). Hann telur það full-
sýnt, að rauntekjur almennings hafi
hækkað mjög á þessu tímabili (þótt ekki
nytu allir hó'par góðs af því). Og
rauntekjuhækkunin varð einkum í
verksmiðjuiðnaði, en ekki í landbúnaði
eða handiðnaði. Sú mynd, sem dregin er
upp í bók Engels og fjölmargra annarra
höfunda af ^sælum sveitum" miðaldar
og borin saman við myndina af sótugum
verksmiðjuborgum nýaldar, er ósönn.
Barnaþrælkun var meiri í sveitum en
borgum, húsnæði var lakara, fatnaður
verri, afkoma óvissari. Iðnbyltingin var
umfram allt breyting og ekki sársauka-
laus úr nauðþurítaskipulagi í
allsnægtaskipulag, fyrir hana lifðu
flestir menn — þeir hljóðu herskarar,
sem sagnfræðingarnir gleyma — í
nábýli við hungurvofuna, mannfellir var
í hallærum. Það er rétt, sem Karl Marx
sagði, að „borgarastéttin“ skapaði „ör-
eigastéttina" í þeim skilningi, að
mannfjöldi borganna kom til Viðbótar,
fyrir iðnbyltinguna takmarkaði af-
kastageta landbúnaðarins og handiðnað-
arins mannfjöldann, borgarbúarnir,
„öreigastéttin," áttu afkastaaukning-
unni vegna stóriðnaðarins líf sitt að
þakka í bókstaflegum skilningi. En það
er rangt, sem Jón Guðnason segir, að
iðnbyltingin hafi takmarkað napóal-
ara fyrir iðnbyltinguna en eftir hana.
Iðnbyltingunni verður með öðrum orð-
um ekki kennt um húsnæðisólagið.
Húsnæðisólagið var vegna húsnæðisekl-
unnar, fá hús voru reist á tímum
Noapóleonsstyrjaldanna, mannfjölgun
var á þessum áratugum og innflutningur
mikill frá írlandi. Við það bættist
verðhækkun á vörum til húsasmíði og
opinberar álögur á húseigendur óg
húsasmíði (til dæmis gluggaskattur, sem
dró úr fjölda glugga). Stundum var bölið
þrátt fyrir einkareksturinn, en ekki
vegna hans. Menn fengu ekki að njóta
ávinnings frjálsrar samkeppni, voru
reyrðir í boð og bönn ríkisins.
Lítill skilningur
sagnfræðinga á
atvinnumálum
Ashton sakar flesta sagnfræðinga um
lítinn skilning á atvinnumálum, þeir gefi
stjórnmálaskýringar á öllum breyting-
um. Sagnfræðingarnir skilja það ekki,
að iðnbyltingin var þróun atvinnulífsins,
vöxtur þess var án hjálpar ríkisins eða
heimspekinganna. Og lífskjarabætur
almennings'voru vegna afkastaaukning-
arinnar, en^ekki vegna stjórnmálaað-
gerða, baráttu verkalýðsfélaga eða
afskipta rílýsins. (Getur ekki verið, að
kostnaðurinn við að skipta auðnurri,
verkföllin og rekstur ríkisbáknsins, sé
meiri en við að skapa auð til viðbótar?)
W.H. Hutt ók svo saman málið í ritgerð
sinni: „Af þessari rannsókn má draga
tvær meginályktanir. Hin fyrri er, að
„bölið", sem einkenndi verksmiðjuiðn-
aðinn, áður en veruleg afskipti ríkisins
af atvinnulífinu hófust, hefur mjög verið
orðum aukið, en hin seinni, að lagasetn-
ing um verksmiðjuiðnaðinn varð ekki til
að bæta úr þessu „böli“. Lífskjör, sem
nútímamaðurinn telur ekki mannsæm-
andi, voru almenn á þessum tíma, og á
ríkisafskiptunum voru ekki einungis
ýmsir faldir ókostir, heldur voru þau
einnig fyrir öðrum eðlilegri og æskilegri
úrbótum." En hvers vegna varð þessi
afkastaaukning í iðnaði, sem jafnað er
við byltingu? Hún varð vegna þess, að
Að skýra fylgi
samhyggjunnar
Þessi rannsókn auðveldar okkur að
skilja fylgi samhyggjunnar með sumum
menntamönnum, andstöðu þeirra við
markaðskerfið og andúð 'á atvinnurek-
endum, bæta við skýringu Gylfa Þ.
Gíslasonar á stefnunni. Samhyggja —
draumurinn um sæluríki sameignarinn-
ar, stefnan á óskalandið — er rökrétt
afleiðing af þeim vonum og óskum, sem
afkastaaukningin mikla vakti í brjóstum
mannanna. Samhyggjumenn sáu, að
sumt var hægt, sem áður hafði ekki
verið það, og héldu þess vegna, að allt
, væri hægt. Þeir trúðu því, að öll
tæknileg vandamál væru leysanleg, að
viljanum væri einum við stjórnmálin að
bæta, að hægt væri að fullnægja öllum
þörfum mannanna. Þeir spurðu þess
vegna spurningarinnar: „Hvers vegna er
það ekki gert, þó að það sé hægt?“ —
og svöruðu henni svo: „Vegna þess að
menn, sem hafa hag af öðru, koma í veg
fyrir það, „kapítalistarnir" og þjónar
þeirra." Samhyggjumenn kenna öðrum
mönnum um það, að ekki sé orðið við
öllum óskum þeirra, en ekki þeirri
náttúru, sem gaf mönnunum takmörkuð
lífsgæði. Samhyggja sú, sem varð til á
fyrri helmingi nítjándu aldarinnar, er
með öðrum orðum • misskilningúr á
iðnbyltingunni, röng greining á henni,
vanþekking á takmörkunum mannsins.
Og flestir menntamenn hafa áhuga á
hugmyndum, á hugsjónum, en ekki á
ófullkomnum eftrlíkingum þeirra í
þessum heimi takmarkaðra náttúru-
gæða. Þess vegna eru þeir samhyggju-
menn, andstæðingar markaðskefisins.
Þeír geta dregið lærdóma af hagfræð-
inni. Ólafur Björnsson prófessor segir
eins og satt er í bók sinni, Hagfræðii
„Fátækt og skortur orsakast í meginatr-
iðum af því að náttúran er ekki nógu
gjöful með núverandi tækni, og verður
því eigi nema að takmörkuðu leyti
útrýmt með félagslegum umbótum.
Forvígismenn launþegasamtaka fá að
læra, að með því að hækka kaupið verður
ekki verulegum árangri náð í þá átt að
bæta kjör launafólks."