Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 Ilópur nýstúdenta frá Flenshorjíarskólanum. Flensborgarskólinn: Útskrifar 37 nýstúdenta Iðnskóla Isafjarðar slitið: Þriðja stig vélskóla starfrækt þar í fyrsta sinn utan Reykjavíkur Flensborgarskóla var slitið laugardaginn 27. maí og við það tækifæri voru brautskráðir 37 nýstúdentar. 36 útskrifuðust úr 4. bekk, en hann var starfræktur samkvæmt hefðbundnu bekkjakerfi. Einnig var starfrækt áfangakerfi í skólanum og útskrifaðist þaðan einn nemandi sem jafnframt er sá fyrsti sem útskrifast eftir áfanga- kerfi, en það er nýmæli í skólan- um. Stúdentar skiptast þannig eftir deildum, að úr máladeild útskrif- uðust 14 nemendur og hlaut Reinald Brauner hæstu einkunn, 9,2. Úr eðlisfræðideild útskrifuð- ust 14 nemendur og hlaut Jónína Rós Guðmundsdóttir hæstu eink- unn, 8,5.13 nemendur útskrifuðust úr náttúrufræðideild og hlaut Hrafnhildur Þórðardóttir hæstu einkunn þar, 7,7. Einn nemandi útskrifaðist úr félagsfræðideild og var það sá hinn sami og útskrifað- ist eftir áfangakerfinu. Við athöfnina á laugardaginn flutti ávarp fulltrúi þeirra sem luku gagnfræðaprófi fyrir 5 árum. Einnig tók til máls einn úr hópi nýstúdenta, Arni M. Mathiesen, og Þórarinn Sigurbergsson lék einleik á gítar en hann var einnig í hópi nýstúdenta. Á laugardaginn var einnig útskrifaður frá skólanum, sem er fjölbrautaskóli, einn nemandi eftir tveggja ára nám á viðskiptabraut. IÐNSKÓLA ísafjarðar var slitið nú fyrir helgina en alls stunduðu 138 nemendur nám f hinum ýmsu deildum skólans f vetur leið. Námsbrautirnar eru þessan Bók- legt iðnnám helztu iðngreina til lokaprófs, stýrimannaskóli 1. stig, teiknaraskóli til lokaprófs, tækniskóli, fjórir áfangar frum- greinadeildar og vélskóli 1., 2. og 3. stig en það cr í fyrsta sinn sem 3. stigið er starfrækt utan Reykjavíkur. Valdimar Jónsson skólastjóri flutti ræðu við uppsögnina og kom fram þar að 69 nemendur voru í iðnnámi og luku 13 bóklegu námi. Sagði hann ástæðuna fyrir svo litlum hópi vera þá, að mjög erfitt væri fyrir væntanlega iðnnema að komast á samning hjá meistara og undirstrikaði það þörf þess að koma á verknámi við skólann í tengslum við iðnfyrirtæki á ísa- firði. Nám í tækniteiknun stund- uðu 11 nemendur og útskrifaðist einn. Fjórtán nemendur voru í tækniskóladeildinni og luku þrír fullgildu raungreinadeildarprófi, sem gefur þeim rétt til framhalds- náms í tæknifræði við háskóla. Eru nú 5 tæknifræðingar sem hófu nám sitt í skólanum starfandi á ísafirði og í Bolungarvík. Fyrsta stig stýrimannaskóla stunduðu 5 nemendur. „Það sem er þó markverðast er að nú var starfrækt hér í fyrsta sinn þriðja stig vélskóla," sagði Valdimar. „Er það í fyrsta sinn sem boðið er uppá slíkt nám utan Reykjavíkur og fer auðvitað vel á því að slíkt gerist á Isafirði, sem er miðpunktur mikillar togaraút- gerðar og fiskvinnslu, en skóla- sókn til Reykjavíkur er kostnaðar- söm.“ Alls stunduðu 40 nemendur nám á hinum þremur stigum vélskólans og sagði Valdimar að aukning starfsemi hans byggðist mjög á bættum tækjakosti og annarri aðstöðu síðustu misseri. Fastráðn- ir kennarar við skólann eru nú fimm og tvær stöður hafa verið auglýstar til viðbótar og kom fram í ræðu skólastjóra að gera yrði þá kröfu til rekstraraðila skólans, ríkis og bæjarfélags, að sambæri- leg fyrirgreiðsla varðandi húsnæði væri veitt kennurum Iðnskólans og við kennara annarra skóla bæjar- ins. Stundakennarar hafa verið 6—10 eftir þörf hverju sinni. Nemendafélag skólans og starfs- lið stóðu að skólakynningu á liðnum vetri og sagði Valdimar hana hafa verið fjölsótta og hefði hún ótvírætt borið þann árangur að fleiri gerðu sér nú grein fyrir nauðsyn skólahalds af þessu tagi á ísafirði. Var kynningin í því fólgin að stillt var upp kennslubókum og tækjum og sýnd voru húsakynni skólans. Leystu nemendur og kennarar úr spurningum gesta. Þakkaði Valdimar Jónsson nem- endum fyrir samstarfið og kvaðst vona að framhald yrði á því næsta vetur, en nemendur lögðu auk þessa fram sjálfboðavinnu við endurbætur á hinni verklegu aðstöðu skólans. 63 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju föstudaginn 26. maí. Athöfnin hófst kl. 14. 63 stúdentar brautskráðust frá skól- anum 33 stúlkur og 30 piltar. Fjölmenni var við athöfnina. Skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, flutti skólaslitaræðuna, afhenti stúdentum skírteini og verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Skólakórinn söng undir stjórn John Speight, tónlistarkennara. Einn stúdenta, Þórdís Kristleifsdóttir flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Hæstu einkunnir, sem gefnar voru í skólanum hlutu: Þórunn Guðmundsdóttir 2. bekk M. 9,2. Eydís Ólafsdóttir 2. bekk X. 9,1. Kristín Þórisdóttir 2. bekk Y. 9.0. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlutu þessir stúdentar: Helga Þorvaldsdóttir 4. bekk E. (eðlisfræðideild) 9,1 og Sigurður Hjaltason 4. bekk E. (eðlisfræði- deild) 9,1. í ræðu sinni skýrði skólameist- ari m.a. frá því, að byggingarnefnd hefði samið tillögur um framtíðar- skipulag skólans, ýtarlegt álit, í 44 blaðsíðna bók, sem afhent var menntamálaráðherra 5. des. 1977. Samkvæmt tillögunum verður M.K. fjölbrautaskóli, sem á að veita upprennandi kynslóð í Kópa- vogi fjölbreytta framhaldsmennt- un á samstilltum en mismunandi námsbrautum. Félagslíf nemenda var öflugt og stóðu nemendur að vanda fyrir skammdegishátíð 1. desember, sem var vel sótt af Kópavogsbúum. Einn stúdenta, Þórdís Kristleifsdóttir, flytur ávarp. Valdimar Jónsson skólastjóri afhendir hér einum nemanda verðlaun fyrir góðan námsárangur. íslenzku piltamir í 5. sæti í vélhjólakeppni ALÞJÖÐLEGRI keppni á vélhjólum og reiðhjólum lauk 19. maí s.l. og mættu að þessu sinni keppendur frá 18 þjóð- um. Sigurvegarar í hjólreiða- keppninni urðu Spánverjar, í öðru sæti Portúgalir og þriðj- ir urðu Frakkar. íslenzku piltarnir urðu í 10. sæti, næstir á eftir Norðmönnum. Fyrstir Norðurlandabúa í hjólreiðakeppninni urðu Danir, en þeir urðu í 6. sæti. I vélhjólakeppninni báru heimamenn, Portúgalir, sigur úr býtum. Næstir urðu Ung- verjar, Frakkar, Luxemborg- arar og í 5. sæti og efstir Norðurlandabúa urðu ís- lenzku piltarnir. Næstir urðu Finnar og Þjóðverjar. Portúgalir, sem stóðu að keppninni, sýndu mikla gest- risni og fór mótið vel fram. Framboð SFU bls. 13 sama mál gústa Fundur um málefni þroskraheftra LANDSSAMTÖKIN þroskahjálp halda almennan fund um málefni þroskaheftra í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Á fundinum verða flutt þrjú framsögyerindi, sem þau Margrét Margeirsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Sig- urður Magnússon flytja. Þá verður og fyrirspurnum svarað, segir í frétt frá Landssamtökunum þroskahjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.