Morgunblaðið - 01.06.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
13
Hinir nýútskrifuðu stúdontar frá Öldungadeildinni.
45 nýstúdentar útskrifað-
ir f rá Öldungadeildinni
ÖLDUNGADEILD Mennta-
skólans við Hamrahlíð var
slitið laugardaginn 27. maí og
við það tækifæri voru braut-
skráðir 45 nýstúdentar.
Stúdentar skiptust þannig
á svið að frá nýmálasviði
útskrifuðust 12, félagssviði
21, náttúrufræðisviði 12, eðl-
isfræðisviði 1 og frá tónlist-
arsviði 1.
Af hinum nýstúdentunum
45 sem nú útskrifuðust voru
átján karlar og tuttugu og sjö
konur. Þrettán voru eldri en
fertugt, tólf voru á bilinu
þrjátíu til fjörutíu ára og
tuttugu undir þrítugu, en
lágmarksaldur til inngöngu í
deildina er tuttugu og eitt ár.
Framboð SFV á Vestfjörðum:
Ekki á vegum kjör-
dæmisráðs heldur
framkv æmdast) órnar
— segir í yfirlýsingu kjördæmisráðsins
VEGNA frétta um framboð
Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna á Vestfjörðum
til alþingiskosninga í júní
nk., vill stjórn Kjördæmis-
ráðs SFV á Vestfjörðum taka
eftirfarandi fram:
Á kjördæmisráðstefnu
SFV á Vestfjörðum, sem
haldin var í ágúst sl., var
einróma samþykkt að bjóða
ekki fram í Vestfjarðakjör-
dæmi til alþingiskosninga í
júní nk. Var sú samþykkt í
fullu samræmi við reglur
kjördæmisráðs og flokkslaga
SFV en þar segir:
„Kjördæmisráðið tekur
ákvarðanir um framboð við
alþingiskosningar að lokinni
svo víðtækri könnun á vilja
flokksmanna og fylgismanna
sem við verður komið hverju
sinni.“
Að ofansögðu má því ljóst
vera, að framkomið framboð
SFV á Vestfjörðum er ekki á
vegum kjördæmisráðs.
SFV-framboð á Vestfjörðum
er framboð á vegum fram-
kvæmdastjórnar flokksins í
Reykjavík.
F.h. kjördæmisráðs
Hendrik Tausen.
Frá brautskráninKU nýstúdenta á ísafirði.
29 nýstúdentar
frá ísafirði
Tuttugu og níu stúdentar
brautskráðust frá Mennta-
skólanum á ísafirði s.l. laugar-
dag og er það fimmti árgangur
sem brautskráist frá M.í. og
eru stúdentar frá skólanum þá
157 alls. Eru 42% þeirra
ísfirðingar, 28% annars staðar
að af Vestfjörðum og 29%
lengra að.
Jón Baldvin Hannibalsson
skólameistari flutti ræðu við
skólaslitaathöfnina eftir að
Kammersveit Vestfjarða hafði
leikið. Rakti skólameistari
nokkuð starfsemina s.l. vetur
og afhenti síðan skírteini og
verðlaun. Á liðnu hausti inn-
ritaðist 171 nemandi í skólann
og voru 70 í 1. bekk, 40 í 2.
bekk, 31 í 3. bekk og 30
stúdentsefni í 4. bekk. „Það er
athyglisvert," sagði Jón Bald-
vin, „og segir sína sögu um þær
breytingar sem orðið hafa á
inntökuskilyrðum í mennta-
skóla og undirbúningsnámi
nemenda, að alls höfðu 27
nemendur hætt námi, horfið úr
skóla eða orðið veikir, áður en
próf hófust, eða um 14%
nemenda. Þar af var lang-
stærsti hópurinn í 1. bekk eða
alls 16 manns. í fyrsta bekk
höfðu 23% nemenda hætt námi
áður en próf hófust."
Síðar sagði skólameistari:
„Stúdentahópurinn sem nú
verður brautskráður telur 29
manns. Fjórtán útskrifast af
félagsfræðikjörsviði, 15 af
raungreinakjörsviði, sem er
tvískipt til náttúrusviðs og
eðlissviðs. Sautján þeirra eru
ísfirðingar, 3 annars staðar að
af Vestfjörðum, 9 koma utan
Vestfjarða. I hópnum eru 16
stúikur og 13 piltar. Dúx
skólans að þessu sinni er
Rúnar Helgi Vignisson með
fullnaðareinkunnina 8,78.“
Teppin eru
afrafmögnuð
eldföst og
þola rúllustóla.
Voracel-botninn
hefur yfirburði hvað varðar endingu og
notagildi límbundinna gólfteppa.
Helztu eiginleikar Vora-
cel-botnsins:
• Auöveldur í sníöslu og lögn.
• Viö skurö haldast sárin
hrein og teppið hvorki
trosnar né raknar á brúnun-
um.
• Rennur ekki til, þótt hann
sé ekki festur meö lími eöa
límböndum.
• Algerlega lyktarlaus og
teppiö lætur ekki á sjá
undan þungu fargi eða
húsgögnum (vegna fjaör-
andi eiginleika botnsins).
• Myglar ekki eða rýrnar
vegna lífrænna áhrifa.
• Þolinn á alla hreinsun.
• Teþpi meö Voracel-botni
halda útliti sínu frábærlega
vel.
• Með Voracel-botni situr
garniö í teppinu „pinnfast“,
lykkjur og þræðir losna
ekki, jafnvel þótt teppiö sé
burstaö.
í stuttu máli sagt, er Því á boðstólum teppi, sem
auðvelt er að leggja, polir mikinrt átroðning,
auðvelt að skeyta saman til frambúðar, heldur
vel upprunalegu útliti sínu, taka má af gólfi,
sníöa má uppá nýtt og leggja aftur ef menn
vilja.
Biðjið um Voracel-botninn,
Því gæðin eru örugg.
lEPPfíLfíND
Grensásvegi 13, símar 83577 — 83430