Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 19 Vinstri menn unnu meiri- hluta í Hveragerði SÍJ BREYTING varð á skipun hroppsncíndar í Ilveragerði við sveitarstjórnarkosninKarnar á sunnudaR, að sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn. Úrslit kosniniíanna nú urðu þau að D-listi sjálfstæðismanna fékk 2 menn kjörna, G-listi Alþýðu- bandalagsins fékk einn mann og H-listi jafnaðar- og samvinnu- manna fékk 2 menn. Við síðustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokk- urinn 3 og samvinnumcnn 2. Sjálfstæðismenn hafa haft meiri- hluta í hreppsnefnd í Hveragerði frá 1966 en við kosningarnar 1962 komust vinstri menn að, en upp úr samstarfi þeirra slitnaði 1964 og gengu sjálfstæðismenn þá inn í meirihlutann. Áður eða frá 1954 til 1962 höfðu sjálfsta'ð- ismenn meirihluta í hreppsnefnd- inni. Hafsteinn Kristinsson, efsti maður á D-listanum, sagði í gær, að vissulega væru hans menn ekki ánægðir og úrslitin hefðu orðið sér vonbrigði, því meirihluti Sjálf- stæðismanna hefði unnið vel að málefnum sveitarfélagsins. „Á síðasta kjörtímabili lögðum við áherzlu á að vinna að ýmsum framkvæmdum sem eru undirbún- ingur fyrir stærri verk í framtíð- inni, t.d. 5 gatnageiö. Verk okkar hafa því ekki verið jafn sýnileg og þau gætu orðið á næstu árum. Landsmálin hafa hér ráðið úrslit- um. Fólk hrópar á breytingu og þá bara einhverja breytingu. Ég tel eðlilegt að vinstri menn komi sér nú saman um myndun meirihluta, því þeir báru sigurorð af okkur í þessum kosningum," sagði Haf- steinn. Alþýðubandalagið bauð nú fram sérstakan lista í Hveragerði og fékk einn mann kjörinn, en það er Auður Guðbrandsdóttir. Hún sagði í samtali við blaðið, að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn missti meirihluta sinn væri fyrst og fremst vinnubrögð stjórnarflokkanna, bæði í lands- málum og sveitarstjórn. Lands- málin hefðu tvímælalaust styrkt stöðu G-listans. Ekki sagðist Auður geta fullyrt neitt um hvernig staðið yrði að myndun meirihluta í hreppsnefnd næsta kjörtímabil og þá hvort vinstri- menn, þ.e. G-listinn og H-listinn, stæðu saman að myndutj meiri- hluta. Gerðahreppur: félagsins” í GERÐAIIREPPI vann I-listinn, sem borinn var fram af óháðum kjósendum, meirihluta í hrepps- nefnd af H listanum, sem borinn var fram af sjálfstseðismönnum og öðrum frjálslvndum kjósend- um. I-listinn fékk nú 3 menn kjörna en H-listinn 2 menn. Við síðustu kosningar fékk IHistinn 4 menn og frjálslvndir kjósendur 1. Undanfarin ár hafa sjálfstæðis- menn og aðrir frjálslyndir kjós- endur haft meirihluta í hrcpps- ncfnd. Finnbogi Björnsson, efsti maður á IHistanum, sagði að úrslit kosninganna hefðu að töluverðu leyti ráðist af landsmál- unum. „Ég trúi því ekki að fólk sé að hefna fyrir mesta framfara- tímabil í sögu bæjarfélagsins," sagði Finnbogi. Olafur Sigurðsson skipaði efsta sætið á I-listanum og sagði hann í gær að sjálfsagt kæmi í þessum kosningum fram óánægja með störf H-listamannanna en H-list- inn hefði þó unnið sýslunefnd- armanninn og því benti allt til þess að kosið hefði verið milli einstakra manna. „Trúi ekki að fólkséaðhefna fyrir mesta framkvæmda- tímabil í sögu bæjar- Söfnuðu fyrir lita- sjónvarpi SJÚKLINGAR á skurðdeild Borgarspítalans í Reykjavík ákváðu fyrir skömmu að hefja söfnun til kaupa á nýju litsjón- varpstæki fyrir deildina. Einn þeirra sem fyrir þessu stóðu, Bjarni Árnason, sagði í viðtali við Mbl. að þetta hefði allt tekið mjög skamma stund. Ákveðið var um þrjúleytið eftir hádegi að gangast í þessu, en klukkan hálf sjö sama dag voru menn frá Radíóbúðinni mættir með tæki af beztu gerð án þess að við værum byrjuð að borga krónu og ekki nóg með það heldur var okkur veittur verulegur afsláttur eða úr 450 þúsundum í 320 þúsund- ir króna og erum við Halldóri í Radíóbúðinni sérstaklega þakklát. Söfnunin sjálf gekk alveg skínandi, en í henni tóku þátt allir sjúklingarnir á deildinni, öll tryggingafélögin í Reykja- vík og Lionsklúbbur Reykja- víkur. Söfnunin gekk svo vel að um 100 þúsund krónur urðu afgangs en þeim fjármunum verður varið til kaupa á litasjónvarpi þar sem áhugi er fyrir hendi að hefja söfnun sem þessa, sagði Bjarni að síðustu. Nú er að vísu sumar, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Væri ekki viturlegt að hugsa núna um fyrirhugaðar framkvæmdir í vetur? Margir hyggja t.a. á utanianasferð með fjöiskyiauna um næstu jól eða einhvern tíma í vetur. Til sólarlanda eða á skíði. Og sjaldnast eru auraráðin of mikil þegar ætlunin er að gera góða reisu. Við segjum aðeins þetta: Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Fyrirhyggjan felst í því að eiga kost á IB láni. Meðreglubundnum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér nægiiegt ráöstöf- unarfé. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aðalbanki og útibú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.