Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 Sjálfstæðismenn stefna að meirihluta á ný Birgir ísl. Gunnarsson, forystumaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, tók það skýrt fram í samtali við Morgunblaöið í fyrradag, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi stefna að því að ná meirihluta aftur í borgarstjórn Reykjavíkur og kvaðst telja fullkominn möguleika á því, að það tækist. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, er hann sagði: „Við hljótum að keppa að því að ná þessum meirihluta aftur í borgarstjórn, þannig aö borgarbúar verði ekki ofurseldir sömu óvissu um stjórn málefna sinna eins og aðrir landsmenn." Með þessum yfirlýsingum Birgis ísl. Gunnarssonar og Geirs Hallgrímssonar hefur Sjálfstæðisflokknum verið sett það ákveöna markmið að vinna á ný meirihluta í höfuðborginni og að því marki hlýtur öll vinna sjálfstæðismanna að beinast á næstu 4 árum. Ástæðan fyrir því, að sjálfstæðismenn hljóta að setja þetta verkefni á oddinn, er í fyrsta lagi sannfæring þeirra fyrir því, að yfirstjórn höfuðborgarinnar sé betur komin í höndum þeirra sem vinna samkvæmt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Reykjavíkurborg er í raun byggð upp á framtaki einstaklingsins. í höfuðborginni hefur einkaframtakið blómstraö í víðtækum skilningi þess orðs, bæði í atvinnurekstri og þjónustu og lífi borgarbúa sjálfra. Nú er fyrirsjáanlegt, að Reykjavíkurborg mun lúta sósíalískri forystu næstu 4 ár. Það er ákvörðun borgarbúa sjálfra og þeirri ákvöröun verða allir að hlíta. En sósíalísk forysta Alþýðubanda- lagsins í málefnum Reykjavíkur þýðir að svigrúm einstaklinga í atvinnurekstri verður takmarkað mjög verulega, en forsjá hinna sósíalísku borgarstjórnarforystu í atvinnumálum verður stóraukin. Samhliða er enginn vafi á því, að Framsóknarflokkurinn mun nota þá litlu aðstöðu, sem hann hefur í borgarstjórnarmeirihlutanum til þess að umbuna Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og dótturfyrirtækjum þess. Er fyrirsjáanlegt að opinber forsjá í atvinnurekstri og aukin umsvif SÍS-auðhringsins munu stórvaxa í Reykjavík á næstu 4 árum og mun koma í Ijós, að hvorugt verður borgarbúum til hagsbóta. Nú þegar eru glundroðaeinkenni hins nýja meirihluta að koma í Ijós. í Morgunblaðinu í gær skýrir Sigurjón Pétursson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, frá því að ákveðið hafi verið að kanna hvaða aukakostnað það muni hafa í för með sér að borga starfsmönnum borgarinnar vísitöluskerðinguna, sem ákveðin var með efnahagslögunum í febrúarmánuði. Segir Sigurjón Pétursson, að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir fund hinna nýju meirihlutaflokka í fyrradag. Svo undarlega bregður við, að í sömu frétt segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, að ekkert hafi verið um þau mál rætt á þeim fundi og verða þessi ummæli Kristjáns Benediktssonar ekki skilin á annan veg en þann, en Alþýðubandalagsmenn hafi farið á bak við hann í þessum ákvörðunum. Það er glundroði og sundrung af þessu tagi, sem á eftir að setja mark sitt á starf vinstri stjórnarinnar í Reykjavík og verða borgarbúum til bölvunar. Þess vegna þurfa sjálfstæöismenn nú að snúa bökum saman eftir kosningaósigurinn á sunnudaginn var, safna liði á ný og hefja markvissa vinnu að því að endurheimta meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur að 4 árum liðnum. í þeim efnum skiptir engu máli, þótt vinstri stjórnin í Reykjavík hyggist fjölga borgarfulltrúum. Það breytir engu um stöðu Sjálfstæðisflokksins til þess að endurheimta meirihluta í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn hafa veriö andvígir fjölgun borgarfulltrúa af þeirri einföldu ástæöu, aö þeir hafa ekki viljað auka þá yfirbyggingu borgarinnar. Það er til marks um það, sem í vændum er, að um leið og nýr minnihluti tekur við er því lýst yfir, að borgarfulltrúum verði fjölgað og er þó öllum kunnugt, sem nokkur kynni hafa af málefnum Reykjavíkurborgar, að vinnunnar vegna er engin þörf á því að fjölga fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur. Þess er að vænta, að liðsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bregðist vel við kalli þeirra tveggja forystumanna Sjálfstæðisflokksins, sem hér hefur verið vitnað til, þeirra Geirs Hallgrímssonar og Birgis ísl. Gunnarssonar um að hefja nú þegar start að settu marki. Fyrsta skrefið á þeirri braut er að snúa vörn í sókn í þingkosningunum, sem fram fara eftir rúmar þrjár vikur. í þeim kosningum þarf Sjálfstæðisflokkurinn á því að halda að núa við þeirri neikvæðu þróun, sem fram kom í sveitarstjórnar- jsningunum á sunnudaginn, því að það er nauðsynleg forsenda ,ess, aö flokkurinn geti tekizt á við það meginverkefni á næstu 4 árum að vinna meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á ný. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson AAalstræti 6, Sími 10100. AAalstræti 6, sími 22480. Askríftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 100 kr. eintakiA. Bandaríska fluifvélaskipið Nimitz Norðmenn uggandi um minnkandi flota- umsvif NATO NORSKA stjórnin hefur af því vaxandi áhyggjur, 'að ríki Atlantshafsbandalagsins muni á næstunni draga verulega úr flotaumsvifum sínum á Atlantshafi norðan- verðu, og verði þróunin sú að Sovétmenn ráði senn lögum og lofum á þessu hernaðar- lega mikilvæga hafsvæði. Beinast áhyggjur Norð- manna í þessu efni einkum að því, að Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fækka mjög skipum sínum á þess- um slóðum, en láta flugvél- um frá Keflavík og öðrum viðlíka eftirlitsstöðvum Atlantshafsbandalagsins á landi eftir að annast eftirlit með skipaferðum og hernað- arumsvifum. Benda Norðmenn á, að niðurstaðan verði óhjá- kvæmilega sú, að Noregur lendi sovétmegin línu, sem dregin sé milli nyrzta odda Bretlandseyja og íslands, og líkindi séu þá á því að Sovétmenn telji hernaðarað- gerðir mun áhættuminni en við núverandi aðstæður. Auk þess benda Norðmenn á, að yfirráð Sovétmanna á hafinu geri þeim mun hægara um vik að ná flugvöllum í Norður-Noregi á sitt vald eftir að ófriður sé hafinn. Noregur er útvörður Atlantshafsbandalagsins í norðri, og á þeim 200 kíló- metra löngu landamærum, sem að Sovétríkjunum liggja, ríkir mest spenna milli austurs og vesturs, ef Berlín er frátalin, enda þótt stórtíðindalaust hafi verið þar frá stríðslokum. Múrmansk á Kolaskaga er stærsta flotastöð í heimi, og hún er í aðeins 145 kílómetra fjarlægð frá norsku landa- mærunum. í Múrmansk er bækistöð um 200 kafbáta, þ.e. yfir 60% árásarflota- styrks Sovétríkjanna, en auk þess hafa yfir 200 önnur sovézk herskip þar bækistöð. Johan Jörgen Holst, einn helzti sérfræðingur Norð- manna í varnarmálum og nánasti samstarfsmaður norska varnarmálaráðherr- ans, hefur bent á að nú séu mun færri hermenn á Kola- skaga en þar voru á árunum milli 1950 og 1960, og einnig liggja fyrir upplýsingar um að orrustuþotur séu færri á svæðinu en verið hafi. En hinn gífurlegi flotastyrkur Sovétríkjanna í Múrmansk gerir það meðaí annars að verkum, að þessar stað- reyndir vega ekki ýkja þungt þegar metin eru valdahlut- föll þau, sem friðurinn veltur á í þessum heimshluta. Sér- hver hernaðaraðgerð Sovét- ríkjann mundi samstundis kalla á stóraukinn liðsstyrk frá aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins, um leið og gífurlegur hernaðarviðbún- aður yrði hafður uppi í aðildarríkjunum. Norskir varnarmálasér- fræðingar eru yfirleitt á því að sovétstjórnin hyggi ekki á innrás í þessi svæði, og grundvallast sú ályktun helzt á eftirfarandi stað- reyndum. Leiðin inn á Atlantshafið með ströndum Norður-Nor- egs er sovézka flotanum bráðnauðsynleg þar sem þetta er ein af þremur siglingaleiðum, sem er opin og íslaus allt árið. Hinar tvær eru um Eystrasalt og úr Svartahafi um Bosporus, en þar hafa NATO-ríkin nákvæmt eftirlit með allri umferð. Því er rökrétt að ætla, að Sovétmenn vilji í lengstu lög forðast ófrið á þessu svæði — þeir hafi þegar þá aðstöðu, sem þeir þurfi á að halda, og vilji ekki tefla henni í tvísýnu. Þá benda Norðmenn á, að Múrmansk-flotinn sé alveg jafn freisandi skotmark hugsanlegs andstæðings og jpearl Harbour hafi verið í augum Japana í heimsstyrj- öldinni síðari, og mundu Rússar ekki þora að hafa svo mikinn hlua árásarflota síns á einum stað, ef þeir teldu hættu á átökum í nágrenn- inu. Gangi þeir greinilega út frá því sem vísu, að þeir hafi nægan tíma til að koma flota sínum út á heimshöfin áður en ástandið verði alvarlegt. Það hefur vakið athygli að Sovétmenn binda yfirgnæf- andi meirihluta kjarnorku- kafbáta sinna í Múrmansk, þegar þeir eru ekki að æfingum, sem haldnar eru tvisvar á ári. Sovétmenn virðast vera ragir við að senda kafbáta með lang- drægar kjarnorkueldflaugar út á Atlantshaf og hafa þá þar í löngum eftirlitsferðum. Telja Norðmenn hugsan- legt, að agaleysi innan flot- ans valdi Sovétmönnum vandræðum um þessar mundir. Vitað er, að í sov- ézkum kafbátum er vart hægt að þverfóta fyrir vopn- um og að aðbúnaður áhafn- anna er afar lélegur. Rússn- eskir skipasmiðir hafa verið því frábitnir að hyggja að aðbúnaði áhafnanna á sama hátt og Bandaríkjamenn gera um borð í sínum kafbát- um. Mun þetta hafa valdið megnri óánægju um borð, ekki sízt þegar um er að ræða langt úthald. í þessu sambandi er skemmst að minnast upp- reisnar, sem var gerð um borð í rússnesku herskipi fyrir tveimur árum. Áhöfnin ætlaði að mótmæla skammri landlegu með því að sigla skipinu frá Riga til Svíþjóð- ar, en sovézkir kafbátar heftu för þess. Uppreisnar- áhöfnin var leidd fyrir her- rétt og skipinu var gefið nýtt nafn. Telja áreiðanlegar heimildir, að fleiri atvik af þessu tagi hafi orðið innan sovézka flotans og eigi Rúss- ar við að etja vaxandi erfiðleika og agaleysi innan flotans. (Byggt á fréttaskýringu Reuters).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.