Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Fólk óskast til starfa viö hreinlegan iönaö. Framtíöar- vinna, gott kaup. Upplýsingar í síma 16638 og 18840 frá kl. 10.00 til 3.00. Mælingamaður — sumarstarf Keflavíkurbær vill ráöa mælingamann til starfa í sumar viö framkvæmdaeftirlit meö gatnagerö og veitulögnum og skildum verkefnum. Nánari uppl. eru veittar á tæknideild Keflavíkurbæjar aö Mánagötu 5, Keflavík. Bæjartæknifræðingur Ábyggilegur innflytjandi óskast í boöi eru allar geröir af stimpilklukkum, >. skráningar og eftirlitsklukkum fyrir breyti- legan vinnutíma, og hugsanlega einnig skrifstofu- og verkstæöisúr, handa ábyrg- um einstaklingi eöa fyrirtæki, sem selur vörur til skrifstofa, iönaöarfyrirtækja eöa verkstæða. Hér er um aö ræöa virta gæöaframleiöslu, sem er á samkeppnis- bæru veröi. Skrifiö um aöstæöur yöar, á dönsku eöa ensku, og þá veröa strax sendar nánari upplýsingar. Pegasus Tid-System Box 3, DK-3460 Birkeröd Danmörk Matreiðslumaður Óskum að ráöa röskan og ábyggilegan matreiöslumann. Góöur vinnutími. Upplýsingar í síma 84939. Verslunarstörf Starfsmaöur óskast til afgreiöslu í vara- hlutaverslun. Upplýsingar í versluninni aö Reykjanes- braut 10 eöa í síma 20720. ísarn h.f. Tvær kennarastöður eru lausar til umsóknar viö Klébergsskóla Kjalarnesi. Góö íbúö fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Upplýsingar gefa Ólafur Kr. Magnússon skólastjóri og formaöur skólanefndar, Jón Ólafsson Brautarholti. Bifvélavirkjar óskast til starfa nú þegar. Góö vinnuaöstaöa og kaup. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 81225. Bílaborg h.f., Smiöshöföa 23. Olafsvík Umboösmaöur óskast til aö annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaöiö í Ólafsvík. Uppl. hjá umboösmanni Erlu Gunnarsdóttur Grundarbraut 7 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík sími 10100. flfacstmlilfifeife Okkur vantar tvær konur til afgreiöslu nú þegar. Upplýsingar á staönum. Nýja kökuhúsiö v/Austurvöll. Húshjálp óskast Húshjálp óskast tvisvar í viku. Húsmóöirin vinnur utan heimilisins. Upplýsingar í síma 11515. Viljum taka 3—4 lærlinga í danskennaranám. Upplýsingar veröa veittar föstudaginn 2. júní kl. 1—6 í Brautarholti 4, og í síma 20345. Heiöar Ástvaldsson — Minning María Framhald af bls. 34. Hún var mjög mild í viðmóti gagnvart öllum og umburðarlynd. Heyrði ég aldrei njóðsyrði hrjóta af vörum hennar í garð nokkurs, þótt ástaeða hefði verið til. Hún hafði mikil og góð áhrif á umhverfi sitt og er kvödd með söknuðu af öllum, sem til hennar þekktu og getur María lagst til hvíldar róleg eftir langt og farsælt æviskeið. Kolbeinn Kristófersson. - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum í póstkrötu — Vakúm pakkað et óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarfirði Simi: S1455 — Minning Sigurgeir Framhald af bls. 35 bæjarstjóri í Garðabæ, og Þor- varður, bifreiðasmiður í Reykja- vík. Fyrir um tuttugu árum lá svo leið hans heim til æskustöðvanna, sem hann var traustum böndum tengdur, heim í Varmadal. Þar dvaldi hann um árabil á því ágæta heimili Óskars bróður síns og konu hans Guðbjargar Sigurgeirsdótt- ur. Miklir kærleikar voru með þeim bræðrum og var dvöl hans þar því bæði mikilvæg og kær og vann hann að búskaparstörfum af áhuga og kostgæfni eftir því sem heilsan leyfði, en hann var þá þegar orðinn nokkuð heilsuveill. Óskar lézt um vorið 1970, en nokkru eftir það þurfti Sigurgeir að dveljast í Reykjavík til lækn- inga á þrálátum húðsjúkdómi, sem hann svo um síðir fékk bót á, en eftir það ílengdist hann í Reykja- vík þar til hann lézt skyndilega af hjartasjúkdómi, sem hann hafði iengi 'kennt, en íarið dult meö. Sigurgeir var gjörvilegur myndarmaður ásýndum svo at- hygli vakti, gæddur mjög góðri greind, víðlesinn og fróður um margt. I viðræðum var hann rökfastur og kunni á mörgu skil. Gleðinnar maður var hann í góðu lagi og gjarnan hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hópi, þegar því var að skipta, enda gæddur góðri kímnigáfu og því hvarvetna au- fúsugestur. Hjartalagið var gott og hændust börn ósjálfrátt að honum. Um það get ég borið, þar sem í hlut eiga barnabörn mín, sem sakna hans mjög, en hann var tíður gestur á heimili okkar hjóna og ávallt hinn mesti aufúsugestur. Hans er því sárt saknað af okkur hjónunum, börnum okkar og barnabörnum fyrir órofa vináttu og tryggð sem hann sýndi okkur öllum til hinstu stundar. Minningin um drengskapar- manninn Sigurgeir Bogason verð- ur okkur ávallt björt og kær. Gylfi Gunnarsson. — Fólk á að forðast... Framhald af bls. 28. um góð hótel lítið eitt í burtu sem væru á hæglátum og góðum stöðum, en þaðan væri síðan mjög fljótlegt að aka inn í miðbæinn. Fólk fengi þar algeran frið fyrir því mikla amstri sem óneitanlega einkenndi miðborg London. — Það er því aðeins okkar von að við fáum íslendinga til að reyna hótel okkar, þá kvíðum við ekki framtíðinni. Því ef fólk einu sinni kemst út úr hringiðu Lundúnaborgar, fer það ekki þangað aftur. Að síðustu kom fram hjá Hajdu að fyrirtækið ræki um 50 matsölu- staði í London og fjöída bjorkráa. — Hægri - vinstri Framhald af bls. 17. lýðræðissinnaða frjálshyggju- menn úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, Alþýðubandalag, án kreddu- keoninga um alræði „öreig- anna“, byltingu „kúgaðra" og fleiri slík, sem ekki eiga heima á íslandi og hafa aldrei átt. Óraunhæft er að reikna með öðrum flokkum, sem einhverjum teljandi öflum aðeins reikulum hópum tækifærissinna er stöku sinnum skytu upp kollinum þegar þannig viðraði. — Réttarríkið verður að verja sig Framhald af bls. 32. þinginu, þar sem hann eggjaði flokksbræður sína og aðra hugs- andi Spánverja til að bregðast hraustlega við til varnar réttar- ríkinu og frelsinu. Að ræðu hans lokinni kvað við froðufellandi blóðöskur: „Þú hefir flutt þína síðustu ræðu!“ Það var ófreskja í kvenlíki, sem öskraði: Dolores Ibarruri, er um árabil hafði heimtað lík andstæðinga vinstrimennsku. „Nýjar vörur", sögðu vinstri- menn, þegar morðaldan fyllti líkhúsin. Soleto hafði að sönnu hlotið dauðadóm sinn. Aðfararnótt hins 13. júlí, tæpum tveimur sóiarhringum eftir að Senora Iburrari hafði heimtað lík hans, var Calvo Sotelo numinn á brott af heimili sínu, pyntaður, kvalinn og myrt- ur á leið á lögreglustöð, og líkinu síðan misþyrmt á hroða- legan hátt. Handlangari Iburr- ari, sem stjórnaði morðsveit- inni, var höfuðsmaður í lög- regluliðinu, Fernando Condes að nafni. Sá, sem einna lengst gekk í þorparaskapnum og þakkaði sér „heiðurinn" af að hafa hleypt af banaskotinu af (sem vinstralið við útvarp og sjón- varp á íslandi myndi að líkind- um hafa nefnt aftöku að undan- gengnum alþýðudómi) hét Victoriano Cuenca, „og var nákvæmlegá það“, segir Hellmut Andics (í „Der grosse Terror", Wien 1967), sem Spán- verjar nefndu „Pistolero", þ.e. leigumorðingi." Sagan ^endurtekur sig á Ítalíu Ýmislegt bendir til að sagan sé að endurtaka sig á Ítalíu. Einnig . þar eru vinstrimenn, sérstaklega kommúnistar, orðn- ir mikils ráðandi í her og lögreglu, enda lögðu kommún- istar á ekkert meiri áherzlu allt frá stríðslokum en að gera lögregluna óhæfa til að gegna skyldum sínum. „Á síðustu árurn", segir „Die Welt“ (10. f.m.), „lamaði linnulaus vinstri- áróður siðferðisþrek lögreglunn- ar og afvopnaði hana þannig í raun. I þeim efnum gengu kommúnistar, sem nú krefjast aga, sérstaklega hart frarn." Jafnvel biblía vinstrimanna, „Der Spiegel" (17. apríl sl.) neyðist til ab játa: „En Komm- únistaflokkur Ítalíu og verka- lýðsfélög undir áhrifum hans áttu hlut að hinum miklu þrengingum ríkis og efnahags-. lífs. Auk þess ýtti hann undir óeirðaöflin með því að heita byltingu árum saman, án þess að gera hana.“ Pólitískt heimilisfang morð- ingja Moros er vel þekkt. Það staðfestir a.m.k. Rossana Ross- anda. Og hún hlýtur að þekkja sitt heimafólk; hún var um árabil þingfulltrúi kommúnista, en er nú stödd í flokki einhverra annarra vinstrimanna. Við samanburð á flugritum Rauðu morðsveitanna og yfir- lýsingum Kommúnistaflokks Italíu frá árinu 1950 mælti hún: „Manni finnst maður véra að fletta fjölskyldualbúmi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.