Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
Jón Þ». Arnason: Lífríki og lífshættir XVI
„Blessun ríkisins felst í því,
að það er skjöldur réttarins.“
— Jacob Burckhardt.
Vinstrimenn íá „nýja vöru“i Calvo Sotelo eftir vinstriverk.
ítalskir kommúnistar vilja líka „nýja vöru“i Lík Aldo Moros.
Réttaníkið verð-
ur að verja sig
Vinstrimennska er þjódfélagsóþrif
Manuilski kenndi, Berlinguer lærdi
Spánn 1936 = Ítalía 1978
Jafnræði dauðans
Göfugmennið heimsþekkta,
Albert Schweitzer (1875—1965),
doktor í þremur fræðigreinunr,
heimspeki, guðfræði og læknis-
fræði, benti þegar fyrir áratug-
um á þá staðreynd — og lagði
áherzlu á — að ein mesta eyða
í siðfræði liðins tíma væri sú, að
hún fengist aðeins við
sammannlega lífshætti. Trúlegt
er, að hinn margvísi öðlingur
hafi einkum haft samtímasið-
fræði Vesturlanda í huga, því að
ólíklegt er, að honum hafi verið
ókunnugt um að sum frumstæð
samfélög höfðu og hafa með-
fædda tilfinningu fyrir því, að
þau eru ekki eiungis mannlegar
sambúðarheimildir, heldur ekki
síður „lífsbýli", sem allar mann-
eskjur, dýr og jurtir, yfir höfuð
allt lifandi, átti réttborna hlut-
deild í. Dularfull eðlishvöt hafði
gætt hin nægjusömu náttúru-
börn þeirri lífsvizku, að náttúru-
ríkið hvorki var né er skapað
sovézkt hernámssvæði, ofurselt
arðráns- og áníðsluhneigðum
óseðjandi tvífætlinga, sem halda
sig vera eftirmyndir Guðs og
hans dýrustu perlur, heldur
garður að léni, er sköpunarverk-
ið trúði hugsandi fólki fyrir til
aðhlynningar og ræktunar.
Þessi „frumstæöa" lífsspeki er
nú á hröðu undanhaldi um
nálega allan heim, útdauð að
kalla má víðast hvar. A þeím
fáu stöðum, þar sem örvænting-
arfullar tilraunir eru gerðar til
að blása lífsanda í hana á ný og
vekja athygli á þeim örlögum,
sem bíða veraldar undir vinstri-
mennsku, er gert hróp að
framherjum hennar og fylgis-
mönnum. Þeir eru ýmist nefndir
heimsendaspámenn eða vanda-
málasmiðir, alveg eins og eitt-
hvað ljótt og ámælisvert hljóti
að vera í því fólgið að draga
lærdóma af fortíðinni, gaum-
gæfa nútíðina og leitast við að
rýna í framtíðina.
Slík viðbrögð eru á engan hátt
óvænt eða óeðlileg og því
afsakanleg. Skraf ókkar og skrif
um náttúruvernd og mengun
rista ekki alltaf sérlega djúpt,
og manneskjan er nú einu sinni
þannig af Guði gerð, að hversu
mjög þröngt henni er skorinn
stakkur, rígheldur hún í hina
ljúfu taumleysisþrá og dreymir
stöðugt um að sér hljóti að
takast að slíta af sér fjötra
náttúrulögmálanna. Henni er
öndvert farið við sögupersónu
franska skáldsagnahöfundarins
Henry Bordeaux (1870—1963),
sem „játaði, að af náttúrunnar
hendi væri líf sitt hlekkjað
fortíð og framtíð eins og allt
annað mannlegt líf, því að frjáls
manneskja er ekki til, en það er
— ásamt dauð&num — einasta
jafnræðið með mönnum."
Forsenda sátta
Af framangreindu verður sú
ályktun helzt dregin, að löng,
mjög löng bið hljóti að verða
eftir viðunandi sáttmálagerð á
milli mannsins og umhverfis
hans, ef af henni getur þá
nokkru sinni orðið; til þess eru
áskapaðar vinstrihvatir alltof
ríkulegar í fari yfirgnæfandi
flestra. Ástæður eru þess vegna
fjölmargar til að óttast, að slíkt
geti hugsanlega ekki gerzt fyrr
en af afstöðnum löngum og
þungbærum ógnaöldum. Enda
þótt líkur bendi til að þannig
fari, má aldrei sleppa von og trú,
því að enginn getur vitað nema
forsjónin rétti ráðvilltum lýð
líknarhönd fyrr eða síðar.
Ótti raunsýnismanna um að
áminnzt sáttmálagerð líti ekki
dagsins ljós í fyrirsjáanlegri
framtíð styðst við ástand og
horfur, sem sérhver manneskja
kennir á sjálfri sér daglega, og
eiga fyrst og fremst rætur að
rekja til þess, hversu hræmu-
lega hefir til tekizt við að koma
þolanlegu skipulagi yfir sam-
búðar- eða lífshætti mannanna
sjálfra sín á milli. En án
lífshátta, sem vitibornu fólki
geta talizt sæmandi, er vita-
skuld óhugsandi að mannkyninu
auðnist að ná sáttum við lífríkið
og aga sjálft sig til undirgefni
við hin frávikalausu lögmál
þess.
Mörgum mætum mönnum
hefir verið ljóst allt frá upphafi
torsóttrar vegferðar mannkyns-
ins um óravíddir rúms og tíma,
að skelfingin hlyti að innsigla
örlög þess, ef samskipti þess
yrðu látin ráðast af óbeizluðum,
meðfæddum og óendanlega ein-
staklingsbundnum eðlishvötum
og ástríðum. Samt sem áður
beita þjóðaleiðtogar og ríkis-
stjórnir sér nú á síðari helmingi
20. aldar, þegar hlé verður á;
stjani þeirra við peningasjúkl-.
inga, sem sífellt eru að karpa
um verðlag og vinnulaun, að því
er virðist einhuga, að því
meginmarkmiði að losa um þær
hömlur, sem framsýnustu lög-
gjafar fortíðarinnar töldu lífs-
nauðsyn að grunnmúra. Til-
gangur löggjafarstarfa þeirra
var, að hindra eitrun andrúms-
lofts þjóðfélaga sinna af völdum
vinstra böls eins og ágirndar,
öfundar og sjálfsdýrkunar og
halda í því lágmarki, sem
heilbrigð bjartsýni sagði þeim
að unnt myndi reynast.
Móses (um 1225 f. Kr), mót-
takandi opinberunar Guðs síns
og kynnir lögmálsins (Boðorð-
anna tíu), taldi sínu fólki ekki
nægja minna en 365 boð og 248
bönn.
Nýir herrar
með nýja siði
En aldir hinna framsýnu
löggjafa eru hnignar í tímans
skaut. Jóhannes páfi
(1958-1963) XXIII. virtist hafa
mikla trú á, að kommúnista-
böðlar Mið- og Austur-Evrópu
myndu fúsir til að auðsýna sínu
fólki „skilning" og „umburðar-
lyndi“, og arftaki hans, Páll páfi
VI. biður hina vinstrióðu kval-
ara og morðingja Aldo Moros „á
hnjánum" um að sýna miskunn,
alveg eins og menn en ekki
meindýr ættu hlut að máli. Sú
var þó tíðin, og ekki ýkjalangt
að baki, þegar kirkjan kunni skil
góös og ills, og kenndi „illt að
hata“.
Frelsi er ætlað
mönnum, ekki
meinvættum
Enski stjórnmálamaðurinn og
rithöfundurinn, Edmund Burke
(1729—1797), skrifaði löngu áð-
ur en tilvistarkreppan varð
veruleiki og glæpaverk vinstri-
manna urðu heimsplága:
Dolores Iburrarii Hana þyrsti í
blóð.
„Hæfni mannanna til þess að
fara með hið borgaralega
frelsi samsvarar nákvæmlega
viljastyrk þeim, sem þeim er
gefinn til að leggja siðferðileg
bönd á eigin girndir. Þjóð-
félagið fær ekki staðizt, án
þess að hinni taumlausu löng-
un og þrá verði einhvers
staðar reist skorða, og því
veigaminni ögun, sem maður-
Enrico Berlingueri „Við einir
getum!“
inn býr yfir innra með sér,
þeim mun sterkari verður hún
að koma utan frá. Hið eilífa
lögmál lífsins hefir mælt svo
fyrir, að manneskjur með
hömlulausa skapgerð geta
ekki verið frjálsar."
Nú erum við hins vegar frædd
um, að allt, sem hefir eitthvað
í líkingu við mannsandlit, eigi
ekki bara skilyrðislausan rétt á
að leika lausum hala og láta eins
og því bezt líkar, heldur sé því
í þokkabót ekkert að vanbúnaði
til að taka skynsamlegar
ákvarðanir um eigin heill — og
samborgara sinna að auki,
svona eins og í hjáverkum.
„Frjálshyggjumenn", er margir
eiga erfitt með að þekkja frá illa
dulbúnum stjórnleysingjum,
skulda okkur síðan skýringu á
því, hvers virði þeir telja það
„frelsi" verða, sem fylgja hlyti
eftir að hryðjuverkalýður
vinstrimanna hefir leikið réttar-
ríki Vesturlanda þannig, að
leiðtogar kommúnista geta með
sanni sagt, eins og forsprakkar
ítalskra kommúnista gera nú
dag eftir dag:
„Við einir getum tryggt
öryggi borgaranna."
Sér til skilningsuppbótar
gætu þeir og gjarnan rifjað upp
kafla úr leiðarvísi, er einn helzti
leiðtogi komjntern og meðlimur
Framkvæmdanefndar Komm-
únistaflokks Ráðstjórnarlýð-
veldanna, Dimitri Manuilski,
gaf skósveinum sínum, þ. á m.
ítölskum kommúnistum, árið
1931:
„Stríð til síðasta blóðdropa er
óhjákvæmilegt á milli komm-
únisma og kapítalisma. Eihs
og sakir standa, erum við ekki
nógu öflugir, okkar tími kem-
ur eftir tuttugu til þrjátíu ár.,
Tímann þangað til verðum við
að nota til þess að vagga
borgarastéttinni í ró. Við
munum hleypa stórkostleg-
ustu friðarsókn allra alda af
stokkunum. Kapítalistarnir,
heimskir og úrkynjaðir, munu
með ánægju reynast sam-
vinnuþýðir við eigin útrým-
ingu. Þeir munu, hvað eftir
annað, láta blekkjast af
vináttutilboðum okkar.“
Ekki skorti
hann sáttfýsina
Aldo Moro lét blekkjast af
vináttutilboðum Enrico
Berlinguers og félaga hans.
Hinn 9. þ.m. skiluðu óþreyjufull-
ir lærisveinar Berlinguers mis-
þyrmdu líki Aldo Moros af sér
eftir 54 sólarhringa ógnarmeð-
ferð á honum lífs. Og Berlinguer
og kumpánar hans hrópuðu
sigurglaðir: „Við erum þeir einu,
sem getum stöðvað ógnaröldina.
Við eigum heimtingu á völdum'!"
Ástand og atburðir á Ítalíu
nú, minna um ákaflcga margt á
Spán fyrir röskum 40 árum.
Einnig þar, eins og á Ítalíu nú,
voru kommúnistar komnir hálfa
leið upp í valdastólana; auðvitað
vegna þess að ýms „skilnings-
rík“ sáttaöfl höfðu rutt braut-
ina, neitað að kæra sig hót um
muninn á réttu og röngu, góðu
og illu. Þau hafði skort kjark til
þess að dæma — af ótta við að
kannski kynnu andstæðingarnir
að dæma þau. En dómgreindar-
laus sáttfýsi hefndi sín á Spáni
eins og hún reyndar hlýtur
alltaf og alls staðar að gera.
Vinstrimenn hikuðu ekki við að
| dæma „skilningsríku" mála-
miðlunarmennina alveg undan-
bragðalaust. Þeir höfðu komið
sér þægilega fyrir í góðum
stöðum í her og lögreglu.
Einn glæsilegasti leiðtogi
þjóðhollra Spánverja, Calvo
Sotelo, er ekki taldi þjóð sinni
hollt að elska kommúnisma jafn
heitt og sjálfa sig, kvað sér
hljóðs. Hinn 11. júlí 1936 flutti
hann tilfinningaþrungna ræðu í
Framhald á bls. 26.