Morgunblaðið - 01.06.1978, Page 37

Morgunblaðið - 01.06.1978, Page 37
ffclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 37 Lögðu blómsveig á minnis- varða franskra sjómanna ÞRIÐJUDAGINN 23. maí kl. 10.00 f.h. fór fram minningarathöfn í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Skipherra og áhöfn franska haf- rannsóknaskipsins d'Entrecasteaux lögðu blómsveig á minnisvarða franskra sjómanna, bæði til þess að minnast landa sinna, sem farist hafa við Islands strendur, og einnig til þess að færa íslensku þjóðinni þakkir fyrir að hafa reist þenn- an minnisvarða. + Erfingjar listmálarans fræga Pablos Picassos ætla sannarlega að hafa upp úr verkum hans það sem hægt er. Nýlega seldu þeir bandarísku fyrirtæki réttinn til að framleiða á teppi eitt af frægustu málverkum hans. Þetta heppna fyrir- tæki er Pacific Home Products, dóttur- fyrirtæki eins af stærstu vefnaðarfyrir- tækjum Bandaríkjanna, Wamsutta Mills. Og munu teppin um það bil að koma á markaðinn. Höfundarrétturinn til erfingjanna er ein milljón dollara. Tísku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.