Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Frímerkjasýning í Hafnarfirði: HAFNEX 78 í GÆR kl. 17 var opnuð í Víðistaðaskóla fyrsta frí- merkjasýning, sem haldin hefur verið í Hafnarfirði, og nefnist hún Hafnex 78. Er sýningin haldin í tengslum við 11. þing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, og setti forseti þess, Sigurður H. Þorsteinsson, hana að viðstöddum fjölmörgum frí- merkjasöfnurum og gestum. Hafnia 78 var opnuð al- menningi kl. 18 í gær og stendur til kl. 19 á sunnudag. Félag frímerkjasafnara í Hafnarfirði og Garðabæ stendur að þessari sýningu í samvinnu við L.I.F. Á sýningunni er 51 rammi með margvíslegu efni, bæði landasöfnum, tegundasöfnum og sérsöfnum. Er enginn efi á, að frímerkjasafnarar og aðrir áhugamenn um frímerki geta haft bæði ánægju og gagn af að skoða sýninguna. Einkum eru unglingar hvattir til að sjá hana, enda er hún fyrst og fremst kynningarsýning og aðgangur því ókeypis. Pósthús er á sýningunni, sem notar sérstimpil. Hefur sýningarnefnd látið útbúa sérstök umslög með merki sýningarinnar og eins prenta minningarörk. Er þetta hvort tveggja til sölu á Hafnex 78. 29555 Opiö 13—17 í dag Höfum kaupanda að 2. eða 3. hæð í Norðurbænum Hafnarfirði, 4 svefnherb. Gott útsýni skilyrði. Möguleikar á skiptum á einbýlishúsi í Hafnarfiröi. í skiptum Austurberg 2ja herb. með kjallara 2x65 fm í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í Reykjavík, ekki Breiðholti. Eskihlíö 2ja herb. 2. hæð í fjölbýlishúsi 65 fm í skiptum fyrir sér hæð 140 til 160 fm ásamt bílskúr. Til sölu Sumarbústaöur viö Vatnsenda og Þingvallavatn. Hlíðarvegur 70 fm 3ja herb. 1. hæð. Sér inngang- ur. Sér hiti. Útb. 6.5 til 7 millj. Hverfisgata 2x70 fm Tvær 3ja herb. hæð og ris. Eignarlóð. Verð tilboö. Hjallavegur 96 fm 3ja til 4ra herb. kjallari ósam- pykktur í tvíbýlishúsi. Verð tilboð. Vitastígur HF. 80 fm 3ja herb. á 1. hæð. Góðar geymslur. Verð 8 millj. Útb. 6 millj. Blikahólar 120 fm 4ra til 5 herb. í fjölbýlish. Frábært útsýni. Verð 14.5 til 15 millj. Útb. 9.5 til 10 millj. Grettisgata Tvær íbúðir, hvor 4 herb. 105 og 120 fm. Hagkvæmt verð og útb. Skipti á gömlu einbýli í Hafnarfiröi. Kaplaskjóls- vegur 97 fm 4ra hb. 3. hæð. Sér geymsla og sameiginleg. Verð 14.5 millj. Útb. 9.5 til 10 m. Ljósheimar 100 fm 4 hb. 8. hæð. Vélapvottahús. Skipti á 5 herb. sér hæð í tví- eða þríbýli eða bein sala. Verð tilboð. Bugðulækur ca. 130 fm 5 hb. 2. hæð. Verð tilboð. Matvöruverzlun í Vesturbænum Mikill fjöldi eigna á skrá. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubíó) SÍMI 29555 Lárus Helgason sölum. Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. E Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1. s. 43466 — 43805 Opiö i dag 10—16 Kríuiiólar 55 fm 2ja herb. íbúö á 4. hæö. Verö 7.5—8 m. Útb. 6 m. Ásbraut Kóp. 100 fm 3_4 herb. Útb. 8.5—9 m. Kjarrhólmi ca 85 fm 3ja herb. mjög góö íbúö, sér þvottahus, mikiö útsýnl. Útb. 8 m. Lækjargata Hafj. 70 fm 3 herb. 1. hæö. Útb. ca 5.5 m. Þverbrekka 70 fm 3 herb. íbúð. Útb. 7—7.5 m. Ásbraut . 102 fm 4 herb. góö íbúö. Útb. 9 m. Drekavogur 90 fm 4 herb. góö íbúö, fallegur garður. Verð 11 m. Hlégerði 100 fm 4 herb., bílskúrsréttur, góð íbúö. Útb. 8.5—9 m. Krókahraun Hafj. 100 fm 4 herb. sérlega falleg (búö, sér þvottahús, bílskúrsréttur. Verö 16 m. Útb. 12 m. Kóngsbakki 163 fm 6 herb. glæsileg íbúð 4 svefn- herb. + húsbóndaherb. 40 fm stofa. Verð tilboö. Birkihvammur Einbýli 145 fm 6-7 herb. íbúð 70 fm bílskúr. Verö tilboð. Útb. 15,5 m. Lóöir Einbýli Góð við Selás, byggingarhæf 1979. Akranes 97 fm 4 herb. ágæt íbúð. Verö 7.5 m. Útb. 4.5 m. Mjög fjársterkur kaupandi aö vandaöri 4—5 herb. íbúö í Espigerði 4. Fjársterkur kaupandi aö góðri sérhæð í Rvík, Hafnarfj., Kópavogi. Fjársterkur kaupandi að góöu einbýli. Höfum kaupendur aö eldra einbýii á stór-Rvíkur- svæöinu. aö 2ja herb. íbúðum hvar sem er. Höfum góða kaupendur aö húseign meö tveim 4ra herb. íbúöum + góður bílskúr. Til leigu eru 800 m2 Skrifstofuhúsnæöi viö Hlemm. Tilboðum sé skilaö merkt: „Hlemmur — 4990“ fyrir 9. júní. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins f Reykjaneskjördæmi. Frá vinstrii Hannes Ilólmsteinn Gissurarson, Axel Jónsson, Sigurgeir Sigurðsson, Asthildur Pétursdóttir, Eiríkur Alexandersson, Ólafur G. Einarsson, Salóme Þorkelsdóttir, Matthías Á. Mathiesen, Oddur Ólafsson, Ellert Eiríksson. Kaffifundir um atvinnu- mál í Reykianeskiördæmi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi ákvað fyrir nokkru að efna til svonefndra kaffifunda um atvinnurekstur- inn í kjördæminu. Var ætlunin að fá sem flesta áhugamenn, forvígismenn og starfsmenn í atvinnurekstri í kjördæminu til þess að koma til fundar við frambjóðendur flokksins til Al- þingis í nk. kosningum og nýkjörna bæjar- og sveitar- stjórnarfulltrúa hans, spjalia við þá yfir kaffibollum um vandamál atvinnurekstrarins og skiptast á skoðunum við þá. Fyrsti fundurinn var í gær í Ytri-Njarðvíkum. Þar voru þeir Oddur Ólafsson alþingismaður og Eiríkur Alexandersson, sem skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til Alþing- is, og nýkjörnir bæjar- og Hitaveita Suðurnesja er eitt mesta þjóðþrifamál Reyknes- inga og sparar þeim hundruð milljóna. Myndin er af fram- kvæmdum við hana. sveitarstjórnarfulltrúar af Suðurnesjum. Þrír fundir verða i dag, allir kl. 3 sd. Einn verður i Hlégarði í Mosfellssveit. Á hann koma Salóme Þorkelsdótt- ir og Axel Jónsson alþingismað- ur auk nýkjörinna sveitar- stjórnafulltrúa úr Kjósarsýslu. Annar fundur verður í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi (Hamraborg 1). Á honum verða þeir Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri og ný- kjörnir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Þriðji fundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði (Strandgötu 29). Á hann koma Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Ellert Eiríksson, Hannes Hólmsteinn Gissurar- son og nýkjörnir bæjarfulltrúar i Hafnarfirði og Garðabæ. Samningur við Austur-Þjóðverja: Vísinda- og tæknisamvinna á sviði sjávarútvegs Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: I dag var undirritaður samning- ur milli íslands og Þýska Alþýðu- lýðveldisins um vísinda- og tækni- samvinnu á sviði sjávarútvegs. Samninginn undirritaði fyrir Is- lands hönd Ólafur Jóhannesson dómsmála- og viðskiptaráðherra, sem gegnir störfum utanrikisráð- herra í fjarveru Einars Ágústsson- ar, og fyrir hönd Þýska Alþýðulýð- veldisins Werner Buschmann var- ráðherra fyrir matvælaiðnaðar- mál o.fl., formaður austur-þýsku samninganefndarinnar. Gert er ráð fyrir að samningsað- ilar hafi samvinnu og samráð og skiptist á upplýsingum um vís- indarannsóknir er snerta Iifandi auðævi hafsins og einnig um veiðiaðferðir, eiginleika fiskiskipa og tækniatriði er varða veiðarfæri og geymslu, flutning og vinnslu sjávarafurða. Stofnuð verður samstarfsnefnd sem mun fjalla um framkvæmd samningsins og gera áætlanir um samvinnu. Tekið er fram í samningnum að hann skuli ekki hafa áhrif á afstöðu aðila í málum sem til meðferðar eru á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn tekur strax gildi, en hvorum aðila um sig er heimilt að segja honum upp með 6 mánaða fyrirvara. Viðræður við Austur-Þjóðverja fóru fram í gær. í íslensku samninganefndinni voru Pétur Thorsteinsson sendiherra, formað- ur, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Már Elísson fiskimálastjóri, dr. Björn Dagbjartsson forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, Jakob Jakobsson aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Guðmundur Eiríksson aðstoðar- þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins og Benedikt Ásgeirsson fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu. I austur-þýsku samn- inganefndinni voru auk formanns- ins W. Buschmann vararáðherra, G. Spitzl sendifulltrúi Þýzka Alþýðulýðveldisins á íslandi, S. Seifert frá matvælaiðnaðrráðu- neytinu, J. Suhrbier frá úthafs- fiskveiðisambandinu og dr. A. Peck, E. Glöckner og G. Hager frá utanríkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.