Morgunblaðið - 03.06.1978, Side 19

Morgunblaðið - 03.06.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 19 Stuttar umsagnir HAFNARBÍÓ: JUNIOR BONNER Það er vel þess virði að benda fólki á þessa endursýningu, svo ólík sem hún er öðrum Sam Peckinpah myndum (en hann leikstýrir). Hér er um að ræða hljóðláta, ljóðræna sveitalífsmynd sem er víðs fjarri því að skilja eftir í munninum vörumerki Peckinpahsblóðbragðið. Á NÆSTUNNI LAUGARÁSBÍÓ. SLAP SHOT Ilcr er á ferðinni nýjasta mynd þeirra George Roy Hill og Paul Newman, en áður unnu þeir saman að ekki ómerkari myndum en BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID og THE STING. Bakgrunnur hennar cr íshokkí-knattleik- urinn, en Newman fer með hlutverk ófyrirleitins þjálfaja sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna tii að ná marki sínu. BUTCH AND SUNDANCE. THEEARLYDAYS a dxnthkon- wujuam ijolpmak A HiOrtAWÓ USSTSR FíÞM BWPCÍi AND SUNDANCK. TUK WVfílX l'tfíYS '•^ .^sfWU.UAMIvAT'i' -.TXtM . vGABMBUKAWA S'CEVUN 8ACH RíCHAHDUSBT Cannes 78 ÞAÐ má með sanni segja að það hafi verið Italir sem stóðu með pálmann í höndunum að nýlokinni kvik- myndahátíðinni í Can- nes í ár, því að mynd hins heimskunna ítalska leikstjóra, Ermanno Olmi, KLOSSATRÉ, hlaut æðstu verðlaunin — gullpálmann. Norður-ítalskir bændur fara með aðalhlutverk- in, en myndin fjallar einmitt um hlutskipti þeirra á öldinni sem leið. Heiðursverðlaunin' hlaut einnig ítölsk kvikmynd, APA- DRAUMUR, með hin- um geysivinsælu (á meginlandinu) leikur- um Gerard Depardieu og Marcello Mastroi- anni. Leikstjórinn, Marco Ferreri — sem er bandaríkjamaður af itölskum ættum, hcfur áður gert myndir sem slægur er í. Skemmst er að minnast myndar- innar Átveislan mikla (LE GRANDE BOUFFE), sem hneykslaði landann í Háskólabíói fyrir örfá- um árum. Breska kvikmyndin ÓPIÐ hlaut einnig sér- stök verðlaun, en henni stjórnaði pólverjinn Jerry Skolimowski. Með aðalhlutverkið fer Alan Bates. Nýjasta mynd Hal Ashby (HAROLD AND MAUDE, THE LAST DETAIL, BOUND FOR GLORY, SHAMPOO), HEIMKOMAN (COM- ING HOME), hefur Ihlotið lofsámlega dóma ög þá einkum Jon Voigt fyrir leik sinn í aðal- hlutverkinu. Það færði honum verðlaun sem besta karlleikara árs- ins, en á móti Voight leika þau Jane Fonda og Bruce Dern. Tvær leikkonur, hin bandaríska Jill Clay- burgh (THE SILVER STREAK), og franska Isabella Huppert, deildu með sér verð- launum fyrir besta leik i kvenhlutverki í ár; sú fyrrnefnda fyrir túlkun sína í nýjustu kvik- mynd Paul Mazurkys (HARRY OG TÖNTO, NEXT STOP, GREEN- WICH VILLAGE), AN UNMARRIED WOMAN. Isabella Huppert fer aftur á móti með hlutverk átján ára stúlku sem fremur það ódæði að myrða föður sinn. Er það í nýjustu mynd franska hryllings- meistarans Claude Chabrol, sem nefnist Framhald á bls. 25. að sjálfsögðu í nafni Guðs Almáttugs. Tónlist myndarinnar er sér kafli út af fyrir sig, mörg laganna kom- ust á vinsældalistann (einkum titillagið) og urðu þau til þess að auka mjög hróður myndarinnar og gerat hana eina af mest sóttu myndunum í Banda- ríkjunum á árinu sem leið. Ásamt svarta- markaðsbröndurunum, teða hinum sérstaka orðaforða sem þeldökk- |ir hafa tamið sér og málvenjum er þeir virðast leggja mikla' rækt við að „full- komna“. Því miður byggjast orðaleikir þeirra fullmikið á of- notkun ósköp hvers- dagslegra orða eins og cool, babe, man, svo maður tali nú ekki um þeirra langstærsta inn- blástur — shit—. Sumar myndir erul einkanlega ætlaðar hvítum, aðrar svörtum. CAR WASH flokkast auðveldlega með þeim síðarnefndu. En dagur líður að kvöldi og þegar upp er staðið er engin ástæða til þess að sjá eftir þeim eina og hálfa tíma sem fór í að sjá myndina. Hitt er svo annað mál að brandar- arnir hefðu að ósekju mátt vekja fleiri hlátra en bros. Brooke Shields í hlutverki hinnar barnungu gleðikonu í mynd Louis Malle, PRETTY BABY. Plakat myndarinnar BUTCH AND SUNDANCEi THE EARLY DAYS. Tæpast úr þvottastöðinni Blika. Dagur í lífi bíla- þvottamanna (I.L.A.) LAUGARÁSBÍÓ: CARWASH CAR WASH Fjallar um vinnudag á þvotta- stöð í Los Angeles. Þar puða daglangt menn af misjöfnu sauðahúsi, þrátt fyrir að velflestir þeirra séu reyndar hör- undsdökkir. Leikstjór- inn, Michael Schultz, er kunnastur fyrir svarta- markaðs-eftiröpun myndar George Lucas, AMERICAN GRAF- FITI. CAR WASH er leiðinlega lík því að vera enn önnur útgáfa frummyndarinnar, og öllu lakari. Ekki þar fyrir að Schultz gengur margt í haginn. Manngerðirn- ar, svo ólíkar sem þær eru, eru margar hverj- ar hinar broslegustu og fá nokkra dýpt, t.d. náunginn með þvag- prufuna; leigubílstjór- inn í vændiskonuleit- inni; mannfígúran sem heillar „stelpuna á kassanum", og er það, jafnvel eitt skoplegasta atriði myndarinnar. Richard Pryor á frá- bært atriði sem hans er von og vísa. Það er kannski ekki eins bros- legt og það virðist á yfirborðinu, því upp á síðkastið hefur verið flett ofan af fjölmörg- um gervispámönnum sem tekist hefur að draga að sér lygilega mikið úr vösum fátækl- inganna vestur þar, og Aftur á stjá... Einn frægasti vestri sem gerður hefur verið, og sá sem ^yað mestum tímamótum hefur vald- ið í sögu þeirra, er hin tíu ára gamla Butch Cassidy And The Sundance Kid. Áhrifa hennar gætir jafnvel enn þann dag í dag, hetjuparið eða kannski öllu heldur anti-hetju- parið er enn í tísku. Það lá jafnvel við að þeir félagarnir Paui Newman og Robert Redford gerðu kvik- myndaleikkonur þar vestra hálfatvinnulaus- ar um árabil. Þetta er rifjað upp í tilefni þess að fram- leiðendum myndarinn- ar, 20th Century — Fox, hefur nú hug- kvæmst að gera fram- hald hennar, og nefnist það einfaldlega Butch And Sundance: The Early Days. Allmikið er vandað til myndar- innar; framleiðandi er hinn kunni höfundur frumhandritsins. William Goldman, tón- listina semur Jerry Goldsmith, handritið Alan Burns og kvik- myndatökuvélinni stjórnar hinn tékk- nesk-ættaði Laszlo Kovacks. Valdir menn í hverju rúmi. Með aðalhlutverkin fara tveir efnilegir, en lítt kunnir leikarar, þeir William Katt og Tom Berenger. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi mynd gerir1 þeim jafn gott og hin fyrri þeim Robert og' Paul...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.