Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 21 Sakharov fær sekt Moskvu. 2. júní. AP. SOVÉSKUR dómstóll dæmdi í dag, föstudag, Andrei A. Sakharov og konu hans til að greiða 90 rúblur sem er um þa'ð Sakharov bil jafnvirði um 34 þús. króna í sekt fyrir að slá til lögregluþjóns í sl. mánuði úti fyrir réttarsal í Moskvu. þar sem réttarhöld stóðu yfir í máli Yuri Orlovs. Sakharov sagði vestrænum fréttamönnum að hann hefði verið dæmdur í sem svaraði tæplega nítján þús. króna sekt og kona hans ögn minna eða um fimmtán þúsund. Hann sagði að þau ættu ekki annarra kosta völ en greiða sektina og myndu gera það, „við getum ekki áfrýjað dóminum til neins,“ eins og hann komst að orði. Auk þess voru þau ákærð fyrir að hafa uppi hróp gegn Sovétríkj- unum og hefðu þau hvatt fólk til að brjóta lögin. Tass-fréttastofan greindi einnig frá „undirróðurs- iðju“ Sakharovs. Spá Kissingers: Argentína—V-Þýzka- land leika til úrslita Buenos Aires 2. júní AP. HENRY Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem kemur til Argentínu síðar í þessum mánuði til að fylgjast með leikjum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sagði að færi svo að Argentína og Brazilía lékju til úAlita, myndi enda með því að hvort liðið hefði þrjá menn inni á velli — hinum hefði þá öllum verið vísað af leikvelli. Kissinger talaði glaðlega um komu sína til Argent- ínu og sagðist hafa fylgzt með tveim síðustu keppnum, 1974 og 1970 og teldi mikilsvert að hann gerði það og nú. Hann mun koma með Nancy konu sinni og syni sínum til Argentínu. Hann sagðist einnig mundu hitta Videla forseta Argentínu og sig fýsti og að eiga fund með Jorge Luis Borges, hinum fræga rithöfundi. Aðspurður um hverju hann spáði úm úrslit sagðist hann telja að það yrðu Argentína og Vest- ur-Þýzkaland sem lékju úrslita- leikinn þann 25. júní, en treysti sér ekki til að kveða upp úr með hvort færi með sigur. Belfast: Gífurlegt eigna- tjón í sprengingu Bclfast. 2. júní. Rcutcr. ÞRJÁR sprengjur, mjög öflugar, sprungu í miðborg Belfast aðfar- arnótt föstudags og ollu gífurlega miklum skemmdum en ekki er vitað til að manntjón hafi orðið. Lögreglan skýrði frá þessu í morgun og sagði að þá stæði yfir vinna við að gera tvær sprengjur til viðbótar óvirkar. Ein spreng- inganna olli því meðal annars að eldur kom upp í aðalstöðvum gasiðnaðar Norður-írlands og eins og fyrr segir varð tjón mjög mikið. Sprengjurnar tóku að springa skömmu eftir að símaviðvörun var V-Þýzkaland: Enn minnkar atvinnuleysi NiirnbcrK. 2. júní. AP. ATVINNULEYSI í Vestur-Þýzka- landi minnkaði í maí og er nú aðeins fjögur prósent atvinnu- bærra manna, nánar tiltekið er þarna um að tefla 913 þúsund manns. Hafði þá dregið úr at- vinnuleysi sem svaraði um 87 þúsund manns frá því í apríl að því er sagði í tilkynningu Atvinnu- málastofnunar Vestur-Þýzka- lands. send lögreglu og þar sagt að sjö sprengjum hefði verið komið fyrir í miðborginni. Enn fær Irina McClellan neitun Charlottesville, Virginia. 2. júní AP. SOVEZKIR embættismenn neita enn beiðni Irinu McClellan um að fá að flytjast frá Sovétríkjunum og til Bandaríkjanna til eigin- manns síns. í gær, föstudag, fékk hún enn einu sinni neitufl á vegabréfsskrifstofunni í hverfi sínu og var henni aðeins sagt að koma aftur á mánudag og myndi málið þá verða athugað. Hefur hún fengið svcr á þessa lund nú um langa hríð, en hún hefur gert ýmislegt til að vekja athygli á máli sínu, svo sem að hlekkja sig við grindverkið á bandaríska sendi- ráðinu í Moskvu o.fl. í þeim dúr eins og frá hefur verið sagt hér í blaðinu. Lögrelgumenn skoða lík Basir Balcioglu, mágs sendiherra Tyrkja í Madrid. en hann var drepinn þar í borg í gær. (Símamynd AP). Madrid: Tyrkneskt sendi- ráðsfólk drepið Madrid. 2. júní. AP. Rcuter. ARMENSKIR hryðjuverkamenn eru grunaðir um að vera valdir að drápi á eiginkonu tyrkneska sendiherrans á Spáni í morgun, en þá var einnig drepinn mágur sendiherrans og bflstjóri. Sendi- herrann, Zeki Kuneralp, var sagður hafa sloppið ómeiddur. Réðust hryðjuverkamennirnir sem munu hafa verið þrír ungir menn, klæddir sem verkamenn, að bfl sendiherrans með hrika- legri skothríð í miðborg Madrid í morgun. Juan Carlos, konungur Spánar, hefur fordæmt árásina og kallað hana glæpsamlega atlögu við saklaus fórnarlömb. Sendi hann samúðarskeyti til tyrkneska for- setans Koruturk og Suarez for- sætisráðherra Spánar sleit ríkis- stjórnarfundi er hann frétti um atburðinn til að taka þátt i skipulagningu leitar að hryðju- verkamönnunum. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrkja, sagði að stjórn hans myndi íhuga til hvaða ráða yrði gripið til að reyna að tryggja öryggi diplómata sinna erlendis. Víðtæk leit stóð yfir bæði í höfuðborginni Madrid og víðar um landið, en dregið var í efa að hrvðjuverkamönnunum hefði tek- izt að komast úr borginni, þar sem spánska lögreglan brá við mjög skjótt og lokaði öllum útgönguleið- um frá henni. Talið er að armensk- ir hryðjuverkamenn hafi verið Ná einkvæntir betri árangri í starfi? New York, 2. júní. — Reuter. NÍUTÍU og fimm prósent manna sem sitja í æðstu stöðum hundrað mestu áhrifafyrirtækja Banda- ríkjanna eru enn giftir sömu konunni og hafa ekki haft nein skipti. Kemur þetta fram í könnun sem bandarískt tímarit efndi til og dregur þá ályktun af niðurstöðun- um að einkvæntir menn nái meiri árangri í starfi en þeir sem iðulega skipta um konur. valdir að morðum á fimm tyrkneskum sendiherrum síðan árið 1972. Lögreglan sagði þó að ekki væri gengið út frá því sem gefnu að Armeníumenn ættu hlut að máli en flest benti til þess og aðili sem vitanlega gaf ekki upp nafn sitt sagði að árásin væri verk hóps sem kenndi sig við baráttu fyrir tilverurétti Armeníumanna. Væri þetta hefndarverk fyrir hryðjuverk Tyrkja á Armeníu- mönnum í Tyrklandi. Atburðurinn gerðist ekki ýkja langt frá tyrkneska sendiráðinu. Sendiherrafrúih og bróðir hennar voru að fara í hið fræga Pradosafn og síðan hugðust þau fara í verzlanir. VEÐUR Amsterdam 27 sól Apena 28 bjart Berlín 28 sót BrUstel 30 sól Chicago 30 skýjaó Kaupmannah. 26 sól Frankfurl 28 bjart Genf 23 sól Helsinki 18 sól Jóhannesarb. 15 sól Lissabon 26 sól London 27 skýjaó Los Angeles 23 akýjaó Madrid 25 sól Miami 30 skýjaó Montreal 20 skýjaó Moskva 19 skýjaó Nýja Delhi 43 bjart New York 30 pungbúió Ósló 28 sól París 26 pungbúió Rómaborg 24 pungbúíó San Francisco 33 sól Stokkhólmur 25 sól Tel Aviv 25 skýjaó Tókíó 28 skýjaó Toronto 22 skýjaó Vínarborg 26 SÓI í fyrra lýstu leynisamtök sem kölluðu sig „frelsisher Armeníu" yfir stríði á hendur Tyrklandi. Armenía sem er í vesturhluta Asíu er nú skipt milli Tyrklands, Sovétríkjanna og íran. Tyrkir fyrirskipuðu fjöldabrottflutning á armenska minnihlutanum í Tyrk- landi, sem litið var á sem ógnun, í heimsstyrjöldinni fyrri. Rösklega hálf önnur milljón Armeníumanna voru drepnir og þúsundir ^óru látnir deyja drottni sínum úr hungri og vesöld eftir að þeir höfðu verið fluttir nauðungar- flutningi til norðurhluta sýrlenzku eyðimerkurinnar. Tyrkneski sendiherrann í Páfagarði var skotinn til bana í júní sl. og sendiherrar Tyrklands í Frakk- landi og Austurríki voru myrtir í október 1974. Aðalræðismaður Tyrklands í Los Angeles og aðstoðarmaður hans voru myrtir 1973 og lægra settur tyrkneskur diplómati í Beirut var drepinn 1976. Olíutankur sprakk Good Hope, Louisiana, 2. júní AP HRÁOLÍAN gusaðist eins og stórrigning yfir 200 íbúðarhús og hundruð bifreiða eftir að áttatíu þúsund gallona olíutankur sprakk í morgun í Good Hope í Louisiana, að því er lögreglustjóri staðarins sagði frá i morgun. „Það rigndi yfir okkur olíu,“ sagði Wallace Frilou lögreglustjóri við frétta- menn. „Með þeim orðum verður þessum atburði bezt lýst,“ bætti hann við og sagði að enn vissi hann ekki um áætlað tjón af völdum þessa en vitað væri að enginn hefði slasast og sem betur fer hefði enginn eldur komið upp. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir því að olíutankurinn rifnaði svo skyndilega. Good Hope er í St. Charles sem er við Missisippi, um það bil 30 mílur frá New Orleans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.