Morgunblaðið - 03.06.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978
Arngrímur Sigurðsson:
Þessa daga er þess minnst að
50 ár eru liðin síðan reglubundið
áætlunarflug innanlands hófst.
Hinn 4. júní 1928 var fyrst flogið
með farþega og póst samkvæmt
fyrirframgerðri áætlun. Dr.
Alexander Jóhannesson hafði
gengist fyrir stofnun flugfélags
til þess að vinna að bættum
samgöngum á Islandi enda var
þess brýn þörf — og er enn. Hér
verður sagan ekki rakin í
smáatriðum enda til á prenti að
hluta. Hinsvegar verður litast
um í nútímanum og horft til
framtíðarinnar.
Þegar mið er tekið af öðrum
þáttum samgöngumála á ís-
landi, eru flugmálin nokkuð vel
sett. Þó eru flugmálin verr
komin að því leyti að þau hafa
ekki þær tekjulindir sem t.d.
vegamál hafa, þó svo að úr þeim
lindum renni í aðrar kirnur en
til er ætlast. A okkar tímum er
það ofur eðlilegt að vegfarendur
geri miklar kröfur um bættar
samgönguleiðir á landi, en
ráðamenn mættu gjarnan hugsa
til þess, hve stórbæta mætti t.d.
flugsamgöngur til margra staða
fyrir það fé sem fer í að moka
eina af háheiðum landsins einn
dag.
Þegar þess er gætt, eftir
samanburð á fjölda allra íslend-
inga og heildarfarþegafjölda
innanlands, að hver íbúi lands-
ins fer a.m.k. einu sinni á ári
leiðar sinnar í lofti, er greinilegt
að þjóðin hefur tekið flugsam-
göngutækin í þjónustu sína.
Þetta er ánægjulegur vottur
þess, að þeim, sem að flugmál-
unum hafa starfað, hefur tekist
að opna augu almennings og fá
hann til að hagnýta sér fljótasta
og þægilegasta ferðamátann.
Það er heldur ekkert vafamál
að flugvélin er hvað áhrifarík-
asta tækið til að halda jafnvægi
í byggð landsins. Þess vegna
væri æskilegt að allir sem til
forsjár hafa valist á sviði
sveitarstjórnar-, bæjarstjórnar-
og samgöngumála almennt geri
sér glögga grein fyrir því, að
góður flugvöllur með afgreiðslu-
húsi og helst flugskýli er jafn
nauðsynlegur og vegakerfi
byggðarlagsins. Af rannsóknum
mínum á sögu flugsamgangna
og viðgangi ýmissa bæja dreg ég
fíug-
má/ íslands
þá ályktun, að bættar samgöng-
ur — og þá einkum flugsam-
göngur — eru einhver sú mesta
lyftistöng sem byggðarlagi get-
ur hlotnast.
Ef litið er til þeirra aðila, sem
flugrekstur stunda, verður að
viðurkenna að þeir eru á réttri
leið. Mörgum þykir sem stefni
til samkeppnileysis, en á meðan
fólkið er ekki fleira í landinu —
mál sem vissulega er að taka á
sig uggvænlega mynd — þá er
það affarasælast að efla heldur
og auka samvinnuna en hitt.
Samkeppnin hefur jafnan komið
við vissar aðstæður. Það er
hægur öldugangur í flugmálum
sem öðrum málum, en eins og nú
háttar erum við í dal. Hinsvegar
er það almennings — með hjálp
stjórnvalda — að halda flug-
rekstursaðilum við efnið og
Arngrímur Sigurðsson
leiðarljós sem handhafar fjár-
veitingavalda geta tekið mark á.
Stefnan er gefin. Flugvellir hafa
verið flokkaðir með hliðsjón af
þörfum hvers byggðarlags.
Verkefnum hefur verið raðað
með tilliti til öryggis og arð-
bærrar fjárfestingar. Fjöldi
framkvæmda hefur verið tak-
markaður í samræmi við skyn-
samlegt mat á aðstæðum og
þróun uppbyggingar og fólks-
fjölda hvers svæðis. Öll þessi
atriði munu auðvelda bæði
stjórnvöldum og flugreksturs-
aðilum að byggja upp hagkvæm-
ar flugsamgöngur með hentug-
um flugvélum og tæknilega
fullkomnum öryggistækja-
búnaði, sem hvort tveggja eykur
traust almennings á þessum
þætti samgöngumála og, síðast
en ekki síst, getur aukið tíðni
ferða.
Innanlandsflug 50 ára
krefja þá af sanngirni um góða
þjónustu. Tækin til þess að veita
hana eru til í landinu, og vegna
þess hve tækin eru góð er við
stjórnendur og starfsfólk að
eiga ef eitthvað fer úrskeiðis, að
ógleymdum veðurguðunum. Á
þessum tímum eiga íslendingar
hin ágætustu flugtæki, á hvaða
grein flugsins, innanlands eða
utan, sem litið er. Megi öllum
sem í þeim starfa vel farnast og
allir sem með þeim ferðast
heilir í höfn koma.
I framtíðinni þarf að hyggja
mjög að hinum ytri skilyrðum
flugsamgangna, þ.e.a.s. flugleið-
sögukerfi, flugvöllum og aðbún-
aði farþega og flugvéla á hinum
ýmsu stöðum. Þessa hefur auð-
vitað alltaf verið þörf, en nú er
von um að úr þessu rætist og að
skipulega verði að þessum mál-
um staðið. Þeir sem hafa kynnt
sér skýrslu flugvallarnefndar
1976 sjá að þar er um raunsæa
starfsáætlun að ræða. Skýrslan
með þeim tillögum sem þar eru
gerðar leysir ekki ein sér
vandamál flugreksturs á ís-
landi. Hún er þó merkilegt
Þegar fólk talar um flugmál
hættir mörgum til að einblína á
stærðina eina. Stærri flugvél
hlýtur að vera betri en lítil.
Þetta er því aðeins rétt að
flutningaþörfin og reksturs-
kostnaðurinn réttlæti stærðar-
aukninguna. Eins og áður var
vikið að er fólksfjölgun á íslandi
lítil. Aukin nýting og þar með
hagkvæmni í rekstri verður því
ekki að ráði nema landsmenn
noti flugvélar meira. Hin aukna
notkun er því forsenda fyrir
bættri þjónustu. Flugfélög hafa
eðlilega ekki treyst sér til að
fjölga ferðum þegar nýtingin
hefur ekki leyft það. Verði
tllögur flugvallanefndar og flug-
málastjórnar framkvæmdar er
ekki að efa að hægt verður að
auka ferðatíðni til muna. Mikil
ferðatíðni er sameiginlegt hags-
munamál flugfarþega og flug-
félaga.
Vöruflutningar með flugvél-
um þurfa að aukast verulega,
bæði innanlands og milli landa.
Hinir miklu kostir vöruflutn-
inga í lofti eru löngu viður-
kenndir og þyrftu framleiðend-
ur og ráðamenn fyrirtækja í
miklu ríkara mæli að senda
vörur sínar með flugvélum.
Hér að framan var lauslega
minnst á flugvélakost lands-
manna. Hann á vafalaust eftir
að batna, þótt góður sé. Flug-
tæknin hefur tekið sífelldum
framförum alla öldina. Þotu-
hreyflar verða æ kraftmeiri og
sparneytnari. Seinustu árin hef-
ur flugtæknin staðið í einskonar
átökum við stóraukinn elds-
neytiskostnað sem um tíma
hafði lamandi áhrif á flugrekst-
ur. Flugtæknimönnum hefur
tekist að bæta hér mikið úr svo
að nú er ástæða til að vera
bjartsýnn.
íslendingar nota nú þotur á
millilandaleiðum og því velta
menn því eðlilega fyrir sér
hvenær þotur verði algengar á
innanlandsleiðum. Því verður
ekki svarað með neinni vissu, en
það er þó háð mörgum af þeim
atriðum sem getið hefur verið
hér að framan, s.s. flutningaþörf
og hagkvæmni í rekstri. Flug-
vélakosturinn helst í hendur við
þróun flugmálanna í landinu í
heild, og því má hugleiða hvaða
aðilar það eru sem þar hafa
mest áhrif og hver sé í rauninni
æskileg þróun.
Það liggur í augum uppi að
þróunin má og á að vera hröð
hvað öryggi og þægindi varðar.
Allir farþegar og þeir sem
flugrekstur stunda eru sammála
um það. Flugfélög kaupa nú
aðeins þær bestu flugvélar sem
völ er á. Sá aðili sem hinsvegar
hefur bolmagnið til að gera
nýtingu hinna fullkomnu flug-
tækja mögulega er hið opinbera.
Það er sá aðili sem getur gert
draum okkar um enn betri
flugsamgöngur til eins og ann-
ars, og víða er réttilega þörf á
miklum stuðningi. Á þessum
tímamótum er það ósk mín til
handa öllum sem að flugmálum
vinna, að þeir eigi á næstu árum
sterkan bakhjarl í stjórnendum
bæjar- og sveitarfélaga og svo
ekki síst í forsjármönnum ríkis-
búskaparins. Góðar flugsam-
göngur auka hagsæld og vel-
sæld. Góðar flugsamgöngur eru
einnig mikilsverður liður í
menningarlífi þjóðarinnar. Gef-
um því flugmálum Islands byr
undir báða vængi.
Arngrímur Sigurðsson.