Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 40

Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 vlft> ,C^)' MORöJlv- v KArr/Nu ' LJ____ (í / ~{T>r1_ GRANI göslari Jæja. þá er é>? kominn heim ok þið getið byrjað að rekja raunir ykkar, ok talað um veikindi ykkar og heilsuleysi! Ilraðhréf til yðar, fröken. bibbi dí hahbidí bú... Guð hjálpi okkur. — Þú hefur vonandi ekki vakið konuna Gamla fólkið og sjónvarpið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í lokaumferð Philip Morris Evrópukeppni í London um pásk- ana kom fyrir slemmuspil, sem gaf tækifæri til tilþrifa. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. D3 H. K4 T. DG982 L. G954 Vestur S. 10876 H. ÁG632 T. Á107 L. 3 Austur S. K2 H. 1075 T. K6543 L. 862 Suður S. ÁG954 H. D98 T. - L. ÁKD107 Keppnin var tvímenningur, 96 borð, og alíjenKur lokasamninKur var 6 lauf spiluð í suður. Tiltölu- lefía auðvelt var að vinna spilið þar sem vestur spilaði ut rauðum ás. Eftir hjartaásinn þurfti aðeins að svína og trompa spáðana hátt í borði. En spilaði vestur tíjtulásn- um var aðeins meira að gera. Búa mátti þá til tÍKulslaj; í borði eða spila hjarta á kónginn og trompa síðan hjarta í borði áður en spaðinn var gerður góður. Gegn trompi út var spilið erfiðara. Hvernig hefðu lesendur þá hagað úrspilinu? Áuðvitað verður austur að eiga spaðakónginn. Og liggi liturinn 4-2 getur orðið nauðsynlegt að trompa tvisvar í borðinu. En einnig þarf að trompa hjarta og ekki er sama hvenær það er gert. Best er að spila lágu hjarta frá hendinni í 2. slag. Kóngurinn fær slaginn og vestur fær næsta slag á hjartagosa. Hans besta vörn er að spila hjartaás, sem þú trompar. Síðan spaðadrottning, kóngur og ás. Og þá má spila beint af augum. Spaðagosi og trompa síðan tvisvar spaða í borði með níu og gosa. Fara heim á trompi, taka trompin af austri og fimmti spaðinn verður tólfti slagurinn. Sé spaði trompaður í blindum áður en hjartatrompun er reynd getur austur látið hjarta og komið þannig í veg fyrir, að slagur fáist á lágt tromp í borði þegar austur trompar fyrir. „Það hefur mikið verið rætt um „gamla fólkið", að það þurfi að gera eitthvað fyrir það. En er það nóg að tala og láta kyrrt liggja. Væri það ekki fróðlegt að vita við hvað gamla fólkið „dundar"? Sumir eru svo lánsamir að geta gert smávegis en svo eru það enn aðrir sem geta ekkert nema að bíöa eftir því á hverju kvöldi að sjónvarpið byrji. Fimmtudags- kvöldin hafa verið því erfið, en hvað þá heill mánuður þegar sjónvarpið fer í sumarfrí? Þetta gamla fólk og sjúklingar líka komast ekkert í sumarfrí eins og aðrir sem eru í fullu fjöri. Er þessu fólki nokkuð of gott að geta að minnsta kosti horft á sjónvarp- ið? Það getur ekki verið að sjónvarpið sé svo illa mannað að það verði að loka fyrir útsendingar í heilan mánuð. Hefði það ekki verið nær áður en farið var út í litsjónvarp og eyða offjár í það, að koma því svo fyrir að sendingar sjónvarps væru allan ársins hring. Hvar í veröldinni er sjónvarpið lokað í heilan mánuð? — Fyrir utan öll fimnitudagskvöldin sem sjónvarpsmenn taka sér líka frí. Og fólk situr með þessi rándýru tæki ónotuð. Er virkilega hægt fyrir sjón- varpið að bjóða fólki uppá hvað sem er? Væri til of mikils mælst af þessari ríkisstofnun að hún sæi að sér fyrir „gamla fólkið" og sýndi eitthvað létt og fallegt efni í stað þess að loka í júlí? Það þyrfti ekki að vera heil dagskrá. Það tækju ábyggilega margir í sama streng. Eða er það ætlun íslenzka sjónvarpsins að láta fólkið finna fyrir því, að þetta er „einokun" og ekkert annað? Væri hægt að ná öðrum stöðvum þá mætti íslenzka sjónvarpið taka sér sumarfrí allan ársins hring. Vonandi er að sjónvarpið sjái að sér og láti það ekki bitna á gamla fólkinu þó að sjónvarpsmenn langi að fá frí í júlímánuði. Síðast en ekki sízt er það eins og áður er getið, að ótal margir fara hvorki eitt né neitt vegna þeirrar einföldu ástæðu að þeir hafa ekki efni á því. Það litla sem þeir veita sér er að horfa á sjónvarp sem gamla fólkið er stundum búið að leggja hart að sér til að geta eignast. L.J.“ Varla er það ætlun sjónvarpsins að láta gamla fólkið finna að hér sé um einokun að ræða og varla er það heldur ætlun starfsmanna að láta sumarfrí sín bitna á einum eða neinum, en meðan starfið er ekki lengra komið en þetta verður sjálfsagt að hafa þennan hátt á enn um sinn. En bréfritari heldur áfram og tekur upp annan þráð í framhaldi MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Simeeon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 57 endur höfðu hrópað. Þarna er hann, þarna er hann. Enginn vissi hvort hann var vopnaður eða ekki, og enginn vtssi heldur hvað hann haíði af sér gert. Það spurðist þó samstundis meðal fjöldans að hann hefði drepið hóp manna. Þegar loks tókst að hand- sama hann blés hann ekki úr nös. Hann var stoltur af afreki sinu og fór hæðnisorðum um lögreglumennina. Og á þeirri stundu þegar átti að setja hann inn í lögreglubflinn smeygði hann sér undan og þótt ham- ingjan mætti vita hvernig honum tókst það, hafði hann horfið í mannfjöldann. Þetta var Schrameck. í nokkra daga höfðu blöðin skrifað um fimleikamanninn og það var af einskærri tilvilj- un að lögreglan náði honum nokkru síðar á veðhlaupavell- inum. Hann hafði byrjað ungur í litlum sirkus sem ferðaðist um í Þýzkalandi. Seinna hafði hann skemmt á mörkuðum — að þeim tíma frátöldum sem hann hafði verið í fangelsi fyrir ínnbrpt og þjófnað. — Ég hafði ekki ímyndað mér. sagði Neveau fulltrúi, að hann endaði starí sitt hér í hverfinu. Og trúðurinn sagði grafal- varlegur. — Það er langt sfðan ég byrjaði að bæta ráð mitt! — Ég hafði heyrt um háan, magran mann sem einhver hafði séð sitja á bekk með Louis Thouret. Og var ekki einhver sem hafði sagt við Maigret. — Einn af þessum mönnum sem maður sér á bokkjum. Fred trúður tilheyrði slflTum mönnum sem enginn undrast að sjá sitja á bekkjum klukku- stundum saman án þess að gera handtak, heidur fylgjast bara með vegfarendum eða gefa dúfunum. Hann var eins grár og gangstéttarhellurnar og það gat ekki verið að hann væri að bíða eftir neinum né að nokkur legði á sig að bíða eftir honum. — Áður en þér byrjið að yfirheyra hann, ætla ég að segja yður hvernig ég náði í hann. Ég hafði farið inn á bar í Ruc Blondel. aðeins steinsnar frá Porte Saint Martin. Barinn er einnig vinsæll samkomustað- ur áhugamanna um veðreiðar. Ilann heitir Chez Fernand. Fernand er íyrrverandi tiróttamaður sem ég þekki vel. g sýndi honum myndina af Louis Thouret og hann horfði á hana eins og hann bæri kennsl á manninn. — Er hann einn af þinum viðskiptavinum? spurði ég. — Nei, ekki hann, en ég hef séð hann koma hingað nokkr- um sinnum með einum af mínum föstu kúnnum. — Hver cr það? — Fred trúður. — Fimleikamaðurinn? Ég hélt að hann væri dáinn fyrir iöngu eða sa>ti í fangelsi. — Nei, hann er ijóslifandi. Hann kemur hingað á hverjum degi og fær sér í glas og veðjar. En nú eru komnir nokkrir dagar síðan ég sá hann síðast. — Hvað margir dagar? Femand hugsaði sig um og fór meira að scgja fram í eldhúsið til að ráðfæra sig við konu sfna. — Ég held hann hafi verið hér síðast á mánudaginn. — Var hann þá með Louis Thouret? Ekki mundi hann það, en hann var viss um að hafa ekki séð trúðinn síðan á mánudag. Nú þurfti ég bara að hafa upp á honum og vissi að minnsta kosti hvar ég ætti a<5 icita. Svo tókst mér að komast að því hvað konan heitir sem hann hefur húið með í aiimörg ár, Francoise Bidcu, fyrrver andi grænmetissölukona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.