Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 42

Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Þotukeppn- in í golfi HIN árlega Þotukeppni í golfi verður í dag og á morgun á golfvelli Keilis í Hafnarfirði. Ræst er út til keppni kl. 8 og kl. 1.30. Leiknar eru 36 holur með og án I forgjafar. Keppni þessi gefur stig til I landsliðs og allir fremstu golfleik- arar landsins taka þátt í keppn- Iþrótta- og leikja- námskeið SÍÐASTLIÐINN fimmtudag hófst í Rcykjavík íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn 6—9 ára og 10 — 12 ára. Námskeiðin munu fara fram á níu stöðum í borginni. Þeir aðilar sem standa fyrir námskeiðinu eru Í.B.R. Leikvalianefnd Reykjavíkur, Æskulýðsráð Reykjavíkur og íþróttaráð Reykjavíkur. ! Kennsla fyrir 6—9 ára er á morgnana á eftirtöldum stöðumi j Melavelli kl. 9.00-10.15 | VíkinKssvæði við IlæðarKarðkl. 9.00—10.15 Leikvelli við Fellaskóla kl.9.00-10.15 Leikvelli við Árbæjarskóla kl. 9.00 — 10.15 Leikvelli við Álftamýrarskólakl. 10.30-11.45 Leikvelli FossvoKsskóla 10.30-11.45 íþróttavelli Sæviðarsund 10.30-11.45 Breiðholtsskóla 10.30-11.45 Kennsla 10 við kl. Þróttar við kl. Leikvelli við kl. 12 ára barna fer fram eftir hádegi á eftirtöldum stöðumi Melavelli kl. 13.30-15.00 LauKardalsvelIi kl. 13.30—15.00 íþróttavelli við Fellaskóla kl. 13.30—15.00 Innritun fer fram á kennslustöðum. I>átttökuKjald er kr. 300.- Meistaramót í frjálsum í dag MEISTARAMÓT íslands í frjáls- um íþróttum hefst í dag á Laugardalsvelli og einnig verður keppt á sunnudag. Keppt verður í tugþraut karla, fimmtarþraut kvenna, 3000 m hl., 10 km hl. og 4x800 m boðhlaupi karla. Keppnin í tugþrautinni ætti að geta orðið skemmtileg, alls eru 13 keppendur skráðir til leiks og þar á meðal allir okkar bestu tugþrautarmenn. |Kappleikja- bók G.S.f. ÍJT ER komin kappleikjabók G.S.Í. 1978. Hefur Golfsambandið vandað mjög til útgáfunnar og er i bókinni mikinn fróðleik að finna bæði um mótshald í sumar og annað. íbróttlr Kristinn Jörundsson skorar sigurmarkið í leiknum í gærkvöldi, eftir mikinn einleik Péturs Ormslevs. ÍSmmMimS FRAM I ANNAÐ SÆTI EFTIR SIGUR YFIR KA FRAMARAR komust í 2. sætið í 1. deild í gærkvöldi, þegar þeir sigruðu KA á Laugardalsvellinum 1.0. Hafa Framarar hlotið 6 stig úr fyrstu 4 leikjunum og er það betri byrjun en flestir spáðu. Það var talað um það f blöðum eftir tvo síðustu leiki Fram að liðið hefði unnið heppnissigur gegn Þrótti og Breiðablik en hafi svo verið' verður ekki það sama sagt um leikinn í gærkvöldi. Fram vann mjög sanngjarnan sigur yfir KA og hefði sigurinn getað orðið stærri. Veður var með eindæmum gott Þorbergur markvörður KA hirti til að leika knattspyrnu í gær- kvöldi, logn og mátulega heitt. En eins og svo oft vill verða var knattspyrnan ekki í samræmi við aðstæðurnar, sérstaklega þó hjá leikmönnum KA, sem náðu sér aldrei almennilega á strik. Var það mest tilviljunum háð hvert boltinn Fram-KA 1: Texti. Sigtryggur Sigtryggsson Mynd. Friðþjófur Helgason lenti þegar KA-mennirnir voru að byggja upp sóknarlotur og alltof oft voru hlutirnir unnir á erfiðasta hátt þegar miklu auðveldari lausn blasti við úr vandanum. Framarar náðu mun betur saman úti á vellinum og í framlínunni höfðu Framararnir bezta mann vallar- ins, Pétur Ormslev, sem hvað eftir annað kom vörn KA í vanda með hraða sínum og leikni. Framliðið væri ekki búið að fá þessi sex stig ef hans nyti ekki við frammi. Ef litið er á minnisbókina sést að Framarar fengu fyrsta tæki- færið á 5. mínútu þegar Sigurberg- ur Sigsteinsson komst einn inn fyrir, en • hann var of seinn og boltann af tám hans. Tíu mínútum síðar bjargaði Gunnar Gíslason bakvörður KA tvívegis á marklínu í sömu sókninni. Áfram héldu Framarar að sækja og á 35. mínútu einlék Pétur Ormslev laglega upp allan völl og skaut þrumuskoti að markinu sem Þor- bergur varði laglega. Akureyring- arnir fengu eitt tækifæri í fyrri hálfleik. Jóhann Jakobsson átti gott skot að marki Fram, sem Guðmundur markvörður varði mjög vel. Á 8. mínútu seinni hálfleiks kom sigurmarkið. Pétur Ormslev fékk boltann á miðju vallarins, lék síðan hratt upp að marki KA. Hann lék á hvern varnarmanninn eftir annan og renndi síðan boltanum á Kristin Jörundsson dauðafrían í vítateignum og Kristinn gat ekki annað en skorað, svo gott var færið. Nokkru síðar var Pétur aftur á ferðinni með frábært skot neðst í markhornið eftir að hafa platað vörn KA illilega en Þorbergur sá við honum og varði meistaralega. Á 26. mínútu seinni hálfleiks komst Kristinn í gott færi og skaut að markinu. Þorbergur varði en hélt ekki boltanum og Sigur- bergur fékk boltann einn fyrir opnu marki en á óskiljanlegan hátt missti Sigurbergur af boltan- um og hættunni var bægt frá. Sigurbergur fær nú varla svona gott tækifæri í bráð. Tvö færi til viðbótar fengu Framarar, fyrst bjargaði Þorbergur mjög vel þegar Kristinn hafði skallað að markinu og síðan átti Pétur skalla rétt framhjá. Varla getur heitið að Akureyr- ingarnir hafi átt umtalsvert tæki- færi í seinni hálfleik. Þeir reyndu að senda háa bolta inn í vítateig- inn þar sem varnarmenn Fram voru þéttir fyrir og Guðmundur markvörður mjög öruggur. Pétur Ormslev var bezti maður vallarins ásamt Eysteini dómara, sem dæmdi óaðfinnanlega. Líklega hefur enginn leikmaður íslenzkrar knattspyrnu komið jafn mikið á óvart í vor og Pétur og hann hlýtur að koma alvarlega til greina í landslið. í heild átti Framliðið sinn bezta leik í mótinu. Hins vegar voru KA-menn slak- ir að þessu sinni, baráttan var lítil hjá liðsmönnum og þeir náðu einfaldlega ekki saman í þessum leik. Þorbergur var bezti maður liðsins og hann bjargaði KA frá stærra tapi. í STUTTU MÁLI. íslandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 2. júní, Fram — KA 1.0 (0.0). Mark Fram. Kristinn Jörundsson á 53. mínútu. Áminningar. Þorbergi Atlasyni sýnt gula spjaldið í s.h. Áhorfendur. 349. Einkunnagjöfin FRAM. Guðmundur Baldursson 3, Trausti Haraldsson 2, Gústaf Björnsson 3, Gunnar Guðmundsson 2, Kristinn Atlason 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Rafn Rafnsson 2, Kristinn Jörundsson 2, Pétur Ormslev 4, Ásgeir Eliasson 2, Knútur Kristinsson 2. KA. Þorbergur Atlason 3, Steinþór Þórarinsson 2, Gunnar Gíslason 3, Guðjón Ilarðarson 2, Ilaraldur Haraldsson 1, Elmar Geirsson 2, Sigurbjörn Gunnarsson 1, Eyjólfur Ágústsson 2, Gunnar Blöndal 1, Jóhann Jakobsson 2, Ármann Sverrisson 1, Gunnar Gunnarsson (v.m.) 2. Dómari. Eysteinn Guðmundsson 4. Sjá einnig íþrótta- fréttir á blaðsíðu 30 Wigan upp - Southport niður WIGAN Athletic var í gær kosið í fjórðu deild ensku knattspyrnunnar og tekur stöðu Southport. Árlega koma félögin 92 í ensku deildunum saman og ákveða með sér hvort hleypa eigi aftur upp í fjórðu deild þeim 4 liðum sem úr henni falla. Southport féll á síðasta keppnistímabili ásamt York, Rochdale og Hartlepool, en var eina liðið sem ekki náði endurkjöri og var fellt með 29 atkvæðum gegn 20 sem Wigan fékk. Þetta er fjórða árið í röð, sem Southport hafnar í einu af fjórum neðstu sætum fjórðu deildar. '1 OoOjVvjVÍfcSLAV 0»S>OKA Be^VS»U\M.feKJvj chílhSSjum lakjct 'I ep!rTl^ öpÁfsJ-- - - H ÞA3 B\VCCv

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.