Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 5
5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978
Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri:
„Ríkisreknu flug-
félögin eru nær
undantekningalaust
rekin með tapi”
Skattborgararnir borga brúsann
„ÞAÐ cr gjörsamlega út í hött að
halda því fram að íslendingar
Kreiði óhóflega há fargjöld vegna
a‘vintýramennsku Loftleiða-
manna í öðrum heimsálfum. Við
erum með tvíhliða loftferðasamn-
inga við öll lönd sem við fljúgum
til,“ sagði Agnar Kofoed Hansen
flugmálastjóri þegar Morgun-
hlaðið innti hann eftir því í gær,
hvað hann vildi segja um það sem
kemur fram í stefnuyfirlýsingu
Alþýðubandalagsins og ummæl-
um Ólaís Ragnars Grímssonar.
formanns framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins, er hann seg-
ir að almenningur á íslandi hafi
borgað að hluta til brúsann af
„ævintýramennsku Loftleiða í
öðrum heimsálfum', og eins og
komið hefur fram, þá hefur
Alþýðubandalagið á stefnuskrá
sinni að þjóðnýta og draga úr eða
stöðva alveg flug félagsins á
alþjóðlegum flugleiðum eða
skipta fyrirtækinu upp.
„Tvíhliða loftferðasamningar
eru við öll Norðurlöndin, enn-
fremur til Þýzkalands, Frakk-
lands og Bretlands. Til þessara
landa verðum við að fljúga í
reglubundnu flugi samkvæmt
IATA-samningumi sem sagt við
verðum að fljúga á þeim gjöldum
sem Alþjóðasamband flugfélaga
hefur ákveðið og við fáum ekki
leyfi til að fljúga ef ckki er farið
eftir reglum IATA. í öllum
loftferðasamningum, sem gerðir
eru þjóða í milli, eru ákvæði um
að eftir þessum samningum verði
að íara.
Einu frávikin sem leyfð eru út
frá IATA-samningum eru í leigu-
flugi og þá er yfirleitt farið eftir
vissum reglum sem eru í loftferða-
samningum þjóðanna. I þeim
segir að fara verði í ákveðnum
hópum og menn ákveða þá sinn
brottfarartíma og heimfarartíma.
Allt er keypt í einum pakka. Nú
eru þessi mál orðin mjög flókin.
þannig að innan ramma IATA
getur fólk fengið alls kyns ódýr
fargjöld. en vilji það ferðast í
áætlunarflugi sumar og vetur
verður fólk að greiða IATA-far-
gjöldin,“ sagði flugmálastjóri.
„Þannig að allt umtal um óhófleg
gjöld er út í hött og tómur
misskilningur.“
Þá sagði Agnar:
„Hins vegar eru í gildi við
Luxemborg og Bandaríkin af-
brigðilegir samningar og að því ég
bezt veit er Island eina landið í
heiminum með svokallaðan Chica-
go-samning við Bandaríkin, að
stofni til frá 1944 og við erum með
hliðstæðan samning viA Luxem-
borg. Sá samningur er ekki eins
frjáls, en hefur verið túlkaður
frjálslega.
Þessir samningar hafa gert
Loftleiðum kleift í meira en
aldarfjórðung að selja lægri far-
gjöld á leiðinni yfir Atlantshafið
en önnur flugfélög hafa getað
boðið. í þessum samningum er þó
ákvæði um að flugvélarnar verða
að fara um ísland, og vegna þess
að farið er um Island er leiðin
heldur lengri og veldur ýmsum
farþegum meira óhagræði. T.d. er
hægt að fara frá London til New
York á rúmum sex klukkustund-
um.“
„Það hafa margir bent á það, að
fargjaldið frá Luxemborg til New
York kosti álíka og frá Luxemborg
til íslands. Þetta er alveg rétt, og
sennilega er það rótin að þessum
misskilningi, að verið sé að pína
íslendinga með að láta þá borga
hærra gjald en þá sem fara áfram
til Bandaríkjanna. Þessi lágu
fargjöld hafa alla tíð verið grunn-
urinn að umsvifum Loftleiða, en
Flugfélag íslands hefur alla tíð
verið bundið af IATA-samningun-
um. Því hefur m.a. ekki verið
reglubundið flug til Luxemborgar á
lágum fargjöldum. Staðurinn er
það nærri okkar markaðssvæðum í
Evrópu og ef fargjald til Luxem-
borgar væri ódýrara en til annarra
staða í Evrópu, yrði hiklaust mikið
kvartað og óeðlilegt ástand skapað-
ist í fargjaldamálunum.
Loftferðasamningar Islands við
Bandaríkin og Luxemborg hafa
sætt mikilli gagnrýni IATA-félag-
anna, en bæði utanríkisráðuneytið,
flugmálastjórnin, Flugleiðir og
aðrir aðilar hafa gert sitt til að
halda þeim í gildi.
Ef rætt er um umsvif Flugleiða
undanfarin ár, þá má benda á að
samkeppnin yfir Atlantshafið er
geysilega hörð, og ef reikningar
Agnar Kofoed Ilansen
Flugleiða eru skoðaðir þá hefur
komið í ljós, að reksturinn hefur
gengið bezt á þeim leiðum, þar sem
IATA-fargjöldin eru í gildi, en
New York-leiðin hefur verið svo
rýr að hún ein hefði ekki getað
haldið uppi eðlilegum samgöngum.
Tengsl Loftleiða við Air Bahama,
sem komu til á sínum tíma vegna
þess að Air Bahama var hættuleg-
ur keppinautur, hafa heppnast vel,
þar sem starfsemi þess félags
hefur gengið sæmilega, gróðinn
hefur ekki verið mikill, en Loftleið-
ir sem sjá um alla sölumennsku og
stjórnun hafa fengið umtalsverða
fjármuni fyrir það og í umboðs-
laun.
Til þess að geta veitt íslenzkum
flugmönnum og flugliðum vinnu,
þá hefur aðild Loftleiða að Cargo-
lux komið sér mjög vel. Rekstur
Cargolux hefur gengið mjög vel, og
tel ég það hrósvert, og nú er lítil
ísienzk nýlenda í Luxemborg og
menn komast þar vel af og eru
meiri „patríótar" en nokkru sinni
fyrr. Tel ég þessa starfsemi frekar
til eftirbreytni heldur en hitt,“
sagði Agnar.
„Ólafur Ragnar Grímsson segir
að meginregla sé að flugfélög í
Evrópu séu ríkisrekin. Það er
reginfirra. Það er langt frá því að
SAS sé ríkisrekið, ríkisstjórnir
þriggja Norðurlanda eiga aðeins
hluti í félaginu, Lufthansa er alls
ekki rikisrekið, en ríkisstjórn
Þýzkalands á þar líka hlutabréf,
sömu sögu er að segja um KLM,
hollenzka ríkiö á hlutabréf þar á
sama hátt. Alveg eins á íslenzka
ríkið hlutabréf í Flugleiðum. Öll
þessi flugfélög eru hlutafélög og
fjöldi einstaklinga og fyrirtækja á
hlut í þeim.
Fjárhagslega jákvæð afkoma
íslenzku flugfélaganna hefur ein-
mitt orðið til þess að íslenzkir
skattgreiðendur hafa sloppið við að
Framhald á bls. 19
ATHIIlllfl1 °Piö til kl_ 7 í kvöld
ll I llllillUl Lokaö laugardag.
TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
Wkarnabær
Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ Simi 28155.