Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 17 Ragnhildur Helgadóttir Kosið um lífsviðhorf IIÉR íer á eftir ræða Ragnhild- ar Ilelgadóttur á útifundi sjálfstæðismanna á Lækjar- torgi í gær: Háttvirtir Reykvíkingar, góð- ir sjálfstæðismenn. I dag skín sól í Reykjavík. Það er bjart yfir Reykjavík. Það er tákn þeirrar vonar, sem kallað hefur þennan stóra hóp hingað saman. Hann gefur Reykjavík von um það að hún verði frelsuð úr þeim tröllahöndum, sem hún er nú komin í. I dag er örskammt til kosn- inga. Þá hefur kjósandinn valdið til þess að segja til um það sem örlögum veldur um framtið þessarar þjóðar. Island, landið okkar, er gott land. Það á það skilið af okkur, að við sjáum til þess að það hafi farsæla stjórn. Það skulum við gera og beina kröftum okkar að því. Þessi kosningabarátta stend- ur milli sjálfstæðis og sósíal- isma. Línurnar eru skýrar. Baráttan er hörð. Tíminn er stuttur. Núna er ekki einungis kosið á milli stjórnmálaflokka. Það er kosið á milli lífsviðhorfa. Það er ekki einungis kosið um það hvort kaupmátturinn sé einhverjum prósentum meiri eða minni, sem vissulega er mikilvægt. Það er ekki einungis kosið um það hvort verðbólgan sé meiri eða minni. Það er kosið um það hvort í þessu landi skuli búa einstaklingar, sém hafa rétt til þess að ráða einhverju um framvindu mála í sínu eigin landi. Þannig er ekki ástatt í öllum löndum. Það takast á megin lífsviðhorf víða um heim. Annars vegar lýðræðisöflin, öfl frelsis og sjálfstæðis, og hins vegar alræð- isöflin, öfl kúgunar og ófrelsis. Lýðræðisöflin bera virðingu fyrir manneskjunni sjálfri gagnstætt alræðisöflunum. Sjálfstæðisflokkurinn'' tekur ákveðna afstöðu með lýðræðis- öflum í heiminum. Mannleg reisn er það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn setur í öndvegi. Sjálfstæðisflokkurinn vill að hér á landi fái áfram að þróast frjálst menningarlíf. Betra og bjartara líf en vera mundi ef Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin. Ég sagði frjálst menn- ingarlíf. Fyrir nokkrum dögum voru hundruð Reykvíkinga við- staddir, þegar tveir heimsfrægir snillingar á sviði tónlistarinnar stóðu hlið við hlið á sviði Laugardalshallarinnar. Það voru þeir Vladimir Ashkenazy og sellósnillingurinn Rostropo- vitch. Þessir menn fengu ekki pláss fyrir listina í sínu eigin landi. Þeir njóta sín ekki í sínu eigin landi vegna þess að höft eru lögð á list þeirra. Slíkt er það ástand er bíður þjóða sem kalla yfir sig það kenningakerfi, sem Alþýðubandalagið starfar eftir. Alþýðubandalagið starfar eftir úreltu kenningakerfi, sem varð til við útlendar og allt aðrar aðstæður en hér eru og á annarri öld. Og þetta kenninga- kerfi miðast fyrst og fremst við peninga og aftur peninga. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur þjóðlega stefnu, er setur mann- inn sjálfan í öndvegi. Sjálfstæð- ismenn vilja sjálfstætt líf, sjálfstætt fjölskyldulíf, sjálf- stætt atvinnulíf og sjálfstætt þjóðlíf. Sjálfstæðismenn. Ég hvet til þess að við notum vel hverja einustu stund, sem eftir er fram til kjördags. Við eyðum ekki okkar tíma í langa fundi. Við skulum, þessi stóri hópur, hvert og eitt vinna að því að fá sem allra flesta til liðs við þá stefnu, sem hefur gæfu Islands í hendi sér. Sjálfstæðismenn, komum fljótt á kjörstað á sunnudags- morguninn. Kjósum rétt og fáum alla til að kjósa rétt, rétt einstaklinganna. Birgir ísl. Gunnarsson: Það er hætta á því að ísland sigli hraðbyri til sósíalísks stjórnarfars HÉR FER á eftir ræða sú, sem Birgir ísl. Gunnarsson flutti á útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi í gær: Góðir Reykvíkingar. Þessi fundur hér á Lækjar- torgi í dag er haldinn undir kjörorðinu: Sjálfstæði gegn sósíalisma. Hversvegna er þetta það atriði, sem við Sjálfstæðis- menn leggjum hvað mesta áherzlu á í þessari kosningabar- áttu? Ástæðan er sú, að þessi tvö hugtök tákna þær megin- stefnur í stjórnmálum, sem nú er barizt um. Eftir úrslit sveita- stjórnarkosninganna fyrir tæp- um fjórum vikum er ljóst, að mjög er langt síðan að skilin í íslenzkum stjórnmálum hafi verið jafn skörp og að andstæð- urnar hafi verið jafn miklar. Úrslit sveitastjórnarkosning- anna sýna, að það er hætta á því að ísland sigli hraðbyri í átt til sósíalísks stjórnarfars. Alþýðu- bandalagið hefur fyllst slíkum hroka eftir kosningasigurinn um daginn, að frambjóðendur þess og málgögn hafa í stórum stíl varpað af sér dulargervinu og boða það nú ómengað, að hér eigi að koma á sósíalisma, ef Alþýðubandalagið fái nógu sterk ítök. Enginn vafi er á því að það meina þeir af heilum hug. Þeir hafa að vísu stundum talið heppilegt að leyna þessu markmiði sínu, en kosningaúr- slitin fyrir fjórum vikum gáfu þeim byr í seglin og þann byr hyggjast þeir nota til að láta kné fylgja kviði. Loforð þeirra þessa dagana um bætt kjör til handa öllum almenningi eru hrein kosningaloforð. Sjálfur upplifði ég í borgarstjórn á dögunum hvernig Alþýðubanda- lagið sveik án þess að blikna öll stóru loforðin fyrir borgar- stjórnarkosningar um full^r verðbætur á laun. Þessi loforð eru aðeins sett fram til að slá ryki í augu fólksins og tW þess ætluð að gera leið þeirra í valdastólana greiðfærari. í þessum kosningum er einnig annar flokkur, sem kennir sig við sósíalisma, en það er Al- þýðuflokkurinn. í þeim svipting- um, sem framundan eru í íslenzku þjóðfélagi, er Alþýðu- flokknum ekki treystandi. Reynslan hefur sýnt að hann er veikgeðja flokkur, sem er til í allt og það skulum við hafa hugfast, að Alþýðuflokkurinn hefur nú leitt Alþýðubandalagið til forystu í borgarstjórn Reykjavíkur og það mun Al- þýðuflokkur óhikað gera í ríkis- stjórn, ef hann telur það henta stundarhagsmunum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í íslenzku þjóð- félagi í dag, sem getur staðizt þennan ágang sósíalismans. Sjálfstæðisflokkurinn einn hef- ur það þrek og afl sem þarf til að láta þær útlendu öfgastefnur, sem nú berast okkur utan úr heimi, brotna á sér áður en þær flæða yfir landið. Sjálfstæðis- flokkurinn einn getur tryggt sjálfstæði þessarar þjóðar og sjálfstæði þeirra einstaklinga, sem í landinu búa. Til þess þarf hann þó öflugt fylgi Reykvík- inga og landsmanna allra. Þess vegna er kjörorð okkar í dag sjálfstæði gegn sósíalisma — og með þessum orðum býð ég ykkur öll velkomin hingað á Lækjartorg og gef fyrsta ræðu- manni dagsins, Geir Hallgríms- syni forsætisráðherra orðið. Guðmundur G. Þórarinsson hyggst stefna Vilmundi Gylfasyni GUÐMUNDUR G. Þór- arinsson, sem skipar 2. sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins í Reykjavík, skýrir frá því í grein í dagblaðinu Vísi í gær, að hann hyggðist stefna Vil- mundi Gylfasyni, sem skip- ar 2. sæti í framboðslista Alþýðuflokksins í Reykja- vík, vegna ummæla hans í blaðagrein. Guðmundur G. Þórarinsson segir að Vil- mundur Gylfason „sleppur ekki með það að gera mig að sakborningi í þessu Guðbjartsmáli. Einfaldlega hingað og svo nákvæmlega ekki lengra. Þetta mál skulum við taka í botn Vilmundur Gylfason, þótt við verðum að fara í gegn- um allt dómstólakerfið.u Guðmundur G. Þórarinsson seg- ir ennfremur í grein sinni: „Nú er nóg komið og hér á Vilmundur við fuílkomið ofurefli að etja. Ég hef bæði réttinn og sannleikann mín megin, en Vilmundur stendur einn með sitt spillta og sýkta hugarfar hins vegar. Vilmundur Gylfason hefur gjörsamlega misst sjónar á sannleikanum. Sumar árásir hans á einstaklinga hefðu getað leitt af sér mikla ógæfu, ef auðna hefði ekki ráðið meiru.“ Morgunblaðið leitaði í gær umsagnar Vilmundar Gylfasonar um þá fyrirætlan Guðmundar G. Þórarinssonar að hefja mál á hendur honum. Vilmundur sagðist ekkert hafa við þessa fýrirætlun Guðmundar að athuga, „þetta er frjáls maður í frjálsu landi.“ Orðrétt sagði Vilmundur: „Búum við ekki við traust dómskerfi og það gildir með þessa grein mína eins og aðrar að þar er farið rétt með. Guðmundur Þórarinsson sagði það í sjónvarpi á sunnudag- inn, að ég hefði með skrifum mínum orðið valdur að því að saklaust fólk sat í tukthúsi og það getur líka vel verið að dómstólarn- ir hafi eitthvað að athuga við það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.