Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978
Búast má við tvísýnni
kastlandskeppni
íslendinga og Dana
KASTLANDSKEPPNI íslcndinKa og I)ana fcr fram í bænum
Iladcrslcv í Danmörku um þcssa hcliíi. Kcppni þcssi ætti að gfta orðið
hin skcmmtilcsasta. Bæði má búast við súðum árantíri kcppcnda or
cins cr útlit fyrir tvísýna baráttu. þar scm varla munu mörs stis skilja
á milli. Danir Kcra scr vonir um sÍKur í kcppninni o« í vcrsta falli
jafntcfli.
Við skulum líta á árangur
keppenda Islands oj; Danmerkur í
kastlandskeppninni íár. Fer sam-
antektin hér á eftir.
ÍSLAND,
Kúluvarp,
Hreinn Halldórsson hefur kast-
að 20.18. Áranpur Hreins er
fimmti besti í heiminum í ár.
Annar keppandi Islands er Óskar
Jakobsson oj; á hann best 18.14 í
ár.
KrinjHukast,
Óskar Jakobsson hefur kastað
61.74 í ár ojí er það næst besti
áranjíur á Norðurlöndum í ár.
Annar keppandi Islands, Erlendur
Valdimarsson, hefur kastað 56.90 í
ár en lítið getað keppt vepna
toj;nunar. Erlendur á Islandsmet-
ið, 64.32 m, sem er áranj;ur á
heimsmælikvarða.
STERKASTI maður veraldar,
Rússinn Vasily Alaxeyef, hirti
Þrenn gullverðlaun á Evrópu-
meistaramótínu í lyftingum, par
sem Gústaf Agnarsson keppti
m.a. Alexeyef snaraði 180 kg,
jafnhattaði 235 kg og lyfti pví
samanlagt pyngdinni 415 kg.
Sergei Arakelov, annar Sovét-
maður, setti heimsmet í snörun
í pungavigt en Alexeyef keppír í
yfirpungavigt. Arakelov snaraði
177,5 kg. Hann sigraði einnig í
samanlögðu og innbyrti pví
einnig prenn gullverðlaun.
Spjótkast,
Óskar Jakobsson á íslandsmetið,
75.86 m, sett í Vesterás í Svíþjóð
1976. Óskar hefur kastað lenj;st
71.40 í ár. Annar keppandi íslands,
Elías Sveinsson, á 62.53 m best í
ár.
Slojwjukast,
Þar keppa þeir Óskar og Erlend-
ur en hvoruj;ur hefur keppt í
slej;jyukasti það sem af er árinu.
DANMÖRK,
Kúluvarp,
Keppendur Dana í kúluvarpinu
verða að öllum Hkindum þeir
Michael Henninj;sen oj; Kjeld
Nielsen. Ekki höfum við staðfest-
an árangur þeirra í ár, en Michael
kastar rúmlej;a 17 m oj; Kjeld
rúma 15 m.
Krinjóukast,
Keppendur Dana í kringiukasti
eru þeir Kjell Andersen oj; Peker
Jarl Hansen. Þeir hafa báðir
kastað um 53 m í ár.
Spjótkast,
John Solbjerj; hefur kastað
rúma 70 m í ár. Handknattleiks-
maðurinn j;óðkunni, Bent Larssen,
er annar maður Dananna í spjóti
oj; hefur hann kastað um 71 m í
ár. Bent á Danmerkurmetið sem er
78.32 m.
Slej;j;jukast,
Fyrir Dani keppa Erik Fisker oj;
Kjeld Andreasen, báðir hafa kast-
að rúma 57 metra í ár. Erik Fisker
á Danmerkurmetið, 63.64 m. Kjeld
Andreasen er fjölhæfasti kastari
Dana um þessar mundir.
I unj;linj;akeppninni verður um
hörkubaráttu að ræða, bæði liðin
eru mjög vaxandi, þó virðast Danir
vera öllu sterkari.
í kastlandskeppninni í fyrra
sigruðu Islendingar Dani með
töluverðum yfirburðum, 27 stigum
gegn 17, og sigruðu í öllum
kastgreinum fullorðinna. Hins
vegar varð jafnt í unglingakeppn-
inni, 10 stig gegn 10.
u,
• Óskar Jakobsson mun standa í
ströngu um hclj;ina i landskcppn-
inni gcgn Dönum.
T
Inter
kaupir
Dana
ÍTALSKA stórliðið Inter Mílanó er
nú í pann mund að kaupa til sín
Henrik nokkurn Agerbeck, sem er
einn af markhæstu leikmönnunum
í dönsku fyrstu deildinni.
Hann leikur með KB í Kaup-
mannahöfn. Eins og sakir standa,
mega útlendingar ekki leika með
ítölskum liðum, en Inter hefur hug
á að leigja kappann til félags í Sviss
Þar til banninu verður aflétt og er
talið að stutt sé í Það. Talið er að
Inter muni greiða rúma eina milljón
danskra króna og er Það um 46
millj. íslenskra króna.
LANDSLIÐ I SUNDI VALIÐ
LANDSLIÐSNEFND í
sundi hefur valið eftir-
talið sundfólk í landslið
íslands í sundi, sem
tekur þátt í 8 landa
keppninni í ár. Keppn-
in fer fram í Tel-Aviv í
Israel dagana 4. og 5.
júlí n.k.
Axel Alfreðsson Ægi, 21 árs, 6
landskeppnir áður.
Bjarni Björnsson Ægi, 18 ára, 3
landskeppnir áður.
Brynjólfur Björnsson Ármann, 18
ára, 1 landskeppni áður.
Hafliði Halldórsson Ægi, 17 ára, 1
landskeppni áður.
Hugi Harðarson Self., 15 ára,
Nýliði í landsliði.
Hermann Alfreðsson Ægi, 18 ára,
1 landskeppni áður.
Steinþór Guðjónsson Self., 16 ára,
Nýliði í landsliði
Guðný Guðjónsdóttir Armanni, 15
ára, 1 landskeppni áður.
Ólöf Eggertsdóttir Self., 16 ára, 1
landskeppni áður.
Sonja Hreiðarsdóttir Ægi, 15 ára,
3 landskeppnir áður.
Þóranna Héðinsdóttir Ægi, 13 ára,
Nýliði í landsliði.
Þórunn Alfreðsdóttir Ægi, 17 ára,
5 landskeppnir áður.
Landsliðsþjálfari er Guðmundur
Harðarson.
Liðstjóri er Þórður Gunnarsson.
Þrjú mót á Grafarholtsvelli
ÞAÐ ER mikið um að vcra hjá Golfklúhbi Rcykjavíkur um hclgina.
Á laugardaginn íer fram hin árlcga Jónsmessuhátíð á Grafarholti.
Matur vcrður veittur kl. G og klukkan átta vcrður ræst út til kcppni
og lciknar 12 holur. Síðan verður gleði fram á rauðan morgun. Á
sunnudaginn verður síðan haldið opið unglingamót og vcrða þá
lciknar 18 holur mcð og án forgjafar. Keppni hefst kl. 13.30 og verður
ræst út af tíunda teig. Á sama tíma fer fram hjóna- og parakeppni
scm vcrður ræst út af fyrsta teig.
Jogvan Arge# formaður íþróttasambands Færeyja:
Við viljum halda áfram lands-
leikjasamskiptLm við íslendriga
FORMAÐUR ÍÞróttasambands Færeyja, Jogvan Arge, útvarpsmaður og fréttaritari Morgunblaðsins í Færeyjum,
hefur sent íÞróttasíðunni eftirfarandi grein til birtingar. í greininni ræðir hann um samskipti íslands og Færeyja
á knattspyrnusviðinu og er tilefnið frestun á leik íslendinga og Færeyínga, sem átti að fara fram á Laugardalsvelli
á morgun og skrif íslenzkra blaða um máliö. Jafnframt lætur hann í Ijós óánægju með pað hversu lítiö samband
KSÍ hefur haft við i'Þróttayfirvöld í Færeyjum:
Sem formaður íþróttasambands
Færeyja sé ég mig knúinn til þess að
fjalla hér lítiliega um skrif íslenzkra
blaða að undanförnu um samskipti
okkar Færeyinga við Knattspyrnu-
samband íslands. Ég vil í fyrstu
leggja á það áherslu að við Færey-
ingar metum mikils þau samskipti,
sem við höfum átt og eigum við
íþróttasambönd á íslandi og við
höfum áhuga á því aö samskiptin
verði aukin í þeim greinum íþrótta,
þar sem möguleikar eru á því að um
nokkurn veginn jafna baráttu verði
að ræða. í íþróttagreinum, þar sem
vitað er fyrirfram að ísland muni
vinna okkur með miklum mun, sjáum
við ekki í augnablikinu ástæöu til að
halda marga kappleiki milli þjóðanna.
VIO HÖFUM EKKI ROFID GERÐA
SAMNINGA
Ástæðan til þess að ég rita þessa
grein eru skrif blaða á íslandi um
landsleikinn milli íslendinga og Fær-
eyinga. Mér hefur borizt í hendur
eintak af dagblaöinu „Tíminn“, þar
sem því er haldiö fram, að hætta beri
samskiptum við færeyska knatt-
spyrnumenn, þar sem við rjúfum
gerða samninga í tíma og ótíma.
Ég vil í fyrstu lýsa í örfáum orðum
hvers vegna hætta varð við landsleik-
inn í Reykjavík 21. maí 1977.
Ástæðan fyrir því að fresta varð
leiknum á að vera öllum kunn, líka
íþróttafréttamönnum á íslandi. í maí
í fyrra vorum við tilbúnir að fara til
íslands og landslið okkar var tilbúið
að fara en því miður var enginn
möguleiki á því að komast til íslands
vegna veðurs. Við vorum í stöðugu
sambandi við KSÍ og við urðum að
lokum aö tilkynna til íslands að við
gætum ekki sigrað veðurguðina og
hætta varð við leikinn eftir að
landsliösmenn hölðu beðið eftir því
að komast flugleiðina til íslands í
marga daga en árangurslaust.
VIO BAÐUM UM FRESTUN
Nú vil ég víkja nokkrum orðum að
leiknum, sem fyrirhugaður var í
sumar. Það hefur verið óljóst, og
einnig af hálfu íslendinga, hvenær
leikurinn ætti að fara fram og við
höfum ekki fengið neitt skriflegt um
það frá KSÍ, hvaða dag leikurinn átti
að vera. Undirbúningur fyrir landsleik
síöustu vikuna í júní hefur algerlega
mistekist hjá okkur, því miður, og
þess vegna hef ég tilkynnt fram-
kvæmdastjóra KSl þaö símleiðis að
við getum ekki leikið núna en við
værum tilbúnir að koma og leika í
Reykjavík í lok ágúst. Það að færa til
teiki er ekki óþekkt hjá KSl því á
árunum 1973 til 1976 tilkynnti KSÍ
okkur í hvert einasta skipti, sem
landsleikur átti að fara fram milli
þjóðanna, aö íslendingar gætu ekki
leikið á þeim tímum, sem upphafiega
voru ákveðnir.
VILJUM EKKI AÐ OKKUR VERÐI
SLÁTRAO
Til þess að segja það eins Ijóst og
mögulegt er þá segi ég að við viljum
ekki senda leikmenn okkar til
Reykjavíkur til þess að þeir verði
leiddir til slátrunar á grasvellinum í
Laugardal. Þetta höfum við tilkynnt
KSÍ og við áttum von á því að þessari
ósk yrði mætt með skilningi. í
símtalinu við framkvæmdastjóra KSÍ
gat ég ekki heyrt annað en hann
skildi stöðu okkar. Og ég hafði það
einnig á tilfinningunni aö stjórnar-
menn KSÍ væru ekki alltof hrifnir af
því að fá æfingaleik við Færeyinga
svona rétt fyrir stórleikinn við Dani,
sem vitað væri fyrírfram að íslending-
ar myndu vinna með miklum mun.
VIO VILJUM KOMA í ÁGÚST
Með þetta í huga óskaöi ég eftir því
við KSÍ aö leikurinn yrði færður aftur
til ágústloka og þessi ósk er borin
fram rétt eins og óskir íslendinga um
frestun á fyrri leikjum. í ágúst getum
við Færeyingar teflt fram sterku
landsliði, sem við getum með stolti
sent fram sem fulltrúa Færeyja.
Stjórn KSÍ ætlaði aö taka afstöðu til
þessarar óskar okkar á siöasta fundi
sínum fimmtudaginn 15. júní. Við
höfum ekkert svar fengiö frá KSÍ
ennþá en það er augljóst af lestri
íslenzku blaöanna hvaöa undirtektir
ósk okkar hefur fengið, og það er
bersýnilegt aö það hefur kvisast út
frá KSÍ til blaðanna skoöanir fram-
ámanna þar um okkur Færeyinga. Sé
það svo að ekki sé óskaö eftir því að
viö leikum landsleiki við island þá er
það ósk mín að okkur verði tilkynnt
það. Við verðum þá bara að sætta
okkur við það með trega. Vilji KSÍ
■**4
• Jogvan Arge.
hins vegar halda áfram samstarfinu
við okkur og kannski auka það, þá
er það ósk mín að okkur verði
tilkynnt það. Við myndum taka við
slíkri tilkynningu með gleðitár á
hvörmum.
LANDSLIÐIÐ LEIKUR 3 LEIKI í
ágUst
í lokin vil ég upplýsa hvernig við
hyggjumst búa okkur undir hugsan-
legan leik við Íslendínga í ágúst.
Innan skamms mun knattspyrnu-
landslið okkar hefja æfingar og við
munum leika tvo landsleiki áður en
til leiksins í Reykjavík kemur, ef af
honum verður. Landsliö okkar á að
leika í Leirvík á Hjaltlandi 23. ágúst,
annan landsleik í Kirkwall á Orkneyj-
um 25. ágúst og við höfum hug að
því að leika einn landsleik á íslandi
27. ágúst eða einhvern annan dag á
þessu tímabili. Það er okkar skoðun
að með slíkum undirbúningi sé
mögulegt að leikur milli Færeyinga
og íslendinga verði jafnari en ella
hefði orðið. Þetta er ósk okkar og ég
held að íslendingar óski hins sama.
Er ekki svo?
TVEIR LEIKIR í JÚLÍ
Það er von okkar að þótt erfiðlega
gangi að koma á leikjum milli
A-landsliða hafi það ekki áhrif á hið
einstaklega góða samstarf, sem
tekizt hefur milli unglingalandsliða
okkar. Við hlökkum til að taka á móti
landsliði íslands 16—18 ára leik-
manna í Þórshöfn 5. júlí n.k. og við
hlökkum til að fara meö landslið
okkar 14—16 ára leikmanna til
íslands 12. júlí. Undirbúningur undir
þessa leiki hefur staðið yfir síðustu
4—5 mánuði enda er það ósk okkar
og von að við getum att kappi við
stóra bróður, ísland, til síðustu
mínútu leiksins.
SAMSTARF VIO HJALTLAND
Að síöustu vil ég nefna að
íþróttasamband Hjaltlands, sem viö
höfum haft við samstarf í næstum 50
ár, hefur mikinn áhuga á samstarfi
við ísland og ég hef lofað að koma
óskum um það áleiöis til íslands.
Það er hérmeð gert, — næstum á
sama hátt og vinir okkar íslendingar
undir stjórn Ellerts Schram láta
okkur vita af óánægju með íþrótta-
samband Færeyja og knattspyrnu-
samstarfið milli nábúanna í Norð-
ur-Atlantshafinu.
Með íþróttakveðju,
Jogvan Arge, formaður.