Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 15 Krag ásamt öörum dönskum stjórn- málamanni sem var einnig vin- veittur íslending- um og kom mikiö viö sögu handrita- málsins, Julius Bomholy menn- menn-ingarmála- ráöhe JENS Otto Krag fyrrverandi forsætisráðherra Dana sem átti hvað manna mest þátt í því að Danir skiluðu íslenzku hand- ritunum og að Danir gengu í Efnahagsbandalagið, lézt í gær, 63 ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. Krag dvaldist í sumarbústað sínum við Skiveren skammt frá Frederikshavn á Jótlandi þegar hann veiktist skömmu eftir að hann var í 18 ára afmælisveizlu sonar síns. Hann var fluttur í sjúkrahús en var látinn þegar komið var þangað. Það var Krag sem stjórnaði Hafði forgöngu um aðildDana aðEBE baráttunni fyrir inngöngu Dana í EBE 1972 og það olli furðu og uppnámi í dönskum stjórnmálum þegar hann sagði af sér sem forsætisráðherra 2. október 1972, daginn eftir að Danir samþykktu inngönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir harða mótstöðu andstæð- inga bandalagsins. Úrslitin voru mikill sigur fyrir Krag og kórónan á stjórn- málaferli hans en hann tók þann kostinn að segja af sér með glæsibrag. Krag skýrði ákvörðun sína á þann veg að hann hefði um nokkurt skeið beðið eftir tækifæri til þess að draga sig út úr stjórnmálum og segði af sér af persónulegum ástæðum. Krag lagði af mörkum eib- stæðan skerf í dönskum stjórn- málum. Hann tók í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn þegar hann var skipaður viðskiptaráðherra 1947, aðeins 33 ára gamall. Eftir það gegndi hann fleiri ráðherraembættum og lengur en nokkur annar danskur Þessi mynd var tekin í Reykjavík í marz 1966 af Jens Otto Krag og Helle Virkner Krag. stjórnmálamaður. Hann var fyrst forsætisráðherra 1962 til janúar 1968 og hafði áður verið utanríkisráðherra. Hann var aftur forsætisráðherra frá því janúar 1971 og þar til í október 1972. Faðir Krags var tóbakskaup-. maður og Krag ætlaði fyrst að verða blaðamaður. En í síðari heimsstyrjöldinni starfaði hann við stjón birgðamála sem hafði eftirlit með utanríkisvið- skiptum og eftir stríðið var honum boðin staða viðskipta- ráðherra í stjórn jafnaðar- mannaleiðtogans Hans Hed- tofts. Hann var öðrum fremur hugmyndasérfræðingur danskra jafnaðarmanna og átti manna mest þátt í mótun þeirrar stefnu sem flokkur jafnaðarmanna fylgdi eftir styrjöldina. Hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum í bókinni „Framtíð Danmerkur" þar sem hann útskýrði megin- reglur þróunar velferðarríkis- ins. En flokkur hans var aldrei nógu voldugur til þess að hann gæti gert allar framtíðarsýnir hans að veruleika, jafnvel ekki þegar sósíaldemókratar og sósialistar mynduðu fyrstu og einu meirihlutastjórn sósíalist- ískra flokka í Danmörku. Krag var hlédrægur og naut ekki persónuvinsælda. Hann var talinn yfirvegaður og kænn Framhald á bls. 19 Tala fórnardýra 1 Saloniki hækkar I>jóóverjar fagna aftur sigri í bar- áttu gegn hermd- arverkamönnum Bonn — Ilamborg. 22. júní. AP. Reuter. ÓHÆTT er að segja að handtaka fjögurra memtra hryðjuverka- manna á Oriðjudag í Búlgaríu hafi verið hvalreki á fjörur vestur-Þýzku lögreglunnar. Þetta er í annað skipti á sex vikum að tekst að hafa hendur í hári öfgasinnaðra vinstri- manna með góðri samvinnu aust- antjaldsríkja. Fangarnir, sem handteknir voru eftir skyndiárás á dvalarstað peirra við Svartahaf, eru Til) Meyer, 34 ára, sem slapp úr fangelsi í Berlín í síðasta mánuði, Gabrielle Rollnik, 28 ára, sem grunuð er um hlutdeild í frelsun Meyers, auk tveggja ann- arra stúlkna. Tvö fyrrnefndu eru talin vera félagar í hryðjuverka- samtökunum „2. júní.“ Meyer og Rollnik eru bæði grunuö um að hafa tekiö þátt í ráni stjórnmálamannsins Peter Lorenz í Berlín áriö 1975 og átt sök á moröi Gunters von Drenkmanns dómara árið á undan. Innanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, Gerhard Baum, hefur greint svo frá að bæði séu stórháskalegir glæpamenn og ofar- lega á lista yfir 40 af helztu óvinum Vestur-þýzka sambandslýöveldis- ins. Hinar stúlkurnar tvær, á aldrin- um 26 og 28, hafa ekki verið nefndar en sagt er aö önnur kunni að vera Guðrún Sturmer. Samtökin „2. júní" er í tengslum við „Rauðu herdeildina" vest- ur-þýzku, en það var einmitt þessi félagsskapur, sem sagðist bera ábyrgð á fyrrnefndum glæpum 1974 og 1975. Að sögn innanríkisráöherr- ans var Rollnik einnig eftirlýst fyrir þjófnað og hlutdeild í ráni fatafram- leiðandans og milljónamæringsins Walters Palmers í Vínarborg í nóvember síðastliðnum. Það voru búlgarskir lögreglumenn sem komu hryðjuverkamönnunum að óvörum eftir að fangelsisvörður frá Berlín, í sumarleyfi við strendur Svartahafs, bar kennsl á Meyer á baðstaö. Handtakan mun hafa gengið hratt og greiölega fyrir sig, enda Ijóst að fangarnir voru alger- lega hvumsa. Var þeim skilaö í hendur vestur-þýzkra yfirvalda skömmu eftir atburöinn. Eins og kunnugt er tókst að hafa hendur í hári tveggja meintra forystusauða Baader-Mein- hofs-hópsins í Zagreb í Júgóslavíu í síöasta mánuði. Veður víða um heim Amsterdam 19 rigning Apena 30 sólskin Berlín 23 heiðríkt Brussel 21 rigning Chícago 24 heiðríkt Frankfurt 21 heióríkt Genf 20 sólskin Helsinki 23 sólskin Jóhannesarb. 14 skýjað Kaupmannah. 22 sólskin Lissabon 22 sólskin London 19 rigning Los Angeles 31 heióríkt Madrid 24 sólskin Malaga 26 heiðríkt Miami 31 rigning Moskva 16 skýjað New York 28 skýjaó Ósló 20 skýjað Palma. Mallorca 24 léttskýjaö París 20 rigning Róm 24 sólskin Stokkhólmur 24 sólskin Tel Aviv 28 sólskin Tokyó 30 sólskin Vancouver 21 skýjaó Vínarborg 24 sólskin Tendrast stríð á Afríkuhorni á ný? Eþíópar hefja loftárásir Nairobi — 22. júní — AP — Reuter. HÆTTA Þótti á að Ogaden-styrjöld- in biossaði upp á ný í dag, er Sómalíumenn skýróu frá aó Epíóp- ar hefðu gert loftárásir á Þorp og borgir í Sómalíu og parlendir skæruliðar fullyrtu að peir hefðu náð á sitt vald aðalherstöð and- stæðinganna í suöurhluta eyði- merkurinnar. Heimildir í Sómalíu herma að 10 óbreyttir borgarar hafi látið lífið og 43 særst, er þotur Eþíópa vörpuöu sprengjum á borgirnar Borama og Gebile auk nokkurra þorpa á svæö- inu milli borgarinnar Harageisa og landamæra landanna. Þetta er fyrsta loftárás Eþíópa svo vitaö sé eftir að Sómalíumenn ákváöu að draga liö sitt til baka úr Ogadeneyöimörkinni í mars eftir átta mánuöa skæklatog um hið sendna landsvæöi. Upplýsingarit sómalskra skæru- liða, sem gefið er út daglega í Mogadishu, fullyrti í dag aö flugliös- borgin Gode væri nú í þeirra höndum eftir orrustu þar sem þeir segja að 300 Eþíópar og Kúbanir hafi látið lífið. Ekkert hefur hins vegar heyrst úr röðum Eþíópa varðandi sigurhrós skæruliðanna. Leiötogi Eþíópa, Mengistu Haile Mariam, lýsti því yfir í síöasta mánuði, að Eþíópar myndu hefna sín með árásum yfir landamærin héldu Sómalíumenn áfram að ýta undir uppreisnarmenn innan Eþíópíu. Má e.t.v. líta á loftárásirnar í dag sem andsvar viö þeim fjörkipp er starf- semi síöarnefndra hefur tekiö í seinni tíð. Sómalíumenn hafa vísaö fullyrð- ingu þeirri á bug sem „skrökum" aö herlið þeirra hafi aftur gripiö til vopna, en hafa á hinn bóginn ekki dregiö neina dul á samstööu st'na með uppreisnarmönnum í Ogaden. Þetta gerðist Saloniki. Grikklandi. 22. júní. AP. ÞEGAR síðast fréttist var ljóst að tuttugu og tveir höfðu látið lífið í jarðskjálftunum á Grikkiandi og var átta annarra enn saknað og talið að þeir lægju grafnir í rústunum. Að sögn lögreglu voru þessir átta íbúar átta hæða sambýlis- húss sem hrundi til grunna, þegar þessi hrikalegasti jarð- skjálfti. sem orðið hefur á Norð- ur-Grikklandi í næstum hálfa öld, reið yfir. í hópi látinna. sem graínir voru úr rústum á fimmtu- dag, voru tvö sjö ára gömul börn og sex fjölskyldumeðlimir fyrr- verandi borgarstjóra Saloniki, Ionnis Voliotis. Sjálfur var hann fjarri er harmleikurinn gerðist. Núverandi borgarstjóri borgar- innar, Costas Pylarinos, vitnaði í orð jarðskjálftafræðinga í dag og sagði að jarðhræringar myndu halda áfram enn um nokkurra daga skeið og bætti við að margir hefðu ótta af því að verra væri í vændum. Jarðskjálftafræðingar hafa greint frá að jarðskjálftinn hafi mælzt 6.5 stig á opinn Richter- kvarða. Þá segir samkvæmt nýj- ustu fréttum frá Belgrad að risaháar öldur hafi gengið á land á ströndum Júgóslavíu 1967 — Fundur Johnsons og Kosygins í Glassboro. 1951 — Burgess og MacLean flýja til Rússlands. 1886 — Bonaparte- og Or- leans-fjölskyidurnar gerðar landrækar. 1818 — „Júní-dagarnir“ í Frakklandi byrja: verkamenn í París brotnir á bak aftur. 1785 — Friðrik mikli stofnar þýzka Fu rst asambandið. 1760 — Prússaher bíður ósigur við Landshut í Bæjaraiandi. 1757 — Clive tekur Plassey og tryggir Bretum Kalkútta. 1672 — Bandaiag Brandenborg- ar og llins heilaga rómverska ríkis gegn útþenslu Frakka. 1650 — Friðarsáttmáli Svía og llins heilaga róntverska ríkis í Nurnberg. Afmadi dagsins> Jósefína keis- arafr.ú (1763—181 1) — Játvarð- ur hertogi af Windsor (1893—1972) — Wiiliam Rogers fv. utanríkisráðherra Banda- ríkjanna (1913---f. Innlenti Jón Magnússon forsæt- isi áöherra bráðkvaddur á Norð- firði 1926 — Yarðskipið „Óðinn" kemur og tekur við gæzlustörf- urn 1926 — Listasufn Einars Jónssonar opnað 1923 — Flugvél yeltiur slysi í fvrsta sinn á Islandi 1920 — Arás Tvrkja á Bessastaði 1627 — Réttarbót Hákonar konungs 1305 — D. Vilhjálmur Finsen 1892 — Björn Blöndal sýslm. 1816. Orð dagsins: Stríð eru alltof mikilvæg til að iáta hershöfð- ingja sjá um þau — Georges Clemenceau franskur stjórn- máiamaður (1811—1929).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.