Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 20
20
M0RGUNBLAÐI.Ð, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978
MorgunbladiÖ
fór um
daginn
á ýmsa
staöi í
borginni
til aö
freista
þess a Ö
kynnast
lifsviöhorfum
ungs fólks.
>• Rætt var
viÖ ungt
fólk i
margvislegustu
störfum
og þa ö
spurt um
áhugamál sin,
daglegt
lif og
viöhorf
til lifsins.
Fara viötölin
hér á eftir.
Ursmiðir
ern lokuð
stétt
„Þetta er vissuleíía lokuð
stétt,“ sajíði Sverrir Agnarsson
þenar hann var spurður hvernÍK
,það hefði atvikast að hann fór
að vinna sem úrsmiður. Sverrir
vinnur hjá Hermanni Jónssyni
úrsmið við Hallærisplanið oj;
hefur unnið þar í 7 ár. Hann er
25 ára.
„Ef; ætlaði upphaflega að
verða trésmiður," hélt Sverrir
áfram. „Síðan giftist ég inn í
úrsmiðaættina og hef svo unnið
hér. Ursmíðina lærði ég hér hjá
Hermanni, en auk þess var ég í
Iðnskólanum til þess að geta
fengið sveinspróf."
„Þetta er elzta úrsmíða-
verzlun á landinu hefur starfað
síðan 1880. Það hefur orðið
gjörbreyting á iðninni, til
dæmis er nú notaður miklu
fullkomnari tækjakostur. Við
erum þó ekki með mjög mikið af
fullkomnari tækjum hér, það er
dýrt fyrirtæki. Vél sem stillir
ganginn á úrum rétt kostar til
dæmis um hálfa milljón."
Hefur þá ekki yfirbragð
starfsins breytzt mikið að sama
skapi? Hvað segja gamalreyndir
úrsmiðir um það?
„Þeir fúlsa við öllu nýju. Þeir
hafa nú reyndar nokkuð til síns
máls, því að þessi nýju úr eru
hálfgert drasl miðað við það
sem var, þar sem fjöldafram-
leiðslan kemur í staðinn fyrir
handsmíðina. En eftir svona 10
ár verða tölvuúrin orðin alls-
ráðandi. Nú, ég þekki frekar
lítið gömlu stemmninguna í
kringum úrsmíðina því að það er
stutt síðan ég byrjaði hér, ég var
áður í verzluninni við Lækjar-
götu og gömlu mennirnir fjórir
hættu allir fyrir u.þ.b. ári.“
„Nei, ég get ekki fundið að
úrsmíðin hafi nein sérstök áhrif
á sálarlífið, róandi né önnur.“
„Eru Islendingar almennt
„stressaðir" varðandi tíma?
„Já, alveg tvímælalaust. Ég
hef oft fengið að kynnast því í
þessu starfi, það þarf að hraða
hlutunum sem mest og öllum
liggur á.“
Hvað með sjálfan þig?
„Sjálfur er ég „stressaður" á
tíma. Ég hef í mörgu að snúast,
til dæmis rekum við tvenn hjón
tízkuvöruverzlun hér í borginni,
þó að reksturinn lendi að vísu
lítið á mér. En ég er ekkert
„stressaður" í minni vinnu, það
kemur fram á öðrum sviðum.
Allt er svo
frjálst og
þægilegt
hérna
Þuríður Þorbjarnardóttir i,'f-
fræðingur.
— Síðan hún litla dóttir mín
fæddist fyrir þremur mánuðum
hafa áhugamálin breytzt svolít-
ið. Það er varla að maður trúi
því hvað svona lítil kríli geta
heltekið mann. Ég hef mikinn
áhuga á ferðalögum og útiveru
þó ég sinni því alls ekki eins
mikið og ég gæti hugsað mér, og
sú litla heldur manni nú líka
heima.
— Maðurinn minn er allur í
fótboltanum, það er varla að ég
sjái hann suma daga á keppnis-
tímabilinu. Ahugi hans hefur
smitað mig smávegis og ég er
farin að mæta á leiki með Svölu
litlu i vagninum. Þá sefur hún
vært en ég horfi spennt á
leikinn.
— Ég vinn núna hálfan dag-
inn, en var allan daginn áður en
ég átti stelpuna, hjá Rannsókna-
stofnun iðnaðar ins. Ég er
aðallega í því að mæla ýmiss
konar efni í mat, síðast var það
c-vítamín í mjólk og appelsínu-
safa. Ég hef gaman af vinnunni,
sérstaklega þegar mér finnst ég
vera að læra eitthvað nýtt. Mér
fannst alltaf gaman í skóla og
sakna þess stundum að vera
búin. Framhaldsnám kemur til
greina seinna meir, en það
dregur svolítið úr mér þegar ég
sé að þeir sem hafa meiri
menntun hætta oft að vinna
beint við rannsóknir, heldur eru
frekar í framkvæmdastjóra-
störfum eða að skrifa upp
niðurstöður, sem aðrir hafa
komist að undir þeirra tilsögn.
— Foreldrar mínir bjuggu í
Kaliforníu í átta ár þegar ég var
gð alast upp. Eitt sumar komu
þau hingað heim í frí og við
s.vsturnar fórum héðan aftur
grátandi. Allt er svo frjálst og
þægilegt hérna. Krakkar og
unglingar komast allra sinna
ferða hjálparlaust og geta verið
úti eftir að skyggja tekur. Þar
sem ég er mjög ánægð með þetta
land langar mig mikið til að
ferðast hér um og k.vnnast
óbyggðum áður en ég fer að
ferðast um i útlöndum að
einhværju ráði.
— Ég hef á tilfinningunni að
það sé íhaldssamara ungt fólk
sem stendur í þessu lífsgæða-
kapphlaupi. Strákarnir í fót-
boltanum eru flestir að bvggja
og búnir að vinna í einhvern
tíma, aftur á móti eru krakkarn-
ir sem voru með mér í skólanum
ósköp afslappaðir og hugsa um
margt annað áður en þeir fara
að ræöa um húsnæði og bíla-
eign.
— Ekki höfðum við neinar
áhyggjur af hvar við búum, svo
lengi sem það verður í Vestur-
bænum eða á Nesinu.
Býst við að
ég sé frekar
óvenjulegnr
nngnr maðnr
Magnús Ilall Skarphéðinsson.
bílstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur.
— Ég vann alltaf með
menntaskólanum, fyrst sem
vaktmaður en síðar keyrði ég
strætó á sumrin. Launin notaði
ég til að festa mér hús á
Grettisgötunni og skyndilega
voru skattarnir of háir til að ég
gæti haldið áfram í skólanum.
Ég hætti því námi eftir tvo
vetur, en ætla að drífa mig aftur
eftir nokkur ár. Mig langar að
ljúka ' menntaskólanum,
menntunarinnar og þroskans
vegna, en ekki endilega vegna
prófsins.
— I framtíðinni langar mig
að helga mig áhugamálum mín-
um, sem eru heldur óvenjuleg,
en ég starfa mjög mikið með
Nýalssinnum og er einnig í
Guðspekifélaginu og Sálar-
rannsóknarfélaginu. Nú er ég
búinn að fá mitt hús, ég bý í
risinu og leigi út hæðina, á minn
bíl og verð fljótlega búinn að
borga mestu skuldirnar. Þá
langar mig aftur í skólann en
vinna síðan stuttan vinnudag
svo ég geti sinnt áhugamálum
mínum sem mest. Bílstjóra-
starfið er alveg tilvalið, ég var
fastráðinnn í fyrra, og hef mjög
gaman af því. Það er mikil
ábyrgð sem maður hefur og
aginn hjá bílstjórunum er mik-
ill.
— Ég býst við að ég sé frekar
óvenjulegur ungur maður og oft
er ég talinn skrítinn, sérstak-
lega þó þegar upp kemst að ég
borða hvorki kjöt né fisk, og
reyki ekki né drekk. Líkamlegt
heilbrigði er mér mjög mikil-
vægt og ég æfi með
Karate-félaginu til að reyna á
líkamann. Ég fer ekki oft á
skemmtistaði, mér leiðast öll
læti og hávaði.
— Ekki ætla ég að binda mig
fyrr en ég er búinn að koma vel
undir mig fótunum og hef
tækifæri til að ferðast um. Ég
hef mikinn áhuga á heimspeki
og mig langar til að koma mér
upp góðu bókasafni. Einnig
langar mig í góð hljómburðar-
tæki og plötusafn. Við ætlum
svo endilega að drífa okkur
nokkrir kunningjar út í heim.
Mig langar mikið til að komast
til Indlands og Kína og kynnast
heimspeki þeirra landa vel.
-- Ég held að jafnaldrar
mínir, sem flestir eru enn í námi
og margir komnir með fjöl-
skyldu, öfundi mig stundum.
Mér hefur tekist að koma mér
vel fyrir og hef ákveðin áhuga-
mál en er enn frjáls að gera það
sem mig langar til. Ég er mjög
ánægður með mitt hlutskipti í
lífinu.
Allir virðast
hafa áhnga
á að byggja
Anna Bára Pétursdóttir.
fósturnemi í starfi í Múlaborg.
— Það er alltaf svo mikið að
gera að varia er nokkur tími til
að sinna öðrum áhugamálum en
starfinu. Maðurinn minn og ég
erum að byggja raðhús í Breið-
holtinu. Hann er trésmiður og
við vinnum mjög mikið í húsinu
sjálf. Ég hreinsa timbur og
reyni að hjálpa sem allra mest
til, en mikill munur fannst mér
þegar húsið var komið upp og
við vorum farin að vinna innan
veggja.
— Ég hef aldrei verið neitt
sérstaklega fyrir útiveru, verið
kannski frekar hálfgerð kulda-
skræfa. Þó hef ég gaman að vera
með krökkunum á barnaheimil-
inu úti, ég hef reyndar gaman að
öllum störfum þar. Ég vann sem
hjálparstúlka á barnaheimilum
eftir gagnfræðaprófið og komst
ekki inn í Fósturskólann fyrr en
eftir þriðju umsókn. Þá var ég
komin með fimmtabekkjarpróf.
Aldrei hef ég haft gaman að
skólavist fyrr en núna, enda er
ég nú að læra það sem ég hef
mikinn áhuga á. Reyndar veit ég
ekki hvenær þessi áhugi vaknaði
hjá mér, en ég hef alltaf
umgengist börn mikið.
— Fósturstarfið er erilsamt
starf svo það er alltaf mjög gott
að koma heim, setjast í reglu-
lega þægilegan stól og slappa vel
af. Ég gríp þá gjarnan í prjóna
eða geri aðra handavinnu, sem
ég haf alltaf haft gaman af.
Eitthvað er ég að fikta við að
spiia á gítar en það gengur nú
kannski ekkert of vel. Mér
finnst mikilvægt að fóstrur geti
spilað undir hjá krökkunum því
að þeim finnst þá svo miklu
meira spennandi að s.vngja og
söngurinn veröur allur líflegri.
— Ég hef nú engin sérstök
framtíðarplön önnur en að
starfa sem fóstra þegar ég lýk
námi. Hver veit nema maður
fari einhvern tímann út á land
í vinnu. Annars hef ég áhuga á
að ferðast um landið og líklegt
er, að við hjónin förum hringinn
í sumarfríinu. Við höfum ferð-
ast miklu minna en okkur hefur
langað til.
— Mér heyrist á jafnöldrum
mínum, að þeir séu ánægðir með
lífið. Allir virðast hafa áhuga á
að byggja að minnsta kosti þeir,
sem eru búnir að gifta sig. Mér
sýnist það vera orðin hefð í
okkar þjóðfélagi, að allt ungt
fólk sé í því að koma yfir sig
þaki. Oft heyrir maður nú
kvartað undan reikningum sem
flæða yfir flesta.
— Skemmtanir sækir maður
jú stundum, annars er meira um
það hjá ógiftu stelpunum í
skólanum. Helzt förum við í bíó
eða í heimsóknir, svo er kveikt
á sjónvarpinu þó nokkuð oft.