Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 25 Gísli Júlíusson verkfræðingur (til vinstri), sem var leiðsögumaður í ferðinni og Páll Ólafsson staðarverkfræðingur Hrauneyjafoss. Á myndinn hægra megin sést gljúfur Tungnaár, sem er rétt neðan við fossinn. Séð yffir framkvæmdasvæðiö við Hrauneyjafoss. Lengst til vinstri sést bor Orkustofnunar, en lengst til hægri eru núverandi skrifstofur Fossvirkja. Ljósmyndir: RAX. Fyrir utan það að vera svetnstaður er í vinnubúðunum að finna ýmislegt, sem hægt er að gera sér til afþreyingar. Við Sigöldu er kvik- myndahús, sem tekur 60 til 70 manns í sæti og eru kvikmyndir sýndar þar einu sinni til tvisvar í viku. Eru kvikmyndasýningarnar yfirleitt vel sóttar og verður jafnvel að hafa nokkrar sýningar á hverju kvöldi, vegna mikillar aðsóknar. Þá kemur einnig fyrir að færa verði kvikmynda- sýningar til, rekist þær á við einhverja vinsæla dagskrá í sjón- varpi, en á þaö er mikið horft. Aöstaöa er einnig til borðtennisiök- unar og bobleikjar, og skák og spil njóta einnig töluveröra vinsælda meðal starfsmanna. Nýverið gengu nýir samningar í gildi hjá starfsmönnum Landsvirkjun- ar og samkvæmt þeim eru unnir 13 klukkutímar á dag, eða frá klukkan sex á morgnana til sjö á kvöldin, fimm daga vikunnar. Á tveggja vikna fresti fá starfsmenn síöan þriggja daga frí og skreppa þeir þá gjarnan til Reykjavíkur. Fyrsta daginn sem þessi nýja vinnutilhögun ríkti mættu ailir til vinnu, en eflaust hafa nokkrir verið syfjaðir. Kaupiö freistar margra Við hittum að máli Rannver Sveins- son, verkstjóra hjá Miðfelli, og spurðum hann fyrst að því hversu margir væru í vinnu á vegum Fossvirkja við Hrauneyjafoss. „Nú vinna hér á milli 26 og 30 manns og eru langflestir þeirra þungavinnuvéla- menn. Þeim á þó eftir að fjölga eitthvað þegar á sumarið líður og gæti ég trúað aö þeir yrðu á milli 70 og 80 þegar mest verður", sagði Ranriver. „Hérna eru nú níu stórir trukkar og sex aðrar þungavinnuvél- ar, en fleiri tæki eiga eftir aö bætast í hópinn. Þaö er alltaf mikill áhugi hjá fólki aö komast hingaö í vinnu og mun færri komast að en vilja. Það er kaupið sem lokkar fólk til sín, en lítið held ég að sé um að menn komi hingaö af ævintýraþrá. Hér er unnið frá klukkan sex á morgnana, eins og hjá Landsvirkjun og hef ég ekki orðið var við almenna óánægju út af vinnutímanum, þótt þaö sé auðvitað einstaklingsbundiö. Ég held aö þaö muni ekki svo mikiö Framhald á bls. 18 og Tungnaá. Átti neösta virkjunin að vera við Urriðafoss og hinar við Hestafoss, Þjórsárholt, Skarð, Búrfell og Hrauneyjafoss. Var þessi áætlun Titans lögð fyrir stjórn íslands, sem setti málið í nefnd. Úrskurður meirihluta nefndarinnar var hins vegar á þann veg að ekki bæri að leyfa Titan að reisa virkjanirnar sex að svo stöddu. Titan átti þó virkjun- arréttinn í Tungnaá allt til ársins 1951, að hann var seldur íslenzkum stjórnvöldum. Kvikmyndahús viö Sigöldu Þegar Mbl. bar að á framkvæmda- svæðinu við Hrauneyjafoss var verið að grafa fyrir stöövarhúsinu og auk þess verið að grafa fyrir vinnubúöum, sem rísa eiga á svæöinu á næstu vikum. Vinnubúðirnar eru nú við Sigöldu og verða þær fluttar að Hrauneyjafossi. Nokkuö af vinnubúð- unum er komið til ára sinna því að þær voru einnig notaöar við Búrfells- virkjun. Verður því að endurnýja hluta húsnæðisins. í vinnubúðunum dvelja bæði starfsmenn Landsvirkj- unar og starfsmenn Fossvirkja, en búðirnar eru í eigu Landsvirkjunar. Allir starfsmenn búa í tveggja manna herbergjum, en hin síöustu ár hefur sú krafa komiö fram að starfsmenn búi í eins manna herbergjum og er gert ráö fyrir að sú krafa veröi sett %á oddinn í næstu samningum starfs- manna. Rannver Sveinsson taldi enga almenna óánægju ríkja með hinn nýja vinnutíma. að vegalengd, en neðri leiðin liggur yfir ræktaö land auk þess sem nokkuö er þar af rafmagnslínum fyrir. Eru menn frá Landmælingum ríkisins þessa dagana að hefja mælingar á línuvegalengdunum til Hvalfjarðar. Segja má að í mörgu sé Hrauneyja- fossvirkjun svipuö Sigölduvirkjun. Báöar virkjanirnar nýta sér sveig Tungnaár umhverfis móbergsöldur til raforkuframleiðslu, en munurinn er einkum sá að í Sigölduvirkjun er vatninu veitt aftur í Tungnaá, en í Hrauneyjafossvirkjun er því fyrst veitt í Sporðöldukvísl og þaðan rennur það síðan í Tungnaá. Þá er fall vatnsins við Sigölduvirkjun 74 metrar á móti 88 metrum við Hrauneyjafoss- virkjun. Einar Ben. vildi virkja Hrauneyjafoss Þótt fyrst nú sé hafinn undirbún- ingur að því að virkja Hrauneyjafoss er það síður en svo ný hugmynd. Árið 1916 keypti hlutafélagiö Taurus, sem Einar Benediktsson átti mestan hlut í, vatnsréttindi í Tungnaá og þar meö talin virkjunarréttindi í Hrauneyja- foss. Tveimur árum síðar keypti hlutafélagiö Titan vatnsréttindin í Tungnaá af Taurus og í ritinu „Vandkraften í Thorsjá elv, lsland,“ sem er eftir Sætersmoen verkfræð- ing og kom út í Osló árið 1918, er gert ráð fyrir sex virkjunum í Þjórsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.