Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 12
12
„Smávinir fajrrir, foldarskart" eftir
Vijjdísi Kristjánsdóttur.
Sýning Vigdís-
ar framlengd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lenjfja sýninjíu Vijídísar Kristj-
ánsdóttur í Norra-na húsinu.
Sýningin „Islenzkar jurtir og
hlóm" var sett upp í tilefni
I.istahátíóar í Iíeykjavík og henni
átti aó ljúka 18. júní s.l. Vegna
mikillar aósóknar verður sýning-
in framlengd um tvær vikur og
stendur fram til mánaðamóta.
Á sýningunni eru 16 vatnsiita-
myndir af íslenzkum villiblómum.
Þær m.vndir sem til sölu voru
seldust fyrstu daga sýningarinnar.
I bókasafni Norræna hússins eru
seld kort með myndum eftir
Vigdísi og mun listakonan árita
þau ef óskað er.
Sýningin er opin daglega kl.
14—18, nema á sunnudögum, þá
frá kl. 14—17. Aðgangur er ókeyp-
is.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978
Jón Magnússon:
Alþýðuflokkur brást,
þegar mest á reyndi
Hver eru helztu ágreiningsmál
íslenzkra stjórnmála? Sumir
mundu e.t.v. svara því til, að ekki
væri ýkja mikiH munur á stefnu
stjórnmálaflokkanna og þó ein-
hver munur væri í stefnunni, þá
gætti hans ekki þegar flokkarnir
fara að framkvæma hlutina í
ríkisstjórn. í því tilliti sé sama
hvaða stjórnmálaflokkur eigi í
hlut.
Ástæðan fyrir því, að fjölmargir
halda því fram sem að framan
greinir, sýnir að stjórnmála-
flokknum hefur ekki tekizt að gera
fólkinu næga grein fyrir stefnu
sinni og störfum. Þegar flokkar
starfa saman í samsteypustjórn-
um, eins og hér tíðkast, þá er
sjaldnast gerður greinarmunur á
stefnu flokkana, sem að sam-
steypustjórninni standa og við-
komandi ríkisstjórnar.
Stefnan er ljós
í utanríkismálum
I einum málaflokki er þó stefna
tveggja stjórnmálaflokka öllum
ljós, en það er í utanríkismálum.
I utanríkismálum eru það Sjálf-
stæðismenn sem vilja trygjrja
varnir og öryggi landsins með veru
i Atlantshafsbandalaginu og
varnasamstarfi við ríki bandalags-
ins. Alþýðubandalagið er á algjör-
lega öndverðum meiði við Sjálf-
stæðisflokkinn í þessu efni og vill
að Island rjúfi sig úr tengslum við
önnur ríki Vestur-Evrópu með
úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu
og að varnarliðið hverfi af iandi
brott. Hinir flokkarnir hafa að
meira eða minna leyti óljósa
stefnu í þessum málum og tog-
streita innan þeirra um stefnuna
í utanríkismálum gerir það að
verkum, að nánast útilokað er að
segja til um það, hvaða stefna
verður ofan á í þeim flokkum.
Þannig hefur það sýnt sig, að það
er fyrst og fremst komið undir
st.vrk Sjálfstæðisflokksins eða
Alþýðubandalagsins, hvernig hinir
flokkarnir snúast í öryggismálum
þjóðarinnar.
Alþýðubandalagið er
til vinstri við aðra
kommúnistaflokka
Það þarf að vekja á því athygli
meira en gert hefur verið, að
stefna Alþýðubandalagsins í utan-
ríkismálum er til vinstri við stefnu
ýmissa annarra kommúnista-
flokka í Evrópu. Þannig mundi
stefna ítalskra kommúnista senni-
lega vera flokkuð undir landsölu-
og landráðastefnu á síðum Þjóð-
viljans, vegna hugmynda þeirra
sem ítalskir kommúnistar hafa
sett fram um mikilvægi Atlants-
hafsbandalagsins. Þeir sem að
hingað til hafa talið að Alþýðu-
bandalagið væri að þróast upp í
meinlausan lýðræðissinnaðan
sósíalistaflokk ættu að íhuga
þessa staðreynd.
Viðbrögðin í
landhelgismálinu
Það má heldur ekki gleymast
hvernig viðbrögð Alþýðubanda-
lagsmanna voru á því erfiða
tímabili, þegar við áttum í deilum
við Breta vegna 200 milna út-
færslunnar. Þá var ekkert til
sparað af hálfu Alþýðubandalags-
ins til þess að gera forystumenn
Sjálfstæðisflokksins tortryggilega
og Alþýðuflokkurinn elti á sama
hátt og K^till skrækur elti Skugga
Svein forðum.
Samningarnir við Breta, sem
undirritaðir voru í Osló 1975, voru
kallaðir svikasamningar og mörg-
um-öðrum ónöfnum. Reynt var að
telja fólki trú um, að nú væri verið
að fórna mikilvægum réttindum
og óskaplegt væri fyrir íslenzka
þjóð, ef samningarnir næðu fram
að ganga og enn söng Alþýðu-
flokkurinn viðlagið af sömu undir-
gefni við Alþýðubandalagið og
áður.
Nú er liðinn nokkur tími, þannig
að mönnum hefur gefist tækifæri
til að meta þýðingu þeirra að-
gerða, sem gripið var til vegna
fiskveiðideilunnar við Breta og
hvað kemur í ljós? Það kemur í
ljós, að á styttri tíma en nokkurn
hefði dréymt um, tókst að tryggja
full og óskoruð yfirráð okkar yfir
200 mílna fiskveiðilögsögu. Sá
bægsla- og hamagangur sem hafð-
ur var í frammi af Alþýðubanda-
lagi og Alþýðuflokk hefur sýnt sig
í að vera pólitískur loddaraleikur
af ómerkilegustu tegund.
Aðgerðir og afstaða þessara
flokka virðist nánast grátbrosleg
þegar það er rifjað upp, að
Alþýðubandalagsmenn reyndu að
hlægja tillögur Sjálfstæðismanna
um útfærslu í 200 mílur í hel til
að byrja með, sögðu síðar að þær
væru öldungis ótímabærar og
kórónuðu svo vitleysuna með því
að boða til útifundar tii að
mótmæla einum hagstæðasta
milliríkjasamningi, sem íslendingr
ar hafa gert. Þar sem 200 mílna
útfærsla var tryggð. Þrátt fyrir
það höfðu þeir Alþýðubandalags-
menn nokkru áður samþykkt
samning í landhelgismálinu, sem
var til muna óhagstæðari fyrir
okkur. Ekki má heidur gleyma
greyinu honum Katli, þ.e. Alþýðu-
flokknum, sem elti Alþýöubanda-
lagið enn sem fyrr.
Þetta er rifjað upp hér til að
benda á, að Alþýðubandalagsmenn
nota öll tækifæri til þess að telja
fólki trú um, að pólitískir and-
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri:
Fer tími krafta-
verkanna í hönd?
Trúir því einhver að vinstri
stjórn geti bætt ástand efnahags-
mála?
Getur vinstri stjórn afstýrt
atvinnuleysi?
Eykst fiskigengd í sjónum þegar
vinstri stjórn situr að völdum?
Biðstöðin Kratar.
Hvað tekur við?
Ef taka má mark á skoðana-
könnun síðdegisblaðanna verður
koniinn vinstri stjórn á Islandi
þegar í næsta mánuði.
Trúlegá verður sú stjórn ekki
eins og sú síðasta undir forystu
Framsóknar heldur komma. Þá
rætist gamall draumur Lúðvíks
Jósefssonar um að verða forsætis-
ráðherra. Enginn vafi er á því að
ritstjóri Þjóðviljans, Svavar
Gestson stefnir að menntamála-
ráöuneytinu enda „innrætingunni"
stjórnað þaðan.
Kratar gera kröfur ef af „stór
sigri" þeirra verður. Ef marka má
stóru orðin hjá „ungliðinu" þá
veröa það ekki frjálslegir við-
skiptahættir Gylfa Þ. úr Viðreisn-
arstjórnartíð sem ástundaðir
verða heldur „markviss áætlana-
búska|mr“.
Segja má að hér eigi að snúa við
gamla máltækinu um að syndir
feðránna komi niður á börnunum,
hér ætla „börnin“ að hagnast á
s.vndum feðranna, sem taldar eru
miklar.
Kratar fara vafalaust með
viðskiptamálin og dómsmálin.
Þarf nokkur að spyrja hver verður
dómsmálaráðherra?
Framsókn hefur tjáð sig reiðu-
búna sem fyrr þegar rætt er um
vinstri stjórn. Þeir verða að þessu
sinni væntanlega að axla fjármál-
in og byggja brýrnar.
Og verður ekki
nóg að gera?
Jú, það verður víst ekki hörguli
á atvinnui Búast má við að fjöldi
manns komist að ýmiskonar ráð-
um, (sbr. framkvæmdaráð Reykja-
víkurborgar) sem eru sérgrein
vinstri manna.
En bíðið aðeins, hvar a að taka
peningana til þess að borga þessu
fólki. Flkki frá skattpíndum al-
menningi, ekki frá skattlausum
samvinnurekstri, ekki með hækk-
un söluskatts, því hann á að lækka.
En hvar þá? Jú, leiðin er fundin.
Nú skal fyrirtækjum og fasteigna-
eigendum fá að blæða.
Nú verður gleymt í bili allt tal
um öfugan atvinnurekstur, sterk-
an íslenzkan iðnað, lækkun vaxta
(eða verður sparifjáreigendum
líka tekið blóð), hér er sökudólgur-
inn fundinn. Atvinnurekstrinum,
óvini alþýðu, skal blæða, hann er
aflögu fær. Hver og einn veit að
slíkt tal er fáviska og barnaskapur
og má þar vísa tii ummæla
frambjóðenda vinstri flokkanna
um allt land. Hvergi hefur at-
vinnureksturinn fengið næga fyr-
irgreiðslu, allir lofa auknum opin-
berum framlögum og hagræðing-
arlánum, a.m.k. eru frambjóðend-
ur komma og krata í Reykjanes-
umdæmi ósparir á slík loforð.
Ætla má að þeim vefjist tunga
um tönn, þegar þeir færa fyrir-
tækjum t.d. á Suðurnesjum skatt-
reikningana.
En það má þó alltaf taka ný
erlend lán og N.A.T.O. getur líka
borgað, eða var það Stjórnmála-
flokkurinn sem sagði þetta?
Fiskurinn
í sjónum
Margir virðast trúa því eins og
nýju neti, að fiskigengd aukist við
tilkomu vinstri stjórnar. Það þurfi
bara að köma Matthíasi Bjarna-
syni frá og þá verði fiskur á
hverjum öngli.
Það er ekki hægt bæði að halda
og sleppa. Óskhyggja er góð, en
fólk lifir ekki á henni einni saman.
Ég óttast að fara muni. fyrir
vinstri mönnum og þeim senr-þeir
geta fengið til fylgis við sig eins
og manni, sem skrifar drukkinn
undir víxil og vaknar svo næsta
dag við það að víxillinn er fallinn
og skuldareigendur (landsmenn)
knýja dyra og krefjast efnda.
Biðstöðin kratar
Hvað er nú það, segið þið?
Ég sagði það sama þegar ég
heyrði þetta sagt nú í vikunni af
ungum kjósanda, sem kýs nú í
f.vrsta sinni. En skýringin var
einföld og jafnframt sennileg. Það
eru margir af ungu kjósendunum
óvissir þessa dagana.
Þeir eru hræddir við kommana
og vilja ekki bindast þeim bæði
vegna fortíðar þeirra og nútíðar.
Þessir ungu kjósendur hafa ekki
heldur viljað binda sig til hægri og
má þar eflaust um kenna óánægju
með núverandi stjórn. Þessi
óánægja er ávöxtur „innrætingar-
innar“ sem fram fer í skólakerf-
inu.
Því segja þeir sem svo, ætli við
re.vnum ekki kratana, sem segjast
vera mitt á milli, þaðan er
auðveldast að hlaupa aftur.
Við þessa ungu kjósendur og
aöra óákveðna vil ég sejíja, hugsið
ykkur vel um áður en þið leggið
grundvöll að nýrri vinstri stjórn,
því það verður slík stjórn, sem þið
fáið ef þið kjósið krata. Sjálfstæð-
isflokkurinn einn getur myndað
sterka stjórn. Kjósið hann.